Þessi grein er meira en 4 ára gömul.

Átta atriði um hið fordæmalausa Marple-mál

Dóm­ur féll ný­ver­ið á nýj­an leik í hér­aðs­dómi í Marple-mál­inu svo­kall­aða. Hæstirétt­ur hafði ómerkt fyrri nið­ur­stöð­una vegna van­hæf­is eins af með­dóm­end­un­um. Mál­ið er ein­stakt að mörgu leyti en um sér­stak­lega al­var­leg­an fjár­drátt var um að ræða. Þá beitti hér­aðs­dóm­ur í fyrsta skipti í hrun­mál­un­um refsi­þyng­ing­ar­á­kvæði hegn­ing­ar­laga þeg­ar hann ákvað refs­ingu Hreið­ars Más í mál­inu.

Átta atriði um hið fordæmalausa Marple-mál
Hreiðar Már Sigurðsson Þynging refsingar Hreiðars Más er fordæmalaus í hrunmálunum svokölluðu.

Dómur féll á nýjan leik í Marple-málinu svokallaða í byrjun mánaðar. Hæstiréttur hafði áður ómerkt fyrri dóm héraðsdóms vegna þess að sérfróður meðdómari í málinu var úrskurðaður vanhæfur. Málinu lyktaði með því að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, fékk 12 mánaða dóm, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, fékk 18 mánuði og Skúli Þorvaldsson fagfjárfestir sex mánuði. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var hins vegar sýknuð. 

Stundin tók saman helstu atriði málsins. 

1Sex milljarða millifærsla 

Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Hreiðari Má og Guðnýju Örnu var þeim gefið að sök að hafa skipulagt og framkvæmt fjárdrátt með því að millifæra um sex milljarða króna til félagsins Marple Holding S.A. SPF. úr sjóðum Kaupþings. Í ákærunni segir að engar lögmætar viðskiptalegar ákvarðanir hafi legið að baki millifærslunni. 

Þá voru þau Hreiðar Már og Guðný einnig ákærð fyrir umboðssvik, en þau áttu að hafa misnotað aðstöðu sína innan bankans með því að láta Kaupþing kaupa skuldabréf af Marple, sem gefin voru út af bankanum sjálfum, á nafnvirði bréfanna að viðbættum áföllnum vöxtum. Nam kostnaðurinn 57,5 milljónum evra og 45,4 milljónum dala, en samkvæmt ákæru var kaupverðið „langt yfir markaðsverði skuldabréfanna og olli Kaupþingi hf. með því fjártjóni“. Eftir sat tveggja milljarða hagnaður vegna viðskiptanna á reikningum Marple.

Magnús Guðmundsson var ákærður fyrir hlutdeild í brotum Guðnýjar og Hreiðar og Skúli fyrir hylmingu og peningaþvott.

Magnús GuðmundssonVar dæmdur í 18 mánaða fangelsi vegna aðkomu sinnar í Marple-málinu.

2Mundi ekki eftir félaginu fyrr en hann sá undirskriftir sínar 

Eignarhald á Marple Holding var á meðal deiluefna í málinu. Við rannsókn málsins sagðist Skúli Þorvaldsson ekkert hafa munað eftir félagi með nafninu Marple Holding og eignarhald á því hefði ekki verið borið undir hann. Þá sagðist hann ekki muna eftir því að hafa ritað undir neina pappíra tengda félaginu fyrr en honum hafi verið sýndir slíkir pappírar.

Í skýrslutökum fyrir dómi rifjar Skúli upp sín fyrstu kynni af félaginu. Hann sagði Magnús Guðmundsson hafa beðið sig um að hjálpa bankanum og gera þeim greiða. Fyrir greiðann hafi Skúli fengið sölurétt á Kaupþing banka sem hann hafi virkjað 30. september 2008. Sölurétturinn hafi verið í eigu félagsins SKLux og þegar peningurinn fyrir söluréttinn hafi ekki skilað sér inn á reikning SKLux hafi Skúli spurt Magnús hvað hafi orðið um peninginn. Magnús sagði peninginn óvart hafa farið inn á Marple Holding og hafi Skúli spurt Magnús hvaða félag það væri. Magnús hafi sagt að Skúli ætti félagið og hann hafi ekki heyrt af því vegna þess að hann hefði sjálfur verið að stýra því og stjórna.

Við rannsókn málsins lék vafi á þætti Skúla við millfærslurnar á reikning Marple Holding. Magnús hafi lýst því yfir að hann hefði alfarið tekið ákvörðun um viðskiptin fyrir hönd Marple Holding og lék þannig vafi á því að hvaða marki Skúli hafi haft vitneskju um að ólögmæt viðskipti eða samningar hafi legið að baki millifærslunum. Héraðsdómur taldi Skúla hafa látið sér þessi atriði í léttu rúmi liggja og hefði honum sem eiganda félagsins og í ljósi upphæða fjárhæðanna, borið að krefja Magnús, Hreiðar og Guðnýju upplýsinga um forsendur að baki millifærslunum. Vegna þess að hann gerði það ekki var hann talinn hafa sýnt af sér gáleysi og sakfelldur fyrir peningaþvott.

3

Lítil sem engin gögn að baki millifærslunum

 Engin gögn um fyrri millifærsluna frá Kaupþingi hf. til Kaupþings Luxemborg fundust við rannsókn málsins, fyrir utan fylgiskjal þar sem fram kom að millifærsla að fjárhæð rúmum 3 milljörðum króna hefði átt sér stað þann 19. desember 2007. Í fylgiskjalinu kom fram að millifærslan hefði verið vegna valréttarsamnings um sölu á hlutabréfum í Kaupþing banka en slíkur samningur fannst ekki þrátt fyrir mikla rannsókn. Hreiðar Már og Magnús héldu því fram að samningurinn hefði verið gerður og kvaðst Guðný hafa séð slíkan samning á borði Hreiðars. Þá kom fram við rannsókn málsins að fylgiskjalið sem vísaði til valréttarsamningsins hefði ekki verið stofnað fyrr en þann 12. janúar 2008 í tölvu Guðnýjar.

Að því er varðar síðari millifærsluna að fjárhæð rúmum 3 milljörðum sem gerð var þann 30. júní fundust heldur engin gögn um í bókhaldi Kaupþings. Við rannsókn málsins fundust hins vegar gögn um þá millifærslu við húsleit yfirvalda í Lúxemborg. Samkvæmt samningnum sem fannst var Kaupþing Luxemborg sagður vera viðskiptamaður en fyrir aftan nafn bankans hafði verið handskrifað félagið Marple Holding. Guðný hafi vottað upprunalega samninginn en hún hefði ekki verið meðvituð um að fjármununum yrði síðar ráðstafað inn á reikning Marple Holding. Vegna þess að ekki var hægt að leiða í ljós, án vafa, vitneskju Guðnýjar um að fjármunirnir myndu renna til Marple Holding var hún sýknuð.

4Lögreglan lagði hald á 5,6 milljarða króna við rannsókn málsins

Við rannsókn málsins var lagt hald á samtals 47 milljónir króna evra, eða um 5,6 milljarða króna, og var í ákærunni krafist að Skúla og félögum í hans eigu yrði gert að sæta upptöku á fjármununum með vísan til 69. greinar almennra hegningarlaga. Niðurstaða héraðsdóms var sú að um 807 milljónir króna voru gerðar upptækar af reikningi Marple Holding. Þá hafnaði héraðsdómur að gera rúmar 27 milljónir króna upptækar, sem færðar voru af reikningi Marple Holding in á reikning félagsins BM Trust og blandaðist þannig við aðrar eignir félaga í eigu Skúla.

5Taka þurfti málið upp á ný í héraði vegna vanhæfis eins meðdómaranna

Ásgeir Brynjar TorfasonEndurflytja þurfti málið þegar í ljós kom að Ásgeir var vanhæfur til að dæma í málinu.

Málið var sent aftur til meðferðar í héraði þegar Hæstiréttur úrskurðaði að Ásgeir Brynjar Torfason, sérfróður meðdómsmaður, hefði verið vanhæfur. Ásgeir hafði talað um „bankabófa“ í viðtali árið 2011 og var mat Hæstaréttar að með þeim orðum hefði hann lýst afstöðu sinni til stjórnenda íslensku bankanna á hrunárunum. Þá var bent á það að Ásgeir var stjórnarmaður í félaginu Gagnsæi, samtökum gegn spillingu en það hefði ekki eitt og sér getað leitt til þess að hann teldist vanhæfur. „Á hinn bóg­inn hef­ur með­dóms­mað­ur­inn ítrekað á sam­skipta­miðlum tekið upp fréttir af dóms­málum gegn stjórn­endum A hf. [Kaup­þing] og birt mynd meðal ann­ars af ákærðu Y [Hreiðar Már Sig­urðs­son] og Z [Magnús Guð­munds­son] við frá­sögn um sak­fell­ingu þeirra í dóms­máli. Þær til­grein­ingar verða ekki skildar á annan veg en þann, að með­dóms­mað­ur­inn lýsi yfir stuðn­ingi við það, sem fram kom í því efni sem hann tekur upp. Þá lýsir tal hans um „banka­bófa“ sem hann við­hafði á árinu 2011 afstöðu hans til stjórn­enda bank­anna, þar með talið ákærð­u,“ segir í nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Áður hafði Símon Sigvaldason, héraðsdómari og dómsformaður í málinu, komist að þeirri niðurstöðu að Ásgeir teldist ekki vanhæfur.

Vanhæfi Ásgeirs varð til þess að niðurstaða úr héraðsdómi dróst um meira en eitt og hálft ár. Ákæra í málinu var gefin út þann 26. júní 2014 og málið þingfest 9. september sama ár. Þann 9. október árið eftir var dómur kveðinn upp en með dómi Hæstaréttar þann 23. febrúar á þessu ári var sá dómur ómerktur ásamt meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar og því vísað heim í hérað til úrlausnar á ný. Málið var loks dómtekið að nýju 13. júní og dómur kveðinn upp þann 4. júlí.

6Héraðsdómur viðurkenndi rúmlega 8 milljarða króna skaðabótaskyldu

Í málinu krafðist Kaupþing hf. að fjórmenningarnir yrðu dæmdir til greiðslu rúmra 6 milljarða króna í skaðabætur, 15 milljóna evra og 3,5 milljóna dollara, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Héraðsdómi þótti skaðabótakrafan ekki sett fram með þeim hætti, að teknu tilliti til mótmæla fjórmenninganna, að unnt væri að dæma um hana. Þá var kröfunni vísað frá gegn Guðnýju enda var hún sýknuð af refsikröfu ákæruvaldsins. Því féllst dómurinn á varakröfu Kaupþings um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvort Kaupþing muni höfða einkamál þar sem Hreiðar, Magnús og Skúli verða krafnir um rúma átta milljarða króna í skaðabætur.

7 Fordæmalaus refsing Hreiðars Más

Refsing Hreiðars Más í Marple-málinu á sér ekkert fordæmi í hrunmálunum svonefndu, þar sem héraðsdómur ákvað að þyngja refsingu Hreiðars umfram refsihámark ákvæðis hegningarlaga um fjárdrátt.

Al Thani-málið.Í málinu fengu Hreiðar og Magnús þunga fangelsisdóma.

Hreiðar Már var sakfelldur í Al Thani-málinu þann 12. febrúar 2015 og dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi. Refsiramminn fyrir auðgunarbrot eru sex ár og fór því héraðsdómur út fyrir þann ramma þegar Hreiðar var sakfelldur í Marple-málinu en hann var dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Hefur Hreiðar þannig verið dæmdur til sex og hálfs árs fyrir auðgunarbrot sín. En samkvæmt 2. málsgrein 77. greinar hegningarlaga er heimilt að þyngja refsingu svo bætt sé við hana allt að helmingi hennar.

Í dómi héraðsdóms var bent á að í fyrsta sakamálinu, Al Thani-málinu, hefðu dómstólar nær fullnýtt refsimörk auðgunarbrota. Þegar Hreiðar var næst sakfelldur í héraðsdómi 2015, með staðfestingu í Hæstarétti á árinu 2016, var hann á ný sakfelldur fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Var þeim þá lýst þannig í dómi Hæstaréttar að þau væru umfangsmikil, þaulskipulögð og drýgð í samverknaði og af einbeittum ásetningi. Beindust þau í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi í heild og yrði tjónið sem leiddi af þeim beint og óbeint ekki metið til fjár. Voru brotin talin með þeim alvarlegustu sem dæmi væru um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot. Vegna umfangsmikilla brota þótti héraðsdómi rétt að þyngja refsingu Hreiðars.

8Hreiðar og Magnús dæmdir í þriðja sinn fyrir auðgunarbrot

Marple-dómurinn er sá þriðji sem Hreiðar Már hlýtur. Fyrsti dómurinn féll þann 12. desember 2013 þegar Hreiðar var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hæstiréttur staðfesti refsinguna þann 12. febrúar 2015. Því næst var Hreiðar dæmdur í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og var honum gerður sex mánaða hegningarauki fyrir markaðsmisnotkun. Loks var Hreiðar Már dæmdur í Marple-málinu sem féll  síðastliðinn þriðjudag og gert að sæta fangelsisrefsingu í 12 mánuði. Hann hefur lýst því yfir að hann muni áfrýja dómnum.

Magnús hefur komið við sögu í þeim þremur málum sem Hreiðar hefur verið dæmdur til refsingar. Í Al Thani-málinu var Magnús dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun. Þá var Magnús sakfelldur fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og í umboðssvikum í stóra markaðsmisnotkunarmálinu en honum var ekki gerð refsing í málinu. Marple-málið er þriðja málið þar sem Magnús er sakfelldur en hann hlaut lengsta dóminn, 18 mánaða fangelsi. Í málinu var Magnús sakfelldur fyrir hlutdeild í fjárdrætti og umboðssvikum.

Skúli, sem jafnan er kenndur við Hótel Holt, var stærsti persónulegi lántakandi Kaupþings á árunum fyrir hrun en hann fékk 94 milljarða króna lánaða frá bankanum miðað við gengi dagsins í dag. Hann var dæmdur í 6 mánaða fangelsi í Marple-málinu sem er jafnframt eina málið sem höfðað var gegn honum af sérstökum saksóknara. Marple-málið er eina málið sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn Guðnýju Örnu og var hún sýknuð af refsikröfu ákæruvaldsins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hjálmar flytja lag við ástarljóð Kára til Valgerðar
1
Fréttir

Hjálm­ar flytja lag við ástar­ljóð Kára til Val­gerð­ar

Kári Stef­áns­son samdi eig­in­konu sinni, Val­gerði Ólafs­dótt­ur, ljóð á sjö­tugsaf­mæl­inu 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Mán­uði síð­ar lést hún. Hljóm­sveit­in Hjálm­ar flyt­ur lag við ljóð Kára til Val­gerð­ar.
Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
2
Fréttir

Lög­mað­ur kærð­ur fyr­ir að mis­nota að­gang Inn­heimtu­stofn­un­ar

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur kært lög­fræð­ing fyr­ir að hafa í að minnsta kosti sjö ár not­að að­gang stofn­un­ar­inn­ar að Cred­it­In­fo sem hann er sagð­ur hafa kom­ist yf­ir með ólög­mæt­um hætti. Á tíma­bil­inu á hann að hafa flett upp tug­um kennitalna í kerf­um Cred­it­In­fo og afl­að sér þannig upp­lýs­inga um fjár­hags­leg mál­efni fólks og lög­að­ila.
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
3
Úttekt

Mál Megas­ar fellt nið­ur án frek­ari rann­sókn­ar

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.
Bakgrunnur nýs dómsmálaráðherra: Valdefla lögregluna og þrengja rétt til þungunarrofs
4
Greining

Bak­grunn­ur nýs dóms­mála­ráð­herra: Vald­efla lög­regl­una og þrengja rétt til þung­un­ar­rofs

Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn Jón Gunn­ars­son hef­ur ver­ið skip­að­ur inn­an­rík­is­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Inn­an þings sem ut­an hef­ur Jón lát­ið sig lög­reglu­mál, sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna og tálm­un varða, með­al ann­ars.
Þrír í haldi lögreglu eftir aðgerð sérsveitarinnar í Reykjavík í dag
5
Fréttir

Þrír í haldi lög­reglu eft­ir að­gerð sér­sveit­ar­inn­ar í Reykja­vík í dag

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var köll­uð að Mána­túni í nótt og að Hverf­is­götu skömmu fyr­ir há­degi. Lög­regla sendi frá sér til­kynn­ingu rétt í þessu þar sem seg­ir að þrír séu í haldi vegna grun­sam­legs hlut­ar sem fannst í ruslagámi í Mána­túni í morg­un.
Nýr heilbrigðisráðherra ítrekað reynt að heimila rekstur spilavíta
6
Fréttir

Nýr heil­brigð­is­ráð­herra ít­rek­að reynt að heim­ila rekst­ur spila­víta

Will­um Þór Þórs­son sem tek­inn er við sem heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur í þrígang lagt fram frum­varp sem myndi heim­ila rekst­ur spila­víta. Rann­sókn­ir benda til að spila­víti hafi veru­leg­an hluta tekna sinna frá fólki með spilafíkn. Lit­ið er á spilafíkn sem lýð­heilsu­vanda.
Moskan á Íslandi lánaði múslímskum skóla í Svíþjóð 120 milljónir
7
Fréttir

Mosk­an á Ís­landi lán­aði mús­límsk­um skóla í Sví­þjóð 120 millj­ón­ir

Sænska rík­is­út­varp­ið seg­ir frá við­skipt­um á milli mús­límsks skóla í Sví­þjóð og mosk­unn­ar í Skóg­ar­hlíð. Kenn­ing fjöl­mið­il­is­ins er að Sa­di Ar­ab­ía sé að fjár­magna starf­semi þessa að­ila á Norð­ur­lönd­un­um.

Mest deilt

Sagan af Litlu ljót
1
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Hjálmar flytja lag við ástarljóð Kára til Valgerðar
2
Fréttir

Hjálm­ar flytja lag við ástar­ljóð Kára til Val­gerð­ar

Kári Stef­áns­son samdi eig­in­konu sinni, Val­gerði Ólafs­dótt­ur, ljóð á sjö­tugsaf­mæl­inu 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Mán­uði síð­ar lést hún. Hljóm­sveit­in Hjálm­ar flyt­ur lag við ljóð Kára til Val­gerð­ar.
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
3
Fréttir

Bjarni taldi eðli­legt að vafi um fram­kvæmd kosn­inga ylli ógild­ingu 2011

Bjarni Bene­dikts­son var harð­orð­ur í um­ræð­um um ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings ár­ið 2011. Með­al ann­ars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgj­ast með taln­ingu at­kvæða“ ætti það að leiða til ógild­ing­ar. Bjarni greiddi hins veg­ar í gær at­kvæði með því að úr­slit kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um ættu að standa, þrátt fyr­ir fjöl­marga ann­marka á fram­kvæmd­inni.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Hvað varð um Vinstri græn?

Hvernig VG sigr­aði stjórn­mál­in en varð síð­an síð­mið­aldra.
Ingi Tryggvason var einn með kjörgögnum í rúman hálftíma
5
FréttirEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Ingi Tryggva­son var einn með kjör­gögn­um í rúm­an hálf­tíma

Sam­kvæmt upp­færðri máls­at­vika­lýs­ingu und­ir­bún­ings­nefnd­ar um rann­sókn kjör­bréfa var Ingi Tryggva­son, formað­ur yfir­kjör­stjórn­ar Norð­vest­ur­kjör­dæm­is einn með kjör­gögn­um frá 11.59 til 12.35 eða í 36 mín­út­ur en ekki kort­er eins og áð­ur hafði kom­ið fram.
Forsetinn gagnrýnir þingmenn vegna stjórnarskrárinnar
6
Fréttir

For­set­inn gagn­rýn­ir þing­menn vegna stjórn­ar­skrár­inn­ar

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti lýsti von­brigð­um með að þing­mönn­um hefði ekki tek­ist að klára breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hafði lagt áherslu á sátt á þingi, en ekk­ert varð úr um­bót­um á stjórn­ar­skrá.
Bragi Páll Sigurðarson
7
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Bestu ár lífs míns

Hvenær er­um við ham­ingju­söm og hvenær ekki? Er hægt að leita ham­ingj­unn­ar eða kem­ur hún til okk­ar? Hversu mik­ið vald höf­um við yf­ir eig­in ör­lög­um? Eig­um við yf­ir höf­uð eitt­hvert til­kall til lífs­gleði?

Mest lesið í vikunni

Sagan af Litlu ljót
1
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
2
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Hjálmar flytja lag við ástarljóð Kára til Valgerðar
3
Fréttir

Hjálm­ar flytja lag við ástar­ljóð Kára til Val­gerð­ar

Kári Stef­áns­son samdi eig­in­konu sinni, Val­gerði Ólafs­dótt­ur, ljóð á sjö­tugsaf­mæl­inu 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Mán­uði síð­ar lést hún. Hljóm­sveit­in Hjálm­ar flyt­ur lag við ljóð Kára til Val­gerð­ar.
Illugi Jökulsson
4
Pistill

Illugi Jökulsson

Á að loka Þórólf, Ölmu og Svandísi inni og henda lykl­in­um?

Efa­semd­ar­fólk um bólu­setn­ing­ar tel­ur sig hafa fund­ið sann­leika sem stór­fyr­ir­tæk­in, RÚV og CNN gera sitt besta til að bæla nið­ur.
Jón Trausti Reynisson
5
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Hvað varð um Vinstri græn?

Hvernig VG sigr­aði stjórn­mál­in en varð síð­an síð­mið­aldra.
Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
6
Fréttir

Lög­mað­ur kærð­ur fyr­ir að mis­nota að­gang Inn­heimtu­stofn­un­ar

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur kært lög­fræð­ing fyr­ir að hafa í að minnsta kosti sjö ár not­að að­gang stofn­un­ar­inn­ar að Cred­it­In­fo sem hann er sagð­ur hafa kom­ist yf­ir með ólög­mæt­um hætti. Á tíma­bil­inu á hann að hafa flett upp tug­um kennitalna í kerf­um Cred­it­In­fo og afl­að sér þannig upp­lýs­inga um fjár­hags­leg mál­efni fólks og lög­að­ila.
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
7
Úttekt

Mál Megas­ar fellt nið­ur án frek­ari rann­sókn­ar

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Jón Trausti Reynisson
1
Pistill

Jón Trausti Reynisson

Nokk­ur at­riði varð­andi þol­anda­stöðu Þór­is

Sam­fé­lag­ið er klikk­að og hann er fórn­ar­lamb eft­ir að hafa sent kyn­færa­mynd á ung­lings­stúlku og sótt kyn­ferð­is­lega að ung­um sam­starfs­kon­um. Eða hvað?
Sagan af Litlu ljót
2
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
„Viðtalið eins og hlandblaut tuska í andlit þolenda“
3
Fréttir

„Við­tal­ið eins og hland­blaut tuska í and­lit þo­lenda“

Ung kona, sem seg­ir að Þór­ir Sæ­munds­son leik­ari, hafi not­fært sér ung­an ald­ur henn­ar fyr­ir sjö ár­um, þeg­ar hún var 16 ára og hann 34 ára, seg­ir í sam­tali við Stund­ina að við­tal­ið við hann á RÚV í gær hafi ýtt und­ir gerenda­með­virkni í sam­fé­lag­inu og geri lít­ið úr þo­lend­um kyn­bund­ins of­beld­is. Sér­fræð­ing­ur í kyn­bundnu of­beldi seg­ir mik­il­vægt að gerend­ur við­ur­kenni brot sín og reyni að setja sig í spor þo­lenda til að reyna að sjá þann sárs­auka sem þeir hafa vald­ið.
Lýsir alvarlegum afleiðingum þess að hafa verið áreitt af lækni á Landspítalanum
4
Fréttir

Lýs­ir al­var­leg­um af­leið­ing­um þess að hafa ver­ið áreitt af lækni á Land­spít­al­an­um

Kona sem til­kynnti Björn Loga Þór­ar­ins­son, sér­fræðilækni á Land­spít­al­an­um, form­lega í fe­brú­ar vegna áreitni sem stað­ið hef­ur yf­ir frá því hún var lækna­nemi, seg­ir spít­al­annn hafa brugð­ist sér. Björn var ekki send­ur í leyfi á með­an mál­ið var til með­ferð­ar inn­an spít­al­ans og hon­um var ekki veitt áminn­ing né vik­ið úr starfi eft­ir að spít­al­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að hann hefði kyn­ferð­is­lega áreitt hana. „Það kom fyr­ir að það leið yf­ir mig í vinn­unni og ég grét mik­ið á kvöld­in yf­ir því að þurfa fara í vinn­una dag­inn eft­ir,“ seg­ir hún.
Lífið breyttist á einum degi
5
Fólkið í borginni

Líf­ið breytt­ist á ein­um degi

Una Mar­grét Jóns­dótt­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur seg­ir líf sitt hafa breyst á ein­um degi ár­ið 1978.
Forstjóri Festar: „Hiti“ á fyrirtækinu vegna máls sem stjórnarformaðurinn er sagður tengjast
6
Fréttir

For­stjóri Fest­ar: „Hiti“ á fyr­ir­tæk­inu vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur­inn er sagð­ur tengj­ast

For­stjóri Fest­ar, Eggert Þór Kristó­fers­son, seg­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­inu hafi borist óform­leg er­indi vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, hef­ur ver­ið sagð­ur tengj­ast. Eggert vill ekki gefa upp hvort og þá með hvaða hætti um­rætt mál hef­ur ver­ið rætt í stjórn Fest­ar eða milli ein­stakra stjórn­ar­manna.
Jón Karl Stefánsson
7
Aðsent

Jón Karl Stefánsson

Hrun ís­lenska heil­brigðis­kerf­is­ins í töl­um

Það er langt síð­an ís­lenska heil­brigðis­kerf­ið var orð­ið svo veik­burða að það var ekki í stakk bú­ið til að tak­ast á við óvænta við­burði á borð við nátt­úru­ham­far­ir, sjúk­dóms­far­aldra eða al­mennt auk­inn fjölda á veik­ind­um og slys­um, skrif­ar Jón Karl Stef­áns­son.

Nýtt á Stundinni

Nota gervigreind fyrir sjálfvirkt myndavélaeftirlit
Fréttir

Nota gervi­greind fyr­ir sjálf­virkt mynda­véla­eft­ir­lit

Eft­ir­lit sem styðst við gervi­greind er veru­leiki á Ís­landi í dag en slík tækni get­ur flokk­að fólk eft­ir út­lit­s­ein­kenn­um. Per­sónu­vernd­ar­stofn­an­ir í Evr­ópu hafa kall­að eft­ir því að slíkt verði bann­að. Á Ís­landi virð­ist gervi­greind­ar­eft­ir­lit að­al­lega not­að fyr­ir að­gangs­stýr­ingu og hraða­eft­ir­lit en mögu­leik­arn­ir eru mikl­ir.
586. spurningaþraut: Nokkur lönd, borgir, eitt lítið fjall
Þrautir10 af öllu tagi

586. spurn­inga­þraut: Nokk­ur lönd, borg­ir, eitt lít­ið fjall

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir litla fjall­ið sem sjá má á þess­ari mynd Mats Wi­be Lund? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Broddi Brodda­son hef­ur um ára­bil starf­að sem ...? 2.  Í hvaða borg er fót­bolta­leik­völl­ur­inn Wembley? 3.  Hvað heit­ir formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar? 4.  En hver var formað­ur þar á und­an? 5.  Góbi-eyði­mörk­in er á mót­um tveggja ríka. Hver eru þau? 6.  Jon­ath­an Swift hét...
Lögreglan skoðar hvort það þurfi fleiri skýrslutökur í máli Arons Einars og Eggerts Gunnþórs
Fréttir

Lög­regl­an skoð­ar hvort það þurfi fleiri skýrslu­tök­ur í máli Arons Ein­ars og Eggerts Gunn­þórs

Rann­sókn á máli Arons Ein­ars Gunn­ars­son­ar og Eggerts Gunn­þórs Jóns­son­ar, sem voru kærð­ir um að hafa brot­ið á konu í Kaup­manna­höfn fyr­ir 11 ár­um, mið­ar vel að sögn yf­ir­manns kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Aron Ein­ar og Eggert Gunn­þór reikna með að mál­ið verði fellt nið­ur.
Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar
Fréttir

Vilja auka að­hald með ráð­herr­um fyr­ir kosn­ing­ar

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram frum­varp sem myndi banna ráð­herraum að veita til­fallandi styrki og fram­lög síð­ustu átta vik­urn­ar fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­ar.
Jón Sigurbjörnsson látinn — hér er viðtal sem ég tók við hann fyrir 41 ári
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Jón Sig­ur­björns­son lát­inn — hér er við­tal sem ég tók við hann fyr­ir 41 ári

Helgar­blað Vís­is­þ­ar sem við­tal­ið birt­ist Jón Sig­ur­björns­son leik­ari er lát­inn. Með hon­um hverf­ur á braut einn þeirra síð­ustu af þeim stóru karlleik­ur­um sem settu svip á æsku mína og upp­vaxt­ar­ár — Bessi er far­inn, Rúrik, Bald­vin, Ró­bert, Helgi Skúla­son, Gunn­ar vin­ur minn Eyj­ólfs­son, og fleiri; Árni Tryggva­son er hér um bil einn enn á með­al vor af þess­ari eft­ir­minni­legu kyn­slóð....
Álag á bráðamóttöku rakið til þess að fólk hafi ekki leitað læknis í faraldrinum
FréttirCovid-19

Álag á bráða­mót­töku rak­ið til þess að fólk hafi ekki leit­að lækn­is í far­aldr­in­um

Lík­ur eru tald­ar á að eitt af því sem veld­ur nú miklu álagi á bráða­mót­töku Land­spít­ala sé að fólk hafi forð­ast að leita sér lækn­inga við ýms­um kvill­um vegna Covid-far­ald­urs­ins. Mik­il fækk­un á kom­um eldra fólks á bráða­mót­töku á síð­asta ári renn­ir stoð­um und­ir þá kenn­ingu.
585. spurningaþraut: Ímyndið ykkur að það væru engin lönd
Þrautir10 af öllu tagi

585. spurn­inga­þraut: Ímynd­ið ykk­ur að það væru eng­in lönd

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an sem prýddi for­síðu tíma­rits­ins Vogue í haust? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Doktor Jekyll og ... hver? 2.  Hver skrif­aði um þá? 3.  Í hvaða firði er Æð­ey? 4.  Skoff­ín og skugga­baldr­ar eru af­kvæmi ... hverra? 5.  Kaþ­ólska kirkj­an í Reykja­vík er yf­ir­leitt köll­uð Landa­kots­kirkja. En form­legt heiti henn­ar er eða var ...? 6.  Hver samdi lag­ið...
Guðlaugur segist hafa sóst sérstaklega eftir umhverfisráðuneytinu
FréttirNý ríkisstjórn

Guð­laug­ur seg­ist hafa sóst sér­stak­lega eft­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nýr um­hverf­is­ráð­herra, seg­ist hafa sóst eft­ir því sér­stak­lega að fá að taka við ráðu­neyti um­hverf­is- og lofts­lags­mála þeg­ar fyr­ir lá hvaða ráðu­neyti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi fá. Hann seg­ist ekki hafa sóst sér­stak­lega eft­ir því að verða ut­an­rík­is­ráð­herra áfram.
Heimatilbúin sprengja ekki talin tengjast sendiráði Bandaríkjanna
Fréttir

Heima­til­bú­in sprengja ekki tal­in tengj­ast sendi­ráði Banda­ríkj­anna

Lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu seg­ir að hlut­ur­inn sem fannst í gær í ruslagámi við Mána­tún hafi ver­ið heima­til­bú­in sprengja. Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var köll­uð til vegna máls­ins í gær og voru þrír hand­tekn­ir. Tveir þeirra eru komn­ir í afplán­un vegna fyrri refsi­dóma og þriðja mann­in­um hef­ur ver­ið sleppt.
Vinstri græn enn með varann á sér vegna samstarfsins
Fréttir

Vinstri græn enn með var­ann á sér vegna sam­starfs­ins

Á ann­an tug fé­laga í Vinstri græn­um sem voru á fundi flokks­ins þar sem greidd voru at­kvæði um stjórn­arsátt­mál­ann lýsa áhyggj­um af því að um­hverf­is­mál­in séu nú á for­ræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þau segja að mörg­um hafi brugð­ið illa á fund­in­um þeg­ar það var til­kynnt. „Ég ótt­ast mjög mik­ið að nú verði far­ið af stað með nýj­ar meng­andi virkj­an­ir,“ sagði ein. Nokk­ur segj­ast hafa sam­þykkt sátt­mál­ann með sem­ingi.
Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
Fréttir

Lög­mað­ur kærð­ur fyr­ir að mis­nota að­gang Inn­heimtu­stofn­un­ar

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur kært lög­fræð­ing fyr­ir að hafa í að minnsta kosti sjö ár not­að að­gang stofn­un­ar­inn­ar að Cred­it­In­fo sem hann er sagð­ur hafa kom­ist yf­ir með ólög­mæt­um hætti. Á tíma­bil­inu á hann að hafa flett upp tug­um kennitalna í kerf­um Cred­it­In­fo og afl­að sér þannig upp­lýs­inga um fjár­hags­leg mál­efni fólks og lög­að­ila.
584. spurningaþraut: Menningarstofnun, Eurovision, kvikmyndir, Grímsvötn, Ó guð vors lands!
Þrautir10 af öllu tagi

584. spurn­inga­þraut: Menn­ing­ar­stofn­un, Eurovisi­on, kvik­mynd­ir, Grím­svötn, Ó guð vors lands!

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir hljóm­sveit­in sem gaf fyr­ir all­mörg­um ára­tug­um út plötu með því um­slagi sem hér sést brot af? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Ár­ið 2000 tók Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir við mik­il­vægu starfi sem hún hef­ur gegnt síð­an. Hún stýr­ir ákveð­inni menn­ing­ar­stofn­un. Hver er sú stofn­un? 2.  Hvaða rit­höf­und­ur fékk á dög­un­um verð­laun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar á degi ís­lenskr­ar tungu? 3. En hver...