Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ævintýralegur hagnaður eigenda Brúneggja meðan þeir blekktu neytendur

Krist­inn Gylfi Jóns­son og Björn Jóns­son högn­uð­ust hvor um sig um 100 millj­ón­ir króna í fyrra í gegn­um einka­hluta­fé­lög sín sem eiga eggja­bú­ið Brúnegg, á sama tíma og „neyt­end­ur voru blekkt­ir“ með mark­aðs­setn­ingu þeirra. Krist­inn kenn­ir lé­legu eft­ir­liti að hluta um að þeir hafi við­hald­ið óá­sætt­an­leg­um að­stæð­um.

Ævintýralegur hagnaður eigenda Brúneggja meðan þeir blekktu neytendur
Eigendur Brúneggja Bræðurnir Kristinn Gylfi Jónsson og Björn Jónsson eiga Brúnegg í gegnum einkahlutafélög sín. Mynd: Brúnegg

Eigendur Brúneggja, sem hafa sannfært almenning um að hænur á búum þeirra njóti „ástar og umhyggju“ í vistvænni framleiðslu, en hafa árum saman brotið reglugerðir um dýravernd og ekki uppfyllt skilyrði um vistvæna landbúnaðarframleiðslu, högnuðust ævintýralega í fyrra á sama tíma og loka átti hænsnabúum þeirra vegna slæms aðbúnaðar.

Bræðurnir Kristinn Gylfi Jónsson og Björn Jónsson eiga sitt hvorn helmingshlutinn í Brúneggjum ehf. í gegnum einkahlutafélög sín. Þessi félög þeirra högnuðust um tæpar hundrað milljónir króna hvort árið 2015.

Seldu egg dýrari vegna dýraverndar

Á sama tíma og Brúnegg hafa hagnast verulega hafa forsvarsmenn félagsins meðal annars beitt fyrir sig þeirri vörn gagnvart athugasemdum Matvælastofnunar við faraldur fuglakóleru á búum þeirra, að of kostnaðarsamt hafi verið að bólusetja fuglana.

Brúnegg auglýsa vöru sína undir þeim formerkjum að þau komi frá „frjálsum hænum“ og séu „vistvæn“. Þannig eru þau seld á um það bil 40% hærra verði en hvít búrhænuegg, eða á um 970 kílóið í stað tæpra 700 króna kílóið, samkvæmt umfjöllun Kastljóssins á Rúv

Síðla árs 2013 sendi dýralæknir Matvælastofnunar atvinnuvegaráðuneytinu póst þar sem greint var frá því að Brúnegg væru að blekkja neytendur. „Matvælastofnun telur að neytendur séu blekktir með merkingu eggja frá Brúneggjum ehf,“ sagði í bréfinu. Atvinnuvegaráðherra, og þar með landbúnaðarráðherra, á þeim tíma og yfirmaður ráðuneytisins var Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherra. „Þrátt fyrir að Matvælastofnun hafi ekki eftirlit með vistvænni framleiðslu, þá kemur augljóslega fram í eftirlitsheimsóknum að kröfur sem gerðar eru eru ekki uppfylltar. Þess vegna vill Matvælastofnun bera erindið undir ráðuneytið. Hvernig skal halda áfram í málinu til að tryggja að neytendum séu veittar réttar upplýsingar með matvælum sem þeir kjósa að kaupa?“ Skrifstofustjórinn sagði málið verða skoðað, en Matvælastofnun fékk aldrei svar við því hvernig bregðast ætti við. Ný lög um velferð dýra tóku gildi áramótin á eftir. 

Skilaboð til neytendaForsvarsmenn Brúneggja eggjuðu neytendur til kaupa á grundvelli dýraverndar.
Myndir frá hænsnabúi BrúneggjaHænur hjá Brúneggjum bjuggu raunverulega við skelfilegar aðstæður og forsvarsmenn fyrirtækisins sinntu ekki tilmælum.

Töldu of dýrt að bólusetja - græddu tugi milljóna

Fram kom í skýrslu Matvælastofnunar að forsvarsmenn Brúneggja teldu of kostnaðarsamt að bólusetja fuglana við henni. Árið 2012 kom fram að mýs hefðu hlaupið eftir eggjafæribandi, forsvarsmenn Brúneggja neituðu að koma upp handlaugum og skilgreina hrein og óhrein svæði, auk þess sem of margir fuglar voru á hvern fermetra. Þetta ár var methagnaður hjá Brúneggjum, tæplega 50 milljónir króna.

Sumarið 2013 var fuglakólera enn að ganga á búum Brúneggja, eins og kom fram hjá Matvælastofnun: „Almennt verður að telja að velferð og aðbúnaður hænanna sé ekki sem skyldi.“ Þetta ár högnuðust Brúnegg um 42 milljónir króna. Á sama tíma þurftu varphænurnar að dvelja í tvo til þrjá mánuði í hýsingu þar sem saur hafði flætt upp úr saurgeymslum.

Í viðtali við Bændablaðið 11. september 2014 virðist Kristinn óbeint játa að ekki takist að halda fjölda hæna innan þeirra krafna sem gerðar eru.

„Við reynum að vera með níu til tíu fugla á fermetra. Í drögum að nýrri reglugerð um aðbúnað varpfugla í vistvænni ræktun er talað um níu fugla á fermetra að hámarki,“ sagði hann. Í umfjöllun Kastljóss kemur fram að sama ár hafi skoðun leitt í ljós að 13 fuglar voru á hvern fermetra, 60% fleiri en heimilt er í vistvænni framleiðslu.

Úr BændablaðinuÍ umfjöllun Bændablaðsins kom fram að Gylfi sagði níu til tíu fugla vera á hvern fermetra, en skoðun hafði leitt í ljós að þeir voru fleiri og umfram löglegan fjölda.

Þá lýsti Kristinn degi í lífi varphænu á búi Brúneggja í viðtali við Bændablaðið. „Þegar þær vakna á morgnana fá þær sér að borða og fara svo að huga að varpi. Þær verpa mest fyrri part dags. Síðan eftir hádegi, þegar þær eru farnar úr hreiðri, er blandað geði við aðrar hænur, sinna þörfum sínum og svo fara þær í svokallað rykbað. Þá þyrla þær ryki og undirburðinum yfir sig og hrista sig síðan vel.“

Í ljós hefur komið að híbýli hænsnanna uppfylltu ekki þarfir þeirra og voru skaðlegar heilsu þeirra í mörgum tilfellum. 95 prósent fugla á Stafholtsveggjum, búi Brúneggja, lifði við slæmt eða mjög slæmt ástand á fiðurham, sem rekja má til vöntunar á fóðurlínu, þrengsla, blauts undirburðar og vanþrifa, samkvæmt frásögn Rúv.

„Kannski má segja að menn hafi gengið á lagið vegna þess að það var ekki nógu gott eftirlit með því,“ sagði Kristinn Gylfi í samtali við Rúv. Spurður af fréttamanni Rúv hvort ábyrgðarmenn félagsins hafi fallið í freistni vegna þess að ekki var eftirlit með starfsemi þeirra og haft meiri fjölda fugla en leyfilegt er á hvern fermetra sagði Kristinn: „Já, það má vel vera, að svo hafi verið. Að menn hafi haft meira sjálfdæmi um það hvað væri gott og eðlilegt varðandi fjölda fugla per fermeter. Það kann vel að vera. Eins og dæmin hafa sýnt. Við eftirlit.“

Kristinn kvartaði undan seinagangi Matvælastofnunar við að veita starfsemi hans eftirlit. „Við vorum bara fegnir því að Matvælastofnun kom með sterkara eftirlit. En það tók ansi mörg ár.“ 

Árin 2009 til 2016 hefur hagnaður Brúneggja ehf. verið vel yfir tvö hundruð milljónir króna samhliða því að þeir blekktu neytendur með markaðssetningu sinni, samkvæmt áliti Matvælastofnunar.

 

Viðtal Tryggva Aðalbjörnssonar, fréttamanns Rúv, við Kristinn Gylfa Jónsson.

Sektin aðeins rúmt prósent hagnaðarins

Matvælastofnun beitti Brúnegg ehf. dagsektum upp á 2,6 milljónir króna vegna skelfilegra aðstæðna í fuglabúi sem sagt var vistvænt, en síðustu sjö ár hefur hagnaður Brúneggja verið samtals 215 milljónir króna. 

Sektir Matvælastofnunar eru því aðeins 1,2 prósent af hagnaði Brúneggja á síðustu sex árum, sem er tilkominn meðal annars með markaðssetningu á vöru sinni sem vistvænni, án þess að hún hafi uppfyllt skilyrði sem vistvæn.

Þar með er ekki öll sagan sögð. Þannig hagnaðist eignarhaldsfélag Kristins Gylfa, Geysir-Fjárfestingarfélag ehf, sem á 50% hlut í Brúneggjum, um 97 milljónir króna, aðeins á árinu 2015. Þar af eru vaxtatekjur 42 milljónir króna og áhrif hlutdeildarfélaga tæpar 55 milljónir króna.

Björn, bróðir hans og meðeigandi í Brúneggjum, hagnaðist einnig um 97 milljónir króna í einkahlutafélagi sínu Bala ehf, sem á hin 50 prósentin í Brúneggjum, á árinu 2015. Þar af fékk félag hans 42,5 milljónir króna í vaxtatekjur og 55 milljónir krónur vegna áhrifa hlutdeildarfélaga, eða nákvæmalega sömu upphæð og félag bróður hans fékk vegna hlutdeildarfélaga.

Kristinn Gylfi JónssonKennir eftirlitsstofnunum um að hann hefði viðhaldið starfsemi sem braut reglur.

„Óásættanlegt með öllu“

Sama ár og bræðurnir högnuðust um samtals tæpar 200 milljónir króna í gegnum einkahlutafélög sín sem eiga Brúnegg, sögðu dýralæknar Matvælastofnunar frá því að ástandið hefði versnað á búum þeirra þar sem þeir framleiddu egg sem þeir sögðu neytendum að kaupa vegna þess að hænurnar nytu „ástar og umhyggju“ en lifðu við aðstæður sem voru á köflum „óásættanlegar með öllu“. 

Árið 2015, þegar eigendurnir högnuðust um tæpar 200 milljónir, sendi Matvælastofnun fjölda beiðna um úrbætur á aðbúnaði dýranna og hótaði að svipta eigendurna vörslu dýranna.

Þegar landbúnaðarráðuneytið lagði af vistvæna vottun haustið 2015 kvartaði Kristinn í samtali við Rúv. „Það er mjög miður að landbúnaðarráðuneytið og stjórnvöld skyldu ekki hafa fylgt eftir eftirliti með vistvænu regluegerðinni og sérstaklega fyrir okkur í eggjaframleiðslunni sem höfum lagt mikla áherslu síðustu ár, að bjóða vistvæn egg.“ Sama dag var honum tilkynnt af Matvælastofnun um lokun á starfsemi hans, en af henni varð ekki og neytendur fengu engar upplýsingar.

6. október 2015, mánuði eftir að frestur til úrbóta rann út, hafði ástandið versnað á Stafholtsveggjum. Músaeitur í eggjageymslu, lirfur, dauðar mýs, fiðurlausir fuglar, 90% fleiri fuglar en mátti, á blautu undirlagi, fastar hænur milli rimla, ammoníaksmettað loft, uppfullar saurgeymslur og saur á gólfi, alls 21 frávik frá lögum og reglum um dýravernd og matvælaframleiðslu, þar af 9 alvarleg. Á Teigi í Mosfellsbæ voru dauðir fuglar á jörðinni, uppþornaðir og á kafi í skít, og aðrir með einkenni fuglakóleru, þegar Matvælastofnun kom að. Í samtali við Rúv sagði Kristinn Gylfi hænur líklega hafa kroppað skít yfir aðrar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
6
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
7
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
9
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu