Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Byggðarhrun gæti orðið í Árneshreppi

Íbú­ar í Ár­nes­hreppi ótt­ast byggð­ar­hrun á sama tíma og fyrsta mal­bik­ið er kom­ið. Að­eins tæp­lega 50 manns í hreppn­um og nokkr­ir hugsa sér til hreyf­ings. Hvalár­virkj­un sögð lík­leg til að bjarga byggð­inni.

Íbú­ar í Ár­nes­hreppi ótt­ast byggð­ar­hrun á sama tíma og fyrsta mal­bik­ið er kom­ið. Að­eins tæp­lega 50 manns í hreppn­um og nokkr­ir hugsa sér til hreyf­ings. Hvalár­virkj­un sögð lík­leg til að bjarga byggð­inni.

Það kemur malbik á vegi í fyrsta sinn í sögu hreppsins, síðsumars árið 2015. Stórvirkar og másandi vinnuvélar hlunkast áfram með tilheyrandi ískri og jarðhræringum. Jörðin nötrar undan átökunum þegar gömlu malarvegirnir hverfa undir bundið slitlag. Að vísu er aðeins malbikað framan við helstu byggðagjarnana til að rykbinda. Nútíminn er samt mættur þótt í mýflugumynd sé. En þetta er framför. Það er bros á hverju andliti í Árneshreppi. Einn vegstubbur er í botni Norðurfjarðar, sá nær að kaupfélaginu. Ekki átti að malbika planið framan við verslunina og bensíndælu N1. Sveitarfélagið átti ekki þær tvær milljónir sem þurfti. Eftir fund ráðamanna hreppsins, Vegagerðarinnar og olíufélagsins, var ákveðið að leggja í púkk. Og planið fékk sitt slitlag. Annar stubbur er í Melavík. Þá fengu íbúarnir í Trékyllisvík sinn stubb og við Djúpuvík var lagt slitlag. Loks var flugbrautin á Gjögri malbikuð. Það var mál manna að miklu lengra þyrfti að ganga til að tryggja heilsársbúsetu í héraðinu. En það breytir ekki því að byltingin er komin í þetta afskekkta hérað sem best er lýst með bókartitli Hrafns Jökulssonar, Þar sem vegurinn endar. 

Slæmir fyrirboðar

Á sama tíma og íbúar Árneshrepps fagna malbikinu sínu hrannast upp slæmir fyrirboðar um enn frekari búseturöskun. Aðeins eiga tæplega 50 manns lögheimili í hreppnum og hluti þeirra hugar að brottflutningi. Kvóti til fiskveiða er ekki til staðar þótt svæðið liggi að gjöfulum fiskimiðum sem íbúarnir nýttu um aldir sér til framfæris. Þær veiðar sem nú eru stundaðar eru að mestu af aðkomumönnum sem stunda strandveiðar eða skemmtiveiðar á sumrin þegar best er og blíðast. Þess á milli syndir þorskurinn óáreittur í flóanum. 

Jarðir eru til sölu með kvóta. Vandinn er hins vegar sá að verðmæti kvótans er óljóst þar sem búvörusamningurinn rennur út árið 2017. Eftir þau tímamót veit enginn hvaða breytingar verða og hvort bændur fái sínar 7 þúsund krónur á ári með hverri kind. Fjárfesting í kvóta er því áhættusöm. Og það getur verið sniðugra fyrir bændur sem komnir eru á aldur að bregða búi og leggja inn kvótann en fá samt beingreiðslurnar. Lítið er um kynslóðaskipti. Bændur eldast og þegar þeirra tími tekur enda lýkur hugsanlega búsetu á jörðum þeirra. Fjölmargar jarðir hafa farið í eyði undanfarna áratugi. Mörgum rennur þetta til rifja þar sem svæðið er einstaklega fallegt og býður upp á fjölmarga möguleika í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaiðnaði, ef réttar aðstæður skapast. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

„Þetta er eins og að missa hann rosalega hægt“
FréttirFaraldur 21. aldarinnar

„Þetta er eins og að missa hann rosa­lega hægt“

Pabbi systr­anna Pálínu Mjall­ar og Guð­rún­ar Huldu greind­ist með Alzheimer fyr­ir sjö ár­um en þær segja erfitt að segja til um hvenær fyrstu ein­kenna sjúk­dóms­ins varð vart. Síð­an þá hef­ur fjöl­skyld­an tek­ist á við sjúk­dóm­inn í ferli sem syst­urn­ar lýsa sem af­ar lýj­andi. Þær eru þakk­lát­ar fyr­ir kær­leiks­ríka umönn­un pabba síns en segja af­ar brýnt að bæta stuðn­ing við nán­ustu að­stand­end­ur.
69. spurningaþraut: Hér er meðal annars ein spurning um Steingrím J. Sigfússon
Þrautir10 af öllu tagi

69. spurn­inga­þraut: Hér er með­al ann­ars ein spurn­ing um Stein­grím J. Sig­fús­son

Auka­spurn­ing­arn­ar: Úr hvaða banda­rísku kvik­mynd er skjá­skot­ið hér að of­an? Hvað heit­ir lyfti­duft­ið sem sést á mynd­inni hér að neð­an? En að­al­spurn­ing­arn­ar tíu: 1.   Hver samdi tón­verk­ið „Dóná svo blá“. Svar­ið þarf að vera býsna ná­kvæmt. 2.   Fyr­ir hvaða kjör­dæmi sit­ur Stein­grím­ur J. Sig­fús­son for­seti Al­þing­is á þingi? 3.   Hvað heit­ir formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands, KSÍ? 4.   Hvað heit­ir verð­andi drottn­ing...
Eigandi hússins sem brann tjáir sig: „Útlendingarnir borga en ekki Íslendingarnir“
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Eig­andi húss­ins sem brann tjá­ir sig: „Út­lend­ing­arn­ir borga en ekki Ís­lend­ing­arn­ir“

Krist­inn Jón Gísla­son, eig­andi HD verks ehf. sem á með­al ann­ars Bræðr­ar­borg­ar­stíg 1, seg­ist vera með sann­an­ir fyr­ir því að einn leigj­and­inn hafi kveikt í hús­inu. Hann seg­ir brun­ann vera harm­leik en vill ekki tjá sig frek­ar.
Katrín býður þingmönnum að minnast brunans á Þingvöllum 1970
Fréttir

Katrín býð­ur þing­mönn­um að minn­ast brun­ans á Þing­völl­um 1970

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra býð­ur þing­mönn­um til minn­ing­ar­at­hafn­ar vegna 50 ára frá elds­voð­an­um á Þing­völl­um sem tók líf þá­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, konu hans og dótt­ur­son­ar.
Ríkisstjórnin hefur ekki rætt eldsvoðann
Fréttir

Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki rætt elds­voð­ann

Á fyrsta fundi eft­ir snjóflóð á Flat­eyri í janú­ar ræddi rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur við­brögð og ráð­herr­ar fóru á vett­vang. Á tveim­ur fund­um frá því að þrír lét­ust í bruna við Bræðra­borg­ar­stíg hef­ur mál­ið ekki ver­ið á dag­skrá. Ekk­ert hef­ur birst á vef stjórn­ar­ráðs­ins.
Vilja átak gegn hættulegu húsnæði
FréttirBruninn á Bræðraborgarstíg

Vilja átak gegn hættu­legu hús­næði

Flokk­ur fólks­ins vill vit­und­ar­vakn­ingu um bruna­varn­ir í kjöl­far brun­ans við Bræðra­borg­ar­stíg. Fólk sem leigi ósam­þykkt­ar íbúð­ir þekki oft ekki rétt­indi sín.
Tolli
Hús & Hillbilly#3

Tolli

Tolli ræddi við Hill­billy um mynd­listarelít­una, leit­ina að Tolla, að vera í nú­inu og upp­bygg­ingu Tolla sem fyr­ir­tæki. Hill­billy gekk út í al­gerri nú­vit­und.
68. spurningaþraut: Sykurmolarnir, Bunuel, Fjalla-Eyvindur og ástfangin stúlka
Þrautir10 af öllu tagi

68. spurn­inga­þraut: Syk­ur­mol­arn­ir, Bunu­el, Fjalla-Ey­vind­ur og ást­fang­in stúlka

Auka­spurn­ing­ar eru þess­ar: Í hvaða stríði var hún tek­in, sú skelfi­lega en víð­fræga ljós­mynd sem sést hér að of­an? Og hvað heit­ir kon­an á neðri mynd­inni? 1.   Í mjög vin­sælli kvik­mynd, sem gerð var ár­ið 1982, var per­sóna sem eng­inn vissi hvað hét í raun og veru. Gera átti fram­hald af mynd­inni, og þar átti með­al ann­ars að koma í...
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Veiran afhjúpar muninn á Bandaríkjunum og Evrópu
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Veir­an af­hjúp­ar mun­inn á Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu

Veir­an æð­ir áfram. Fjöldi greindra smita um heim­inn nálg­ast nú 11 millj­ón­ir og fjöldi dauðs­falla nálg­ast 520.000. Banda­ríkja­menn telja að­eins um 4% af íbúa­fjölda heims­ins en greind smit og dauðs­föll þar vestra eru samt um fjórð­ung­ur greindra smita og dauðs­falla um heim­inn all­an. Nán­ar til­tek­ið eru 131.000 manns fall­in í val­inn af völd­um veirunn­ar í Band­ríkj­un­um. Smit­um og dauðs­föll­um fer...
Bíó Paradís opnar á ný við Hverfisgötu
Fréttir

Bíó Para­dís opn­ar á ný við Hverf­is­götu

Sam­komu­lag hef­ur náðst við eig­end­ur húss­ins sem hýs­ir Bíó Para­dís um að starf­semi haldi áfram í sept­em­ber.
Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Fréttir

Skipt­ar skoð­an­ir um mynd­band KSÍ: „Þetta er há­mark heimsk­unn­ar“

Marg­ir lýstu því að mynd­band­ið hefði kall­að fram gæsa­húð af hrifn­ingu. Pró­fess­or við Lista­há­skól­ann, Godd­ur, seg­ir aft­ur á móti að mynd­band­ið sé veru­lega ógeð­fellt og upp­fullt af þjóð­rembu.