Brynhildur Yrsa Valkyrja skrifar um alls kyns málefni, hversdagsleg sem og hátíðleg. Allt eftir skapi, allt eftir geðþótta og allt eftir hvað vekur áhuga hverju sinni. Hún hefur starfað við kennslu í yfir 20 ár, er tilfinninganæm, kærleiksrík og hvatvís með eindæmum. Það gæti átt eftir að speglast í skrifum hennar.
Aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi
Á dögunum reið yfir Facebook áheitabylgja þar sem fólk hét því að borga ákveðna upphæð til íþróttafélags að eigin vali. Borgað var fyrir hvert læk sem kom á færsluna og hvert komment sem var ritað undir stöðufærsluna. Þegar hópi kvenna langaði að gera eitthvað til að styrkja Kvennaathvarfið vegna þeirrar aukningar sem hefur orðið í tilkynningum til lögreglu á heimilisofbeldi,...
Hugmyndabanki heimilanna í samkomubanni
Það er svo satt og rétt þegar sagt er að við séum að upplifa hér fordæmalausa tíma. Úr öllum hornum heyri ég fólk tala um að ástandið í dag sé eins og lygasaga, sé súrealískt og margir hafa á orði að þeim líði eins og þau séu stödd í vísindaskáldsögu. Mér sjálfri finnst ég stödd í ótrúlegri sögu sem má...
Stöð 2 með drulluna upp á bak
Hjarta mitt er í molum þessa dagana. Saklaust barn sem hefur ekki beðið um neina athygli eða umfjöllun á nokkurn hátt er allt í einu í sviðsljósinu. Barn sem þurfti að horfa upp á gróft ofbeldi fyrir fáum árum og er eflaust enn að súpa seyðið af afleiðingum þess. Barn sem ætti að vera hamingjusamt og áhyggjulaust meðal jafninga, þarf...
Eru láglaunakonur ekki femínískar?
Ég slysaðist inn á vef Hraðbrautar þar sem verið var að ræða við þá kumpána, Frosta og Mána úr Harmageddon, um kjör láglaunakonunnar. Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að þingmenn væru ekki nægilega sýnilegir í þeirri umræðu og létu sig kjör láglaunakonunnar litlu varða. Það ætla ég ekki að ræða um hér og skil ykkur lesendur góðir bara eftir...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.