Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum

Eft­ir fimm ára há­skóla­nám geta grunn­skóla- og leik­skóla­kenn­ar­ar ekki lif­að eft­ir hefð­bund­um fram­færslu­við­mið­um ís­lenskra heim­ila á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Stund­ar­inn­ar þurfa kenn­ar­ar, eft­ir fimm ára há­skóla­nám, að lifa eft­ir lág­marks­við­mið­um til að ná end­um sam­an.

Kennarar lifa ekki dæmigerðu lífi af launum sínum
Leikskólakennarar Lifa við lágmarksframfærslu eftir fimm ára háskólanám. Mynd: Kristinn Magnússon

Grunnskóla- og leikskólakennarar á Íslandi geta ekki lifað „dæmigerðu lífi“ af launum sínum samkvæmt framfærsluviðmiðum velferðarráðuneytisins fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu. Hjón sem starfa sem kennarar á grunnlaunum vantar rúmlega 81 þúsund krónur á mánuði til að geta náð upp í „dæmigerð neysluviðmið“ velferðarráðuneytisins, sem eiga að endurspegla hefðbundin heimili, hvorki lágmarks- né lúxusneyslu. Þannig geta koma kennarahjónin sér í 974 þúsund króna skuld á einu ári við það að reyna að lifa dæmigerðu lífi.

Að loknu fimm ára háskólanámi lifa kennarar á Íslandi við kröpp kjör á formlega mælikvarða. Í takt við það hefur aðsókn í leikskólakennara- og grunnskólakennaranám minnkað á seinustu árum. Varað hefur verið við skorti á kennurum á Íslandi, en í kringum helmingur menntaðra kennara og rúmur helmingur menntaðra leikskólakennara vinna við það sem þeir eru menntaðir til.

Barnafjölskylda býr við kröpp kjör

Tökum dæmi um barnafjölskyldu, þar sem foreldrarnir eru á kennaralaunum. Þau eiga tvö börn, annað er í leikskóla og hitt í grunnskóla. Í grunnskólanum fær barnið heitan mat í hádeginu og fer í frístundavistun eftir skóla á meðan foreldrarnir klára að vinna. Segjum sem svo að foreldrarnir hafi tekið námslán á meðan námi stóð, eins og gengur og gerist, enda luku þau bæði fimm ára háskólanámi. Miðum við að húsnæðiskostnaður þeirra sé 200 þúsund á mánuði með leigu, rafamagni og hita. Sú upphæð gæti þó verið töluvert hærri miðað við algengt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er til dæmis engin þriggja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu til leigu á leiguvef Morgunblaðsins undir 200 þúsund krónum á mánuði. Samkvæmt útreikningum yrðu útgjöld fjölskyldunnar 761 þúsund krónur á mánuði byggt á dæmigerðu framfærsluviðmiði. Ef foreldrarnir eru á grunnlaunum og hafa engar umframtekjur, svo sem vegna aukavinnu eða yfirvinnu, eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 680 þúsund á mánuði. Útgjöld fjölskyldunnar væru um 81 þúsund krónum hærri en tekjur heimilisins. Inni í þeim tölum er ekki reiknað með tilfallandi umframneyslu, svo sem ferðalögum á sumrin eða ef slys myndi henda einhvern fjölskyldumeðlim. Fjölskyldan getur því ekki lifað samkvæmt viðmiðum velferðarráðuneytisins um dæmigerða framfærslu íslenskra heimila. 

Hafi kennari starfað í tíu ár eða meira fara dagvinnulaun hans hins vegar úr rúmlega 465 þúsund krónum í 516 þúsund krónur á mánuði. Þá ber að geta þess að kennarar hljóta um 80 þúsund króna eingreiðslu undir lok hverrar annar. Viðkomandi hjón fengju 17.485 krónur í barnabætur ársfjórðungslega hvort. Barnabætur hefðu orðið 450 þúsund krónur á ári, ef ekki væri fyrir skerðingu vegna tekna.

Mánaðarlaun
barnafjölskyldunnar
  Mánaðarleg
neysla barna-
fjölskyldunnar
Dæmigerð-
framfærslu-
viðmið
Grunn-
framfærslu-
viðmið
Laun 930.308 kr. Neysluvörur,
þjónusta og tómstundir
386.87 kr.  278.204 kr.
Skattar og launatengd gjöld 261.308 kr. Afborganir námslána 33.112 kr.  33.112 kr.

Aðrar tekjur,
s.s. fjármagnstekjur

0 kr. Samgöngur 141.874 kr.  45.200 kr.
Barnabætur  11.656 Húsnæðiskostnaður 200.000 kr.  200.000 kr.
Ráðstöfunartekjur 680.656 kr. Heildarneysla 761.833 kr. 556.516 kr.
Niðurstaða     - 81.177 kr. 124.140 kr.

Lifa á lágmarksneyslu

Barnafjölskyldan þarf því að lifa eftir grunnframfærslu sem samkvæmt velferðarráðuneytinu „gefur vísbendingar um hvað fólk þarf að lágmarki til að framfleyta sér“, sem þýðir að hún nær að viðhalda lífi sínu, neyta matar, sækja lágmarksþjónustu og svo framvegis, að því gefnu að ekkert komi upp.

Ef fjölskyldan lifir samkvæmt lágmarksviðmiðum framfærslu sitja rúmlega 124 þúsund krónur eftir á mánuði fyrir umframneyslu eða sparnað. Miðað er við að fjölskyldan sé bíllaus og eyði 278 þúsund krónum á mánuði í mat, þjónustu, tómstundir og aðrar neysluvörur. Á Íslandi getur því fjölskylda sem hefur tvo háskólamenntaða foreldra þurft að lifa eftir viðmiðum um lágmarksframfærslu á mánuði.

Kennari sem er barnlaus og býr einn á höfuðborgarsvæðinu glímir við sama vandamál og barnafjölskyldan. Ef miðað er við að sá einstaklingur greiði einnig af námslánum en borgi 110 þúsund krónur í leigu á mánuði, sem telst vel sloppið, eru útgjöld hans tæplega 15 þúsund umfram ráðstöfunartekjur. Ef kennarinn lifir samkvæmt lágmarksframfærslu hefur hann tekjur upp á tæplega 111 þúsund krónur á mánuði umfram neyslu. Kennarinn sem býr einn getur því ekki lifað eftir dæmigerðum framfærslviðmiðum heimilanna og lendir mánaðarlega í tæplega 15 þúsund króna mínus reyni hann það. Ef hann lætur sér nægja að búa í einu herbergi getur hann hins vegar lifað dæmigerðu lífi að öðru leyti, samkvæmt neysluviðmiðum. Ljóst er hins vegar að hann mun ekki komast inn á fasteignamarkað auðveldlega. 

Útborgun af 30 milljóna króna íbúð hefur hækkað um 720 þúsund krónur á síðustu 12 mánuðum vegna hækkunar fasteignaverðs. Verð íbúðarinnar hefur hækkað úr 30 milljónum króna í 34,8 milljónir króna á 12 mánuðum og útborgunin úr 4,5 milljónum króna í ríflega 5,2 milljónir króna. Það þýðir að fólk, sem safnar fyrir útborgun í íbúð, þarf að safna 60 þúsund krónum aukalega á mánuði bara til að halda í við hækkun fasteignaverðs.

Mánaðarlaun
einstaklingsins
  Mánaðarleg
neysla hans
Dæmigerð-
framfærslu-
viðmið
Grunn-
framfærslu-
viðmið
Laun 465.154 kr. Neysluvörur,
þjónusta og tómstundir
137.038 kr.  85.571 kr.
Skattar og launatengd gjöld 130.654 kr. Afborganir námslána 16.556 kr. 16.556 kr.
Aðrar tekjur,
s.s. fjármagnstekjur
0 kr. Samgöngur 85.725 kr.  11.300 kr.
    Húsnæðiskostnaður 110.000 kr.  110.000 kr.
Ráðstöfunartekjur  334.500 kr.  Heildarneysla  349.319 kr. 223.427 kr.
Tekjur - neysla     -14.819 kr. 111.073 kr.

 

Borgar kennaramenntun sig?

Í báðum dæmunum er miðað við grunnlaun grunnskóla- og leikskólakennara með meistaragráðu samkvæmt kjarasamningum. Launabil innan stéttarinnar er vissulega breiðara og hækka launin með starfsaldri og stöðu. Til dæmis hefur deildarstjóri í leikskóla 14 þúsund krónum meira en hefðbundinn leikskólakennari í ráðstöfunartekjur á mánuði. Ljóst er þó að kennarar geta þurft að lifa við kröpp kjör ef þeir hafa engar umframtekjur, svo sem vegna aukavinnu, yfirvinnu eða tekjur maka.

Ávinningur háskólanáms í kennarastétt er ekki mikill á Íslandi og hafa afleiðingarnar þegar sýnt sig. Í febrúar skoraði Ríkisendurskoðun á stjórnvöld að grípa til aðgerða því yfirvofandi skortur væri í starfsgreinunum. Þar kom fram að talið sé að um 60% menntaðra leikskólakennara starfi í leikskólum landsins og um helmingur menntaðra grunnskólakennara starfi í grunnskólum. Auk þess hefur aðsókn í háskólanám í greinunum farið minnkandi eftir að námið var lengt úr þremur árum í fimm ár, árið 2009. Samkvæmt spám Ríkisendurskoðunar munu afleiðinarnar verða meiri og kennaraskortur aukast enn meira á næstu árum.

Nær ekki að leigja á kennaralaunum

Í forsíðuumfjöllun Stundarinnar um húsnæðismarkaðinn og stöðu ungs fólks í síðasta mánuði var rætt við kennara, sem verður að búa í kjallara foreldra sinna vegna þess að kennaralaunin nægja henni ekki fyrir hennar eigin heimili. 

Hrafnhildur Þórólfsdóttir er 36 ára gömul og finnur ekki leiðina til að eignast heimmili. 

Kennari kemst ekki að heimanHrafnhildur Þórólfsdóttir starfar sem kennari og þarf að búa í kjallaranum hjá foreldrum sínum til að ná endum saman.

„Auðvitað fíla ég mig svolítið eins og ég sé eilífðarunglingur. Ég er 36 ára og bý heima hjá mömmu og pabba,“ segir hún. 

Hrafnhildur segist hafa upplifað skömm vegna ástandsins. Afleiðingarnar af þessari skömm eru meðal annars þær að hún býður fólki mjög sjaldan í heimsókn, en einnig hefur hún látið það vera að segja 11 ára nemendum sínum frá þessu fyrirkomulagi. „Ég er ekkert að segja þeim frá því að ég bý heima hjá foreldrum mínum.“ 

Rétt áður en blaðamaður ræddi við Hrafnhildi var hún á kaffistofunni að fletta fasteignablaði og hlógu þá samstarfsmenn hennar að henni. „Það var hlegið að mér, að ég væri að skoða íbúðir. Ég benti þeim þá á að ég væri einmitt að skoða eina 50 fermetra á 30 milljónir og þá hlógum við bara að þessu ástandi saman.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Heimilið er að koma aftur í tísku
5
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.
Upp á (þing)pallinn - Greifi á Alþingi
6
Helgi skoðar heiminn

Upp á (þing)pall­inn - Greifi á Al­þingi

Bassa­leik­ari hinn­ar goð­sagnak­endu sveit­ar Greif­anna, er einn af þing­vörð­um Al­þing­is. Jón Ingi Valdi­mars­son hef­ur gegnt starf­inu í sjö ár og þyk­ir gera það með sóma. Viddi, æsku­vin­ur hans og Greifi, seg­ir fáa betri drengi til en Jón. Fjöru­tíu ár eru síð­an hljóm­sveit­in var stofn­uð, kom sá og sigr­aði. Af­gang­inn skrifa menn um í sögu­bók­um. Hef­ur ekki áhrif á hæfi Bald­urs Þór­halls­son­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
9
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Nauðung getur haft skelfilegar afleiðingar: „Þetta bara má ekki“
10
Fréttir

Nauð­ung get­ur haft skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar: „Þetta bara má ekki“

Formað­ur ÖBÍ rétt­inda­sam­taka seg­ir beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk vera íþyngj­andi úr­ræði sem að­eins skuli beita þeg­ar allt ann­að hef­ur ver­ið reynt til þraut­ar. Bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri hef­ur kall­að eft­ir gögn­um vegna máls Sveins Bjarna­son­ar sem um ára­bil var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár