Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Myndir

Að sörfa er eins og að fljúga

Rut Sigurðardóttir ljósmyndari finnur til nær ólýsanlegrar sprengigleði þegar hún stendur á brimbretti og finnur ólgandi ölduna undir fótum sér bera sig áfram.

„Þetta er nú bara frekar beisikk! Við erum með fullt af sjó og fullt af öldum,“ svarar Rut þegar hún er spurð að því í upphafi samtals hvernig í ósköpunum henni hafi dottið í hug að byrja að sörfa á Íslandi. Og það er auðvitað satt. Þó að tæplega skapist hér tækifæri til að sörfa olíuborinn og berfættur í stuttbuxum er hér enginn skortur af sjó til að leika sér að. Æ fleiri eru að gera sér grein fyrir því og hópur íslenskra sörfara fer stækkandi. Sjálf prófaði Rut í fyrsta skipti að sörfa í fyrrahaust og hefur ekki getað hætt síðan. „Ég hef alltaf elskað sjóinn og verið mjög tengd honum. Kannski er það af því að ég er komin af miklum sjómönnum. Mér finnst eitthvað töfrandi við hann. Ég var búin að vera í sjósundi í ár og líka búin að vera dálítið á snjóbretti, svo mér fannst liggja beint við að prófa.“

Eins og að fá nærbuxur lánaðar hjá ókunnugum

Það var þó ekki hlaupið að því í fyrstu að finna einhvern til að kenna henni réttu taktana. „Eftir að ég var búin að bíta í mig að ég skyldi prófa þetta gerði ég dauðaleit að einhverjum sem gæti aðstoðað mig við að prófa. Maður þarf ákveðinn búnað, bæði bretti og galla, og það er ekki endilega hlaupið að því að fá það lánað. Það eru ekki margir sem eiga bretti og gallinn þarf að passa akkúrat á þig, svo er þetta svolítið eins og að spyrja einhvern hvort þú megir fá lánaðar nærbuxurnar hans, því maður er berrassaður undir.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Viðtal

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Viðtal

„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“