Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
Fréttir
48283
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
3
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
5
FréttirCovid-19
8171
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
6
Pistill
577
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
7
Þrautir10 af öllu tagi
2855
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Benedikt SveinssonFaðir núverandi forsætisráðherra forðaði miklum fjármunum dagana fyrir fall Glitnis.Mynd: Morgunblaðið/Golli
Athafnamaðurinn Benedikt Sveinsson tók 500 milljónir króna út úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans haustið 2008 og sendi féð til Flórída.
Benedikt er á lista fjölda aðila sem seldu fyrir samtals þrjá milljarða króna í Sjóði 9 hjá Glitni dagana áður en bankinn var þjóðnýttur samkvæmt ákvörðun Geirs Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnar hans, annars vegar, og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi seðlabankastjóra, og samstarfsmanna hans. Samkvæmt Fréttablaðinu, sem fjallar um gögn þessa efnis í dag, íhugaði slitastjórn Glitnis að rifta viðskiptunum vegna mögulegra innherjasvika.
Benedikt er meðal annars faðir núverandi fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, sem var þingmaður og viðskiptafélagi Benedikts þegar viðskiptin voru gerð. Auk þess var bróðir Benedikts, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Glitnis til ársins 2007.
Hundruð milljóna til Flórída
„Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“ er skýringin við færslu Benedikts Sveinssonar á 400 milljónum króna úr Glitni þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans. 1. október var gerð önnur færsla úr bankanum upp á hundrað milljónir króna með skýringunni „sj 9 selt og í usd“, sem gefur til kynna sama feril og í fyrri færslunni.
Stundin hefur áður fjallað um að Benedikt Sveinsson hafi stofnað fyrirtæki á Tortóla í gegnum panamaísku lögfræðistofuna Mossack Fonseca árið 2000. Starfsemi félagsins virðist hafa verið orðin óvirk árið 2010.
Í viðskiptum með Bjarna
Á árunum eftir síðustu aldamót var Benedikt umsvifamikill fjárfestir. Bjarni Benediktsson, sonur hans, var meðal annars fulltrúi fyrir hans hönd og hlutabréfa hans í olíufélaginu N1 og móðurfélagi þess, BNT ehf. Bjarni var stjórnarformaður beggja fyrirtækja þar til í árslok 2008 þegar hann hætti. Hann var því bæði þingmaður og umsvifamikill í viðskiptum með föður sínum á sama tíma.
Bjarni, var einnig náinn samstarfsmaður þingmannsins Illuga Gunnarssonar, sem sat í stjórn Sjóðs 9. Þeir skrifuðu meðal annars grein saman í desember 2008 þar sem þeir lögðu til upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu.
Bjarni og Illugi voru báðir innvinklaðir í stjórnmál og viðskipti á sama tíma. Þeir voru báðir viðstaddir í höfuðstöðvum Stoða, áður FL Group, sem var nátengt Glitni, aðfararnótt 29. september, þegar þröngur hópur úr viðskiptum og stjórnmálum hittust til að ræða áhrif yfirtökunnar á Glitni.
Meðal vandræða sjóðs 9 voru að Stoðir skulduðu sjóðnum 18 milljarða króna, þegar staðan var tekin sumarið fyrir hrunið. Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis lagði Illugi Gunnarsson áherslu á að ríkið legði fram fé í sjóð 9. Fram kom að bréfin hefðu verið keypt af ríkissjóði á 10,7 milljarða króna. Síðar hefur verið greint frá því að ekkert fé hafi runnið úr ríkissjóði í sjóð 9.
Næturfundur Bjarna með Glitnismönnum
Lýsing á næturfundi Bjarna, Illuga, Glitnismanna og bankamálaráðherra hjá Stoðum birtist í rannsóknarskýrslu Alþingis:
„Síðar um nóttina hélt Björgvin G. Sigurðsson ásamt Jóni Þór Sturlusyni í höfuðstöðvar Stoða þar sem þeir voru boðaðir til fundar við Þorstein Má Baldvinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur. Þar voru einnig staddir nokkrir stjórnarmenn í Glitni auk Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða. Loks voru þar staddir þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson. Jón Þór Sturluson lýsti því við skýrslutöku að á fundinum hefði honum og Björgvin verið tjáð að fyrirhuguð aðgerð varðandi Glitni væri „gríðarlega alvarleg fyrir ekki bara þeirra fyrirtæki heldur hina bankana [...]“. Jón Þór sagði að undir lok fundarins hefði verið ákveðið að hann og Björgvin myndu ræða við Geir H. Haarde og kanna hvort lækka mætti fyrirhugað eignarhlutfall hins opinbera. Í kjölfarið héldu Björgvin og Jón Þór því til fundar við Geir á heimili hans.Var þá komið fram undir morgun. Björgvin segir að Geir hafi talið koma til greina að lækka fyrirhugað eignarhlutfall ríkisins í Glitni. Á sama tíma hafi Geir hins vegar fengið þær upplýsingar að samþykki helstu hluthafa væri komið. Hafi umræðan því ekki náð lengra.“
Sonur Benedikts Sveinssonar var því upplýstur um aðdraganda yfirtökunnar á Glitni og vandræði bankans sem höfðu í för með sér að eignir í sjóði 9 komust í algert uppnám og þar með 500 milljóna króna hagsmunir Benedikts. Hvað Bjarni vissi nákvæmlega tveimur dögum fyrir fund hans með Glitnismönnum í Stoðum, þegar faðir hans seldi eignina í sjóði 9, er hins vegar ekki ljóst.
Feðgarnir forðuðu hundruð milljóna
Bjarni BenediktssonVar umsvifamikill í viðskiptum á sama tíma og hann var þingmaður.
Mynd: Pressphotos/Geirix
Benedikt, og sonur hans Bjarni, seldu báðir hlutabréf sín í Glitni nokkrum mánuðum fyrr, eða í febrúar 2008. Skömmu áður hafði verulega bág staða bankans verið til umræðu í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, meðal annars hjá Davíð Oddssyni, þáverandi seðlabankastjóra, og Geir Haarde forsætisráðherra.
Bjarni og Benedikt seldu samtals 57 milljónir hluta í Glitni. Benedikt seldi fyrir 850 milljónir króna og hefur því minnst náð að forða 1.350 milljónum króna frá Glitni.
Bjarni seldi fyrir 126 milljónir króna og segist hafa byggt hús sitt í Garðabænum fyrir féð. Hann segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Í sama mánuði og Bjarni seldi hlutabréfin tók hann þátt í umfangsmikilli fléttu til að hjálpa Glitni og Milestone í lausafjárvanda. Fléttan hefur kallast Vafningsfléttan, þar sem hún snerist um að veðsetja hlutabréf í félaginu Vafningi ehf. til að útvega lán, svo forðast mætti veðkall bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley. Með fléttunni tók Glitnir að sér að fjármagna hlutabréf upp á 20 milljarða króna, á sama tíma og Bjarni og faðir hans, sem stóðu að fléttunni, seldu sín persónulegu bréf.
Eftir þjóðnýtingu Glitnis hrundi íslenska bankakerfið og bæði Glitnir, Landsbankinn og Kauping fóru í þrot, auk þess sem gjaldeyrishöft voru sett á Íslandi.
Fjöldi Íslendinga sem átti fé í sjóði 9 átti eftir að tapa um 20% af eign sinni í sjóðnum. Benedikt Sveinsson virðist því hafa náð að bjarga 100 milljónum króna með sölu sinni á eign í sjóðnum þremur dögum fyrir þjóðnýtingu.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirSamherjaskjölin
38367
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
Fréttir
48283
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
3
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
5
FréttirCovid-19
8171
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
6
Pistill
577
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
7
Þrautir10 af öllu tagi
2855
268. spurningaþraut: Smáfólk, kínversk og bandarísk ættarnöfn, ár í Eyjafirði, og sitthvað fleira
Þrautin frá því í gær! * Aukaspurningar: Hvað hét höfundur persónanna sem hér að ofan sjást? Eftirnafn dugir. * Aðalspurningar: 1. Eins og allir vita, þá nefnist teiknimyndasagan, þar sem ofangreindar persónur koma fram, Smáfólk á íslensku. En hvað heitir sagan á frummálinu, ensku? 2. Meira um ensku. Bandaríkjamenn eru 328 milljónir. Algengasta ættarnafnið þar í landi bera 2,4 milljónir....
Mest deilt
1
FréttirSamherjaskjölin
38367
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
2
FréttirSamherjaskjölin
59310
Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samningur við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna um úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum var undirritaður í nóvember. Samningurinn er hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að auka traust á atvinnulífinu í kjölfar Samherjamálsins í Namibíu.
3
Fréttir
48283
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
4
FréttirCovid-19
8171
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
5
Pistill
577
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
Hér er þraut frá í gær, já. * Aukaspurningin fyrri: Skoðið vandlega myndina hér að ofan. Hver er karlinn sem hér er verið að handtaka? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét leikarinn sem lék Mafíubófann Tony Soprano í sjónvarpsþáttaröð um hann og fjölskyldu hans? 2. Hver er lengsti fjallgarður í heimi? 3. Í tveimur borgum á Vesturlöndum eru hverfi sem kallast...
7
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
2674
Ekki eða mjög ólíklega tengsl milli bólusetninga og dauðsfalla - Þó ekki hægt að útiloka eitt tilvik
Í fjórum tilvikum af fimm þar sem tilkynnt var um alvarleg atvik, andlát og veikindi, eftir bólusetningar við Covid-19 var ekki eða mjög ólíklega um orsakasamband að ræða. Í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl en þó talið líklegra að andlát einstaklings hafi átt sér skýringar í undirliggjandi ástandi hans.
Mest lesið í vikunni
1
ViðtalDauðans óvissa eykst
51575
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
7314
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
3
Fréttir
25131
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
4
Pistill
29361
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
5
Fréttir
169424
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
6
FréttirSamherjaskjölin
38367
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
7
FréttirDauðans óvissa eykst
735
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.205
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
51575
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
7
FréttirCovid-19
1971.582
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
749
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
Mynd dagsins
2
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Á fjár- og kúabúinu Butru búa bændurnir Ágúst Jensson og Oddný Steina Valsdóttir (mynd). „Það sem er brýnast nú fyrir bændur er að hér sé hægt að stunda landbúnað og hafa einhverjar tekjur af. Rauntekjur sauðfjárbænda hafa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum árum. Það er líka mikilvægt að gera okkar góðu afurðir betur rekjanlegar,“ segir Oddný Steina, sem situr í stjórn Bændasamtakanna. Nú á föstudaginn er Bóndadagurinn. Til hamingju allir bændur, líka allir þeir sem eru á mölinni.
Fréttir
211
Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki verða í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar í haust. Uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti en hann hafnaði því.
FréttirSamherjamálið
230
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
Blogg
5
Símon Vestarr
Töffari kann að taka L-inu
Fyrir fjórum árum flaug mér fjarlægur möguleiki í hug í tengslum við innvígsludaginn í Ameríku. Ég sá fyrir mér hinn nýkjörna, nýfasíska auðkýfingsson stíga fram í pontu og halda ræðu sem væri eitthvað á þessa leið: Ég þakka öllum sem komu. Við alla sem buðu sig fram gegn mér vil ég segja: hvernig líst ykkur á mig núna?...
FréttirCovid-19
639
Sérstakur frístundastyrkur fyrir efnalítil börn skilar sér ekki til þeirra
Aðeins hafa borist umsóknir fyrir níu prósent þeirra barna sem eiga rétt á sérstökum frístundastyrk sökum fátæktar forelda þeirra. Foreldrar þurfa að greiða æfingagjöld og sækja um endurgreiðslu. Talsmenn fólks í fátækt segja fátækt fólk ekki hafa tök á því að reiða fram gjöldin og bíða endurgreiðslu.
Pistill
577
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
Þrautir10 af öllu tagi
3164
269. spurningaþraut: „Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum“ og fleiri spurningar
Gærdagsþrautin, hér er hún. * Fyrri aukaspurning: Hvaða söngflokk má sjá á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Kona nokkur hafði ekki gaman af smábörnum. Hún sagði af þau væru „ekki annað en plöntur fyrsta hálfa árið“ og „skelfileg þegar þau eru allsber“ með „sinn stóra kropp og litlu útlimi og þessar froskahreyfingar sínar“. Eigi að síður eignaðist hún...
Mynd dagsins
365
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Fréttir
122
Lögreglan rannsakar greiðslur fullorðinna til barna fyrir kynferðislegar myndir
Tæplega tugur slíkra mála er á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Líklegt er talið að um fáa fullorðna einstaklinga sé að ræða og líklega ekki mikið fleiri en tvo. Auka þarf fræðslu til barna um hegðun á netinu verulega að mati aðstoðaryfirlögregluþjóns.
FréttirCovid-19
954
Hnykkt verður á leiðbeiningum við ferðalanga um heimild til hvíldar
Rögnvaldur Ólafsson lögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir skýrt að heimild sé til þess að ferðalangar megi dvelja eina nótt nálægt Keflavíkurflugvelli áður en þeir halda á dvalarstað í sóttkví.
FréttirCovid-19
8171
Læknir gagnrýnir sóttvarnaraðgerðir eftir banaslys í Skötufirði
Jóhann Sigurjónsson læknir segir að með því að etja ferðalöngum í langferðir milli landshluta eftir komuna til landsins án tillits til aðstæðna sé verið að leggja fólk í hættu. Hann vill að fólk sé hvatt til að dvelja eina nótt á suðvesturhorninu áður en það leggur í langferðir eftir komuna til landsins.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir