Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Aldrei í lífinu“ í módelfitness

Ingi­björg Sölva­dótt­ir, 28 ára renn­ismið­ur, ætl­aði „aldrei í líf­inu“ að taka þátt í mód­elfit­n­ess. En síð­ustu vik­ur und­ir­gekkst hún harð­ar æf­ing­ar, strangt mataræði og ein­angr­un til þess að stíga á svið og keppa við aðra í út­liti. Stund­in skyggn­ist inn í heim fit­n­esskepp­anda.

„Þetta er það skemmtilegasta sem þið gerið, ég er að segja ykkur það,“ segir dökkhærð kona með svart klemmuspjald við sjö unglingsstúlkur sem bíða spenntar baksviðs eftir því að komast á svið. Þær eru á aldrinum 16 til 19 ára, einungis klæddar í pínulítil, glitrandi bikiní og glæra hælaskó og líklega flestar að keppa í módelfitness í fyrsta sinn. Herbergið er þrungið bæði eftirvæntingu og óróa, og þegar leit út fyrir að nokkrar væru að láta taugarnar ná yfirhöndinni tekur reynsluboltinn með klemmuspjaldið, einn skipuleggjenda mótsins, að sér að létta andrúmsloftið. Í dag eigi þær að njóta dagsins og fagna árangrinum sem þær hafi náð. Þær þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þær eigi að hreyfa sig á sviðinu, þeim verði handstýrt af manninum með míkrófóninn. Á sama tíma og unglingahópurinn bíður eftir að komast á svið standa hins vegar þrettán konur á sviðinu, svokallaður byrjendahópur.

„Hægri snú!“ …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár