10 ógleyman­­legir staðir til að heimsækja 2015

Sölvi Tryggva­son seg­ir þetta þá staði sem hon­um hef­ur þótt skemmti­leg­ast að heim­sækja í gegn­um tíð­ina.

Sölvi Tryggva­son seg­ir þetta þá staði sem hon­um hef­ur þótt skemmti­leg­ast að heim­sækja í gegn­um tíð­ina.

Hér að neðan er listi yfir þá staði sem mér hefur þótt skemmtilegast að heimsækja í gegnum tíðina. Á listanum ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hafa skal í huga að þær borgir sem Íslendingar heimsækja oftast eru nær allar á lista yfir dýrustu borgir heims, þannig að þó að flug á suma áfangastaðina hér að neðan kosti sitt, byrjar það yfirleitt að borga sig upp strax á fyrsta degi í mun lægri kostnaði við mat, gistingu og styttri ferðir.

Það er gott að hafa nokkra hluti í huga þegar farið er í ferðalag á framandi slóðir. 
Þær leitarvélar sem hafa reynst mér best eru „Google flights“ og Kayak.com. Með því að skoða flug á þessum tveimur síðum er nokkuð öruggt að maður finnur lægsta verðið. En um að gera að skoða sveigjanlegar dagsetningar, því munurinn getur verið mikill á milli einstakra daga. Þegar kemur að hótelum eru bæði Booking.com og Agoda.com mjög traustar síður. Gott er að sortera hótel eftir einkunnagjöf annarra gesta. 

Þegar komið er á nýjan stað er um að gera að spyrja fólk ráða strax á fyrsta degi. Þú færð oftar en ekki allt aðrar upplýsingar hjá fólki á götu úti en á hótelum og í ferðamannabæklingum. Það er líka fín leið til að fara aðeins út fyrir þægindaboxið að gera sér far um að ræða við ókunnuga. Margir eru hræddir við áfangastaði sem þeir vita lítið um, en mín reynsla er sú að við ofmetum hættur á áfangastöðum utan Evrópu. New York og London eru síður en svo hættuminni en flestar stórborgir í öðrum heimshlutum. 

 

1Kyoto, Japan 

Heimsókn til Kyoto í Japan lætur engan ósnortinn. Borgin og næsta nágrenni hennar skarta hvorki meira né minna en 17 stöðum á Heimsminjaskrá UNESCO. Hvergi í heiminum eru svo margir slíkir staðir  á jafn litlu svæði. Aldagömul hof, hallir og steinagarðar eru konfekt fyrir augun. Borgin er gríðarlega hrein og öllu vel við haldið. Matarmenningin er þannig að það er nánast upplifun í hvert einasta skipti sem sest er að borðum. Glæpir eru hér um bil óþekktir og kurteisi og gestrisni er í algjörum heimsklassa. Allt þetta gerir borgina að stórkostlegum stað fyrir ferðamenn. Þó að Kyoto sé stórborg, er hún mjög viðráðanleg og þægileg. Í gegnum borgina rennur áin Kamogawa og við bakka hennar er hægt að ganga eða hjóla með árnið og fuglasöng í eyrum ef fólk vill hvíla sig á ys og þys borgarinnar. Best er að koma til Kyoto á vorin, þegar veðurfar er mjög milt og kirsuberjatré í blóma. 

Þó að Kyoto sé vissulega ekki áfangastaður fyrir þá sem ætla að ferðast ódýrt, eru sögur af háu verðlagi í Japan yfirleitt verulega ýktar. Þegar kemur að gistingu, mat og ferðum á milli staða er verðlag lægra í Japan en í París, London, Osló, Stokkhólmi eða Kaupmannahöfn. Það dýrasta við ferðina er flugið, enda ferðin löng. En þegar til Japans er komið er verðlag í flestum tilvikum svipað og í hefðbundnum evrópskum borgum. Fyrir þá sem vilja ferðast um Japan er hægt að kaupa „Railway Pass“ í Shinkansen hraðlestirnar. Með honum má ferðast ótakmarkað með lestunum í eina viku. Í þeim er boðið upp á rúmgóð og þægileg sæti og nægt fótapláss. Þar sem lestarnar ná meira en 300 km hraða á klukkustund kemst maður langar leiðir á tiltölulega skömmum tíma. Ferðalag til Tokyo tekur til að mynda aðeins tvær og hálfa klukkustund. Fyrir þá sem ekki hafa komið til Japan ættu þessar tvær borgir hiklaust að fara á listann yfir „once in a lifetime“ ferðalag.

SAS flugfélagið býður með reglulegu millibili upp á ferðir til Japan, þar sem leitast er við að hafa verðið svipað frá öllum borgum Norðurlandanna, sem þýðir að leggurinn frá Íslandi til Kaupmannahafnar er nánast gefins. Þá er jafnframt hægt að tékka farangurinn alla leið frá Keflavík til Tokyo.

Bali
Bali

Bali, Indonesía

Ef þér finnast bíómynda-ímyndir af paradísarstöðum aldrei í takti við veruleikann þegar til kastanna kemur ættir þú að fara til Bali. Á síðustu áratugum varð ótrúlegur ferðamannauppgangur á eyjunni, sem þýðir að úrvalið af gististöðum er óheyrilegt og þjónustu­stigið mjög hátt. En þrátt fyrir það er enn hægt að fá gríðarlega mikið fyrir peninginn á Bali. Hryðjuverkaárásirnar árið 2002 gerðu það að verkum að allt verð hrundi og eru fyrst núna að hækka aftur. Árásirnar voru úr takti við allt sem þekkist á Bali, sem er almennt einhver friðsælasti og öruggasti staður sem hægt er að heimsækja. Margir telja ranglega að búið sé að skemma Bali með of miklum túrisma. Það er ekki rétt. Hver og einn fær það sem hann leitar að og ef þú vilt ró og næði er nóg að skjótast korters bílferð til að komast á mannlausar strendur. Inni í landi er svo héraðið Ubud, sem er þekkt sem eins konar nýlenda fyrir þá sem vilja stunda listir, yoga, hugleiða, fara í göngutúra í óspilltri náttúru eða leita óhefðbundinna lækninga. 
Ef fólk forðast allra vinsælustu hverfin er verðlag mjög lágt á Bali. Dýr flugferðin er fljót að borga sig upp í margfalt lægri gisti- og matarkostnaði en á vinsælum ferðamannastöðum í Evrópu. Auðveldast er að fljúga í einum rykk frá Íslandi til Evrópu og þaðan í gegnum Kuala Lumpur eða Singapore til Denpasar á Bali. Eða nota tækifærið og stoppa nokkra daga á áhugaverðum stað á leiðinni til að draga úr flugþreytu.

Istanbúl
Istanbúl

3Istanbúl, Tyrkland 

Hótelverð hefur snarlækkað í Istanbúl vegna óróa annars staðar í Mið-Austurlöndum, þó að borgin hafi ítrekað verið á topplistum yfir bestu ferðamannaborgir heims á síðustu árum. Fyrir þá sem vilja komast í framandi menningarheim án þess að fljúga óheyrilega langt er Istanbúl staðurinn. Borgin er bæði hluti af Evrópu og Asíu og segja má að hún bjóði upp á þrjá menningarheima: Evrópskan, arabískan og asískan. Istanbúl hefur upp á stórkostlegar byggingar að bjóða, frábært úrval verslana og mikla matarmenningu. Besti tíminn til að vera í Istanbúl er á vorin eða haustin, þar sem hitinn getur orðið óhóflegur yfir hásumarið. Fyrir þá sem vilja slá tvær flugur í einu höggi er því upplagt að fara á síðasta landsleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu í riðlakeppni EM 2016, sem verður einmitt í Istanbúl í haust.

Marrakesh
Marrakesh

4Marrakesh, Marokkó 

Frábær staður til að heimsækja í alla staði. Verðlagið er með afbrigðum gott, veðursældin mikil, maturinn frábær og menningin einstök. Jamal El Fna markaðstorgið í miðborg Marrakesh er eitt það stærsta í allri Afríku. Þar ægir saman götulistamönnum, galdrakörlum, taktfastri tónlist, bænaköllum úr nærliggjandi moskum og bálköstum langt fram eftir kvöldi. Easyjet flýgur beint til Marrakesh frá London og býður jafnframt upp á pakkaferðir þangað, þar sem innan um má finna mjög góð hótel á frábæru verði miðað við gæði. (www.holidays.easyjet.com).
Flugið frá London er rétt rúmlega þrjár og hálf klukkustund, þannig að ef þú leggur af stað að morgni frá Íslandi getur þú verið kominn til norðurhluta Afríku sama dag. Tíminn er sá sami og í London, þannig að ferðalaginu fylgir ekki sama flugþreyta og ef farið er til Asíu eða Bandaríkjanna.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Aukin skjánotkun leiðir ekki til verri félagsfærni barna
Þekking

Auk­in skjánotk­un leið­ir ekki til verri fé­lags­færni barna

Lang­tím­a­rann­sókn sýndi að nem­end­ur sem hófu leik­skóla­göngu ár­ið 2010 reynd­ust með betri fé­lags­færni en þeir sem byrj­uðu á leik­skóla 1998.
39. spurningaþrautin: Forseti Kína og fjórar konur
Þrautir10 af öllu tagi

39. spurn­inga­þraut­in: For­seti Kína og fjór­ar kon­ur

Nú er allt eins og venju­lega. Tvær auka­spurn­ing­ar. Hvaða kall­ast sú katt­ar­teg­und sem er á efri mynd­inni? Og á hvaða hljóð­færi er karl­inn hér að neð­an að spila?  En hinar tíu að­al­spurn­ing­ar eru svona: 1.   Hvað heit­ir for­seti Kína? Eft­ir­nafn­ið - það er að segja fyrra nafn­ið í til­felli Kín­verja - dug­ar. 2.   Ár­ið 2010 var til­kynnt í Reykja­vík að...
Fjölmennt á samstöðufundi: „Hvert líf skiptir máli, hvernig á litinn sem það er“
Fréttir

Fjöl­mennt á sam­stöðufundi: „Hvert líf skipt­ir máli, hvernig á lit­inn sem það er“

Mik­ill fjöldi fólks var sam­an­kom­inn á Aust­ur­velli til þess að syrgja Geor­ge Floyd sem lét líf­ið af völd­um lög­reglu­of­beld­is.
Hvetur stjórnvöld til að gagnrýna Bandaríkin
Fréttir

Hvet­ur stjórn­völd til að gagn­rýna Banda­rík­in

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill að stjórn­völd gagn­rýni kyn­þáttam­is­rétti í Banda­ríkj­un­um og að­gerð­ir Don­ald Trump for­seta. Mót­mæli hafa stað­ið yf­ir í land­inu und­an­farna daga og hef­ur lög­regl­an beitt mót­mæl­end­ur of­beldi.
Helgi Hrafn sagðist finna fyrir rasisma: „Sumt fólk heldur að ég sé múslimi“
Fréttir

Helgi Hrafn sagð­ist finna fyr­ir ras­isma: „Sumt fólk held­ur að ég sé múslimi“

Þing­mað­ur Pírata mætti miklu mót­læti á Twitter í um­ræð­um um kyn­þátta­for­dóma á Ís­landi. Hann baðst af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um um upp­lif­un svartr­ar ís­lenskr­ar konu, sem lýsti of­beldi og for­dóm­um sem hún hef­ur orð­ið fyr­ir vegna húðlitar síns.
Skordýr sem rækta sér mat
Fréttir

Skor­dýr sem rækta sér mat

Mað­ur­inn er ekki eina dýra­teg­und­in sem hef­ur tek­ið upp á land­bún­aði.
38. spurningaþrautin: Tennisleikarinn Federer, og hver er Dick Grayson?
Þrautir10 af öllu tagi

38. spurn­inga­þraut­in: Tenn­is­leik­ar­inn Fed­erer, og hver er Dick Gray­son?

Byrj­um á vís­bend­inga­spurn­ing­un­um. Hver mál­aði mál­verk­ið hér að of­an? En hvað nefn­ist unga kon­an hér að neð­an? At­hug­ið að ég er bú­inn að skipta út einni af spurn­ing­un­um 10 hér að neð­an, hún var óþarf­lega flók­in. 1.   Tenn­is­leik­ari einn heit­ir Roger Fed­erer og ein­hver sá allra sig­ur­sæl­asti í heimi. Frá hvaða landi kem­ur pilt­ur­inn? 2.  Dick nokk­ur Gray­son er eða...
Gagnrýnir frumvarp Katrínar: „Ekkert eftirlit með ráðherrum“
Fréttir

Gagn­rýn­ir frum­varp Katrín­ar: „Ekk­ert eft­ir­lit með ráð­herr­um“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, seg­ir að ekk­ert eft­ir­lit verði með hags­muna­skrán­ingu ráð­herra. „Við vit­um öll að sum­ir for­sæt­is­ráð­herr­ar eru lík­legri til þess að leyna hags­mun­um sín­um en aðr­ir,“ seg­ir hún.
Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn
Fréttir

Berg­þór spyr hvort segja eigi börn­um að þau séu lík­leg­ir kyn­ferð­is­brota­menn

Berg­þór Óla­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, var­ar við fræðslu um kyn­ferð­is­legt of­beldi á lægri skóla­stig­um. Börn eigi að fá að vera börn. „Þarf að gefa í skyn við leik­skóla­börn að þau séu lík­leg til að verða fyr­ir of­beldi og beita aðra of­beldi?“ spyr hann.
Lilja braut jafnréttislög
Fréttir

Lilja braut jafn­rétt­is­lög

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, réð flokks­bróð­ur sinn Pál Magnús­son sem ráðu­neyt­is­stjóra um­fram konu. Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála seg­ir „ým­issa ann­marka hafa gætt við mat“ á hæfni kon­unn­ar. Lög­mað­ur henn­ar seg­ir eng­ar aðr­ar ástæð­ur en kyn­ferði hafi leg­ið til grund­vall­ar ráðn­ing­unni.
Andlát við Laxá: „Hann lést við uppáhaldsiðju sína“
Fréttir

And­lát við Laxá: „Hann lést við upp­á­halds­iðju sína“

Mað­ur­inn hét Árni Björn Jónas­son. Eft­ir­lif­andi kona hans seg­ir hann hafa lát­ist við eft­ir­læt­is­iðju sína, urriða­veiði í Laxá í Að­al­dal.
Bæjarstjóri Ölfuss: „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu“
Fréttir

Bæj­ar­stjóri Ölfuss: „Hér á Ís­landi glím­um við við of­beldi al­menn­ings gagn­vart lög­reglu“

Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í Ölfus seg­ir al­menn­ing á Ís­landi beita lög­reglu of­beldi á með­an of­beldi lög­reglu er mót­mælt í Banda­ríkj­un­um. „Gjör­sam­lega ósam­bæri­legt,“ seg­ir Ill­ugi Jök­uls­son rit­höf­und­ur.