Þorbergur Þórsson

„Íslendingar vilja bara tala ensku...“

Þegar ég fór í sund um daginn vildi svo óvenjulega til að það voru næstum engir gestir í sundlauginni.  Ég fór í heita pottinn, og þar var fyrir ein kona, sem heilsaði, og ég heyrði einhvern veginn á röddinni eða á framburðinum að hún væri ekki íslensk. Framburðurinn var samt mjög góður og setningin fullkomin að gerð.  Ég heilsaði auðvitað líka. 

Í framhaldi spurði ég konuna frá hvaða landi hún kæmi, og hvernig stæði á því að hún kynni svona góða íslensku og hefði svo fínan framburð.  Konan var þá frá einu eystrasaltslandanna.  Hún gat ekki gefið betri skýringu á íslenskukunnáttunni en þá, að hún hefði þurft að dvelja stundum á Íslandi vinnu sinnar vegna.  Hún hefði auk þess áhuga á tungumálum og þekkti marga Íslendinga.

Við töluðum saman drjúga stund.  Allt sem hún sagði var á ljómandi íslensku. Það var líka allt saman prýðilega skynsamlegt.  Svo kom að því að hún kunni ekki íslenska orðið yfir eitthvað sem bar á góma.  Þá brá hún í staðinn fyrir sig enskri setningu.  Ég hjálpaði henni að finna íslenska setningu í stað þessarar ensku setningar, og nefndi íslensk orð í stað þeirra erlendu.

Af þessu tilefni sagði þessi kona mér dálítið hneyksluð frá því, að það væri ansi erfitt að læra íslensku af Íslendingum.  Vandinn er nefnilega sá, sagði hún, að fólk sem er yngra en svona fertugt kann íslenskuna ekki svo vel.  Íslendingar vilja bara tala ensku, sagði hún.  Þeir vilja líka bara æfa sig í ensku svo maður kemst ekki að fyrir þeim til að tala íslensku.  Og þegar ég spyr fólk hvað eitthvað heitir á íslensku, þá getur það ekki svarað.  Jafnvel fullorðið fólk, ekki bara ungt fólk, heldur fólk á mínum aldri, fólk sem er á milli þrítugs og fertugs. Svona harðfullorðið fólk segir: „Æ ég veit ekki hvernig maður segir þetta á íslensku, ég verð að hringja í mömmu.“

Ég leit undrandi á konuna.  Þetta var greinilega skýr kona og áhugasöm um íslensku.  En afhverju þurfti fullorðna fólkið sem hún talaði við samt að hringja í mömmu?

Þessu óvænta samtali í heita pottinum lauk skömmu seinna og við kvöddumst.  Mér gafst því miður ekki ráðrúm til að spyrja þessa glöggu konu nánar út í það sem hún hafði sagt.  Ég hefði viljað fá dæmi um þær spurningar sem viðmælendur hennar gátu ekki svarað.  Ég hef alltaf haldið að fólk sem er orðið fullorðið, fólk sem er til dæmis á milli þrítugs og fertugs, kynni íslenskuna sína jafn vel og eldra fólk. 

Þegar ég rifjaði fas hennar betur upp í huganum, fór ég að hallast að því að þessi greindarlega kona hefði spurt jafnaldra sína og yngra fólk alveg hversdagslegra og eðlilegra spurninga um tungumálið okkar, en ekki sérlega erfiðra spurninga.  Annars hefði hún sennilega ekki haft orð á þessu.  Og sennilega hefði hún alveg rétt fyrir sér. 

Yngri kynslóðirnar í landinu kynnu líklega bara lakari íslensku, en kynslóðirnar sem byggt hafa landið fram til þessa.  Enda virðist fólk á þeim aldri vera mjög upptekið af því að æfa sig í ensku, svo mjög að það er illfáanlegt til að kenna útlendingum íslensku, og að því er virðist oft jafnvel illa fært um að gera það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
1

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
3

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
4

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur
5

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum
6

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar
7

Forseti Landsréttar greiddi atkvæði gegn bókun dómstólasýslunnar

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
5

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
6

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·

Mest deilt

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“
1

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
2

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!
3

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag
5

Engeyingarnir setja meira fé í hvalveiðifélag

·
Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
6

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Mest lesið í vikunni

Ég er ekki með sjúkdóm
1

Ég er ekki með sjúkdóm

·
„Samfélagið trúði okkur ekki“
2

„Samfélagið trúði okkur ekki“

·
Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis
3

Fögnuðu fjöldamorðum á múslimum í athugasemdakerfi Vísis

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun
4

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli
5

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Hatarakynslóðin
6

Ásgeir H. Ingólfsson

Hatarakynslóðin

·

Nýtt á Stundinni

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

·
Villimennirnir

Hans Hansen

Villimennirnir

·
Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

Valgerður Árnadóttir

Hey Bjarni Ben, þú ert frændi minn!

·
Fátækt fólk

Illugi Jökulsson

Fátækt fólk

·
Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

Örplast að finna á dýpstu svæðum hafsins

·
Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Björn Zoëga krafinn svara um störf sín fyrir umdeilt sænskt heilbrigðisfyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

·
Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

Mikill meirihluti fylgjandi lægri sköttum á tekjulága

·
Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

Ósáttir starfsmenn hætta hjá hjálpartækjaverslun

·
Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

Segja börn fá pítsu ef þau sleppa því að mæta á loftslagsmótmæli

·
Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

Ásgeir H. Ingólfsson

Misheppnuð samfélagsgreining og bangsalegar löggur

·
Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

Katrín varar við tortryggni gagnvart evrópsku samstarfi og aðild Íslands að MDE

·
Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

·