Ástæða þess að Sigurður Ingi Þórðarson, dæmdur barnaníðingur, gengur laus með ökklaband, er að reglur varðandi rafrænt eftirlit voru rýmkaðar mikið í mars á þessu ári.
Lögin um rafrænt eftirlit náðu upphaflega aðeins til þeirra fanga sem dæmdir höfðu verið í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Það var því aðeins í boði fyrir einstaklinga sem höfðu framið smærri brot. Í mars var lögunum hinsvegar breytt töluvert, þannig þau næðu einnig til aðila sem hefðu verið dæmdir til lengri vistunar. Eftir breytingarnar var sá tími sem fangar geta verið á rafrænu eftirliti lengdur um helming, með þeim afleiðingum að þeir losna fyrr úr fangelsi.
Lagabreytingin var umdeild og urðu miklar umræður til þegar í ljós kom að þeir fyrstu sem nutu góðs af henni voru fyrrum stjórnendur Kaupþings, þeir Sigurður Einarsson ogMagnús Guðmundsson, og fjárfestirinn Ólafur Ólafsson.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir