Mest lesið

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Kolbrún telur sig órétti beitta
3

Kolbrún telur sig órétti beitta

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti
4

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu
5

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
6

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Eru láglaunakonur ekki femínískar?
7

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Útvarpsstjóri sakar hælisleitendur um tengsl við ISIS

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri hjá Útvarpi Sögu fullyrðir að Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak, sem dregnir voru út úr Laugarneskirkju, liggi undir grun um að vera í „undirbúningi fyrir ISIS samtökin hér á Íslandi“. Hún vill að séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur verði vikið úr starfi og hvetur lögreglu til að kæra prestana, og biskup, fyrir að trufla störf lögreglunnar.

Útvarpsstjóri sakar hælisleitendur um tengsl við ISIS
ritstjorn@stundin.is

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri hjá Útvarpi Sögu, fullyrti í útvarpsþætti sínum í morgun að hælisleitendurnir tveir sem dregnir voru með lögregluvaldi út úr Laugarneskirkju í fyrrinótt lægu undir grun um að vera í undirbúningi fyrir ISIS samtökin hér á landi. Hún segir framgöngu séra Kristínar Þórunnar Tómasdóttur „algjörlega til háborinnar skammar“ og vill að henni sé vikið úr starfi. Þá segir Arnþrúður að biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, megi hafa skömm af því að leggja blessun sína við að veita hælisleitendunum skjól í kirkjunni og hvetur lögregluna til að kæra prestana og biskup fyrir að trufla störf lögreglunnar.  

Gagnrýnir þátt fjölmiðla

Líkt og Stundin greindi frá í gær voru Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak, dregnir út úr Laugarneskirkju með lögregluvaldi aðfararnótt þriðjudags og sendir til Noregs með flugvél. Þeir óttast að þaðan verði þeir sendir aftur til Íraks. Báðir hafa þeir dvalið á Íslandi í sjö mánuði en hælisumsóknir þeirra verða ekki teknar til efnislegrar meðferðar. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju, ákváðu að opna dyr kirkjunnar og veita hælisleitendunum skjól í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. Hann var ekki virtur.  

Dregnir úr Laugarneskirkju
Dregnir úr Laugarneskirkju Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak, voru dregnir út úr Laugarneskirkju með lögregluvaldi í fyrrinótt.

Handteknir við altarið
Handteknir við altarið Lögreglan handtók Ali Nasir og Majed við altarið í Laugarneskirkju.

„Það leikur grunur á því að þessir aðilar, báðir tveir, séu í undirbúningi fyrir ISIS samtökin hér á Íslandi,“ sagði Arnþrúður orðrétt í morgun. Hún segir engan þora að standa upp og segja það, en að það sé ástæða fyrir því að Norðmenn vildu ekki hafa þessa menn í Noregi. „Þetta er það sem Vesturlönd hafa verið að óttast, að menn séu að fara inn í þjóðfélög undir fölskum formerkjum. Ég ætla ekkert að fullyrða að svo sé í þessu tilfelli, en það leikur grunur á því og bara það er nægjanlegt fyrir Norðmenn að segja nei, og bara það er nægjanlegt fyrir Íslendinga að segja nei,“ segir Arnþrúður. 

„Það leikur grunur á því að þessir aðilar, báðir tveir, séu í undirbúningi fyrir ISIS samtökin hér á Íslandi.“

Þess ber að geta að mennirnir voru sendir úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en ekki vegna gruns um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi hjá Útlendingastofnun, staðfestir það í samtali við Stundina og segir stofnunina aldrei hafa heyrt á það minnst að mennirnir eigi tengsl við hryðjuverkasamtök.

Vill að séra Kristín sé kærð og henni vikið úr starfi

Klæddi sig í búrku
Klæddi sig í búrku Á síðasta ári birti Arnþrúður mynd af sjálfri sér í búrkulíki við hljóðnemann á Útvarpi Sögu og spurði: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“ Mörgum þótti myndin bera vott af fordómum í garð múslima.

Arnþrúður segir framgöngu séra Kristínar Þórunnar Tómasdóttur „algjörlega til háborinnar skammar“ og segir hana hafa með framferði sínu reynt að hindra starf lögreglunnar. „Svo segir hún að þetta hafi verið erfið stund og að hún láti engan ósnortinn. Hvers konar „show up“ var þetta? Að hún skuli ekki skammast sín að vera prestur. Það á að víkja henni. Það á að víkja henni. Svo fylgdi það fréttinni að biskup hefði lagt blessun sína yfir þetta og bara skömm sé biskups fyrir að gera svona,“ segir Arnþrúður.  

„Að hún skuli ekki skammast sín að vera prestur. Það á að víkja henni.“

Þá gagnrýnir Arnþrúður einnig þátt fjölmiðla í málinu. Hún segir prestana hafa kallað á „einn helsta sorpmiðil landsins“ til að mynda, og á þá líklegast við Stundina, og gagnrýnir Stöð 2 og Ríkissjónvarpið fyrir að hafa sýnt úr myndbandi Stundarinnar í kvöldfréttum í gær. 

Ekki náðist í Arnþrúði við vinnslu fréttarinnar. 

Sjá einnig: Arnþrúður lék Indverja í beinni: „Curry curry curry“

Fulltrúi í mannréttindaráði skammar prestana

Fleiri hafa lýst yfir vanþóknun vegna ákvörðunar Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, sóknarpresti í Laugarneskirkju, og Toshiki Toma, prests innflytjenda um að opna dyr kirkjunnar og veita hælisleitendum skjól. Þannig segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fulltrúi Framsóknarflokks í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, það til dæmis algjöra skömm prestanna að skipta sér af málum með þessum hætti. 

 

 

Jón Magnússon, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og hæstaréttarlögmaður, furðar sig einnig á framgöngu Kristínar Þórunnar Tómasdóttur og Toshiki Toma. „Eiga afbrotamenn sem koma í kirkju að njóta friðhelgi þannig að armur laganna nái ekki til þeirra? Kirkjan sem stofnun verður að starfa í samræmi við lög og reglur. Fróðlegt væri að sjá hvað kirkjunnar fólk, já ég tala nú ekki um Biskupinn yfir Íslandi hafa um málið að segja,“ skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Þá veltir hann því fyrir sér hvort prestarnir hugsi nú stöðu sína í ljósi þess að félagsskapurinn Vantrú lýsir yfir sérstökum stuðningi við þá. „Gæti það verið að þessir prestar eigi trúfræðilega samleið með Vantrú?“ spyr hann. Í athugasemd við stöðufærslu Jóns er meðal annars spurt hvort morðingjar og nauðgarar geti líka fengið grið í þessari kirkju. „Þau Toshiki Toma og Kristín Tómasdóttir virðast telja það valkost,“ svarar Jón. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Kolbrún telur sig órétti beitta
3

Kolbrún telur sig órétti beitta

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti
4

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu
5

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
6

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
4

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
6

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
4

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
6

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Íslenskt réttlæti 2020

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Auglýstu slagsmál tveggja stúlkna á Instagram

Auglýstu slagsmál tveggja stúlkna á Instagram

Getur gleymt því að ferðast til útlanda á sínum launum

Getur gleymt því að ferðast til útlanda á sínum launum

„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“

„Hvaða gagn gerir mynd um helförina með ekkert um gyðinga?“

Í dag er ég ósýnilega konan

Oddvar Hjartarson

Í dag er ég ósýnilega konan

Uppnám á vinnumarkaði: Fjórði hver starfandi Íslendingur er án samnings

Uppnám á vinnumarkaði: Fjórði hver starfandi Íslendingur er án samnings

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun