Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hringbraut bendlar föður Sigmundar við fjármögnun Vefpressunnar í annað sinn

Gunn­laug­ur M. Sig­munds­son, fað­ir for­sæt­is­ráð­herra, hafn­aði því í sam­tali við Stund­ina í sum­ar að hann hefði lagt fjár­muni til rekstr­ar fjöl­miðla­veld­is Björns Inga Hrafns­son­ar. Fjöl­mið­ill­inn Hring­braut held­ur því nú fram öðru sinni, en í fyrra skipt­ið var nafn­laus pist­ill fjar­lægð­ur.

Hringbraut bendlar föður Sigmundar við fjármögnun Vefpressunnar í annað sinn

Fjölmiðillinn Hringbraut hefur tvisvar sinnum í vetur haldið því fram, í pistlum sem skrifaðir eru undir nafnleynd, að Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir forsætisráðherra, hafi lagt fjármuni til rekstrar fjölmiðlaveldis Björns Inga Hrafnssonar.

Fyrri pistillinn, sem birtist undir dulnefninu Náttfari í byrjun nóvember, var fjarlægður. Að sögn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, ritstjóra Hringbrautar, var þetta gert vegna þess að heimildirnar fyrir efni pistilsins voru ekki taldar nægilega tryggar.

Á aðfangadag birti Hringbraut aðra grein, nú undir dulnefninu Ólafur Jón Sívertsen, þar sem líkum er leitt að því að Gunnlaugur og aðilar tengdir honum hafi lagt fjármuni til rekstrar fjölmiðlaveldisins.

Stundin hafði samband við Gunnlaug síðasta sumar, áður en Hringbraut fjallaði um málið, og spurði hvort rétt væri að hann hefði lánað fyrirtæki Björns Inga 60 milljónir króna árið 2013. Gunnlaugur hafnaði því og sagði að sér hefði verið kennt fyrir löngu að óskynsamlegt væri að fjárfesta í fjölmiðlum. 

Í fyrri pistlinum sem var fjarlægður af vef Hringbrautar er rakið hve rekstrarkostnaður DV og dv.is er mikill meðan tekjustreymið láti á sér standa. „Heimildarmaður Náttfara sem hefur mikla reynslu af fjölmiðlarekstri heldur því fram að það þurfi að borga með rekstri DV 10 milljónir króna á mánuði til að halda skipinu á floti,“ segir í pistlinum og er fullyrt að skuldahali fjölmiðlaveldis Björns Inga hafi numið um 80 milljónum króna árið 2013 og innspýtingar verið þörf.

Frekari innspýtingu spáð

Í framhaldinu skrifar höfundur pistilsins: 

„Heimildarmaður Náttfara telur sig hafa öruggar heimildir fyrir því hvaðan umræddir fjármunir hafa komið. Hann hefur ekki getað sýnt skriflegar sannanir en er viss í sinni sök. Hann telur fullvíst að Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir forsætisráðherra, hafi lagt þessa fjármuni til rekstrarins. Gunnlaugur var á sínum tíma eigandi Kögunar og seldi fyrirtækið á réttum tíma með gífurlegum hagnaði. Gunnlaugur er milljarðamæringur. Honum hefur runnið til rifja að sjá hve illa flokkur sonar hans hefur komið út úr skoðanakönnunum og hefur viljað kenna fjölmiðlum um það. Einkum DV á meðan Reynir Traustason stýrði þar á bæ. Framsóknarmenn mátu það svo að það væri lífnauðsynlegt fyrir flokkinn að aftengja DV og tryggja að miðillinn væri meinlaus gagnvart Framsóknarflokknum og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Þetta hefur gengið eftir. DV lætur Framsókn og ríkisstjórnina alveg í friði, reynir frekar að hjálpa til ef eitthvað er með viðtölum við ráðherra og þingmenn flokksins.“

Þá eru leiddar að því líkur að fram að næstu kosningum muni fjölskylda Sigmundar Davíðs leggja til mörg hundruð milljónir króna til að freista þess að halda honum við völd. „Fjölskyldan hefur fjárhagslegt afl til þess. Það á svo eftir að koma á daginn hvort unnt er að kaupa völd og halda völdum á Íslandi með slíkum hætti.“

Umdeild fréttaskrif

Í umræðum á Facebook upplýsti Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar, um ástæður þess að pistillinn var fjarlægður. „Ég tók þetta út þar eð ég taldi ekki nægilega tryggar heimildir fyrir efni pistilsins. Við hljótum öll að vilja byggja á þeim traustum og haldgóðum. Engar hótanir hér, aðeins viðleitni til að vanda betur til verka,“ skrifaði hann og vísaði því á bug að nokkur maður hafi farið sérstaklega fram á að pistillinn yrði tekinn út.

Í seinni pistlinum, sem birtist á aðfangadag, segist huldumaðurinn Ólafur Jón Sívertsen hafa heimildir fyrir því að fjármunir til rekstrar „allra þessara flokksmiðla Framsóknar komi frá nánustu ættingjum og vinum formanns flokksins“ og bendir á að faðir Sigmundar er sterkefnaður. Skömmu eftir að pistillinn fór í loftið birtist frétt á vef Hringbrautar upp úr skrifum huldumannsins.

Fjölmargir gagnrýndu þessi vinnubrögð og skrifaði Björn Þorláksson, blaðamaður á Hringbraut, pistil um „mistök Hringbrautar“ þar sem hann gagnrýndi kollega sína fyrir að hafa birt frétt upp úr skrifum manns sem ekki er til.

Taprekstur Vefpressunnar

Eins og Stundin hefur áður fjallað um í ítarlegri fréttaskýringu hefur fjölmiðlaveldi Björns Inga allt frá upphafi reitt sig á stuðning fjársterkra aðila. Ef litið er á ársreikninga Vefpressunnar má sjá að hún hefur verið rekin með umtalsverðu tapi allt frá stofnun ef frá er talið rekstrarárið 2013 þegar félagið skilaði loksins hagnaði.

Pressan ehf. var rekin með 66 milljóna tapi árið 2012. Á rekstrarárinu 2013 hækkuðu skyndilega skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir króna, án þess að gefnar væru skýringar á því í ársreikningi. Vísir fjallaði um málið í júní og hafði eftir Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Pressunnar, að hann myndi ekki hvernig lánið væri til komið. Líklega væri um að ræða „yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf.“. Hann staðfesti þó að yfirdrátturinn væri hjá MP banka. „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“

Tengsl Sigmundar við MP banka

Engin opinber skjöl eru til um lánið frá MP banka, sem verður að teljast rausnarlegt í ljósi þess hver fjarhagsstaða Pressunnar var á þessum tíma. Eins og bent hefur verið á í fjölmiðlum hafa Sigmundur Davíð, og ríkisstjórn Íslands, margvísleg tengsl við MP banka. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er náinn vinur og helsti efnahagsráðgjafi Sigmundar. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishafta gegnt yfirmannsstöðu í bankanum.

Frægt varð þegar Hlín Einarsdóttir, fyrrverandi sambýliskona Björns Inga Hrafnssonar, og Malín Brand systir hennar voru handteknar fyrir tilraun til fjárkúgunar á hendur Sigmundi Davíð forsætisráðherra. Í nóvemberblaði Stundarinnar birtist viðtal við Malín þar sem hún lýsti aðdragandanum, meðal annars því þegar systir hennar sagði henni að hún byggi yfir upplýsingum um Sigmund Davíð og Björn Inga.

„Það var Sigmundur Davíð sem kippti í einhverja spotta í MP-banka og bjargaði rétt eftir að hann varð forsætisráðherra“

Haft er eftir Malín: „Mér leist ekkert á það hversu breytt fas hennar var frá því fyrr um daginn og spurði hvað hún væri eiginlega búin að drekka marga bjóra. Það fauk í hana og hún sagði mér að hlusta. Svo spurði hún hvort ég myndi þegar Vefpressan var við það að fara á hausinn. Vissulega mundi ég það. Þá var stundum ekkert hlaupið að því að fá útborgað. Hlín rifjaði upp að skyndilega hefði verið til nóg af peningum og Vefpressunni borgið. „Það var Sigmundur Davíð sem kippti í einhverja spotta í MP-banka og bjargaði rétt eftir að hann varð forsætisráðherra,“ sagði hún áköf.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa samskipti Björns Inga og Sigmundar Davíðs færst mjög í aukana undanfarin ár og vinskapur tekist með þeim. Hafa þeir átt samverustundir erlendis auk þess sem Sigmundur Davíð hefur heimsótt Björn Inga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
8
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu