Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Frekari fróðleikur um faraldurinn

Kórónuveiran æðir áfram úti í heimi en ekki lengur hér heima. Héðan virðist hún vera svo að segja horfin en þó kannski ekki alveg því um 800 manns eru enn í sóttkví. Veiran hefur einnig dregið úr umsvifum sínum í Evrópu og sums staðar í Bandaríkjunum. Þess vegna eru menn þar nú teknir að fikra sig áfram í átt að opnari landamærum og mildari varúðarráðstöfunum varðandi félagslíf og þess háttar.

Rösklega sjö milljónir smita hafa verið greind og skráð. Það gerir næstum einn af hverjum þúsund íbúum jarðar. Sumir sóttvarnafræðingar telja að meira en helmingur jarðarbúa kunni að eiga eftir að smitast af kórónuveirunni áður en lýkur. Vandinn er því fráleitt úr sögunni. Dauðsföll af völdum veirunnar eru nú orðin 409.000 sem gerir tæp 6% skráðra smita, en dánartíðnin er í reyndinni mun lægri en þetta þar eð mörg smit hafa hvorki verið greind né skráð.

Fari svo að meira en helmingur jarðarbúa eigi eftir að sýkjast, bóluefni finnist ekki í tæka tíð og 2% sýktra týni lífinu af völdum veirunnar, þá gæti fjöldi dauðsfalla á heimsvísu farið upp fyrir 150 milljónir manns, sem er allt að þrisvar sinnum fleira fólk en dó í spænsku veikinni 1918-1919 þar sem mannfallið er talið hafa verið á bilinu 50-100 milljónir.

Flest dauðsföllin, 113.000, hafa það sem af er átt sér stað í Bandaríkjunum þar sem fjöldi skráðra smita er nú kominn upp fyrir tvær milljónir. Trump forseti gerði lítið úr vandanum í byrjun svo að dýrmætur tími tapaðist framan af. Ábyrgð hans er þung. Nú hefur smitum og dauðsföllum fækkað í New York, New Jersey, Kaliforníu og Illinois, þar sem vandinn var mestur fyrir nokkrum vikum, en lítið lát er á faraldrinum í Flórída, Texas og víðar þar sem enduropnun ásamt mildari varúðarráðstöfunum virðist hafa fjölgað smitum aftur líkt og gerzt hefur í Suður-Kóreu þar sem sóttvarnalæknar búa sig undir aðra bylgju.

Könnun New York Times á viðhorfum rösklega 500 sóttvarnasérfræðinga í Bandaríkjunum leiðir í ljós að flestir þeirra segjast munu fara í klippingu í sumar eða til læknis ef með þarf. En flestir þeirra segjast einnig munu bíða í þrjá mánuði eða allt að ári eða lengur með að sækja kvöldverðarboð, senda börn í skóla, vinna með öðrum á skrifstofu, heimsækja gamalt fólk, taka strætisvagn, fljúga eða snæða á veitingahúsi. Flestir segjast ætla að bíða lengur en eitt ár áður en þeir sækja brúðkaup, kirkju, kappleik eða leikhús. Slík varúð á þó ekki við hér heima þar sem veiran er að heita má horfin af vettvangi. Þeim mun mikilvægara er að haga opnun landsins svo varlega að veiran geri ekki vart við sig aftur.

Nú er það komið í ljós sem sjá mátti fyrir að veiran æðir áfram í öðrum heimshlutum þar sem vörnum verður síður við komið en í Evrópu og Norður-Ameríku. Brasilía hefur orðið sérlega illa úti, meðal annars vegna þess að Bolsonaro forseti landsins er sömu ættar og Trump Bandaríkjaforseti og gerði allar sömu villurnar lengi framan af. Fjöldi skráðra smita í Brasilíu er kominn upp fyrir 700.000 og fjöldi dauðsfalla upp undir 40.000; forsetinn hefur fyrirskipað að tölunum verði eftirleiðis haldið leyndum. Smitum fjölgar einnig hratt í Indlandi, Mexíkó, Perú, Rússlandi og víðar.

Japan hefur sloppið vel með sínar 126 milljónir íbúa. Skráð smit eru 17.000 og dauðsföll rösklega 900. Sumir telja að auk venjulegra skýringa – öflugrar smitrakningar, sóttkvía, handþvottar og þess háttar – hafi Japanar notið góðs af því hversu vanir þeir eru því að skella á sig grímum til að verjast loftmengun. Kannski grímurnar skipti meira máli en margir halda, segja margir Japanar nú. Við bætist að Japanar eru einnig vanir sóttkvíum. Eins og hendi væri veifað gerðu japönsk stjórnvöld fyrir mörgum árum eiturlyfjapláguna brottræka úr stórborgum landsins með því að skilgreina eiturlyfjafíkn í lögum sem smitsjúkdóm og setja fíkla í sóttkví í krafti laganna. Vegfarendur ganga óhultir um japanskar borgir á öllum tímum sólarhrings.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Björn Jón sem álits­gjafi

Ég hef mik­ið álit á álits­gjaf­an­um Birni Jóni Braga­syni. Hann er góð­ur penni, mál­efna­leg­ur og rök­fast­ur. Ekki síst er hann bend­ir á aga­leysi Ís­lend­inga, á virð­ing­ar­leysi fjölda  þeirra fyr­ir móð­ur­mál­inu og ágæti þess að kunna þýsku. Hon­um mæl­ist líka vel þeg­ar hann seg­ir að í Rus­hdie­mál­inu hafi alltof marg­ir álits­gjaf­ar þag­að af ótta við að telj­ast órétt­hugs­andi. Og þeg­ar...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
2
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Eystra­salts­rík­in: Mál­stað­ur þeirra er okk­ar

Fyr­ir skömmu komu for­set­ar þjóð­anna við Eystra­salt­ið; Lett­lands, Lit­há­ens og Eist­lands hing­að til lands til að fagna því að 30 (31) ár voru lið­in frá því að þau öðl­uð­ust frelsi og losn­uðu und­an járn­hæl Sov­ét­ríkj­anna (1922-1991). Ís­land tók upp stjórn­mála­sam­band við rík­in þrjú þann 26.ág­úst ár­ið 1991. Þá var yf­ir­stað­in mis­heppn­uð vald­aránstilraun gegn þá­ver­andi leið­toga Sov­ét­ríkj­anna, Mikail Gor­bat­sjov, en hann lést 30.8 2022. Ís­land, með þá­ver­andi...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Raf­magn­að­ar kosn­ing­ar í Sví­þjóð 11.sept­em­ber?

Raf­magns­kosn­ing­arn­ar? Kannski verð­ur það nafn­ið sem þing­kosn­ing­arn­ar ár­ið 2022 í Sví­þjóð verða kall­að­ar í sögu­bók­um fram­tíð­ar­inn­ar, sem fara fram næsta sunnu­dag, 11. sept­em­ber. Það er að sjálf­sögðu vegna stríðs­ins í Úkraínu og þeirra hrika­legu hækk­ana á orku­verði sem nú tröll­ríða Evr­ópu. Marg­ir Sví­ar eru komn­ir að sárs­auka­mörk­um varð­andi raf­orku­verð og það mik­ið rætt í kosn­inga­bar­átt­unni. En það er fleira sem...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

ÞRjÚ MEG­IN­VERK HUNDRAÐ ÁRA: Tractatus, Ulysses og The Waste Land

Á þessu ári eru hundrað ár lið­in síð­an þrjár af áhrifa­mestu bók­um síð­ustu ára­tuga komu út. Fyrsta skal fræga telja skáld­sögu James Joyc­se Ulysses, þá ljóða­bálk T.S.Eliots The Waste Land og að lok­um heim­spekiskruddu Ludwigs Witt­genstein, Tractatus Logico-Phi­losophicus. Tractatus eða lógíska ljóð­ið Síð­ast­nefnda rit­ið kom strangt tek­ið út ári fyrr, þá á þýska frum­mál­inu Log­isch-phi­losophische Abhandl­ung. En fræg­ust varð hún...

Nýtt á Stundinni

Gjaldskrárhækkun Strætó dugir ekki og tímabært að endurskoða rekstrarmódelið
Fréttir

Gjald­skrár­hækk­un Strætó dug­ir ekki og tíma­bært að end­ur­skoða rekstr­armód­el­ið

Hundruð millj­óna króna gat er í rekstri Strætó og hækk­un far­gjalda mun ekki fylla upp í það. Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, seg­ir við­ræð­ur við rík­ið um aukna að­komu standa fyr­ir dyr­um.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi:  „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
Verðbólgan minni en enn gætu vextir hækkað
Fréttir

Verð­bólg­an minni en enn gætu vext­ir hækk­að

Verð­bólga dregst sam­an ann­an mán­uð­inn í röð og mæl­ist nú 9,3 pró­sent. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,09 pró­sent, sem er minnsta hækk­un á milli mán­aða í meira en eitt og hálft ár. Seðla­bank­inn gef­ur hins veg­ar til kynna að frek­ari vaxta­hækk­an­ir gætu enn ver­ið á döf­inni.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.
Viljum við vera Herúlar?
Flækjusagan#51

Vilj­um við vera Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að rekja sögu Herúla og þeirr­ar kenn­ing­ar að þessi dul­ar­fulla þjóð hafi end­að hér uppi á Ís­landi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Fann frelsi og hamingju við að ganga á fjöll
ViðtalHamingjan

Fann frelsi og ham­ingju við að ganga á fjöll

Hanna Gréta Páls­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um stað­ið á kross­göt­um í líf­inu og ekki ver­ið á þeim stað sem hún hefði vilj­að vera á. Hún breytti um lífs­stíl fyr­ir um ára­tug og fór að ganga á fjöll. Þá fór hún að upp­lifa ham­ingj­una en það er jú sagt að göng­ur séu góð­ar fyr­ir lík­ama og sál. „Eft­ir 17 tíma göngu var ég ósigrandi, full af sjálfs­trausti og ham­ingju­söm,“ seg­ir hún um eina göng­una.
Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.