Afi minn og amma mín

Trausti Breið­fjörð og Hulda Jóns­dótt­ir hafa lif­að hátt í hundrað ár en eru hin hress­ustu. Þetta eru Stranda­menn, sem tóku við vita og end­uðu í borg. Jón Bjarki Magnús­son varði degi með afa og ömmu. Krist­inn Magnús­son mynd­aði.

Trausti Breið­fjörð og Hulda Jóns­dótt­ir hafa lif­að hátt í hundrað ár en eru hin hress­ustu. Þetta eru Stranda­menn, sem tóku við vita og end­uðu í borg. Jón Bjarki Magnús­son varði degi með afa og ömmu. Krist­inn Magnús­son mynd­aði.

Í einni af mínum fyrstu minningum sit ég í fanginu á afa mínum. Hann ruggar sér fram og aftur á meðan hann flytur vísur af miklum tilþrifum:

Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga.

Í barnshuganum fjallaði vísan um afa og ömmu, þau Trausta Breiðfjörð Magnússon og Huldu Jónsdóttur. Þau bjuggu reyndar ekki á Bakka, en fyrir neðan Sauðanesvita, þar sem afi var vitavörður, var heljarinnar bakki sem lá niður í fjöru, svo þetta passaði allt saman. Í minningunni leikur pönnukökuilmur um húsið. Amma er í eldhúsinu og vitinn baular í bakgrunni. 

Hádegismatur
Hádegismatur Þrátt fyrir að þau eldi sér oftar en ekki hádegismat kemur fyrir að þau panti hann heim. Þá fá þau einn skammt fyrir sig bæði og það er meira að segja afgangur, segja þau í kór.

Í dag búa afi og amma í kjallaraíbúð sinni við Austurbrún í Reykjavík. Þrátt fyrir háan aldur, amma er 94 ára og afi að verða 97 ára, eru þau með hressasta fólki sem ég þekki. Það leikur oftar en ekki pönnukökuilmur um húsið þó að baulið í vitanum sé nú víðs fjarri. Það er fátt skemmtilegra en að sækja þau heim.

Elstu viðskiptavinirnir

Afi og amma eru nýbúin að láta skipta um eldhúsinnréttingu þegar okkur Kristinn Magnússon ljósmyndara ber að garði. Öllu því gamla hefur verið skipt út fyrir spánnýja innréttingu, ísskáp og helluborð með snertitökkum. „Þessi innrétting er smíðuð á Egilsstöðum,“ segir amma og bætir við að skipstjórinn í fjölskyldunni hafi mælt „þetta allt út“ og séð um framkvæmdir. „Þau gáfu það út að við værum elstu viðskiptavinirnir, bæði yfir nírætt,“ segir afi sem talar um heimsmet í þessu samhengi.

Þau eru ekki síður ánægð með nýja samlokugrillið sem þau fengu að gjöf frá dóttur sinni. „Mér finnst þetta nokkuð sniðugt, það er hægt að leggja kjöt og hvað sem er á milli,“ segir afi áður en amma fer að baxa við samlokugerð. „Mér þykir ágætt að slafra pítsunum í mig,“ segir afi en þau amma hafa í seinni tíð vanist á að panta sér stundum skyndibitamat. „Ég ætlaði nú aldrei að læra að borða kjúkling en það er búið að kenna mér það helvíti.“

Áður en ég veit af liggja ilmandi samlokur á borðinu. Amma bendir á að þau panti sér stundum heitan heimilis­mat í hádeginu en þá fá þau sér einn rétt í sameiningu. „Það getur bara verið ódýrara en að vera að elda eitthvað sjálf.“ Þá pantar hún stundum vörur úr búðinni Rangá í nágrenninu. „Þá hringir maður bara og hann kemur með vöruna. Við höfðum náttúrulega bíl hér áður fyrr og gátum keyrt sjálf til þess að versla, það var öðruvísi.“

Boccia og fótsnyrting

Afi og amma eru Strandamenn og stoltir sem slíkir. Á síldar­árunum bjuggu þau á Djúpavík á Ströndum en árið 1959 tók afi við starfi vitavarðar á Sauðanesi við Siglufjörð þar sem þau ólu upp sín sex börn. „Það var enginn 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kergja og kraumandi reiði: „Hvar er samningurinn?“
Fréttir

Kergja og kraum­andi reiði: „Hvar er samn­ing­ur­inn?“

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.
Tveir til viðbótar látnir af völdum Covid-19: „Ég elska ykkur bæði“
FréttirCovid-19

Tveir til við­bót­ar látn­ir af völd­um Covid-19: „Ég elska ykk­ur bæði“

Mað­ur sem hef­ur misst báða for­eldra sína af völd­um Covid-19 veirunn­ar minn­ist for­eldra sinna. Tveir lét­ust af völd­um veirunn­ar á síð­asta sól­ar­hring. Ann­ar þeirra var eig­in­mað­ur Jóninnu Mar­grét­ar Pét­urs­dótt­ur sem lést af völd­um sjúk­dóms­ins í síð­ustu viku.
Hætt við Secret Solstice hátíðina í lok júní
FréttirCovid-19

Hætt við Secret Solstice há­tíð­ina í lok júní

Mið­ar á há­tíð­ina munu gilda á há­tíð næsta árs.
Falskar fréttir um COVID-19 dreifast milli fólks
FréttirCovid-19

Falsk­ar frétt­ir um COVID-19 dreifast milli fólks

Að þurrka hend­urn­ar með hár­þurrku, þamba áfengi eða halda niðri í sér and­an­um er eng­in vörn gegn COVID-19 smiti, Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in WHO og breska rík­is­stjórn­in vara við fölsk­um full­yrð­ing­um um veiruna. Trine Bram­sen, varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur seg­ir að öfga­hóp­ar muni not­færa sér ástand­ið til að breiða út fals­frétt­ir.
10 af öllu tagi: Hinir hneykslanlegu endurreisnarpáfar
Illugi Jökulsson
Pistill10 af öllu tagi

Illugi Jökulsson

10 af öllu tagi: Hinir hneyksl­an­legu end­ur­reisnarpáf­ar

Ill­ugi Jök­uls­son er far­inn að búa til lista af öllu tagi í fás­inn­inu, og hér er list­inn yf­ir hneyksl­an­leg­ustu end­ur­reisnarpáf­ana í Róm. Þeir upp­fylltu ekki all­ir ströngustu boð­orð Jesúa frá Nasa­ret.
Stuðningur hjá borginni við að færa áfengissölu í smærri hverfisverslanir
Fréttir

Stuðn­ing­ur hjá borg­inni við að færa áfeng­is­sölu í smærri hverf­is­versl­an­ir

Sjálf­stæð­is­menn vilja að Reykja­vík­ur­borg skori á Al­þingi að af­nema ein­ok­un rík­is­ins á sölu áfeng­is.
HEI! Hættu að harka af þér!
Kristín Ýr Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Ýr Gunnarsdóttir

HEI! Hættu að harka af þér!

Þú ert með veiruna, sagði lækn­ir­inn. Ég taldi öll ein­kenn­in mín bara vera hluta af ímynd­un í hausn­um á mér. Svo er ég líka ís­lend­ing­ur og harka bara svona af mér.
Eigendur Bláa lónsins spara sér nærri 200 milljónir á mánuði með ríkisaðstoðinni
FréttirCovid-19

Eig­end­ur Bláa lóns­ins spara sér nærri 200 millj­ón­ir á mán­uði með rík­is­að­stoð­inni

Grím­ur Sæ­mundsen, for­stjóri og stærsti eig­andi Bláa lóns­ins, hef­ur rök­stutt þá ákvörð­un fyr­ir­tæk­is­ins að nýta sér hluta­starfs­leið­ina með því að ver­ið sé að verja 600 störf. Eig­end­ur Bláa lóns­ins spara sér einnig hundruð millj­óna króna með því að sleppa því að hafa fólk á launa­skrá eða segja því upp.
Kristín Völundardóttir verður áfram forstjóri Útlendingastofnunar
Fréttir

Krist­ín Völ­und­ar­dótt­ir verð­ur áfram for­stjóri Út­lend­inga­stofn­un­ar

Stað­an ekki aug­lýst þrátt fyr­ir mjög harða gagn­rýni síð­ustu ár. Traust á Út­lend­inga­stofn­un hef­ur reynst lít­ið og hún ít­rek­að far­ið gegn lög­um. Krist­ín sneri til baka í for­stjóra­stól í dag eft­ir náms­leyfi og mun að óbreyttu sitja næstu fimm ár­in.
Þingmaðurinn Ólafur Þór sinnir læknisstörfum á ný vegna COVID-19
FréttirCovid-19

Þing­mað­ur­inn Ólaf­ur Þór sinn­ir lækn­is­störf­um á ný vegna COVID-19

Sinn­ir verk­efn­um á Landa­koti með­fram þing­störf­um. Hafði sam­band við yf­ir­lækn­inn á sín­um gamla vinnu­stað á mánu­dag og var kom­inn til starfa dag­inn eft­ir.
Víðir: „Við ætlum að vera heima hjá okkur um páskana“
FréttirCovid-19

Víð­ir: „Við ætl­um að vera heima hjá okk­ur um pásk­ana“

Óform­legt sam­göngu­bann er kom­ið á fyr­ir pásk­ana, til að forð­ast slys. Ekki verð­ur eft­ir­lit með ferð­um fólks.
Dreifir gleði til að takast á við óttann
Viðtal

Dreif­ir gleði til að tak­ast á við ótt­ann

Leik­kon­an Edda Björg­vins­dótt­ir er ein þeirra fjöl­mörgu sem hafa skráð sig í bakvarða­sveit und­an­farna daga. Í dag mæt­ir hún til starfa á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­ið Lund á Hellu, ekki þó sem heil­brigð­is­starfs­mað­ur held­ur sem gleði­dreifari. Fað­ir Eddu, 97 ára, dvel­ur á Lundi. Þau feðg­in hafa ekki sést svo vik­um skipt­ir, öðru­vísi en í gegn­um gler, svo bú­ast má við fagn­að­ar­fund­um.