Bréf til nauðgara

Fyr­ir hátt í 20 ár­um átti sér stað at­burð­ur á þjóð­há­tíð sem breytti öllu sem á eft­ir kom. En það var ekki fyrr en núna sem Bryn­hild­ur Yrsa Guð­munds­dótt­ir fékk loks kjarkinn til þess að gera þenn­an at­burð upp og senda bréf á þá sem hún tel­ur að hafi nauðg­að sér, kær­ast­ann sem hvarf í kjöl­far­ið og mann­inn sem sagði henni hvað gerð­ist í raun og veru. Við birt­um sam­skipti henn­ar við þessa menn, sem upp­lifðu at­burð­inn með öðr­um hætti.

Fyr­ir hátt í 20 ár­um átti sér stað at­burð­ur á þjóð­há­tíð sem breytti öllu sem á eft­ir kom. En það var ekki fyrr en núna sem Bryn­hild­ur Yrsa Guð­munds­dótt­ir fékk loks kjarkinn til þess að gera þenn­an at­burð upp og senda bréf á þá sem hún tel­ur að hafi nauðg­að sér, kær­ast­ann sem hvarf í kjöl­far­ið og mann­inn sem sagði henni hvað gerð­ist í raun og veru. Við birt­um sam­skipti henn­ar við þessa menn, sem upp­lifðu at­burð­inn með öðr­um hætti.

Sjálf vissi hún ekki hvað gerðist, því hún var dregin áfengisdauð inn í tjald og rankaði við sér þar sem vinur hennar var að hafa kynmök við hana. Vinurinn var ekki bara hennar, heldur einnig kærastans og í sambandi við vinkonu hennar. Þegar hann hafði lokið sér af tók sá næsti við, en sá var í slagtogi við tvíburasystur hennar. Þeir skildu Brynhildi svo eftir í fangi þriðja mannsins, manns sem hún þekkti ekki en var úr sama bæjarfélagi hinir og hélt ofbeldinu áfram, án þess að hún gæti komið nokkrum vörnum við. Í svörum þeirra kemur fram að þeir upplifðu atvikið ekki sem nauðgun. 

Hafði hlakkað lengi til

Brynhildur ákvað að deila reynslu sinni í lokuðum hópi kvenna á Facebook, Beauty tips, þegar #þöggun #konurtala byltingin fór af stað. Viðbrögðin voru mikil og sterk. Léttirinn sem fylgdi í kjölfarið var svo mikill að hún ákvað að senda þeim sem áttu hlut að máli bréf sem hún hefur lengi gengið með í maganum. Hér á eftir birtum við brot úr bréfinu og svörin sem hún fékk: Fyrst tilgreindi hún dagsetningu og nákvæma tímasetningu og tók það fram að hún væri ekki í hefndarhug en henni þætti hún eiga inni afsökunarbeiðni. „Ég get ekki ætlast til þess og gæti mín að gera ekki ráð fyrir neinu. En mér finnst ég svo sannarlega eiga það skilið. Ég var búin að hlakka lengi til að fara á þessa þjóðhátíð, taldi dagana og var spenningurinn óbærilegur þegar kom að stóra deginum.“

Líkaminn sveik mig

Í bréfinu rakti hún svo sína hlið mála og segist hafa mætt mjög drukkin á svæðið, svo drukkin að hún gat ekki einu sinni tekið þátt í því að tjalda. Hún hefur það svo eftir vinkonu sinni og systur að hún hafi lagst í grasið og svo gott sem sofnað. Þaðan hafi henni verið dröslað inn í tjald þar sem hún dó áfengisdauða. Hópurinn hafi síðan ákveðið að skella sér að sviðinu, en tveir úr hópnum hafi skyndilega þurft að snúa við og ná í meira vín. Þeir hafi tekið fyrir það að stelpurnar kæmu með þeim, sagst vilja fara einir og vera fljótir. „Ég get ekki sagt hvernig þetta byrjaði en ég get sagt hvernig ég upplifði þetta,“ skrifaði Brynhildur og sagði að hún hefði rankað við sér við hristing og hamagang, að það væri einhver ofan á henni og inni í henni. Þegar hún sá hver það var hafi hún orðið ringluð og ekki vitað hvernig þetta gerðist. Hún hafi reynt að rifja upp hvernig hún hefði endað með honum inni í tjaldi, fyrst hún átti kærasta og skildi ekkert. „Ég var svo ölvuð að ég gat lítið sagt eða gert, ég fraus algjörlega. Inni í mér öskraði ég á hann að stoppa en það kom ekkert út úr mér. Þegar hann var loksins búinn að ljúka sér af fór hann ofan af mér og þá kom annar skyndilega ofan á mig og tróð honum inn. Þarna var mér ljóst að það var eitthvað í gangi sem ég hafði engan áhuga á og efaðist strax um að hafa samþykkt þetta. Ég man að 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Sólveig starfar á smitsjúkdómadeild: „Ég hef stundum grátið“
FréttirCovid-19

Sól­veig starfar á smit­sjúk­dóma­deild: „Ég hef stund­um grát­ið“

Sól­veig Gylfa­dótt­ir er stolt af því að starfa á smit­sjúk­dóma­deild nú þeg­ar kór­óna­veir­an herj­ar á. Stars­fólk­ið leggi sig fram um að vera upp­lífg­andi og gera það besta úr að­stæð­un­um. „Það hlýt­ur að vera erfitt að vera í þeirra spor­um þar sem við kom­um alltaf uppá­klædd eins og geim­far­ar inn til þeirra.“
„Ég er lífhrædd í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir

„Ég er líf­hrædd í fyrsta sinn á æv­inni“

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir bið­ur fólk um að fylgja fyr­ir­mæl­um al­manna­varna. Sjálf fór hún út á land með fjöl­skyld­una, til að forð­ast ná­vígi við ann­að fólk.
Nepal varð þriðji karakterinn í myndinni
Menning

Nepal varð þriðji karakt­er­inn í mynd­inni

Þriðji póll­inn er ný kvik­mynd eft­ir þau Anní Ólafs­dótt­ur og Andra Snæ Magna­son. Hún fjall­ar um Högna Eg­ils­son og Önnu Töru Edw­ards sem bæði þjást af geð­hvörf­um. Anna Tara er al­in upp í Nepal og mynd­in fylg­ir þeim Högna í æv­in­týra­legt ferða­lag þar sem bæði fíl­ar og tígr­is­dýr koma við sögu. Í við­tali við Stund­ina seg­ir Anní að hún líti frek­ar á sig sem lista­mann held­ur en kvik­mynda­gerð­ar­konu.
Segja frá mönnum sem hósta viljandi í áttina að öðrum
FréttirCovid-19

Segja frá mönn­um sem hósta vilj­andi í átt­ina að öðr­um

Ast­ma­veik kona seg­ir mann hafa vilj­andi hóstað að sér í Krón­unni í dag. Fleiri hafa sömu sög­ur að segja. „Hvað er fólk að hugsa í þessu ástandi?“ spyr kon­an.
Sósíalistar hafa náð fram flestum þeim réttindum og lífskjörum sem við búum við
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

Sósí­al­ist­ar hafa náð fram flest­um þeim rétt­ind­um og lífs­kjör­um sem við bú­um við

Sósí­al­ismi snýst um að þró­ast áfram, sósí­al­ist­ar trúa að hægt sé að skapa rétt­lát­ara sam­fé­lag. Fólk sem hef­ur kall­að sig sósí­al­ista, an­arkista og komm­ún­ista er fólk­ið sem hef­ur með bar­áttu sinni náð fram flest­um af þeim rétt­ind­um og lífs­kjör­um sem við bú­um við í sam­fé­lag­inu. Það er ná­kvæm­lega vegna þess sem orð­ið sósí­alisti og komm­ún­isti hef­ur ver­ið not­að gegn okk­ur....
Taka 5
Bíó Tvíó#169

Taka 5

Andrea og Stein­dór fjalla um mynd Magnús­ar Jóns­son­ar frá 2019, Taka 5.
Heilbrigðisstarfsfólk í hættu: 51 læknir á Ítalíu hefur látist af völdum Covid-19
FréttirCovid-19

Heil­brigð­is­starfs­fólk í hættu: 51 lækn­ir á Ítal­íu hef­ur lát­ist af völd­um Covid-19

Ít­alska dag­blað­ið Corri­ere della Sera held­ur yf­ir­lit yf­ir þá lækna sem hafa lát­ist í land­inu í bar­átt­unni við Covid-19. Heil­brigð­is­starfs­fólk sem með­höndl­ar Covid-19 sjúk­linga virð­ist vera í meiri hættu að veikj­ast al­var­lega af sjúk­dómn­um. Með­al­ald­ur ít­ölsku lækn­anna er langt und­ir með­al­tali þeirra sem lát­ist hafa af sjúk­dómn­um á Ítal­íu.
Sögð njóta sömu réttinda og grískir ríkisborgarar í Grikklandi
Viðtal

Sögð njóta sömu rétt­inda og grísk­ir rík­is­borg­ar­ar í Grikklandi

Tvær fjöl­skyld­ur frá Ír­ak, með þrjár ung­ar stúlk­ur á sínu fram­færi, voru ekki metn­ar í nægi­lega við­kvæmri stöðu til að þeim yrði veitt al­þjóð­leg vernd á Ís­landi. Senda á fjöl­skyld­urn­ar aft­ur til Grikk­lands, þar sem þær bjuggu áð­ur í tjaldi í á þriðja ár, við af­ar slæm­an að­bún­að. Í fjöl­skyld­unni eru ein­stak­ling­ar sem eiga við al­var­leg and­leg og lík­am­leg veik­indi að stríða, auk þess sem ein stúlk­an, Fatima, glím­ir við fötl­un eft­ir að hafa orð­ið fyr­ir sprengju­árás í æsku.
Að skrifa fyrir börn og fullorðna
Lífsgildin
Blogg

Lífsgildin

Að skrifa fyr­ir börn og full­orðna

Hvers vegna skrifa rit­höf­und­ar fyr­ir börn? Að skrifa texta sem jafnt full­orðn­ir og börn skilja áreynslu­laust krefst auka­vinnu og ein­hvers aga en það er einnig skemmti­legt verk­efni. Allt efni sem ekki er nauð­syn­legt verð­ur auka­efni sem þurrk­ast út. Lang­ar setn­ing­ar þarf að stytta og end­ur­tekn­ing­ar hverfa. Heilu kafl­arn­ir, efn­is­þætt­ir og hlið­ar­efni verð­ur eft­ir í möpp­um og margskon­ar sköp­un­ar­verk þurfa að...
Óvissa, óöryggi og hryllingur á götum Aþenu
Fréttir

Óvissa, óör­yggi og hryll­ing­ur á göt­um Aþenu

Adel Dav­oudi sótti um hæli á Ís­landi ár­ið 2018 en var vís­að aft­ur til Grikk­lands þar sem hann bjó um tíma á göt­unni. Sa­leh, Malilheh og tví­bura­syst­urn­ar Setayesh og Para­stesh búa við al­gjöra óvissu, hafa hvorki að­gang að heil­brigð­is­þjón­ustu né skóla­kerfi. Saga þeirra er veru­leiki þús­unda annarra flótta­manna í Grikklandi. Jón Bjarki Magnús­son hitti þau í Aþenu.
Burt með kónginn!
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Burt með kóng­inn!

Dan­ir hafa aldrei kom­ist nær því að afskaffa kóng­inn en um pásk­ana fyr­ir réttri öld þeg­ar Kristján 10. var sak­að­ur um vald­aránstilraun.
Íslenska leiðin er smælki í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkja
Jóhann Páll Jóhannsson
PistillCovid-19

Jóhann Páll Jóhannsson

Ís­lenska leið­in er smælki í sam­an­burði við björg­un­ar­pakka ná­granna­ríkja

Bjarni Bene­dikts­son hef­ur sagst vilja gera meira en þarf til að bjarga fólki og fyr­ir­tækj­um frek­ar en minna. Þess sjást hins veg­ar ekki merki í að­gerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt­ur var síð­ustu helgi.