Fréttir

Þýskir hermenn skipulögðu hryðjuverkaárás sem flóttamönnum yrði kennt um

Þýskur liðsforingi skráði sig inn í Þýskaland sem sýrlenskur ávaxtasölumaður á flótta. Hann og samverkamenn hans ætluðu að myrða vinstrisinnaða stjórnmálamenn og kenna flóttamönnum um. Þýsk yfirvöld óttast að fleiri aðilar innan hersins gætu verið að skipuleggja eitthvað svipað.

Vildu hafa áhrif Hermennirnir sem skipulögðu árásirnar vildu hafa áhrif á umræðuna og um leið á kosningarnar sem fram fara í landinu í haust. Mynd: MC2 Jason Johnston

Þýskt samfélag hefur leikið á reiðiskjálfi eftir að upp komst um aðila innan þýska hersins sem skipulögðu hryðjuverkaárásir með það að markmiði að flóttamönnum yrði kennt um þær. Tveir hermenn hafa verið handteknir auk samverkamanna utan hersins, en grunur leikur á um að þeir hafi meðal annars ætlað sér að myrða dómsmálaráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sem og fyrrum forseta landsins, Joachim Gauck. Rannsókn hefur leitt í ljós að mennirnir voru hallir undir fasíska hugmyndafræði en þýska herlögreglan rannsakar nú 275 aðila innan hersins sem grunur leikur á um að tengist öfgafullum hópum á jaðri hægrisins. Óttast yfirvöld jafnvel að málið sem nú er til rannsóknar sé einungis toppurinn á ísjakanum.

Í þýskum fjölmiðlum er nú spurt hvernig í ósköpunum 28 ára gömlum liðsforingja í þýska hernum tókst að lifa tvöföldu lífi í rúmlega ár án þess að nokkur tæki eftir því? Maðurinn sem gengur einfaldlega undir nafninu Franco A í umfjöllunum fjölmiðla gegndi herþjónustu á þýsk-franskri herstöð í borginni Illkirch-Graffenstaden á sama tíma og hann dulbjó sig sem sýrlenska ávaxtasölumanninn David Benjamin og sótti um hæli í Bæjarlandi í janúar 2016. Hann fékk síðar skjól á heimili fyrir hælisleitendur og tók við mánaðarlegum fjárstuðningi frá þýska ríkinu. Svo virðist sem markmiðið hafi verið að beita skotvopni til að myrða þýska stjórnmálamenn á vinstri væng stjórnmálanna og kalla þannig fram reiðiöldu samfélagsins gagnvart flóttamönnum þar sem fingraförin á byssunni hefðu vísað á sýrlenska flóttamanninn David Benjamin, og það á kosningaári.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Viðtal

Halldór Auðar um kynferðisofbeldið: Sektin helltist yfir

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu