Þessi færsla er meira en ársgömul.

Vanhæfi í Hæstarétti

Þessi grein okkar Lýðs Árnasonar læknis og kvikmyndagerðarmanns og Þórðar Más Jónssonar landsréttarlögmanns birtist í Fréttablaðinu á fimmtudaginn var, 18. febrúar. Þar eð hún hefur ekki enn verið birt á vefsetri Fréttablaðins þykir okkur rétt að birta hana hér svo að lesendur geti deilt henni og dreift að vild. Greinin hljóðar svo:

Hæstiréttur hefur undangengin 20 ár fellt nokkra dóma varðandi fiskveiðistjórnarkerfið. Fyrsti dómurinn tók mið af stjórnarskrá og fyrirliggjandi lagaákvæðum, en dómarnir sem á eftir fóru vitna um undanhald Hæstaréttar undan pólitískum þrýstingi. Draga má í efa hæfi flestra dómaranna sem felldu síðari dómana um fiskveiðistjórnina svo sem nú verður lýst.

Valdimarsdómurinn

Dómur Hæstaréttar í Valdimarsmálinu 1998 markaði tímamót. Valdimar Jóhannesson blaðamaður hafði kært þá ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að synja honum um leyfi til veiða og flutti mál sitt sjálfur í Hæstarétti þótt ólöglærður sé og hafði fullan sigur gegn ríkinu. Ræða Valdimars er merk réttarsöguleg heimild. Dómararnir fimm, reyndustu dómarar réttarins þá (Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Hafstein), voru á einu máli um að fiskveiðistjórnarlögin frá 1990 brytu gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar. Útvegsmenn og erindrekar þeirrar á Alþingi brugðust ókvæða við. Forsætisráðherra varaði við landauðn fengi dómurinn að standa.

Vatneyrardómurinn

Alþingi brást við með því að breyta fiskveiðistjórnarlögunum til málamynda án þess að hnika efnislega þeirri mismunun og frelsisskerðingu sem Hæstiréttur hafði úthýst í Valdimarsdóminum. Nú voru tveir sjómenn sem höfðu róið til fiskjar í góðri trú eftir Valdimarsdóminn ákærðir og fundnir sekir í Hæstarétti 2000. Bátur annars þeirra hét Vatneyrin. Dóminn felldu Garðar Gíslason, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson og Pétur Kr. Hafstein, en Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrysson skiluðu séráliti í samræmi við Valdimarsdóminn frá 1998, og það gerði einnig Hjörtur Torfason.

Tveir dómaranna sem höfðu fellt Valdimarsdóminn (Garðar og Pétur) höfðu snúið við blaðinu og sáu nú hálfu öðru ári síðar ekkert athugavert við fiskveiðistjórnina þótt óbreytt væri í aðalatriðum. Tveir aðrir dómarar (Guðrún og Haraldur) héldu fast við fyrri skoðun. Einn fór bil beggja (Hjörtur). Enginn þessara dómara virðist hafa séð neitt athugavert við hæfi sitt til að fjalla aftur um mál sem þeir höfðu nýfjallað um. Tónninn hafði verið sleginn.

Um líkt leyti höfðaði ákæruvaldið mál gegn tveim öðrum sjómönnum, Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni, fyrir að hafa róið til fiskjar. Hæstiréttur fann einnig þá seka.

Dómurinn gegn mannréttindanefndinni

Fórnarlömb Hæstaréttar undu ekki þessari heimabökuðu lögleysu. Þeir Erlingur og Örn lögðu málið fyrir mannréttindanefnd SÞ sem úrskurðaði þeim í vil með bindandi áliti 2007. Nefndin beindi þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau nemi brott mannréttindabrotaþáttinn, þ.e. mismununina, úr fiskveiðistjórninni og greiði sjómönnunum tveim skaðabætur. Stjórnvöld gerðu hvorugt.

Tíminn leið og ekkert bólaði á þeim skaðabótum sem mannréttindanefndin hafði mælt fyrir um handa Erlingi og Erni. Þá höfðaði Örn mál gegn ríkinu og krafðist bótanna auk miskabóta. Hæstiréttur vísaði málinu frá 2011 og bar við vanreifun. Hæstiréttur leyfði formkröfum varðandi skýran málatilbúnað að trompa lagalega réttlætishlið málsins sem mannréttindanefnd SÞ með 18 af helstu mannréttindasérfræðingum heimsins innan borðs hafði búið upp í hendur sjómannsins. Dóminn felldu Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen og Jón Steinar Gunnlaugsson, tveir síðar nefndu úr Eimreiðarhópnum og allir skipaðir í Hæstarétt af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Garðar hafði áður snúið við blaðinu í Vatneyrardóminum og Gunnlaugur hafði verið ríkislögmaður og þurft sem slíkur að verja málstað ríkisins fyrir rétti.

Þegar mannréttindanefndin gekk eftir viðbrögðum ríkisins við fyrirmælum nefndarinnar um bót og betrun lofaði sjávarútvegsráðherra nýrri stjórnarskrá með auðlindaákvæði sem myndi leysa vandann. Þetta loforð hefur ríkið ekki enn efnt. Þjóðkjörið stjórnlagaráð stóð þó í stykkinu með því að leggja til auðlindaákvæði sem svarar kalli mannréttindanefndarinnar og sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012.

Ógilding stjórnlagaþingskosningarinnar

Ætla mætti í ljósi þess sem á undan var gengið að Hæstiréttur reyndi að stíga varlega til jarðar þegar kærur þriggja sjálfstæðismanna vegna stjórnlagaþingskosningarinnar 2010 komu til kasta réttarins. Enda höfðu nær allir þeir sem náðu kjöri lýst þeirri skoðun að ákvæði um auðlindir í þjóðareigu ætti heima í nýrri stjórnarskrá.

Og þá gerist það að sex hæstaréttardómarar, allir nema einn með skipunarbréf frá dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins, úrskurða kosninguna ógilda á sannanlega röngum forsendum. Er það í eina skiptið sem þjóðkjör hefur verið lýst ógilt í vestrænu lýðræðisríki. Hæstiréttur gekkst við villu sinni 2012 þegar hann vísaði hliðstæðri kæru frá með þeim rökum að ekki beri að ógilda kosningar nema ágallar hafi haft efnisleg áhrif á úrslitin.

Dómararnir sex voru Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson, Páll Hreinsson og Viðar Már Matthíasson og hafa þrír þeirra þegar komið við sögu þessa máls. Um hina er þetta að segja. Árni Kolbeinsson hafði áður verið ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og sem slíkur eins konar framkvæmdastjóri kvótakerfisins. Viðar Már Matthíasson er bróðir eins stórtækasta kvótaþega landsins og aðaleiganda Morgunblaðsins. Páll Hreinsson er hinn eini í dómarahópnum sem ekki gat talist vanhæfur í skilningi laga til að fjalla um ógildingarkærurnar.

Makríldómurinn

Nokkru síðar bar svo við að útvegsfyrirtæki í eigu systur eins hæstaréttardómarans stefndi ríkinu og krafðist skaðabóta vegna þess að skipum félagsins hefði verið úthlutað minni kvóta en skylt væri. Héraðsdómur hafnaði kröfunni en Hæstiréttur sneri dóminum við 2018 og dæmdi ríkið skaðabótaskylt. Dóminn felldu Árni Kolbeinsson, Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson, Karl Axelsson og Þorgeir Örlygsson. Árni Kolbeinsson er auk þess sem áður sagði faðir fv. framkvæmdastjóra LÍÚ og Karl Axelsson er fv. lögmaður LÍÚ.

Vanhæfi og siðferði

Sögunni sem við höfum rakið hér að framan og einskorðast við einn málaflokk er ætlað að leiða lesandanum fyrir sjónir að við það er ekki lengur búandi að hæstaréttardómarar úrskurði sjálfir um hæfi sitt til að kveða upp dóma. Dómarar hafa með háttalagi sínu kallað vansæmd yfir Hæstarétt og Ísland. Skýrslur Gallups sýna að tveir af  hverjum þrem Íslendingum vantreysta dómskerfinu.

Nýja stjórnarskráin sem 67% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og Alþingi á enn eftir að staðfesta tekur á þessum grafalvarlega vanda með því að herða þær kröfur sem gera verður til dómara. Önnur ákvæði nýju stjórnarskrárinnar sem er ætlað að skera upp herör gegn spillingu með skýrari valdmörkum og öflugra mótvægi ættu einnig með tímanum að geta stuðlað að skárra siðferði í Hæstarétti og minna ranglæti.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Guðmundur Hörður
1
Blogg

Guðmundur Hörður

Rang­ar álykt­an­ir dregn­ar af gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs

Það er lík­lega ekk­ert mik­il­væg­ara stjórn­mála­manni en að njóta al­menns trausts. Þess vegna kem­ur það mér alltaf jafn mik­ið á óvart þeg­ar stjórn­mála­menn draga álykt­an­ir í mik­il­væg­um mál­um sem virð­ast hvorki byggja á rök­um né reynslu. Það treysta nefni­lega fá­ir stjórn­mála­manni sem bygg­ir af­stöðu sína á kredd­um og al­vöru­leysi. Við­brögð sjálf­stæð­is­manna við fyr­ir­sjá­an­legu og yf­ir­vof­andi gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs hafa því kom­ið...
Kristín I. Pálsdóttir
2
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands

Eft­ir­far­andi bréf sendi ég á Ferða­fé­lag Ís­lands í dag þar sem ég segi mig úr fé­lag­inu og greini frá ástæð­um þess:  Eft­ir­far­andi eru mín­ar hug­leið­ing­ar í kjöl­far fé­lags­fund­ar hinn 27. októ­ber þar sem ég geri grein fyr­ir ástæð­um þess að ég óska nú eft­ir úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands. Verk­efni fé­laga­sam­taka Markmið allra fé­laga­sam­taka (e. non-profit org­an­izati­ons) er að vinna að...
Þorvaldur Gylfason
3
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Lepp­ar

Mér er minn­is­stæð­ur leynifund­ur sem var hald­inn í Há­skóla Ís­lands fyr­ir fá­ein­um ár­um í sam­bandi við stofn­un Ís­lands­deild­ar Tran­sparency In­ternati­onal. Með­al fund­ar­gesta var einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­kerf­is­ins. Þeg­ar röð­in kom að hon­um þar sem við sát­um kannski fimmtán manns í kring­um borð lýsti hann þeirri skoð­un að spill­ing hefði aldrei ver­ið minni á Ís­landi en ein­mitt þá og væri ekki...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skatt­ar, for­tíð og upp­runi auðs

Frjáls­hyggju­menn tala einatt um skatt­heimtu sem e.k. rán, það ger­ir t.d. William Irw­in í bók sinni The Free Mar­ket Ex­istential­ist. En for­senda þeirr­ar hyggju er sú að sér­hver ein­stak­ling­ur sé upp­sprettu­lind  alls þess sem hann þén­ar og á, nema sá auð­ur sem hon­um áskotn­ast vegna frjálsra samn­inga við aðra. Þetta er alrangt, all­ar tekj­ur og auð­ur eiga sér marg­ar og...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Sam­ein­uð Evr­ópa eina lausn­in?

Eins og stend­ur styðja Banda­rík­in Úkraínu hressi­lega. En hvað ger­ist ef Re­públi­kan­ar ná meiri­hluta í báð­um þing­deild­um? Mörg þing­manns­efni þeirra eru höll und­ir Rússa og/eða ef­ins um ágæti þess að dæla fé í Úkraínu. John Bolt­on, fyrr­um ráð­gjafi Trumps, sagði í við­tali að hefði Trump náð end­ur­kjöri væri Pútín í Kænu­garði nú. Fyrr eða síð­ar mun ein­hvers kon­ar Trump sitja...

Nýtt á Stundinni

Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.
Blátt bros um varir mínar
GagnrýniKrossljóð

Blátt bros um var­ir mín­ar

Krossljóð eru með eft­ir­tekt­ar­verð­ari bók­um sem út koma í ár, sann­verð­ugt merki um hversu sterk­ur og lif­andi skáld­skap­ur­inn er á okk­ar tím­um, eins og Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur tekst að sanna með merki­leg­um hætti, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son í dómi sín­um.
Fjallamóðir
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Fjalla­móð­ir

Mörg feg­urstu kvæði gömlu skáld­anna – Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, Gríms Thomsen, Ein­ars Bene­dikts­son­ar og annarra – voru ætt­jarðar­ástar­kvæði. Skáld­in elsk­uðu land­ið og ortu til þess eld­heit­ar ástar­játn­ing­ar.
Að fylgja reglum annarra landa
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Að fylgja regl­um annarra landa

Af­stæð­is­hyggja er not­uð til að rétt­læta mann­rétt­inda­brot, inn­rás­ir og al­ræði. Fram­tíð Ís­lend­inga velt­ur á úr­slit­un­um í yf­ir­stand­andi heims­styrj­öld gild­is­mats.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Skvísur eru bestar
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Skvís­ur eru best­ar

Frek­ar en að hlusta á Dyl­an ætla ég að hlusta á Dolly, Part­on auð­vit­að, og aðr­ar kon­ur sem semja lög sem end­ur­spegla það hvernig er að vera kona, hvernig er að vera ég, skrif­ar Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir.
Að leggja lag sitt við tröllin
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Að leggja lag sitt við tröll­in

Vissu­lega hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki ver­ið minn upp­á­hald­spóli­tík­us síð­ustu fimm ár­in. Eigi að síð­ur verð ég að við­ur­kenna að ég hálf­vor­kenni henni fyr­ir þann fauta­skap sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur nú sýnt henni með yf­ir­lýs­ingu sinni um stuðn­ing við vaxta­hækk­un Seðla­bank­ans. Því já, með þess­ari yf­ir­lýs­ingu sýndi hann Katrínu sér­stak­an fauta­skap og raun­ar fyr­ir­litn­ingu. Lít­um á hvað gerð­ist. Kjara­samn­ing­ar standa fyr­ir...
Jólin, jólin, jólin koma brátt
Stundarskráin

Jól­in, jól­in, jól­in koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Greining

Olíu­fyr­ir­tæki sækja í sig veðr­ið á lofts­lags­ráð­stefn­um

Aldrei hafa fleiri full­trú­ar olíu­fyr­ir­tækja sótt lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna en nú. Vild­ar­kjör á flug, drykk­ir í flösk­um frá risa­fyr­ir­tækj­un­um Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eft­ir sig af plast­meng­un, var selt á ráð­stefn­unni. Mörgu virð­ist ábóta­vant á ráð­stefnu sem ætti að vera til fyr­ir­mynd­ar í um­hverf­is­mál­um seg­ir vís­inda­fólk.
MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Fréttir

MAST sekt­ar Arn­ar­lax um 120 millj­ón­ir fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.
Kristrún F, frelsaraformúlan   og samvinnan
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
„Hinseginleikinn minn trompar það ekki að ég sé barn“ Hinsegin félagsmiðstöðin - Hrefna, Nóam og Tinni
Karlmennskan#107

„Hinseg­in­leik­inn minn tromp­ar það ekki að ég sé barn“ Hinseg­in fé­lags­mið­stöð­in - Hrefna, Nóam og Tinni

Hinseg­in fé­lags­mið­stöð Sam­tak­anna 78 og frí­stunda­mið­stöðv­ar­inn­ar Tjarn­ar­inn­ar er fyr­ir öll ung­menni á aldr­in­um 10-17 ára sem eru hinseg­in eða tengja við hinseg­in mál­efni á einn eða ann­an hátt. Markmið starf­sem­inn­ar er að vinna mark­visst að því að bæta lýð­heilsu hinseg­in barna, ung­linga og ung­menna og vinna gegn for­dóm­um, mis­mun­un og ein­elti sem bein­ist gegn hinseg­in börn­um í skóla og frí­stunda­starf­i. Hrefna Þór­ar­ins­dótt­ir for­stöðu­kona fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar og Andreas Tinni og Nóam Óli sem eru 17 ára og hafa tek­ið virk­an þátt í starf­inu frá 13 ára aldri segja okk­ur frá reynslu sinni og upp­lif­un, veita inn­sýn í reynslu­heim hinseg­in barna og ung­menna og hvaða þýð­ingu hinseg­in fé­lags­mið­stöð­in hef­ur fyr­ir þá. Hrefna lýs­ir sín­um innri átök­um við að taka að sér starf for­stöðu­konu fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar og hvernig mæt­ing­in fór úr 10-15 börn­um í 120 á hverja opn­un. Þrátt fyr­ir blóm­legt starf þá telja Tinni og Nóam að ung­ling­ar í dag séu jafn­vel for­dóma­fyllri en ung­menni og rekja það til áhrifa sam­fé­lags­miðla og bak­slags í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.