„Hvort þetta er venjulegt ár hjá mér? Það er eiginlega ekkert venjulegt í þessu. Stundum kemur allt á sama tíma og stundum er rólegra. Þetta er bara alls konar og maður veit aldrei,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir, spurð að því hvort það sé alltaf svona mikið um að vera hjá henni. Hún hefur vægast sagt verið á kafi í sýningarhaldi að undanförnu. Fyrst ber að nefna stóra innsetningu hennar í Hafnarborg sem stóð yfir frá janúar fram í mars. Þar gengu gestir inn í undraheim Rósu en sýningin samanstóð af teikningum, skúlptúrum og myndbandsverki með veruna Rósu í aðalhlutverki, auk þess sem Sigga Björg hafði málað á veggi rýmisins og tengt með því verkin. Mikil vinna lá í Rósu en Sigga Björg hefur þó ekki gert sér lífið auðvelt og ferðast með sömu sýninguna safna á milli. „Ég reyni að endurtaka mig ekki aftur og aftur, þó að ég …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir