„Þið teljið að þið séuð ekki nasistar af því þið eruð góða fólkið“
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bar vinnubrögð borgarstjórnarmeirihlutans saman við kynþáttamismunun nasista á borgarstjórnarfundi í kvöld. Kallað var eftir afsögn borgarstjóra og stór orð höfð uppi um skaðann sem ákvörðunin í síðustu viku hefði valdið.
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
2
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
5
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. apríl.
Aukafundur borgarstjórnar vegna tillögu um að draga til baka samþykkt um sniðgöngu á ísraelskum vörum fór fram í Ráðhúsinu í kvöld. Stundin fjallaði um málið eftir því sem umræðunum vatt fram.
Kl. 13:20, 23. sept
Áslaug hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. Á Facebook-síðu sinni skrifar hún:
„Á borgarstjórnarfundi í gær fjallaði ég um alvarleika þess viðhorfs að telja sig æðri lögum í skjóli þess að um góðan málstað væri að ræða. Tilefnið var að ég taldi ákveðna borgarfulltrúa meirihlutans ekki skilja hversu hættulegt fordæmi væri þar með sett. Ekki væri alltaf öruggt að gott fólk væri við stjórn og tók ég í kjölfarið svo til orða að fordæmið yrði sérstaklega slæmt ef til dæmis nasistar kæmust til valda. Þeir gætu þá í skjóli þess að þeir trúðu á ákveðinn málstað virt lög að vettugi eins og borgarstjórnarmeirithlutinn gerði fyrir viku. Ég var ekki að líkja meirihlutanum við nasista en það hefur misskilist og það þykir mér mjög leitt. Ég vil því biðjast afsökunar á því að hafa ekki valið orð mín af meiri kostgæfni og vandað betur til máls míns.“
Kl. 00:45
Áslaug Friðriksdóttir tjáir sig á Facebook og segist vilja kom því skýrt á framfæri að hún hafi ekki verið að kalla fulltrúa meirihlutans nasista. „Ég notaði nasistana sem dæmi um af hverju virðing fyrir lögum og reglu skiptir máli. Lög eru ekki til þess að vera bara stíf og leiðinleg og koma í veg fyrir falleg mál. Þau eru öryggisventill – einmitt sett til að gera vondu fólki erfiðara fyrir ef það kemst til valda,“ skrifar Áslaug og bætir við: „Ef nasistar næðu meirihlutanum í borgarstjórn myndu sömu lög – og meirihlutinn nú ber enga virðingu fyrir og vill helst virða að vettugi - bjarga því að þeir gætu tekið allskonar ógeðfelldar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa völdin. Það er mikil vanvirðing að bera ekki virðingu fyrir því hlutverki laga og reglna að halda að þau eigi alltaf bara við um ákvarðanir annarra, en ekki sinna eigin.“
Kl. 21:27, 22. sept
Borgarstjórn hefur nú samþykkt með atkvæðum allra fimmtán borgarfulltrúa að fella úr gildi samþykkt borgarstjórnar frá því í síðustu viku um sniðgöngu á ísraelskum vörumum. Var fundi slitið kl. 21:20.
Kl. 20:30
„Við erum í alþjóðlegu samhengi rasistar. Ykkur er sama um það,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni rétt í þessu, nefndi að íslenskar vörur hefðu verið teknar úr búðum og vitnaði til yfirlýsingar Simon Wiesentahl-stofnunarinnar þar sem gyðingar eru hvattir til að fara ekki til Íslands. „Það skiptir ekki máli þótt ykkur finnist þið vera ofboðslegir mannréttindafrömuðir,“ sagði hún og fullyrti að samþykkt borgarstjórnarmeirihlutans hefði verið andstæð lögum og haft slæmar afleiðingar. „Ykkur er í raun og veru alveg nákvæmlega sama, þið takið þetta ekki alvarlega og þið eruð meira að segja farin að fabúlera um það að skaðinn sé nánast enginn. Algjörlega óskiljanlegt og mér finnst þetta bara ekki siðað.“
„Þið gerið það í krafti þess
að þið séuð góða fólkið“
Hún sagði að borgarstjórnarmeirihlutinn virðist hafa talið sig æðri lögum. „Þið tölduð ykkur æðri lögunum og mér finnst það svo alvarlegt brot að þið hljótið að vera að íhuga afsögn.“ Sagði hún meirihlutann ganga fram „með hegðun sem ég held að ekkert okkar vilji sjá. En þið gerið það í krafti þess að þið séuð góða fólkið“. Þá nefndi hún dæmi úr sögunni:
„Segjum að nasistar kæmust hér við völd og ákvæðu að setja einhvers konar bann á hluti, fara í gegnum innkaupastefnuna og segja: 'þetta hérna, þetta er einhvern veginn þannig að við teljum að hér sé verið að brjóta á fólki og lalala'... þið eruð í rauninni að gera þetta nema að þið teljið að þið séuð ekki nasistar af því þið eruð góða fólkið“.
Kl. 20:27
„Framganga ykkar í minnihlutanum undanfarnar vikur hefur einkennst af pólitískum subbuskap þegar þið hafið þjösnast áfram og kallað eftir afsögn borgarstjóra,“ sagði Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfykingarinnar. Gagnrýndi hann sjálfstæðismenn fyrir að hafa ekki lagst af meiri hörku gegn tillögunni þegar rætt var um hana á borgarstjórnarfundi í síðustu viku. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á þessum málflutningi og sagði borgarstjórnarmeirihlutann láta eins og sitt eigið klúður væri minnihlutanum að kenna.
Kl. 20:07
„Baráttan fyrir mannréttindum er ekki einföld,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Sagði hún tillöguna hafa verið illa orðaða og því yrði að draga hana til baka. „Við erum ekki að draga til baka erindi hennar, sem er að standa upp fyrir mannréttindum fólks,“ sagði hún þó einnig. Heiða benti á að þótt samþykkt borgarstjórnar yrði tekin til baka útilokaði það ekki að borgin ákvæði að sniðganga vörur í framtíðinni vegna mannréttindasjónarmiða.
Kl. 20:02
„Að þekkja og virða sín valdamörk eru eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnmálanna,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í borgarstjórn. „Við hugsuðum ekki nógu vel um afleiðingarnar.“ Halldór segir drög að tillögu Bjarkar hafa legið fyrir í borginni í nokkurn tíma en tillagan þó verið lögð fram með of skömmum fyrirvara. „Þannig að ég tel fulla ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa farið fram úr sjálfum mér og beitt valdi mínu á óábyrgan hátt. Ég geri það hér með,“ sagði Halldór og bætti við: „Vegurinn til heljar er því miður oft varðaður góðum áformum. Áformin voru nefnilega ekki vond - þau snerust um að vekja athygli á hernámi Ísraelsmanna á landsvæðum Palestínumanna og þrýsta á um að látið yrði af því. Mér finnst þessi málstaður hafa dálítið gleymst í umræðunni um tillöguna og afleiðingar hennar og vonandi gefast færi á að ræða áfram hvernig halda má honum og öðrum góðum og mikilvægum málstöðum á lofti.“
Mynd: PressPhotos
Kl. 19:55
Ítrekað hefur verið minnst á bréf Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í kvöld, en eins og fram hefur komið áframsendi bankastjórinn Degi bréf frá Eggerti Dagbjartssyni, einum af þeim fjárfestum sem koma að byggingu Marriott-hótels við Hörpu, sem lýst hafði áhyggjum af viðbrögðum við ákvörðun borgarstjórnar. Dagur vísar því á bug að þetta bréf eitt og sér hafi valdið því að hann ákvað að draga til baka tillögu borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur.
Kl. 19:50
„Ég vona að borgarfulltrúar hafi ekki hér verið að hvetja aðila til að krefjast skaðabóta af borginni vegna afleidds tjóns," sagði Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í ræðu sinni. Sagði hann kröfu um afsögn borgarstjóra „einhvers konar yfirspil“. Þá spurði Björn hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins væru að veita meirihlutanum aðhald eða að reyna að valda pólitískum skaða. Hann viðurkenndi að ekki hefði verið staðið nægilega vel að samþykkt borgarstjórnar í síðustu viku.
Kl. 19:16
Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ræddi um mikilvægi þess að barist sé fyrir mannréttindum með ýmsum hætti. Borgin ætti ekki að láta sitt eftir liggja. Hann sagði virðingarvert af Degi B. Sigurðssyni að hafa beðist afsökunar á samþykkt borgarinnar. Fráleitt og fjarstæðukennt væri að krefja borgarstjóra um afsögn vegna tillögu sem dregin hefði verið til baka.
Kl. 19:08
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sakaði Kjartan Magnússon um að reyna að grafa undan farsælum og vinsælum borgarstjóra. Þá sagði hann ræðu Kjartans ómálefnalega og óskýra og farið hefði verið úr einu í annað. Ræða Kjartans hafi haft „móðursýkislegt yfirbragð“. Kjartan svaraði þessu, furðaði sig á orðum Hjálmars og sagðist aldrei sjálfur hafa viðhaft slík ummæli um þá sem eru honum ósammála í pólitík.
Kl. 19:05
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar, kallar eftir því að lögfræðiálit borgarinnar á samþykkt borgarstjórnar um að sniðganga ísraelskar vörur verði gert opinbert. Hann segir að erfitt sé að meta þann skaða sem ákvörðunin hafi valdið. Þá veltir Kjartan því fyrir sér hvort umræða undanfarna daga hafi ef til vill skaðað umræðuna um mannréttindi á Íslandi. Umræðan hafi harðnað og orðið ómálefnalegri og með samþykkt borgarinnar hafi gyðingahatur fengið frjóan farveg.
Kl. 18:53
Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, spurði Sveinbjörgu Birnu hvort hún styddi að mannréttindasjónarmiðum væri fylgt í innkaupastefnu borgarinnar og hvort hún styddi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Sveinbjörg svaraði fyrri spurningunni játandi en vildi ekki svara þeirri síðari. „Ég ætla aftur á móti ekki að fara út í það að láta stilla mér hérna upp við vegg að láta mig svara einhverjum spurningum sem mér finnst ekki eiga heima í borgarstjórnarsal,“ sagði hún.
Kl. 18:39
„Við ættum ekki að espa upp í okkur einhverja móðursýki varðandi þetta,“ sagði Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í andsvari við ræðu Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina. Benti hann á að lítið hefði verið fjallað um samþykkt Reykjavíkurborgar annars staðar en í íslenskum og ísraelskum miðlum. Sveinbjörg segir mikilvægt að sannreyna og meta tjónið sem hafi orðið og bæta þurfi það upp.
Kl. 18:36
„Hvernig ætlar borgarstjórnarmeirihlutinn að bregðast við efnahagslegum afleiðingum þessa flumbrugangs?“ spyr Sveinbjörg. Hún segist ætla að óska eftir umsögn borgarlögmanns um mögulega skaðabótaskyldu vegna samþykktarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael. Áður hefur Júlíus Vífill, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, boðað að kallað verði eftir öllum gögnum um ákvörðun borgarinnar.
Kl. 18:33
Sveinbjörg Birna gagnrýnir Dag B. Eggertsson harðlega en segir að hann hafi „klárlega viðurkennt vanmátt sinn“ og sé „að því leyti maður að meiri“. Sveinbjörg les nú upp tilkynningu utanríkisráðuneytisins í heild sinni. Í þeirri tillögu kom fram að ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur væri hvorki í samræmi við íslensk lög né utanríkisstefnu Íslands.
„Sveitarstjórnir eru eins og önnur stjórnvöld bundin af lögum. Í því felst að Reykjavíkurborg verður að haga stjórnsýslu sinni í samræmi lög og að ákvarðanir hennar mega ekki fara í bága við þau, þ. á m. lög um opinber innkaup, þar sem óheimilt er að mismuna fyrirtækjum á grundvelli þjóðernis eða af öðrum sambærilegum ástæðum,“ segir í tilkynningunni. Ekki er tekið fram að samkvæmt 15. gr. laganna njóta aðeins þau fyrirtæki réttar samkvæmt lögunum sem eru með staðfestu í einhverju ríkja Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
Sveinbjörg Birna segist ekki hissa á því að kallað sé eftir afsögn Dags, enda sé iðulega kallað eftir afsögnum þegar axarsköft eru gerð.
Kl. 18:27
Lágmörkun skaðans felst í að draga tillöguna til baka og ekki koma með nýja. Þetta segir Sveinbjörn í ræðu sinni. Hún segir að líkja megi málinu við það ef fiður úr fiðurkodda fýkur út um allan heim. Nú beri borgarstjórnarmeirihlutanum að reyna að lágmarka tjónið. „Skaðinn er skeður og fréttir af tillögunni komnar út um allan heim,“ segir hún.
Kl. 18:25
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, segir óljóst að hvaða leyti ákvörðunin um að sniðganga ísraelskar vörur varði hagsmuni Reykvíkinga, þess hóps sem borgarstjórn eigi að þjóna.
Kl. 18:20
Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, spurði Júlíus Vífil hvort hann gæti útskýrt í hverju sá mikli skaði fælist sem Ísland hefði orðið fyrir og hvert umfang skaðans væri. Júlíus svaraði meðal annars á þá leið að skaðinn hefði komið skýrt fram í fréttum undanfarna daga. Auk þess væri bagalegt fyrir Reykvíkinga að vera kallaðir rasistar. „Ég vil ekki láta kalla mig rasista,“ sagði Júlíus í svari sínu við spurningu Skúla.
Kl. 18:10
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Dag B. Eggertsson borgarstjóra og borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík harðlega á fundi sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu.
„Meirihluti borgarstjórnar hefur skaðað hagsmuni Íslands. Skaðinn er bæði fjárhagslegur og ímyndarlegur. Orðspor okkar hefur beðið hnekki og það mun taka tíma að vinna það til baka,“ sagði Júlíus á fundinum.
Þá sakaði hann borgarstjórnarmeirihlutans um valdagræðgi og sagði málið orðið hið ótrúlegasta. „Þetta er eins og framhaldsþáttur sem gæti heitið borgarstjóravaktin en það eru bara allir sofandi á þeirri vakt,“ sagði hann og bætti því við að fjöldi fólks hefði orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Líklega ætti einhver eftir að missa vinnuna vegna samþykktar Reykjavíkurborgar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.
„Ég tel að umboðsmaður Alþingis sé næsti vettvangur þessa máls,“ sagði hann og fullyrti að augljóst væri að ekki hefði verið farið að reglum um vandaða stjórnsýslu. Kallaði hann eftir afsögn Dags B. Eggertssonar. Þá gagnrýndi hann Árna Pál fyrir að hafa sagt í viðtali við vefmiðilinn The Electronic Intifada að haft yrði samráð við palestínsk yfirvöld um næstu skref. Furðaði hann sig á því að Árni hefði rætt við „palestínskan áróðursvef“ og lofað „samráði við stjórnvöld í palestínu“. „Maður veltir fyrir sér á hvaða stað Samfylkingin er eiginlega komin,“ sagði Júlíus.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
2
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
5
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Mest deilt
1
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
2
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
3
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
4
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
5
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Pistill
368
Elísabet Jökulsdóttir
Litla stelpan með vonina
Kvíðinn sem fylgir því að vera með framtíðina á bakinu.
Mest lesið í vikunni
1
FréttirSamherjaskjölin
97640
Rannsóknin á Namibíumáli Samherja í Færeyjum: „Stundum er best að vita ekki“
Færeyska ríkissjónvarpið teiknar upp mynd af því hvernig Samherji stýrir í reynd starfsemi útgerðar í Færeyjum sem félagið á bara fjórðungshlut í. Samstarfsmenn Samherja í Færeyjum, Annfinn Olsen og Björn á Heygum, vissu ekki að félögin hefðu stundað viðskipti við Kýpurfélög Samherja.
2
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
17139
Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir stóðu ofan í sprungunni sem byrjaði að gjósa upp úr í nótt aðeins sólarhring fyrr. Þær segja að jarðfræðimenntun þeirra beggja hafi komið að góðum notum þá en eftir uppgötvun þeirra var svæðið rýmt.
3
Greining
14218
Vansvefta stjórnarformenn
Sérhagsmunaaðilar beita sér af fullum þunga, bæði í þjóðmálaumræðunni og bak við tjöldin, til að sveigja regluverk og starfsemi eftirlitsstofnana þannig að það henti þeirra hagsmunum.
4
Mannlýsing
594
Maðurinn sem fagnaði geðhvarfasýki og fangaði sjálfan sig
Sigursteinn Másson veiktist af geðhvarfasýki þegar hann fór að rannsaka óréttlætið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem fréttamaður. Sjúkdómurinn hefur opnað honum nýjar víddir.
5
Fréttir
36127
Kaupfélagið gefur Skagaströnd fasteignir útgerðarfélagsins eftir að hafa hætt rekstri þar og fært kvótann í burtu
Kaupfélag Skagfirðinga var gagnrýnt fyrir að flytja útgerðarstarfsemi sína frá Skagaströnd. Útgerðararmur kaupfélagsins hefur nú gefið Skagaströnd þrjár fasteignir sem voru í eigu útgerðarfélagsins í þorpinu. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri segir að félagið vilji láta gott af sér leiða á Skagaströnd.
6
FréttirSamherjaskjölin
148570
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
7
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
Mest lesið í mánuðinum
1
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
2421.164
Svona var ástandið við eldgosið
Fólk streymdi upp stikaða stíginn að eldgosinu í gær eins og kvika upp gosrás. Ástandið minnti meira á útihátíð en náttúruhamfarir.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, sendi rúmlega 30 hatursfull og ógnandi SMS-skilaboð til fyrrverandi samstarfsmanna sinna há Actavis. Ástæðan var að annar þeirra hafði borið vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn honum árið 2016. Alvogen lét skoða málið en segir engin gögn hafa bent til þess að „eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts.“ Stundin birtir gögnin.
4
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
66633
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
Gosið í Geldingadölum gæti verið komið til að vera til lengri tíma. Efnasamsetning bendir til þess að það komi úr möttli jarðar og líkist fremur dyngjugosi heldur en öðrum eldgosum á sögulegum tíma.
5
Leiðari
2551.835
Jón Trausti Reynisson
Þess vegna þola þau ekki Pírata
Þau klæða sig ekki rétt, hegða sér ekki rétt, eru stefnulaus og fylgja ekki hefðum stjórnmálanna.
6
Rannsókn
36176
Útfararstjóri Íslands: Siggi hakkari játar að hafa svikið tugi milljóna króna úr íslenskum fyrirtækjum
Sigurður Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann er kallaður, hefur undanfarin ár náð að svíkja út tugi milljóna úr íslenskum fyrirtækjum. Sigurður er skráður fyrir fjöldann af hlutafélögum og félagasamtökum sem hann notast við. Í viðtali við Stundina játar hann svik og skjalafalsanir.
7
FréttirHeimavígi Samherja
2511.704
Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“
Lars Lundsten, finnskur fræðimaður sem starfar við Háskólann á Akureyri, segir að það sé ekki skrítið að Ísland sé talið vera spilltasta land Norðurlandanna. Hann segir að á Akureyri megi helst ekki tala um Samherjamálið í Namibíu.
Nýtt á Stundinni
Pistill
368
Elísabet Jökulsdóttir
Litla stelpan með vonina
Kvíðinn sem fylgir því að vera með framtíðina á bakinu.
Pistill
1357
Dagmar Kristinsdóttir
Það skiptir máli hvernig við tjáum okkur
Við getum haft áhrif með orðum okkar, vakið til umhugsunar, fengið fólk til að skipta um skoðun og jafnvel breyta um hegðun.
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
Þrautir10 af öllu tagi
4261
349. spurningaþraut: Tvær kvikmyndir, ein höfuðborg, einn stríðsleiðtogi, og það er bara byrjunin
Hæ. Hér er fyrst hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni að ofan má sjá dýrið paraceratherium, stærsta landspendýr sem vitað er um í sögunni, en dýrið var á dögum fyrir 25-30 milljónum ára. Hver er nánasti ættingi dýrsins sem enn skrimtir? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er höfuðborgin Buenos Aires? 2. Í ágúst 1941...
Mynd dagsins
7
Páll Stefánsson
Sjálfskipuð sóttkví
Þessar furðuverur á ströndinni við Bala, neðan við Hrafnistu, vekja kátínu og undrun. En útvegsbóndinn eða listamaðurinn Jón Guðmundsson sem á fiskihjallann á Bala hefur verið að hreinsa fjöruna og skapað þessar fígúrur, sem flestallar virða sóttvarnareglur Þórólfs og halda góðri tveggja metra fjarlægð.
Menning
14
Varpa upp myndum af bólusetningu og sundi
Hreyfimyndahátíðin hefst á morgun og verða myndbandsverk sýnd á völdum stöðum í miðborginni.
Menning
11
Skráning opnar fyrir Músíktilraunir
Enn er stefnt að því að halda Músíktilraunir á þessu ári. Hátíðin féll niður í fyrra vegna Covid-19.
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Mynd dagsins
9
Páll Stefánsson
Þrír eldar, fjórir eldhugar
Það var fátt upp við gosstöðvarnar í gærkvöldi, enda var veður og vindátt orðin óhagstæð. Klukkan 19:33, hálftíma eftir að ég var kominn upp að eldstöðinni barst sms frá 112 um að yfirgefa svæðið vegna gasmengunar. Skömmu síðar birtust sérsveitar- og björgunarsveitarmenn líkt og gagnamenn að smala fé af fjalli. En þvílík breyting á landinu á innan við viku. Tveir nýir gígar hafa bæst við og hraunið fyllir nú nánast Geldingardalinn. Hraunfossinn niður í Merardal sá ég ekki... bara næst.
Blogg
2
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Almenningur í öðru sæti?
Heimurinn glímir við kóvid19 sem aldrei fyrr, hún er þrautseig þessi fjandans veira (afsakið orðbragðið). Þegar þessi orð eru skrifuð bárust fréttir þess efnis frá Brasilíu að um 4000 manns hefði látist á einum degi. Það er álíka og allir íbúar Vestmannaeyja. Á einum degi! En það er ólga í umræðunni um kóvid hér á landi og nú þegar...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir