Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bardagamenn, glóandi járn og fornir taktar

Á þriðja hundrað manns í gervi vík­inga sótti hina ár­legu vík­inga­há­tíð við Fjörukrána. El­ín Reyn­is­dótt­ir, Elísa­bet Stef­áns­dótt­ir, Na­tal­ía Ósk Rík­harðs­dótt­ir Snæ­dal, Sig­ur­björn Björns­son og Sæmund­ur Örn Kjærnested eru öll í vík­inga­fé­lag­inu Rimm­ugýgi þar sem fé­lag­ar hafa kost á að læra bar­daga­að­ferð­ir að vík­ingas­ið, þeir vinna hand­verk í stíl vík­ing­anna og syngja og spila eins og tal­ið er að vík­ing­ar hafi gert. Fimm­menn­ing­arn­ir klæddu sig að sið vík­inga og tóku þátt í að töfra fram þau vík­inga­áhrif sem þarf á há­tíð­um sem þess­um.

Svæðið í kringum Víkingakrána er orðið ævintýralegt – á milli gamaldags húsanna á svæðinu má finna fólk í gervi víkinga sem selur varning sinn í tjöldum, eldsmiðir hamra járnið á meðan það er heitt, flautuleikari tálgar flautu og blæs í hana af og til, víkingar berjast með sverði og skildi, sumir í hópnum syngja og spila á hljóðfæri og nokkrir lambskrokkar eru grillaðir yfir opnum eldi.
Trjákurl liggur yfir annars steyptu svæðinu svo það er líkast því að ganga á nakinni jörðinni á öðrum tíma. Í annarri veröld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu