Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Bjarni firrir sig ábyrgð á ákvörðun sinni

Bjarni Benediktsson gegndi starfi dómsmálaráðherra þegar Robert Downey fékk uppreist æru og ber ábyrgð samkvæmt stjórnarskrá.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Segist enga aðkomu hafa átt að máli Roberts Downey. Mynd: Pressphotos

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra neitar því að hafa átt aðkomu að því þegar dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Hann lagði engu að síður sjálfur fram tillöguna sem starfandi innanríkisráðherra og ber ábyrgð á málinu samkvæmt 14. grein stjórnarskárinnar, þar sem segir: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum“.

„Nei, ég tók við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð,“ sagði Bjarni í viðtali við RÚV þegar hann var spurður hvort hann hefði átt aðkomu að málinu. Robert Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, fékk uppreist æru í september síðastliðnum.

Bjarni gegndi stöðu dómsmálaráðherra á meðan Ólöf Nordal var í veikindaleyfi og þegar Robert Downey fékk uppreist æru. Málaflokkurinn heyrir undir dómsmálaráðuneytið og fer ráðherrann með ákvörðunarvald yfir umsóknum um uppreist æru. Þá bera ráðherrar, en ekki starfsmenn ráðuneytisins, ábyrgð samkvæmt 14. grein stjórnarskárinnar á öllum stjórnarframkvæmdum ráðuneytisins.

Þannig var aðkoma Bjarna, sem starfandi dómsmálaráðherra, lykilþáttur í veitingu uppreistar æru til Roberts. Bjarni kvittaði upp á veitingu uppreistar æru og ber lagalega ábyrgð á stjórnarathöfninni.

Forseti Íslands vísaði til innanríkisráðuneytisins í rökstuðningi fyrir því að hann veitti uppreist æru. Þá hafði hann verið gagnrýndur af þolanda í málinu, Nínu Rún Bergsdóttir, sem sagði forseta Íslands hafa brugðist sér og vilja rök forsetans fyrir því að veita manninum uppreist æru. „Ákvörðunin er tekin í ráðuneytinu. Þetta er allt formlegs eðlis - arfur frá liðinni tíð,“ sagði Guðni, sem taldi sig ekki geta hafnaði því að veita uppreist æru, þar sem ráðherrar framkvæmi vald forseta samkvæmt stjórnarskrá.

Því liggur fyrir að aðrir innan ráðuneytisins en ráðherra sjálfur tóku ákvörðunina, samkvæmt orðum Bjarna, en samkvæmt stjórnarskrá ber ráðherra ábyrgðina. 

Robert Downey,dæmdur kynferðisafbrotamaður, hlaut lögmannsréttindi á ný í síðustu viku.

Fyrir helgi varð ljóst að Róbert Árni, dæmdur kynferðisbrotamaður, myndi endurheimta lögmannsréttindi sín í krafti „óflekkaðs mannorðs“, eftir að Hæstiréttur féllst á þá kröfu hans. Forsenda þess var að honum var veitt uppreist æra.

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2007 nýtti Róbert sér yfirburði sína til að tæla fjórar ungar stúlkur til sín. Þrjár þeirra voru fimmtán ára og ein fjórtán ára. Hann beitti peningagreiðslum og blekkingum, þóttist meðal annars vera 17 ára piltur að nafni Rikki.

Í dómi héraðsdóms, sem má lesa hér, koma fram einbeittar aðferðir mannsins til að tæla ungar stúlkur. Þá kemur fram að hann hafði skrifað 335 kvenmansnöfn hjá sér, að því er virðist í þeim tilgangi að reyna að tæla stúlkurnar. „Þá hefur verið rituð lögregluskýrsla vegna skoðunar á minnisbók sem var haldlögð á heimili ákærða undir númerinu G-06. Fram kemur að á bakhlið forsíðublaðs sé m.a. ritað ,,bestur2000@hotmail.com”. Í bókinni séu 44 blöð. Á 32 fyrstu síðunum séu rituð 335 kvenmannsnöfn með ýmist eða bæði símanúmer og netpóstföng. Athygli veki að við umrædd kvennöfn sé víða að sjá skráðar tölur sem ætla megi að vísi á aldur stúlknanna.“

Róbert Árni kallar sig Robert Downey í dag. Hann hefur búið erlendis undanfarin ár. Þaðan hefur hann varað sérstaklega við straumi innflytjenda og hælisleitenda til Íslands. „Halda stjórnmálamenn og fylgjendur þessarar hælisleitendastefnu að þessari flóðbylgju linni, þegar búið er að koma þessum hópi hælisleitenda fyrir í löndum Evrópu?“ spurði hann á Facebook, eftir að hópur Íslendinga tók sig saman og bauðst til að hýsa hælisleitendur frá Sýrlandi. „Þvert á móti verður það hvatning til annarra íbúa í þessum löndum hælisleitanda að komst inn í velferðarkerfi vesturlanda á kostnað skattborgaranna. Flóðbylgjurnar koma til með að verða stærri, tíðari og skaðvænlegri þegar fram í sækir, þar til tekið verður á þessum málum af fullri alvöru og á raunhæfan hátt og fólkinu gert kleift að lifa á sínum heimaslóðum á mannsæmandi hátt.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu og málsmeðferð í samræmi við lög

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Fréttir

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni