Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Þau eru ung, rúmlega tvítug. og hafa í vetur heimsótt skóla víða um land til að vekja athygli á geðheilbrigði barna og ungmenna. Aron Már Ólafsson átti hugmyndina að verkefninu en sjálfur hefur hann glímt við þunglyndi. Bráðlega verður úthlutað úr sjóð samtakanna til verkefna sem tengjast málefninu.
„Aron Már Ólafsson missti systur sína árið 2011 og gekk þá í gegnum erfiða tíma en hann glímdi við mikið þunglyndi í kjölfarið. Hann hefur verið að vinna sig hægt og rólega í gegnum þetta en það tekur alla ævina að komast í gegnum svona missi,“ segir vinur hans, Orri Gunnlaugsson, sem stundar viðskiptafræðinám við Háskóla Íslands og semur tónlist, en hann sér um öll kynningarmál og fleira í tengslum við verkefnið. Auk þeirra tveggja stendur einnig kærasta Arons Más, Hildur Skúladóttir, að verkefninu en hún starfar hjá Icelandair og er með B.sc. gráðu í sálfræði.
„Hann hefur útskýrt fyrir krökkunum hvernig tilfinningar virka. Síðan hafa þeir spurt hann spjörunum úr.“
„Aron Már, sem er vinsæll á Snapchat og með um 30.000 fylgjendur, var í nóvember í fyrra með beina útsendingu á Facebook-síðu sinni og fylgdust með nokkur þúsund manns. Þetta átti að vera skemmtiefni en síðan fór þetta út …
Athugasemdir