Þorbergur Þórsson

„Íslendingar vilja bara tala ensku...“

Þegar ég fór í sund um daginn vildi svo óvenjulega til að það voru næstum engir gestir í sundlauginni.  Ég fór í heita pottinn, og þar var fyrir ein kona, sem heilsaði, og ég heyrði einhvern veginn á röddinni eða á framburðinum að hún væri ekki íslensk. Framburðurinn var samt mjög góður og setningin fullkomin að gerð.  Ég heilsaði auðvitað líka. 

Í framhaldi spurði ég konuna frá hvaða landi hún kæmi, og hvernig stæði á því að hún kynni svona góða íslensku og hefði svo fínan framburð.  Konan var þá frá einu eystrasaltslandanna.  Hún gat ekki gefið betri skýringu á íslenskukunnáttunni en þá, að hún hefði þurft að dvelja stundum á Íslandi vinnu sinnar vegna.  Hún hefði auk þess áhuga á tungumálum og þekkti marga Íslendinga.

Við töluðum saman drjúga stund.  Allt sem hún sagði var á ljómandi íslensku. Það var líka allt saman prýðilega skynsamlegt.  Svo kom að því að hún kunni ekki íslenska orðið yfir eitthvað sem bar á góma.  Þá brá hún í staðinn fyrir sig enskri setningu.  Ég hjálpaði henni að finna íslenska setningu í stað þessarar ensku setningar, og nefndi íslensk orð í stað þeirra erlendu.

Af þessu tilefni sagði þessi kona mér dálítið hneyksluð frá því, að það væri ansi erfitt að læra íslensku af Íslendingum.  Vandinn er nefnilega sá, sagði hún, að fólk sem er yngra en svona fertugt kann íslenskuna ekki svo vel.  Íslendingar vilja bara tala ensku, sagði hún.  Þeir vilja líka bara æfa sig í ensku svo maður kemst ekki að fyrir þeim til að tala íslensku.  Og þegar ég spyr fólk hvað eitthvað heitir á íslensku, þá getur það ekki svarað.  Jafnvel fullorðið fólk, ekki bara ungt fólk, heldur fólk á mínum aldri, fólk sem er á milli þrítugs og fertugs. Svona harðfullorðið fólk segir: „Æ ég veit ekki hvernig maður segir þetta á íslensku, ég verð að hringja í mömmu.“

Ég leit undrandi á konuna.  Þetta var greinilega skýr kona og áhugasöm um íslensku.  En afhverju þurfti fullorðna fólkið sem hún talaði við samt að hringja í mömmu?

Þessu óvænta samtali í heita pottinum lauk skömmu seinna og við kvöddumst.  Mér gafst því miður ekki ráðrúm til að spyrja þessa glöggu konu nánar út í það sem hún hafði sagt.  Ég hefði viljað fá dæmi um þær spurningar sem viðmælendur hennar gátu ekki svarað.  Ég hef alltaf haldið að fólk sem er orðið fullorðið, fólk sem er til dæmis á milli þrítugs og fertugs, kynni íslenskuna sína jafn vel og eldra fólk. 

Þegar ég rifjaði fas hennar betur upp í huganum, fór ég að hallast að því að þessi greindarlega kona hefði spurt jafnaldra sína og yngra fólk alveg hversdagslegra og eðlilegra spurninga um tungumálið okkar, en ekki sérlega erfiðra spurninga.  Annars hefði hún sennilega ekki haft orð á þessu.  Og sennilega hefði hún alveg rétt fyrir sér. 

Yngri kynslóðirnar í landinu kynnu líklega bara lakari íslensku, en kynslóðirnar sem byggt hafa landið fram til þessa.  Enda virðist fólk á þeim aldri vera mjög upptekið af því að æfa sig í ensku, svo mjög að það er illfáanlegt til að kenna útlendingum íslensku, og að því er virðist oft jafnvel illa fært um að gera það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
1

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
2

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
3

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
4

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Þegar Grímur stal hátíðinni
5

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·
Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu
6

Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði um Borgarlínu

·

Mest deilt

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi
1

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
3

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
4

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
5

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
6

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·

Mest deilt

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi
1

Þingmenn VG óánægðir með að „æfing í að drepa annað fólk“ fari fram á Íslandi

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
2

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS
3

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður
4

Gagnrýnir að barátta gegn kynferðislegu ofbeldi sé sögð pólitískur rétttrúnaður

·
Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli
5

Útlendingum var vísað burt á ólögmætum grundvelli

·
Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“
6

Útvarpsstjóra sveið framgangan gegn Geir: „Ég leið satt best að segja önn“

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Mest lesið í vikunni

Dýrasti þingmaðurinn
1

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Við verðum að tala um dauðann
2

Við verðum að tala um dauðann

·
Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“
3

Óglatt eftir lestur Moggans og segir að Davíð og Halldór séu „ógeðslegir gamlir karlar“

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“
4

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki
5

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu
6

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·

Nýtt á Stundinni

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

Fjórum stefnt fyrir ummæli í Hlíðamálinu

·
Svalasta mynd 10. áratugsarins og sundlaugarbíó

Svalasta mynd 10. áratugsarins og sundlaugarbíó

·
„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

„Fáránleika-raunsæi eða raunsæislegur fáránleiki“

·
Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

Ásdís Halla og Hvalur hljóta frelsisverðlaun SUS

·
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja aftur fram frumvarp um refsingar fyrir tálmun

·
Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

·
Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

Aðeins fjögur prósent kynna sér helst fréttir í dagblöðum

·
Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

Nýjar íbúðir í Reykjavík kosta að meðaltali 51 milljónir

·
Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

Grænlenska hótelið sem Guðmundur Ingi gisti á ódýrara en sambærileg hótel í Reykjavík

·
10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

10 ára gjaldþrotaskiptum Samson lokið: Erlendir bankar töpuðu tugum milljarða

·
Ísl-enska

Sigurjón Kjartansson

Ísl-enska

·
Þegar Grímur stal hátíðinni

Birgitta Jónsdóttir

Þegar Grímur stal hátíðinni

·