
Morteza Songol Zadeh ætlaði sér aldrei að setjast að á Íslandi. Hann var á leiðinni til Kanada frá Svíþjóð, þar sem honum hafði verið synjað um alþjóðlega vernd, þegar hann var handtekinn við millilendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir að vera með falsað vegabréf. Fyrstu kynni hans af landi og þjóð voru lögreglumenn og lítill fangaklefi, þar sem hann mátti dúsa í alls fimmtán daga – þar af átta í einangrun.
Morteza flúði heimaland sitt, Íran, þegar upp komst að hann hefði tekið upp kristna trú í Indlandi, þar sem hann stundaði háskólanám í enskum bókmenntum. Eftir að lögreglan braust inn á heimili hans og fann bæði biblíur og myndbandsupptöku af því þegar hann var skírður til kristinnar trúar, var honum ráðlagt að flýja land. Hann hefur verið á flótta síðan en dauðadómur var kveðinn upp yfir honum í Íran að honum fjarstöddum.
Athugasemdir