Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Dæmd til að afhenda drenginn norsku barnaverndinni: Fær ekki að sjá hann í þrettán ár

Ör­lög fimm ára drengs réð­ust fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í morg­un. Hann skal flutt­ur til Nor­egs þar sem hans bíð­ur vist­un hjá ókunn­ug­um fóst­ur­for­eldr­um til 18 ára ald­urs. Amma drengs­ins, Helena Brynj­ólfs­dótt­ir flúði með hann til Ís­lands fyrr á þessu ári.

Dæmd til að afhenda drenginn norsku barnaverndinni: Fær ekki að sjá hann í þrettán ár
Fær ekki að sjá drenginn í þrettán ár Helena fær ekki að sjá barnabarnið sitt sem hún hefur alið upp næstu þrettán árin sem samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur skal drengnum skilað til norsku barnaverndarinnar þar sem hann verður vistaður hjá fósturforeldrum til átján ára aldurs. Mynd: Heiða Helgadóttir

Helenu Brynjólfsdóttur, sem flúði með barnabarn sitt frá Noregi til Íslands fyrr á þessu ári, ber að skila barninu í hendur norsku barnaverndarinnar og hefur til þess tvo mánuði. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem lesinn var upp fyrir lögfræðing hennar í dag.

Þetta þýðir að Helena fær ekki að sjá barnabarnið sitt, fimm ára gamlan dreng, í 13 ár þar sem reglur barnaverndar í Noregi heimila aðeins heimsóknir foreldra barnanna. Dóttir Helenu, sem missti forsjá yfir drengnum í Noregi, fær að hitta son sinn tvisvar á ári, tvo klukkutíma í senn.

Rændi barninu til að bjarga því

Stundin hefur fjallað ítarlega um málið og ræddi meðal annars við Helenu í lok júlí. Þá steig hún fram og sagðist hafa rænt barnabarninu til þess að bjarga því. Helena gæti verið ákærð fyrir barnsrán í Noregi en barnaverndin þar í landi krafðist þess að íslensk stjórnvöld myndu finna drenginn, fjarlægja hann með lögregluvaldi og koma honum upp í fyrstu flugvél aftur til Noregs svo hægt væri að vista hann hjá ókunnugu fólki í Noregi til 18 ára aldurs.

Helena var kölluð á fund hjá innanríkisráðuneytinu hér á landi þar sem henni var boðið að afhenda drenginn af fúsum og frjálsum vilja. Því neitaði Helena og fór því málið fyrir dóm sem síðan féll í dag.

Vill vera hjá ömmu sinniSálfræðingur sem bar vitni fyrir dómi sagði drenginn vilja vera hjá ömmu sinni.

 

Bara búin að gráta undanfarna daga

Stundin ræddi við Helenu fyrir tæpri viku síðan en þá beið hún dómsins sem féll í dag. „Þetta er búið að vera í gangi síðan í desember. Tilfinningasveiflur, svefnlausar nætur og endalausar áhyggjur,“ sagði Helena þá og átti erfitt með að ræða við blaðamann. Henni var mikið niður fyrir og barðist við tárin.

„Hugsum þetta aðeins. Þetta er fimm ára gamalt barn sem ég elska meira en allt. Ég gæti verið að sjá fram á það að hann hverfi algjörlega úr mínu lífi. Ég fæ aldrei að hitta hann aftur. Ég get þetta ekki.“

Búin að missa trúna á íslenskt réttarkerfi

Helena var miður sín eftir að hafa fengið að vita niðurstöðu dómsins í dag en lögfræðingur hennar hringi í hana í morgun og las hann upp.

„Já, ég ætla að áfrýja þessu en ég er bara búin að missa trúna á íslenskt réttarkerfi þannig að ég er alls ekki vongóð,“ sagði Helena þegar blaðamaður Stundarinnar ræddi við hana í dag.

„Ef hann á að fara í fóstur, af hverju fer hann þá ekki í fóstur hjá íslenskri fjölskyldu? Þessi lygaþvæla hjá norsku barnaverndinni er bara grátleg,“ segir Helena sem var mikið niður fyrir. 

Sagan öll

Flutti með drenginn til Noregs fyrir þremur árum

Úr viðtalinu sem birtist við Helenu í Stundinni þann 28. júlí:

Helena flutti til Kristansand í Noregi árið 2013 í leit að betra lífi fyrir sig, dætur sínar tvær og barnabarnið. Hún var ekki að flýja skuldir eins og svo margir sem flytja til Noregs. Menntakerfið og möguleikinn á að eignast eitthvað í lífinu laðaði Helenu að en hún var á leigumarkaði á Íslandi eins og þúsundir annarra, átti lítið sparifé og sá ekki fram á að geta fjárfest í íbúð, eða eins og hún segir sjálf: „Mig langaði að eiga möguleika á því að eignast eitthvað og skilja eitthvað eftir mig fyrir börnin mín. Ég sá það bara ekki gerast á Íslandi og því flutti ég með fjölskylduna til Noregs.“

Barnabarnið hennar var aðeins tveggja ára gamalt þegar þau fluttu árið 2013 en þegar út var komið fór Helena strax í það að verða honum úti um leikskólapláss sem gekk vel. Flutningur fjölskyldunnar gekk eins og í sögu fyrsta árið en þá fór að halla undan fæti hjá dóttur Helenar, móður barnsins.

„Hann talar þó ekki norsku, aðeins eitt og eitt orð sem hann hefur lært á leikskólanum“

„Hún flæktist inn í slæman félagsskap í Noregi sem hafði mikil áhrif á hana. Hún sökkti sér í neyslu og var ekkert inni á heimilinu. Ég sá um barnið alla daga eins og ég hafði í raun gert frá fæðingu. Neyslan hafði þau áhrif að hún var ekki til staðar fyrir barnið. Hún kynntist strák í þessum félagsskap sem var í afskaplega mikilli neyslu líka og þau fóru að búa saman en allan tímann var ég með barnið fyrir utan eina og eina heimsókn þar sem ég fór með barnið til dóttur minnar. Einn daginn, þegar hún er ekki heima, þá tekur þessi kærasti hennar brjálæðiskast og rústar allri íbúðinni. Sker mublurnar hennar og brýtur allt og bramlar. Lögreglan var kölluð til og þegar hún mætir á svæðið þá tekur hún eftir barnaleikföngum í íbúðinni. Þá er norska barnaverndin kölluð til og þannig hefst þessi martröð sem ekki sér fyrir endann á í dag,“ segir Helena.

Kölluð á fund barnaverndar

Norska barnaverndin kallaði þær mæðgur á fund. Þar lét dóttir Helenu starfsmenn barnaverndarinnar vita að móðir sín hefði alla tíð séð um barnið og þannig yrði það áfram. Helenu var gefinn kostur á að skrifa undir samkomulag við norsku barnaverndina sem hljóðaði upp á það að hún myndi samþykkja óundirbúnar heimsóknir á heimili hennar allt að fjórum sinnum í viku til þess að tryggja velferð barnsins. Helena segir að það hafi ekki verið neitt vandamál enda hafi hún haldið fallegt heimili og hugsað vel um barnið sem sömuleiðis leið vel hjá ömmu sinni.

„Þeir voru að koma þrisvar til fjórum sinnum í viku í yfir tvö ár. Stundum litu þeir bara inn í stutta stund en stundum komu starfsmenn

barnaverndarinnar í heimsókn í lengri tíma og ræddu bæði við mig og reyndu að tala við barnið. Hann talar þó ekki norsku, aðeins eitt og eitt orð sem hann hefur lært á leikskólanum. Yfir þetta tímabil kom ekkert upp á og þeir höfðu ekkert út á mig, uppeldið eða heimilið að setja. Allir sem komu í heimsókn báru okkur söguna vel en það kom meðal annars fram í skýrslum sem skilað var í lok hverrar heimsóknar og því var ekki útlit fyrir annað en að ég myndi fá forsjá yfir barninu,“ segir Helena. Barnaverndin hafði einnig samband við leikskólann þar sem barnið var vistað og var sama sagan þar: Þeir höfðu ekkert út á Helenu að setja og barninu virtist bara yfir höfuð líða mjög vel.

Tvö ár undir smásjá barnaverndar

Yfir þetta sama tímabil bjuggu þau þrjú í húsinu; Helena, yngri dóttir hennar, sem var átján ára gömul og fimm ára gamalt barnið. Dóttir Helenu, móðir barnsins, var á þessum tímapunkti að leita sér hjálpar vegna fíknar sinnar og bjó ekki á heimilinu. Hún hafði ekki sokkið svona djúpt áður í neyslu og vildi út úr þessum vítahring. Hún hafði aldrei farið í meðferð en vildi gera allt til þess að missa ekki barnið sitt: „...og þess vegna fór hún í sína fyrstu meðferð og það vissu starfsmenn barnaverndarinnar en það virtist skipta litlu máli. Þeir vildu ekki gefa henni nein tækifæri.“

En eftir tvö ár undir smásjá norsku barnaverndarinnar, þegar útlit var fyrir að Helena myndi fá forsjá yfir barninu, leitaði yngri dóttir hennar sér hjálpar hjá félagsráðgjafa. Hún var átján ára gömul og hafði áhyggjur af fikti við kannabisreykingar. Eftir öll þau vandræði sem systir hennar hafði komið sér í ákvað hún að taka ábyrgð á sjálfri sér og sótti sjálf tíma hjá félagsráðgjafa sem starfaði á vegum Kristiansand. Í viðtalinu við félagsráðgjafann lét hún áhyggjur sínar í ljós og spurði hvað væri best fyrir hana að gera. Félagsráðgjafinn bauð henni litla aðstoð, að sögn Helenu, en hafði meiri áhyggjur af því að barn væri skráð á sama heimili.

Barnavernd vill ekki að barnið sé hjá ömmu sinni

„Þessi félagsráðgjafi, í stað þess að hjálpa dóttur minni sem sjálf sótti sér aðstoð, hafði samband við barnavernd og þá má segja að boltinn hafi byrjað að rúlla hjá mér og hann hefur ekki hætt að rúlla síðan. Þrátt fyrir allar þessar góðu umsagnir hjá bæði starfsfólkinu sem kom í heimsókn til mín þrisvar til fjórum sinnum í viku í tvö ár og og starfsfólki leikskólans þá kemur í ljós fyrir fylkisrétti, sem barnavernd tapar nánast aldrei máli fyrir, að þeir vilja ekki að barnið sé hjá mér. Það var ákveðið reiðarslag. Yngsta dóttir mín, sem leitaði sér hjálpar, var að flytja út á þessum tíma og hafði aldrei verið í nokkurri neyslu inni á heimilinu mínu enda hefði ég aldrei tekið það í mál. Þeir vissu að dóttir mín var að flytja út en þrátt fyrir þá vitneskju voru þeir harðir á því að taka barnið af okkur og vista hjá ókunnugum. Ég vildi leita allra leiða til þess að leysa þetta mál án þess að missa barnið,“ segir Helena sem þá hafði samband við eina af eldri dætrum sínum, sem býr í öðru fylki í Noregi, er í sambúð með Norðmanni og á 12 ára gamla dóttur.

„Við vildum halda fjölskyldunni saman og enginn gat lifað með því til æviloka að hafa misst barnið til átján ára aldurs“

„Þau voru meira en til í að vera með barnið. Við vildum halda fjölskyldunni saman og enginn gat lifað með því til æviloka að hafa misst barnið til átján ára aldurs. Ég hefði ekki fengið að hitta það aftur og móðir þess, dóttir mín, hefði aðeins fengið að hitta það í nokkra klukkutíma á ári.“

Eldri systir býðst til að taka barnið

Starfsmenn norsku barnaverndarinnar í Kristiansand ferðuðust í umrætt fylki þar sem eldri dóttir hennar bjó ásamt eiginmanni sínum. Helena segir þá hafa farið í fjölmargar heimsóknir og tekið viðtöl við bæði eldri dóttur sína, eiginmann hennar og tólf ára gamla dóttur þeirra.

„Stelpan þeirra fór meira að segja í sálfræðimat og kom mjög vel út úr því. Við fengum bara jákvæð skilaboð og athugasemdir frá norsku barnaverndinni og því var í raun allt sett af stað til að undirbúa komu hans til eldri dóttur minnar. Hún gerði fallegt herbergi fyrir hann og allir voru himinánægðir í fjölskyldunni með þessa niðurstöðu. Þrátt fyrir að hún byggi í öðru fylki þá skipti það okkur aðalmáli að hann yrði með fjölskyldunni sinni á einn eða annan hátt. Þrátt fyrir að það hafi verið erfitt að sætta sig við það að ég fengi ekki að vera með hann gladdist ég yfir því að hann myndi alast upp hjá eldri dóttur minni, læra íslensku, vera með frænku sinni og fá að fara í heimsókn til Íslands, enda fæddist hann nú þar og er íslenskur.“

„Þetta var svo fáránlegt að ég fékk bara nóg“

En sú hamingja lifði ekki lengi. Helena segir fjölskylduna hafa haft mikla trú á því sem við þau var sagt. Þegar málið var hins vegar aftur flutt fyrir fylkisnefnd í Noregi kom í ljós að barnavernd mælti gegn því að barnið yrði vistað hjá eldri dótturinni og vildu þeir þess í stað að barninu yrði fundið framtíðarheimili hjá ókunnugum í Noregi. Það þýddi ótímabundna vistun til átján ára aldurs þar sem móðir hans myndi fá að hitta hann í örfáa klukkutíma yfir árið.

Klippt á tengsl við fjölskylduna

„Það var rosalegur skellur fyrir okkur öll. Forsendurnar sem lágu að baki þessari ákvörðun hjá barnavernd voru fáránlegar. Vægast sagt fáránlegar. Ákvörðunin var meðal annars tekin út frá þeim forsendum að þau hjónin hefðu aðeins verið saman í tvö ár og þau gætu því skilið. Þá sögðu þau, út frá heimsóknum að dæma, að fjölskyldan væri bara svo hamingjusöm svona þrjú saman og að koma drengsins inn á heimilið gæti eyðilagt það. Elsta dóttir mín hefur aldrei átt við nein vandamál að stríða en einhvern veginn hjá barnaverndarnefnd í Noregi líta þeir svo á að þunglyndi, fíkn og alkóhólismi sé smitandi sjúkdómur. Þetta var svo fáránlegt að ég fékk bara nóg. Þá ákvað ég að gera það sem ég gerði. Ég rændi barninu til að bjarga því,“ segir Helena sem óskaði eftir því við norsk yfirvöld að fá að vera með barnið þar til barnaverndin myndi finna fósturheimili.

„Ég var strax látin vita af því að þeir ætluðu að klippa á öll fjölskyldutengsl okkar við strákinn. Við gátum ekki horft upp á það. Ég gat ekki horft upp á það. Dóttir mín er bara tvítug og með eina meðferð að baki. Hennar staða í dag samanborið við árið á undan er bara hreinasta kraftaverk. Hún, líkt og ég, lifir fyrir barnið og hún áttar sig á því að það er ekki hægt að vera í fíkniefnaneyslu og sjá um lítið barn. Það fer ekki saman. Hún elskar það til tunglsins og tilbaka en þrátt fyrir allt, allar þessar heimsóknir, viðtöl, rannsóknir og loforð um að fá annað tækifæri þá átti bara að taka barnið af okkur. Í burtu frá henni, í burtu frá mér og í burtu frá fjölskyldunni hans, frænkum og frændum.“

Ráðlagt að flýja

Helena var staðráðin í því að gera allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja það að barnið færi ekki til ókunnugra í Noregi fyrr en hún hefði reynt allt sem kerfið byði upp á. Allar dyr virtust þó lokaðar. Hún var skíthrædd eins og hún segir sjálf og deildi sögu sinni inni í sérstökum hóp á Facebook þar sem fólk hvaðanæva að úr heiminum deildi reynslusögum sínum af afskiptum barnaverndarinnar norsku. Þar sagði fólk henni bara að flýja. Taka barnið og hlaupa eins langt frá Noregi og kostur væri. Fljúga til Íslands. Fela sig.

„Hvað átti ég að gera? Veraldleg gæði skiptu mig engu máli enda varð ég að velja á milli þeirra og barnsins. Ég valdi að sjálfsögðu barnið og hljóp.“

„Ég ræddi við tvo lögfræðinga, bæði á Íslandi og í Noregi. Þeir, eins og gefur að skilja, gátu ekki beint sagt mér að flýja en sögðu að ég væri komin algjörlega út í horn og það næsta sem myndi gerast væri að barnið yrði tekið og þá væri svo gott sem útilokað að reyna að fá það aftur. Fólkið sem ég ræddi við í þessum hópi á Facebook bauðst til þess að greiða flugmiða fyrir mig, gistingu, láta mig fá dagpeninga og í raun hvað sem er til þess að hjálpa mér að komast undan. Þetta var fólk sem hafði misst börnin sín, hafði fundið fyrir óréttlætinu og vildi hjálpa mér. Ég var á báðum áttum. Skíthrædd. Komin með frábæra vinnu í Kristiansand og nýbúin að kaupa mér hús. Hvað átti ég að gera? Veraldleg gæði skiptu mig engu máli enda varð ég að velja á milli þeirra og barnsins. Ég valdi að sjálfsögðu barnið og hljóp.“

Undirbúningurinn að flóttanum stóð ekki lengi. Hún hafði ekkert hugsað þetta til enda. Helena bjóst alveg eins við því að verða stöðvuð á leiðinni út á flugvöll eða jafnvel á flugvellinum sjálfum. Nú eða úti í flugvél á hlaðinu á flugvellinum.

Norsku barnaverndinni mótmæltVíða um heim hefur starfsaðferðum norsku barnaverndarinnar verið mótmælt. Nú síðast bárúst fregnir af því að Mannréttindadómstóll Evrópu væri að skoða mál stofnunarinnar.

Aldrei verið jafn hrædd

„Við tókum með okkur þrjár ferðatöskur og fylltum þau af fötum. Keyptum þrjá flugmiða og tókum bíl út á flugvöll. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hrædd. Ég hugsaði ekkert um það að ég gæti endað í fangelsi ef þeir myndu stöðva mig. Ég hugsaði bara um litla barnið og framtíð þess. Hvort við fjölskyldan myndum nokkurn tímann fá að sjá hann aftur. Ég hafði fyrir þremur árum flutt til Noregs og þarna var ég að flýja landið því yfirvöld vildu taka barnið af okkur. Ég flúði Ísland til þess að byrja nýtt líf á nýjum stað sem ég til þessa hafði talið svo yndislegan. Guð minn góður, hvað ég hafði rangt fyrir mér. Þetta myndi aldrei gerast á Íslandi. Ekki svona að minnsta kosti.“

Helena var stressuð og rúmlega það þegar hún gekk í gegnum flugstöðina í Osló. Hún hafði flogið frá Kristiansand til Oslóar og það hafði gengið vel enda aðeins um innanlandsflug að ræða. Flugið frá Osló til Íslands var hins vegar allt annar handleggur.

„Þá fór kaldur hrollur um mig
og ég hvítnaði öll upp.“

„Mér leið alveg hryllilega. Þegar við sátum í flugvélinni heyrðum við sírenuvæl. Þá fór kaldur hrollur um mig og ég hvítnaði öll upp. Við vorum enn í hlaðinu og landgangurinn var enn tengdur við flugvélina. Ég sökk í sætið og sagði við dóttur mína: „Jæja, núna er lögreglan að koma að sækja okkur,“ en það kom enginn um borð,“ segir Helena sem áttaði sig á því að hljóðin komu úr leikjatölvu hjá litlum dreng sem sat skammt frá þeim.

„Ég bjóst líka alveg eins við því að vera stöðvuð í flugstöðinni á Íslandi og það var því ekkert minna stressandi. Ég sá það fyrir mér að við yrðum stöðvuð þar og send aftur til Noregs,“ segir Helena.

Skildi allar veraldlegar eigur eftir

Hún komst hins vegar klakklaust til Íslands. „Það var mikill léttir að ganga út úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Við vorum komin heim. Ég fór strax í það að finna íbúð fyrir okkur og núna búum við litla fjölskyldan í Reykjavík og erum á leigumarkaði. Úti í Kristiansand stendur húsið mitt sem ég sé ekki fram á að geta borgað af eða heimsótt ef út í það er farið því ég gæti verið handtekin í Noregi og ákærð fyrir barnsrán. Ég missi því húsið og allar mínar veraldlegu eigur sem eru inni í því. Ég er náttúrlega búin að missa vinnuna mína en það verður bara að hafa það. Mér er alveg sama svo lengi sem ég fæ að verja lífinu með barnabarninu mínu sem ég elska svo heitt og hef séð um nánast frá fæðingu.“

Helena segir að tvær vikur hafi liðið frá því þau komu til Íslands þar til íslenska barnaverndin hafði samband. Íslenskir fulltrúar hennar hafi tjáð Helenu að norska barnaverndin hafi reynt að ná í hana en það hafi ekki verið hægt þar sem slökkt hafi verið á síma hennar frá því hún kom til landsins. Það segir Helena að sé ekki satt.

„Ég er búin að vera með kveikt á norska númerinu mínu frá því ég kom heim. Tuttugu og fjóra tíma sólarhringsins hefur norska barnaverndin getað hringt í mig enda voru þeir með númerið mitt. Ég vissi náttúrlega ekkert hvernig þetta mál myndi fara og veit það ekki enn og þess vegna þorði ég ekki öðru en að vera með kveikt á símanum og tilbúin að svara ef það yrði hringt. En íslenska barnaverndin vildi koma í heimsókn og ég sagði að það væri að sjálfsögðu ekkert mál enda hef ég aldrei haft neitt að fela. Þau komu og tóku út húsnæðið og ræddu við mig, dóttur mína og barnið. Þau settu ekki út á neitt og hafa ekki komið aftur. Það er rosalegur munur að fá þau bara einu sinni í heimsókn í stað þess að fá hana þrisvar til fjórum sinnum í viku eins og þetta var úti í Kristansand. Þau eru samt alltaf velkomin í heimsókn enda, eins og ég ítreka, hef ég ekkert að fela. Ég vil barninu það besta og þess vegna tók ég þessa ákvörðun. Hann er kominn í leikskóla og byrjaður að æfa íþróttir og líður bara dásamlega. Hann hefur ömmu sína og mömmu sína, sem er búin að vera edrú í nokkra mánuði og stendur sig frábærlega miðað við allt sem á undan er gengið. Fólk á að fá annað tækifæri ef það sýnir vilja og metnað til þess að gera betur,“ segir Helena.

Innanríkisráðuneytið boðar fund

En martröðinni er ekki lokið þó svo að fjölskyldan sé komin til Íslands og hlutirnir gangi vel. Í síðustu viku fékk Helena bréf frá innanríkisráðuneytinu en samkvæmt því barst íslenskum yfirvöldum beiðni frá barnaverndarnefnd Kristansand um afhendingu barnsins „... en barnaverndarnefnd telur yður halda barninu með ólögmætum hætti á Íslandi,“ eins og segir í bréfinu sem er dagsett 15. júlí.

Þá segir enn fremur: „Beiðni barnaverndarnefndar er sett fram með skírskotun til alþjóðlegs samnings, sem Ísland og Noregur eru aðilar að, um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa, hér eftir nefndur Haagsamningurinn. Samkvæmt Haagsamningnum hvílir sú skylda á íslenskum yfirvöldum að ákveða að barni, sem hefur verið flutt til landsins með ólögmætum hætti, eða er haldið hér á landi á ólögmætan hátt, skuli skilað þegar í stað.“

„Ég sagði þeim að sjálfsögðu að ég myndi ekki afhenda barnið með fúsum og frjálsum vilja“

Innanríkisráðuneytið segist aðeins vera milligönguaðili í þessu máli „því ákvörðun um hvort barninu skuli skilað til Noregs er í höndum dómara. Ef beiðnin verður tekin til meðferðar mun ráðuneytið hafa milligöngu um að útvega barnaverndarnefnd í Kristansand lögmann, sem mun fara með málið fyrir dómstóla fyrir hönd nefndarinnar og krefjast afhendingar barnsins, ef þér skilið því ekki af fúsum og frjálsum vilja. Áður en tekin er ákvörðun um hvort beiðnin verður tekin til meðferðar telur ráðuneytið rétt að óska eftir sjónarmiðum yðar til beiðninnar.“

Helena var sem sagt boðuð á fund í innanríkisráðuneytinu. Fundurinn fór fram þriðjudaginn 26. júlí og mætti Helena ásamt lögmanni sínum.

Neitar að senda burt barnið

„Ég sagði þeim að sjálfsögðu að ég myndi ekki afhenda barnið með fúsum og frjálsum vilja. Þá var mér tjáð að norska barnaverndin væri komin með lögfræðing og ætluðu með þetta alla leið. Það þýðir að málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur og þar verða örlög barnsins ráðin. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að halda eða segja. Ætla íslensk stjórnvöld eða íslenskur dómari að ákveða það að barnabarni mínu, sem fæddist á Íslandi, verði afhent norskum stjórnvöldum svo hægt sé að vista það hjá ókunnugu norsku fólki til átján ára aldurs í stað þess að leyfa því að alast upp hér á Íslandi þar sem það kemur til með að tala íslensku, eina tungumálið sem það kann, fjarri öllum skyldmennum sínum? Ég bara neita að trúa því,“ segir Helena.

Þess ber að geta að innanríkisráðuneytið hefur áður komið að svona máli. Máli sem vakti gríðarlega mikla athygli, bæði hér á landi og í Danmörku. Þá blandaði sjálfur þáverandi innanríkisráðherra sér í málið, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hún hjálpaði Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur, sem á sínum tíma ákvað að nema börn sín á brott og fara með þau frá Danmörku og til Íslands. Hjálpin fólst meðal annars í einni milljón króna sem Hanna Birna gaf Hjördísi Svan úr skúffufé ráðherra. Peningurinn var nýttur til þess að borga leigu á flugvél sem notuð var í flóttanum frá Danmörku til Íslands. Peningurinn var þá millifærður úr ráðuneytinu og yfir á föður Hjördísar Svan sem millifærði hann yfir á Jón Kristin Snæhólm fjölmiðlamann, sem greiddi að lokum fyrir flugvélina. Hjördís Svan stóð þá í hatrammri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Ekki dönsku barnaverndina heldur danskan ríkisborgara og föður barnanna, Kim Laursen, en árið 2012 fékk hann fulla forsjá yfir börnunum.

Hjördís dæmd fyrir brottnámið

Stundin fjallaði um aðkomu innanríkisráðuneytisins að máli Hjördísar Svan, meðal annars í febrúar á þessu ári, en í umfjölluninni kom meðal annars fram að Hjördís fékk umgengnisrétt en flúði með börnin til Noregs þar sem hún fór í felur. Því næst flúði hún til Íslands með fyrrnefndu leiguflugi í ágúst árið 2013. Hjördís var dæmd fyrir þetta brottnám, var handtekin í Danmörku en afplánaði dóminn á Íslandi.

Jón Kristinn Snæhólm sagði í samtali við DV á sínum tíma að hann hefði skipulagt flóttann. „Ráðuneytið styrkti þetta mál en þetta var kallað styrkur vegna lögfræðikostnaðar en ekki styrkur vegna flugs. En styrkurinn var náttúrlega nýttur til að borga hluta af fluginu,“ sagði Jón Kristinn.

Innanríkisráðuneytið eða núverandi innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hefur hins vegar ekki boðið Helenu neina hjálp. Þess í stað hefur ráðuneytið aðstoðað norsku barnaverndina, meðal annars með því að finna þeim færan íslenskan lögmann sem hyggst reyna að ná barninu af Helenu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun málið hljóta flýtimeðferð fyrir íslenskum dómstólum og því ekki langt þangað til að það verði tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Um miðjan júlí greindum við frá annarri íslenskri fjölskyldu sem stendur í baráttu við norsku barnaverndina en þá voru börnin tekin með lögregluvaldi úr skólum sínum og fær föður þeirra ekki að hitta þau nema í fjóra klukkutíma á ári. Hægt er að lesa það hér.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
1
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
2
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
3
FréttirHeimavígi Samherja

Sam­herji not­aði sex millj­arða frá Kýp­ur og Afr­íku til að kaupa kvóta og fisk­vinnslu á Ak­ur­eyri

Stór­felld­ar lán­veit­ing­ar Sam­herja frá Kýp­ur til fé­laga á Ak­ur­eyri sína hvernig pen­ing­arn­ir kom­ast til Ís­lands frá fisk­mið­un­um í Afr­íku sem Sam­herji hef­ur hagn­ast svo vel á.
Teatime í þrot og segir upp 16 manns
4
Fréttir

Teatime í þrot og seg­ir upp 16 manns

Tekj­ur af tölvu­leik tæknifyr­ir­tæk­is­ins dugðu ekki til. Við­ræð­ur um sölu á fyr­ir­tæk­inu eða auk­ið fjár­magn báru ekki ár­ang­ur.
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
5
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Ótt­ast stór­an Brenni­steins­fjalla­skjálfta í kjöl­far skjálfta­hrin­unn­ar

Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vökt­un­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands, var­ar við því að enn stærri skjálfti, yf­ir 6, gæti kom­ið í kjöl­far­ið á skjálfta­hrin­unni á Reykja­nesi.
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
6
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már: „Hafi greiðsl­ur átt sér stað sem eru ólög­mæt­ar þá voru þær á ábyrgð Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur áfram að kenna Jó­hann­esi Stef­áns­syni ein­um um ætl­að­ar „óeðli­leg­ar“ greiðsl­ur í Namib­íu. Sam­herji hef­ur aldrei út­skýrt hvernig það gat gerst að mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja­fé­lög­um til „há­karl­anna“ svököll­uðu héldu áfram í þrjú ár eft­ir að Jó­hann­es hætti hjá Sam­herja.
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í  umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
7
Fréttir

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on dregst inn í um­ræðu um bresti son­ar Banda­ríkja­for­seta

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on er í húsi þar sem Hun­ter Biden. son­ur Banda­ríkja­for­seta, var með skrif­stofu. Hun­ter braut ör­ygg­is­regl­ur húss­ins ít­rek­að og fékk ákúr­ur vegna þeirra sendi­ráða sem eru í hús­inu. Geir H. Haar­de var sendi­herra Ís­lands í Washingt­on á þess­um tíma.

Mest deilt

Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
1
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
2
Fréttir

Horfði á sjón­varps­frétt­ir og fann sig knúna til að hefja und­ir­skrifta­söfn­un

„Stór­slys“, sem er í upp­sigl­ingu varð­andi heilsu ís­lenskra kvenna, er hvat­inn að und­ir­skrifta­söfn­un­inni „Stöðv­um að­för að heilsu kvenna“. Að­drag­and­inn er að grein­ing leg­háls­sýna á að fara fram í Dan­mörku í stað Ís­lands. Erna Bjarna­dótt­ir, forsprakki söfn­un­ar­inn­ar, seg­ir vanta upp á virð­ingu við not­end­ur krabba­meins­skim­ana.
Samherji notaði sex milljarða frá Kýpur og Afríku til að kaupa kvóta og fiskvinnslu á Akureyri
3
FréttirHeimavígi Samherja

Sam­herji not­aði sex millj­arða frá Kýp­ur og Afr­íku til að kaupa kvóta og fisk­vinnslu á Ak­ur­eyri

Stór­felld­ar lán­veit­ing­ar Sam­herja frá Kýp­ur til fé­laga á Ak­ur­eyri sína hvernig pen­ing­arn­ir kom­ast til Ís­lands frá fisk­mið­un­um í Afr­íku sem Sam­herji hef­ur hagn­ast svo vel á.
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
4
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már: „Hafi greiðsl­ur átt sér stað sem eru ólög­mæt­ar þá voru þær á ábyrgð Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur áfram að kenna Jó­hann­esi Stef­áns­syni ein­um um ætl­að­ar „óeðli­leg­ar“ greiðsl­ur í Namib­íu. Sam­herji hef­ur aldrei út­skýrt hvernig það gat gerst að mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja­fé­lög­um til „há­karl­anna“ svököll­uðu héldu áfram í þrjú ár eft­ir að Jó­hann­es hætti hjá Sam­herja.
Landsréttarmálið hefur kostað 141 milljón og enn bætist við
5
Fréttir

Lands­rétt­ar­mál­ið hef­ur kostað 141 millj­ón og enn bæt­ist við

Ólög­leg skip­an dóm­ara í lands­rétt reyn­ist kosrn­að­ar­söm. Kostn­að­ur vegna settra dóm­ara við Lands­rétt veg­ur þyngst eða 73 millj­ón­ir króna. Kostn­að­ur vegna mála­rekst­urs og dóms Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu nam 45,5 millj­ón­um króna
Þorvaldur Gylfason
6
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Van­hæfi í Hæsta­rétti

Þessi grein okk­ar Lýðs Árna­son­ar lækn­is og kvik­mynda­gerð­ar­manns og Þórð­ar Más Jóns­son­ar lands­rétt­ar­lög­manns birt­ist í Frétta­blað­inu á fimmtu­dag­inn var, 18. fe­brú­ar. Þar eð hún hef­ur ekki enn ver­ið birt á vef­setri Frétta­blað­ins þyk­ir okk­ur rétt að birta hana hér svo að les­end­ur geti deilt henni og dreift að vild. Grein­in hljóð­ar svo: Hæstirétt­ur hef­ur und­an­geng­in 20 ár fellt nokkra dóma...
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
7
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.

Mest lesið í vikunni

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
1
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Heyrð­ist ekki í henni?

Skýr af­staða var tek­in þeg­ar fyrstu frá­sagn­ir bár­ust af harð­ræði á vistheim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi. For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu lýsti fullu trausti á hend­ur með­ferð­ar­full­trú­an­um. Eft­ir sat stelpa furðu lost­in, en hún lýs­ir því hvernig hún hafði áð­ur, þá sautján ára göm­ul, safn­að kjarki til að fara á fund for­stjór­ans og greina frá slæmri reynslu af vistheim­il­inu.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
2
Pistill

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Verð­irn­ir og varð­menn þeirra

Það er und­ar­legt að at­hygli stjórn­mála­manna eft­ir morð­ið í Rauða­gerði skuli bein­ast að því hvort lög­regl­an þurfi ekki fleiri byss­ur. Margt bend­ir til að sam­starf lög­reglu við þekkt­an fíkni­efna­sala og trún­að­arleki af lög­reglu­stöð­inni sé und­ir­rót morðs­ins. Af hverju vek­ur það ekki frek­ar spurn­ing­ar?
Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
3
Afhjúpun

Siggi hakk­ari aft­ur af stað og kærð­ur fyr­ir að falsa skjöl

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, öðru nafni Siggi hakk­ari, kem­ur nú að sex fé­lög­um og seg­ir lög­mað­ur und­ir­skrift sína hafa ver­ið fals­aða til að sýna fram á 100 millj­óna hluta­fé í tveim­ur fast­eigna­fé­lög­um. Siggi hakk­ari hef­ur ver­ið eitt af lyk­il­vitn­um í rann­sókn FBI á Wiki­Leaks. Við­skipta­fé­lag­ar segj­ast hafa ver­ið blekkt­ir, en að eng­inn hafi hlot­ið skaða af.
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
4
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
5
RannsóknHeimavígi Samherja

Áhrif Namib­íu­máls­ins á íbúa Ak­ur­eyr­ar: „Fólki þyk­ir al­mennt rosa­lega vænt um Sam­herja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
6
MyndbandHeimavígi Samherja

Hvað finnst Ak­ur­eyr­ing­um um Sam­herja?

Stund­in spurði Ak­ur­eyr­inga út í mik­il­vægi og áhrif stór­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja á líf­ið í Eyja­firði.
Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri
7
Spurt & svaraðHeimavígi Samherja

Sam­herji kaup­ir dag­skrárefni af sjón­varps­stöð á Ak­ur­eyri

Fjöl­mið­ill­inn N4 rek­ur sjón­varps­stöð á Ak­ur­eyri. Mið­ill­inn hef­ur tek­ið að sér dag­skrár­gerð, kostaða af Sam­herja, en telja það vel falla inn í þá starf­semi sem mið­ill­inn held­ur úti. „Við er­um ekki frétta­stöð,“ seg­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur­inn Karl Eskil Páls­son.

Mest lesið í mánuðinum

Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

Ingj­ald­ur hafn­ar öll­um ásök­un­um og kenn­ir bróð­ur sín­um um

Ingj­ald­ur Arn­þórs­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Varp­holts og Lauga­lands, seg­ist orð­laus yf­ir lýs­ing­um hóps kvenna á of­beldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann seg­ist aldrei hafa beitt of­beldi eða of­ríki í störf­um sín­um. Aug­ljóst sé að ein­hver sem sé veru­lega illa við sig standi að baki lýs­ing­un­um.
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Kerf­ið brást dótt­ur minni og fjöl­skyld­unni allri“

Dagný Rut Magnús­dótt­ir seg­ir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi lið­ið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Þetta hafi ver­ið hræði­leg­ur tími. Hún var þar um nokk­urra mán­aða skeið þeg­ar hún var fimmtán ára. Pabbi henn­ar, Magnús Við­ar Kristjáns­son, ótt­ast að hún jafni sig aldrei að fullu eft­ir reynsl­una sem hún hafi orð­ið fyr­ir á með­ferð­ar­heim­il­inu. Hann seg­ir að kerf­ið hafi ekki að­eins brugð­ist Dag­nýju held­ur allri fjöl­skyld­unni.
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Upp­haf­ið að versta tíma­bili lífs míns“

„Ég er bú­in að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upp­lifði á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi þeg­ar ég var ung­ling­ur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerð­ist,“ seg­ir Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, sem var fyrst vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti, sem ár­ið 2000 var flutt í Lauga­land í Eyja­firði. Ingj­ald­ur Arn­þórs­son stýrði báð­um heim­il­un­um.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Harm­leik­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur

Ólíkt fyrri for­sæt­is­ráð­herr­um tal­ar Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki nið­ur til fólks.
„Ég lærði að gráta í þögn“
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Ég lærði að gráta í þögn“

Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Páls­dótt­ir var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var hún brot­in þannig nið­ur að allt henn­ar líf hef­ur lit­ast af því. Hún lýs­ir ótt­an­um og van­líð­an­inni sem var við­var­andi á heim­il­inu. Þeg­ar Tinna greindi frá kyn­ferð­is­brot­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir var henni ekki trú­að og hún neydd til að biðj­ast af­sök­un­ar á að hafa sagt frá of­beld­inu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
6
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Varn­ar­laus börn á vistheim­ili upp­lifðu ótta og of­ríki

Sex kon­ur stíga fram í Stund­inni og lýsa al­var­legu of­beldi sem þær segj­ast hafa orð­ið fyr­ir á með­an þær dvöldu á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu að­il­um. For­stöðu­mað­ur heim­il­anna hafn­ar ásök­un­um. Ábend­ing­ar um of­beld­ið bár­ust þeg­ar ár­ið 2000 en Barna­vernd­ar­stofa taldi ekk­ert hafa átt sér stað. Kon­urn­ar upp­lifa að mál­um þeirra hafi ver­ið sóp­að und­ir tepp­ið. „Við vor­um bara börn.“
Dagný Halla Ágústsdóttir
7
Aðsent

Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Dökka hlið TikT­ok al­gór­i­þm­ans

Op­ið bréf til for­eldra um notk­un barna á TikT­ok - frá þrem­ur ung­ling­um sem nota TikT­ok.

Nýtt á Stundinni

Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.
Allir á tánum
Mynd dagsins

All­ir á tán­um

Það var mik­ið um að vera við veg 42, vest­an Kleif­ar­vatns nú í morg­un. Vega­gerð­in var að kanna að­stæð­ur, starfs­menn á Jarð­vár­sviði Veð­ur­stofu Ís­lands (mynd) voru að mæla gas á hvera­svæð­inu í Sel­túni, sem og grjót­hrun. Þarna voru líka ferða­lang­ar að von­ast eft­ir hinum stóra, kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur að festa augna­blik á filmu, enda höfðu mælst yf­ir 1000 jarð­skjálft­ar á svæð­inu fyrstu tíu tím­ana í dag. Þar af tveir yf­ir 3 að stærð, sá stærri átti upp­tök sín rétt norð­an við Sel­tún, klukk­an 03:26 í morg­un.
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Þrautir10 af öllu tagi

305. spurn­inga­þraut: Hvað gerðu þeir Vikt­or, Páll og Óli af sér?

Sko, hér er þraut­in frá í gær! * Fyrri auka­spurn­ing. Mynd­in hér að of­an er tek­in 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að ger­ast? Hér þurf­iði sjálfsagt að giska en svar­ið verð­ur eigi að síð­ur að vera nokk­uð ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Á hvaða reiki­stjörnu sól­kerf­is­ins er mest­ur hiti? Þá er átt við yf­ir­borðs­hita. 2.   Al Thani-fjöl­skyld­an er auð­ug...
Vá... loftlagsvá
Mynd dagsins

Vá... loft­lags­vá

Mál mál­anna í dag er auð­vit­að jarð­skjálft­arn­ir á Reykja­nesskag­an­um, þeirri vá get­um við ekki stjórn­að. En til lengri tíma eru það auð­vit­að loft­lags­mál­in sem taka þarf föst­um tök­um áð­ur en stefn­ir í óefni. Og þar get­um við haft bein áhrif. Ís­lensk stjórn­völd hafa sent frá sér upp­færð markmið í lofts­lags­mál­um. Þar kem­ur fram að Ís­land ætl­ar að minnka los­un um...
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í  umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
Fréttir

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on dregst inn í um­ræðu um bresti son­ar Banda­ríkja­for­seta

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on er í húsi þar sem Hun­ter Biden. son­ur Banda­ríkja­for­seta, var með skrif­stofu. Hun­ter braut ör­ygg­is­regl­ur húss­ins ít­rek­að og fékk ákúr­ur vegna þeirra sendi­ráða sem eru í hús­inu. Geir H. Haar­de var sendi­herra Ís­lands í Washingt­on á þess­um tíma.
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Ótt­ast stór­an Brenni­steins­fjalla­skjálfta í kjöl­far skjálfta­hrin­unn­ar

Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vökt­un­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands, var­ar við því að enn stærri skjálfti, yf­ir 6, gæti kom­ið í kjöl­far­ið á skjálfta­hrin­unni á Reykja­nesi.
Stórir skjálftar ríða yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Stór­ir skjálft­ar ríða yf­ir Reykja­nes­ið og höf­uð­borg­ar­svæð­ið

Skjálft­ar um og yf­ir 5 á Richter hafa rið­ið yf­ir Reykja­nes­ið. Stað­setn­ing­in er í kring­um Fagra­dals­fjall. Sá fyrsti mæld­ist 5,7 að stærð, 3,3 kíló­metr­um suðsuð­vest­ur af Keili. Skjálft­arn­ir teygja sig í átt að höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sam­kvæmt frumnið­ur­stöð­um Veð­ur­stof­unn­ar.
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már: „Hafi greiðsl­ur átt sér stað sem eru ólög­mæt­ar þá voru þær á ábyrgð Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur áfram að kenna Jó­hann­esi Stef­áns­syni ein­um um ætl­að­ar „óeðli­leg­ar“ greiðsl­ur í Namib­íu. Sam­herji hef­ur aldrei út­skýrt hvernig það gat gerst að mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja­fé­lög­um til „há­karl­anna“ svököll­uðu héldu áfram í þrjú ár eft­ir að Jó­hann­es hætti hjá Sam­herja.
Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Fréttir

Und­an­þága til hjú­skap­ar barna verð­ur felld úr gildi

Sam­kvæmt frum­varpi dóms­mála­ráð­herra verð­ur ekki leng­ur heim­ilt að veita und­an­þágu til barna und­ir 18 ára aldri til að ganga í hjú­skap.
304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“
Þrautir10 af öllu tagi

304. spurn­inga­þraut: „Heyrðu snöggv­ast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“

Þraut núm­er 303 frá í gær. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er íþrótta­kon­an sem prýddi for­síðu janú­ar­heft­is Vogue? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Í hvaða landi er borg­in Luzern eða Lucer­ne? 2.   En hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Sýr­landi? 3.   Ís­lend­ing­ur einn sat ár­um sam­an í fanga­búð­um Þjóð­verja í Sach­sen­hausen í síð­ari heims­styrj­öld. Um hann skrif­aði Garð­ar Sverris­son magn­aða bók sem hét Býr Ís­lend­ing­ur...
Týndar tengingar
Halldór Auðar Svansson
Blogg

Halldór Auðar Svansson

Týnd­ar teng­ing­ar

Lost Conn­ecti­ons heit­ir bók eft­ir Johann Hari sem kom út ár­ið 2018. Ég kynnt­ist þess­um breska/sviss­neska blaða­manni þeg­ar hann kom hing­að til lands í nóv­em­ber 2019 í til­efni af út­gáfu ís­lenskr­ar þýð­ing­ar á ann­arri bók hans, Chasing the Scream eða Að hundelta óp­ið, sem fjall­ar um fá­rán­leika og skað­semi stríðs­ins gegn fíkni­efn­um.  Í Lost Conn­ecti­ons legg­ur hann í það metn­að­ar­fulla verk­efni að skoða áhrifa­þætti...