Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Arfleifðin, ofbeldið og húmorinn

Lit­ríkt líf Sig­ríð­ar Hall­dórs­dótt­ur frá Gljúfra­steini hef­ur gert hana að þeirri konu sem hún er í dag, sterk, sjálf­stæð kona sem þarf ekki á neinni sam­búð að halda til að eiga í inni­legu ástar­sam­bandi og neit­ar að taka sér stöðu fórn­ar­lambs þeg­ar hún seg­ir frá heim­il­isof­beldi og bar­smíð­um. Sjálf hef­ur hún gert sín mis­tök og sér mest eft­ir því að hafa sleg­ið börn­in, í þreytu og basli þess tíma, ein­stæð móð­ir með fjög­ur börn sem þótti gott að fá sér í glas. Hún seg­ir hér sögu sína og frá því hvernig gjald­þrot­ið varð til þess að hún gat ris­ið upp á ný. Ef það er eitt­hvað sem hún hef­ur lært af líf­inu þá er það að geta glaðst yf­ir litlu og hleg­ið að sem flestu.

„Amma ...“ hvíslar litla stelpan sem situr í stofunni að horfa á sjónvarpið. Amma hennar er eitthvað að sýsla í eldhúsinu, lítur upp og sér ókunnungar konur komnar inn til hennar og í fötin af fataslánni sem stendur við útidyrnar. Önnur er komin í frakka af kærasta Sigríðar og hin að potast í gamlan rifinn pels af móður hennar. „Hvern djöfulinn eruð þið að gera!?“ segir hún hvasst, hún Sigríður Halldórsdóttir, sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, svo þeim krossbregður og skammast sín ofan í tær, penar konur á gönguskónum, ferðamenn sem ráfuðu hingað inn í Hús vonbrigðanna og héldu bara að heimilið hennar Sigríðar væri second hand-búð.

Þýski kvikmyndagerðarmaðurinn   

Sigríður Halldórsdóttir ólst upp á Gljúfrasteini, dóttir Nóbelsskáldsins og eiginkonu hans, Auðar Sveinsdóttur Laxness, og hóf sína fyrstu sambúð þar í sveitinni, þar sem hún átti hús við hlið þeirra og bjó með eiginmanni sínum og börnum, þar til þau skildu og hún varð ein eftir með börnin og missti svo allt eftir sambúð með draumóramanni sem færði henni fjórða barnið og veðsetti eignir hennar fyrir framkvæmdum, svo hún endaði hér á Bergstaðastrætinu.

Hann var þýskur kvikmyndagerðarmaður sem hún kynntist í gegnum systur sína þegar hún gerði Kristnihald undir jökli. Með þeim tókust ástir, þau hófu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár