Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Þríeykið er á réttri leið

Í gær gerðist það að Bandaríkin urðu þungamiðja covid-19 veirufaraldursins í þeim skilningi að þar eru nú flest skráð smit, fleiri en í Kína þar sem faraldurinn hófst og hefur að því er virðist verið stöðvaður að mestu sé kínversku tölunum treystandi. Bandarísku smitin eru einnig orðin fleiri en á Ítalíu þar sem hægt hefur á faraldrinum þótt hann sé þó enn í örum vexti.

Alvarlegast er ástandið nú í New York, höfuðborg heimsins. Margt bendir til að næstu daga muni skráðum smitum þar og annars staðar um Bandaríkin fjölga hratt. Það spillir horfunum að bandarísk sjúkrahús skortir búnað – grímur, pinna og öndunarvélar – til að sinna ört vaxandi innlögnum sjúklinga enda þótt heilbrigðisútgjöld séu tvisvar sinnum hærra hlutfall af landsframleiðslu í Bandaríkjunum en í Kanada og víðast hvar í Evrópu. Bandarískar fylkisstjórnir segjast margar ekki fá nægan stuðning alríkisstjórnarinnar. Trump forseti gerir illt verra með ógætilegu tali og með því jafnvel að segjast stefna að því að troðfylla kirkjur landsins um páskana þótt vitað sé að faraldurinn verður þá enn í örum vexti þar vestra.

Mikið vantar á samstarf yfirvalda innan Bandaríkjanna og einnig milli landa, að ekki sé talað um fátæk lönd í Afríku og víðar sem hafa enga burði til að sigrast á farsótt eins og þessari á eigin spýtur. Það liggur í hlutarins eðli að okkar heimshluti sleppur ekki úr hættu fyrr en heimsbyggðin öll er sloppin eins og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu og friðarverðlauna hafi Nóbels 2019, lýsti nýlega í blaðagrein.

Þaulreynd faraldursfræðilíkön lækna og stærðfræðinga liggja að baki spádómum þeirra um líklega ferla faraldursins. Þessi líkön eru náskyld og nauðalík ýmsum líkönum sem hagfræðingar nota til að skoða t.d. sambandið milli hallarekstrar í millilandaviðskiptum og ferils erlendra skulda. Þessi líkön eiga m.a. það sammerkt að þau tilgreina stika sem hægt er að stilla af til að flytja ferlana til. Hagfræðilíkönin sýna hvernig hægt er að hægja á skuldasöfnun fram í tímann með því að draga úr hallarekstri. Faraldursfræðilíkönin sýna hvernig hægt er að draga úr vexti og fjölda smita með því m.a. að halda fólki í hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki og að því marki eru ýmsar leiðir færar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og sóttvarnayfirvöld í hverju landi gerþekkja vandann og eru víðast hvar í viðbragsstöðu. Það vekur traust að þríeykið góða sem ríkisstjórnin hefur falið forustu um viðnám gegn veirufaraldrinum hagar fumlausum málflutningi sínum í einu og öllu í samræmi við viðtekna vísindaþekkingu. Allur boðskapur þremenninganna hefur hingað til staðið eins og stafur á bók. Félagar mínir í Háskóla Íslands, læknar og tölfræðingar, eiga einnig þakkir skildar fyrir sitt framlag til kortlagningar vandans.

Morgunblaðið birti í gær fróðlega og grafalvarlega grein um veirufaraldurinn eftir þríeykið Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Ölmu D. Möller landlækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón ásamt Haraldi Briem fv. sóttvarnalækni. Við hlið greinarinnar birtist leiðari blaðsins um sama mál og segir þar m.a.: „Hitt getur verið rétt að það verði ekki miklu fleiri en þetta færðir til bókar eftir að hafa lent í því úrtaki sem talið er verðskulda pinna ofan í kok og upp í nös. Þeir pinnar eru um þessar mundir álíka eftirsóttir og vitlaust yfirstimpluð frímerki voru í búðinni hjá Kidda á Frakkastíg forðum.“ Það er því ekki bara Trump Bandaríkjaforseti sem flækist fyrir slökkvistörfum þessa dagana.

Fleiri smit eru nú skráð á Íslandi miðað við mannfjölda en nokkurs annars staðar nema í örríkjunum San Marínó, Andorra, Færeyjum og Vatíkaninu. Það virðist stafa af því að hér hafa fleiri verið prófaðir en í fjölmennari ríkjum. Framlag Íslenskrar erfðagreiningar til prófa er lofs- og þakkarvert dæmi um árangursríkt samstarf einkaframtaks og yfirvalda. Sú staðreynd að um helmingur nýrra smita greinist í fólki í lögskipaðri sóttkví virðist vitna um að ráðstafanir stjórnvalda til að hamla útbreiðslu faraldursins beri árangur. Við bætist sjálfskipuð sóttkví mikils fjölda fólks sem ráða má af því að jafnvel göturnar í hjarta Reykjavíkur er auðar að heita má dag eftir dag þótt sumar búðir séu opnar og útgöngubann sé ekki í gildi eins og sums staðar annars staðar í Evrópu og víðar.

Aldrei stóðum við frammi fyrir því að síðasti þorskurinn gæti horfið af Íslandsmiðum, ekki nema af völdum kjarnorkuslyss í Norðurhöfum eða einhverra viðmóta vofeiflegra atburða. En nú má heita að síðasti ferðamaðurinn hafi kvatt Ísland í bili. Gjaldeyristekjur landsmanna munu því skreppa saman í skyndingu. Ólíklegt virðist að ferðaútvegurinn muni aftur í bráð ná fyrri styrk þegar fárinu slotar. Að öðru leyti en því er undirstaða efnahagslífsins að mestu óbreytt, mannauðurinn sem mestu skiptir og allt það. Stjórnvöld hér virðast líta vandann svipuðum augum og stjórnvöld annars staðar um Evrópu. Því virðist mér líklegast að ferill efnahagslífsins næstu misseri verði V-laga frekar en U-laga, þ.e. að endurbatinn verði skjótur frekar en hægur, með þeim fyrirvara þó að ýmislegt óhóf síðustu missera sem hefur um sumt minnt á 2007 mun varla eiga afturkvæmt. Þessi tilfinning rímar við málflutning hagfræðinga úti í heimi. Richard Baldwin, prófessor í Genf, hefur við annan mann gefið út tvær bækur um málið í þessum mánuði þar sem margir málsmetandi hagfræðingar leggja á ráðin um viðbrögð stjórnvalda við efnahagsafleiðingum faraldursins. Boðskapur þeirra er: Nú þarf skjótar hendur, við þurfum að kveða veiruna niður hvað sem það kostar.

Ég er sama sinnis og segi: Þríeykið hér heima er á réttri leið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Gjaldskrárhækkun Strætó dugir ekki og tímabært að endurskoða rekstrarmódelið
Fréttir

Gjald­skrár­hækk­un Strætó dug­ir ekki og tíma­bært að end­ur­skoða rekstr­armód­el­ið

Hundruð millj­óna króna gat er í rekstri Strætó og hækk­un far­gjalda mun ekki fylla upp í það. Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, seg­ir við­ræð­ur við rík­ið um aukna að­komu standa fyr­ir dyr­um.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
Verðbólgan minni en enn gætu vextir hækkað
Fréttir

Verð­bólg­an minni en enn gætu vext­ir hækk­að

Verð­bólga dregst sam­an ann­an mán­uð­inn í röð og mæl­ist nú 9,3 pró­sent. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,09 pró­sent, sem er minnsta hækk­un á milli mán­aða í meira en eitt og hálft ár. Seðla­bank­inn gef­ur hins veg­ar til kynna að frek­ari vaxta­hækk­an­ir gætu enn ver­ið á döf­inni.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.
Viljum við vera Herúlar?
Flækjusagan#51

Vilj­um við vera Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að rekja sögu Herúla og þeirr­ar kenn­ing­ar að þessi dul­ar­fulla þjóð hafi end­að hér uppi á Ís­landi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Fann frelsi og hamingju við að ganga á fjöll
ViðtalHamingjan

Fann frelsi og ham­ingju við að ganga á fjöll

Hanna Gréta Páls­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um stað­ið á kross­göt­um í líf­inu og ekki ver­ið á þeim stað sem hún hefði vilj­að vera á. Hún breytti um lífs­stíl fyr­ir um ára­tug og fór að ganga á fjöll. Þá fór hún að upp­lifa ham­ingj­una en það er jú sagt að göng­ur séu góð­ar fyr­ir lík­ama og sál. „Eft­ir 17 tíma göngu var ég ósigrandi, full af sjálfs­trausti og ham­ingju­söm,“ seg­ir hún um eina göng­una.
Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.