Þessi grein er meira en 6 ára gömul.

Byggðarhrun gæti orðið í Árneshreppi

Íbú­ar í Ár­nes­hreppi ótt­ast byggð­ar­hrun á sama tíma og fyrsta mal­bik­ið er kom­ið. Að­eins tæp­lega 50 manns í hreppn­um og nokkr­ir hugsa sér til hreyf­ings. Hvalár­virkj­un sögð lík­leg til að bjarga byggð­inni.

Íbú­ar í Ár­nes­hreppi ótt­ast byggð­ar­hrun á sama tíma og fyrsta mal­bik­ið er kom­ið. Að­eins tæp­lega 50 manns í hreppn­um og nokkr­ir hugsa sér til hreyf­ings. Hvalár­virkj­un sögð lík­leg til að bjarga byggð­inni.

Það kemur malbik á vegi í fyrsta sinn í sögu hreppsins, síðsumars árið 2015. Stórvirkar og másandi vinnuvélar hlunkast áfram með tilheyrandi ískri og jarðhræringum. Jörðin nötrar undan átökunum þegar gömlu malarvegirnir hverfa undir bundið slitlag. Að vísu er aðeins malbikað framan við helstu byggðagjarnana til að rykbinda. Nútíminn er samt mættur þótt í mýflugumynd sé. En þetta er framför. Það er bros á hverju andliti í Árneshreppi. Einn vegstubbur er í botni Norðurfjarðar, sá nær að kaupfélaginu. Ekki átti að malbika planið framan við verslunina og bensíndælu N1. Sveitarfélagið átti ekki þær tvær milljónir sem þurfti. Eftir fund ráðamanna hreppsins, Vegagerðarinnar og olíufélagsins, var ákveðið að leggja í púkk. Og planið fékk sitt slitlag. Annar stubbur er í Melavík. Þá fengu íbúarnir í Trékyllisvík sinn stubb og við Djúpuvík var lagt slitlag. Loks var flugbrautin á Gjögri malbikuð. Það var mál manna að miklu lengra þyrfti að ganga til að tryggja heilsársbúsetu í héraðinu. En það breytir ekki því að byltingin er komin í þetta afskekkta hérað sem best er lýst með bókartitli Hrafns Jökulssonar, Þar sem vegurinn endar. 

Slæmir fyrirboðar

Á sama tíma og íbúar Árneshrepps fagna malbikinu sínu hrannast upp slæmir fyrirboðar um enn frekari búseturöskun. Aðeins eiga tæplega 50 manns lögheimili í hreppnum og hluti þeirra hugar að brottflutningi. Kvóti til fiskveiða er ekki til staðar þótt svæðið liggi að gjöfulum fiskimiðum sem íbúarnir nýttu um aldir sér til framfæris. Þær veiðar sem nú eru stundaðar eru að mestu af aðkomumönnum sem stunda strandveiðar eða skemmtiveiðar á sumrin þegar best er og blíðast. Þess á milli syndir þorskurinn óáreittur í flóanum. 

Jarðir eru til sölu með kvóta. Vandinn er hins vegar sá að verðmæti kvótans er óljóst þar sem búvörusamningurinn rennur út árið 2017. Eftir þau tímamót veit enginn hvaða breytingar verða og hvort bændur fái sínar 7 þúsund krónur á ári með hverri kind. Fjárfesting í kvóta er því áhættusöm. Og það getur verið sniðugra fyrir bændur sem komnir eru á aldur að bregða búi og leggja inn kvótann en fá samt beingreiðslurnar. Lítið er um kynslóðaskipti. Bændur eldast og þegar þeirra tími tekur enda lýkur hugsanlega búsetu á jörðum þeirra. Fjölmargar jarðir hafa farið í eyði undanfarna áratugi. Mörgum rennur þetta til rifja þar sem svæðið er einstaklega fallegt og býður upp á fjölmarga möguleika í landbúnaði, sjávarútvegi og ferðaiðnaði, ef réttar aðstæður skapast. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kvenraddir í klikkuðu ástandi
Viðtal

Kvenradd­ir í klikk­uðu ástandi

Her­dís Stef­áns­dótt­ir samdi tón­list­ina við banda­rísku sjón­varps­þáttar­öð­ina Y: The Last Man. Hljóð­heim­ur­inn bygg­ir á söng kvennakórs á Ak­ur­eyri. Hún seg­ir að brans­inn sé hark, erfitt sé að kom­ast inn og er þakk­lát fyr­ir að geta val­ið úr verk­efn­um. Nú vinn­ur hún að tónlist fyr­ir ís­lensku þáttar­öð­ina Ver­búð­in.
Hundasveitin: Í leit að besta vininum
Viðtal

Hunda­sveit­in: Í leit að besta vin­in­um

Hunda­sam­fé­lag­ið er sam­fé­lag þar sem hunda­eig­end­ur geta með­al ann­ars deilt sög­um og ráð­um og á með­al annarra verk­efna er að aug­lýsa eft­ir týnd­um hund­um, skipu­leggja leit­ir og hjálp­ast að við að finna nýtt heim­ili fyr­ir hunda sem koma úr slæm­um að­stæð­um. Hóp­ur kvenna í Hunda­sam­fé­lag­inu vinn­ur í sjálf­boða­vinnu við að skipu­leggja leit að týnd­um hund­um, og stund­um kött­um og fleiri dýra­teg­und­um, en tug­ir manna taka svo þátt í leit­inni sjálfri. Þessi hóp­ur kall­ast Hunda­sveit­in. Stund­in ræddi við nokkr­ar af kon­un­um sem skipu­leggja leit­ar­starf­ið.
Lokaniðurstöður: Þau náðu kjöri
FréttirAlþingiskosningar 2021

Lokanið­ur­stöð­ur: Þau náðu kjöri

Listi yf­ir þá fram­bjóð­end­ur sem hlutu kjör til Al­þing­is. Tals­verð­ar breyt­ing­ar urðu upp úr klukk­an 18 þeg­ar end­urtaln­ingu lauk í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem hafði áhrif á út­hlut­un jöfn­un­ar­sæta inn­an hvers flokks.
Ríkisstjórnin örugg: Stórsigur Framsóknar bætir upp fylgishrun VG
Fréttir

Rík­is­stjórn­in ör­ugg: Stór­sig­ur Fram­sókn­ar bæt­ir upp fylg­is­hrun VG

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og bæt­ir við sig fimm þing­mönn­um frá síð­ustu kosn­ing­um. VG tap­ar fylgi og þrem­ur mönn­um en Sjálf­stæð­is­flokk­ur held­ur velli en tap­ar fylgi.
518. spurningaþraut: Menn með bundið fyrir augu? Hvaða menn?
Þrautir10 af öllu tagi

518. spurn­inga­þraut: Menn með bund­ið fyr­ir augu? Hvaða menn?

Spurn­ing­ar fyr­ir þá sem vilja sleikja sár­in eft­ir úr­slit kosn­ing­anna í gær. Nú, eða fagna sigri. Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða stað má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað heit­ir leik­kon­an sem fer með hlut­verk Júlíu í sýn­ingu einni í Þjóð­leik­hús­inu um þess­ar mund­ir? 2.  Á móti henni leik­ur tón­list­ar­mað­ur og leik­ari sem heit­ir FULLU NAFNI? 3.  En...
Kosningavökurúntur í misheppnuðu dulargervi
Bragi Páll Sigurðarson
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Kosn­inga­vök­urúnt­ur í mis­heppn­uðu dul­ar­gervi

Þrátt fyr­ir fyrri yf­ir­lýs­ing­ar ákvað Bragi Páll að skella sér á kosn­inga­vöku nokk­urra flokka og fylgj­ast með því hvernig fyrstu töl­ur lögð­ust í grjót­hörð­ustu fylg­is­menn þeirra
Kosningavakt Stundarinnar: Rætt við kjósendur og frambjóðendur
StreymiAlþingiskosningar 2021

Kosn­inga­vakt Stund­ar­inn­ar: Rætt við kjós­end­ur og fram­bjóð­end­ur

Stund­in mun vera með kosn­ing­ar­vakt í all­an dag og í kvöld. Kíkt verð­ur í heim­sókn á kosn­inga­skrif­stof­ur stjórn­mála­flokk­ana og rætt verð­ur það við fram­bjóð­end­ur og stuðn­ings­fólk. Einnig verð­ur rætt við kjós­end­ur víðs veg­ar um höf­uð­borg­ar­svæð­ið.
Vorum ekki undirbúnar fyrir svona harða pólitík
Fréttir

Vor­um ekki und­ir­bún­ar fyr­ir svona harða póli­tík

Ung­ir um­hverf­issinn­ar stóðu fyr­ir Sól­arkvarð­an­um, mæli­kvarða á um­hverf­is­stefn­ur stjórn­mála­flokka fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Að­stand­end­ur hans segj­ast ekki hafa átt von á því að mæta rang­færsl­um og harðri póli­tík stjórn­mála­afla vegna þess, en það hafi þurft að grípa til dra­stískra að­gerða til að gera um­hverf­is­vernd að kosn­inga­máli.
Ráðherrar opna veskið á lokasprettinum
FréttirAlþingiskosningar 2021

Ráð­herr­ar opna vesk­ið á loka­sprett­in­um

Á síð­ustu vik­um í að­drag­anda al­þing­is­kosn­inga hafa ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar veitt veru­lega fjár­muni til að­greindra verk­efna, kom­ið um­deild­um mál­um í ferli og lof­að að­gerð­um sem leggj­ast mis­vel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störf­um og þing­menn hafa lít­il færi á að sýna fram­kvæmd­ar­vald­inu virkt að­hald.
517. spurningaþraut: Stjórnmálamenn allra landa, sameinist!
Þrautir10 af öllu tagi

517. spurn­inga­þraut: Stjórn­mála­menn allra landa, sam­ein­ist!

Af því í dag eru kosn­ing­ar, þá snú­ast all­ar spurn­ing­ar um kosn­inga­mál. Auka­spurn­ing­arn­ar snú­ast um ís­lenska stjórn­mála­flokka en að­al­spurn­ing­arn­ar um er­lenda stjórn­mála­menn. Fyrri auka­spurn­ing. Hvaða ís­lensk­ur stjórn­mála­flokk­ur hafði merk­ið hér að of­an að ein­kenni sínu? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét þessi stjórn­mála­mað­ur? 2.  Hver er þetta? 3.  Hver er þetta? 4.  Og hér má sjá ...? **...
Helstu hneykslismál ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu
Fréttir

Helstu hneykslis­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kjör­tíma­bil­inu

Rík­is­stjórn­in hélt út kjör­tíma­bil­ið þótt spenna hafi mynd­ast í sam­starf­inu og ým­is álita­mál hafi kom­ið upp. Hér eru rifj­uð upp at­vik sem hristu upp í al­menn­ingi og Al­þingi á síð­ustu fjór­um ár­um.
Logi kallar umræðu um Kristrúnu „atlögu að lýðræði“
Fréttir

Logi kall­ar um­ræðu um Kristrúnu „at­lögu að lýð­ræði“

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði „dag­blöð sér­hags­muna­afl­anna“ gera að­för að lýð­ræð­inu með sér­kröf­um á hend­ur Kristrúnu Frosta­dótt­ur um að gefa upp upp­lýs­ing­ar um fjár­hag sinn, eft­ir frétt­ir af hátt í 100 millj­óna króna hagn­aði henn­ar af kauprétt­ar­samn­ing­um. Kristrún sagð­ist hins veg­ar áð­ur skilja gagn­rýn­ina.