Í gær, þriðjudaginn áttunda mars, var Balkanleiðinni fyrir flóttamenn lokað. Þetta var tilkynnt af lögregluyfirvöldum Slóveníu, Króatíu og Serbíu í gærkvöld. Á níunda hundrað þúsund manns ferðuðust eftir henni í fyrra eftir að hafa komið á smábátum frá Tyrklandi og á annað hundrað þúsund það sem af er þessu ári, en yfirvöld í Mið-Evrópu hafa hert skilyrði fyrir inngöngu flóttamanna skref fyrir skref í vetur, allt frá því að bann var lagt við komu annarra en Sýrlendinga, Íraka og Afgana án tilskilinna skilríkja. Tíu þúsund manns gengu leiðina daglega þegar mest lét í haust, flest á leið til Þýskalands, en rétt fyrir lokun hafði sú tala lækkað í nokkur hundruð, ekki síst vegna lengdra viðtala við sérhvern flóttamann sem vildi ganga í gegn.
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir