Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Angistin varð yfirsterkari

Eig­in­mað­ur Sig­ríð­ar El­ín­ar Leifs­dótt­ur svipti sig lífi í fyrra­vet­ur eft­ir að hafa í mörg ár byrgt niðri erf­ið­ar til­finn­ing­ar og áföll. Á end­an­um varð kvíð­inn yf­ir­sterk­ari. Sig­ríð­ur hvet­ur til opn­ari sam­fé­lagsum­ræðu um sjálfs­víg og tel­ur ábyrga um­ræðu alltaf betri en þögn­ina. Börn­in fengu ekki sál­fræði­hjálp eft­ir sjálfs­víg föð­ur þeirra.

„Það deilir því enginn með maka sínum að hann vilji enda líf sitt. Það kemur enginn og segir; elsku eiginkona, ég ætla að fara og svipta mig lífi,“ segir Sigríður Elín Leifsdóttir, en eiginmaður hennar til 35 ára, Leifur Þorvaldsson, framdi sjálfsvíg í fyrravetur. 

Sigríður tók strax meðvitaða ákvörðun um að tala opinskátt um fráfall eiginmanns síns, enda þekkti hún af eigin raun feluleikinn og þögnina sem einkenndi umræðuna um sjálfsvíg á árum áður. Í því skyni skrifaði hún afar einlægan pistil sem birtist í Fréttablaði Suðurlands á síðasta ári, örfáum mánuðum eftir andlátið, þar sem hún hvetur meðal annars til opnari samfélagsumræðu um sjálfsvíg. „Tölum um erfiðar tilfinningar rétt eins og við tölum um þráláta verki. Tölum um andlega líðan, sálarangist, depurð, kvíða, vonleysi,“ skrifaði hún.

Fór í gegnum lífið á hnefanum

Pistillinn bar yfirskriftina „Of lifandi til að deyja“ og vísaði til þess að Leifur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár