Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ævintýralegt líf Heiðu

Heida Reed leik­kona, eða Heiða Rún Sig­urð­ar­dótt­ir, hef­ur átt æv­in­týra­legt líf þrátt fyr­ir að vera ung að ár­um. Hún ger­ir það gott sem leik­kona í Englandi um þess­ar mund­ir en hún fer með eitt að­al­hlut­verk­ið í hinu geysi­vin­sæla bún­inga­drama Poldark sem RÚV hef­ur sýn­ing­ar á í haust.

Heida Reed ólst upp sem Heiða Rún Sigurðardóttir í Breiðholtinu í Reykjavík þar sem hún gekk í Ölduselsskóla. Hún er miðjubarnið í hópi þriggja systkina og átti hamingjuríka æsku þar sem hún lék sér með vinum í hverfinu og lagði stund á dans. „Breiðholtið var yndislegt þegar ég var að alast upp. Við bjuggum í raðhúsum fyrir ofan verslunarkjarna þar sem var búð og bakarí og ýmislegt en það virðist ekki vera mikið starfrækt þar í dag sem mér finnst svolítið sorglegt. Ég var mikið í dansi og listum en þegar ég var lítil langaði mig til að verða dansari þegar ég yrði stór; eftir því sem ég varð eldri uppgötvaði ég hins vegar að ég var í rauninni ekki með líkama fyrir bestu tæknina. Ég er ekki með nógu langar lappir eða nógu sterkar mjaðmir; tæknilega séð myndi ég ekki komast nógu langt áfram, þannig að ég dró úr dansinum og fór að horfa meira til leiklistarinnar.“

Frægð og fjarlæg lönd

Áður en Heiða hellti sér í leiklistina lá leið hennar til Indlands þegar hún var aðeins átján ára gömul en þar starfaði hún sem fyrirsæta á vegum umboðsskrifstofunnar Eskimo Models. Þar fékk hún nóg að gera enda mikið framleitt af auglýsingum þar í landi og hún með rétta útlitið fyrir markaðinn. „Við vorum nokkrar sem fórum út og fengum þó nokkuð mikið að gera. Ég gerði tíu sjónvarpsauglýsingar og fékk strax góða reynslu fyrir framan myndavélina. Svo var bara svo gaman að vera á Indlandi að við fórum aftur og aftur. Það er skrítið til þess að hugsa núna hversu ungar við vorum allar en það var vel haldið utan um okkur og allt mjög vel skipulagt. Við vorum með bílstjóra sem keyrði okkur út um allt og verði fyrir utan húsið okkar. En það er samt rólegt þarna og við upplifðum okkur aldrei í neinni hættu. Við eignuðumst fljótt vini og ég og vinkona mín eignuðumst indverska kærasta 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár