Þorbergur Þórsson

„Íslendingar vilja bara tala ensku...“

Þegar ég fór í sund um daginn vildi svo óvenjulega til að það voru næstum engir gestir í sundlauginni.  Ég fór í heita pottinn, og þar var fyrir ein kona, sem heilsaði, og ég heyrði einhvern veginn á röddinni eða á framburðinum að hún væri ekki íslensk. Framburðurinn var samt mjög góður og setningin fullkomin að gerð.  Ég heilsaði auðvitað líka. 

Í framhaldi spurði ég konuna frá hvaða landi hún kæmi, og hvernig stæði á því að hún kynni svona góða íslensku og hefði svo fínan framburð.  Konan var þá frá einu eystrasaltslandanna.  Hún gat ekki gefið betri skýringu á íslenskukunnáttunni en þá, að hún hefði þurft að dvelja stundum á Íslandi vinnu sinnar vegna.  Hún hefði auk þess áhuga á tungumálum og þekkti marga Íslendinga.

Við töluðum saman drjúga stund.  Allt sem hún sagði var á ljómandi íslensku. Það var líka allt saman prýðilega skynsamlegt.  Svo kom að því að hún kunni ekki íslenska orðið yfir eitthvað sem bar á góma.  Þá brá hún í staðinn fyrir sig enskri setningu.  Ég hjálpaði henni að finna íslenska setningu í stað þessarar ensku setningar, og nefndi íslensk orð í stað þeirra erlendu.

Af þessu tilefni sagði þessi kona mér dálítið hneyksluð frá því, að það væri ansi erfitt að læra íslensku af Íslendingum.  Vandinn er nefnilega sá, sagði hún, að fólk sem er yngra en svona fertugt kann íslenskuna ekki svo vel.  Íslendingar vilja bara tala ensku, sagði hún.  Þeir vilja líka bara æfa sig í ensku svo maður kemst ekki að fyrir þeim til að tala íslensku.  Og þegar ég spyr fólk hvað eitthvað heitir á íslensku, þá getur það ekki svarað.  Jafnvel fullorðið fólk, ekki bara ungt fólk, heldur fólk á mínum aldri, fólk sem er á milli þrítugs og fertugs. Svona harðfullorðið fólk segir: „Æ ég veit ekki hvernig maður segir þetta á íslensku, ég verð að hringja í mömmu.“

Ég leit undrandi á konuna.  Þetta var greinilega skýr kona og áhugasöm um íslensku.  En afhverju þurfti fullorðna fólkið sem hún talaði við samt að hringja í mömmu?

Þessu óvænta samtali í heita pottinum lauk skömmu seinna og við kvöddumst.  Mér gafst því miður ekki ráðrúm til að spyrja þessa glöggu konu nánar út í það sem hún hafði sagt.  Ég hefði viljað fá dæmi um þær spurningar sem viðmælendur hennar gátu ekki svarað.  Ég hef alltaf haldið að fólk sem er orðið fullorðið, fólk sem er til dæmis á milli þrítugs og fertugs, kynni íslenskuna sína jafn vel og eldra fólk. 

Þegar ég rifjaði fas hennar betur upp í huganum, fór ég að hallast að því að þessi greindarlega kona hefði spurt jafnaldra sína og yngra fólk alveg hversdagslegra og eðlilegra spurninga um tungumálið okkar, en ekki sérlega erfiðra spurninga.  Annars hefði hún sennilega ekki haft orð á þessu.  Og sennilega hefði hún alveg rétt fyrir sér. 

Yngri kynslóðirnar í landinu kynnu líklega bara lakari íslensku, en kynslóðirnar sem byggt hafa landið fram til þessa.  Enda virðist fólk á þeim aldri vera mjög upptekið af því að æfa sig í ensku, svo mjög að það er illfáanlegt til að kenna útlendingum íslensku, og að því er virðist oft jafnvel illa fært um að gera það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
2

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
3

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
4

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
5

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

·
Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna
6

Félag í eigu Samherja og samstarfsaðila skuldar ríkissjóði Namibíu jafnvirði 1600 milljóna króna

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest deilt

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
2

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi
3

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
4

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna
5

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir
6

Hannes Hólmsteinn: Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
6

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·

Mest lesið í vikunni

Drengurinn í hellinum
1

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Drengurinn í hellinum

·
Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina
2

Talið að hvalveiðimenn hafi skotið fágætan hval við Ísland um helgina

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb
3

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·
Niðurlægð og svikin á Hótel Adam
4

Niðurlægð og svikin á Hótel Adam

·
Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“
5

Sólveig Anna segir mál Kristýnar „eiga meira skylt við mansal en atvinnustarfsemi“

·
Almannagjá verður lokuð almenningi
6

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·

Nýtt á Stundinni

Fullveldisfundarfíaskóið

AK-72

Fullveldisfundarfíaskóið

·
„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

„Engir sérstakir verkferlar“ þrátt fyrir fjölda áverka af völdum hunda

·
Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

Launakostnaður aðstoðarmanna er 437 milljónir króna

·
Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

Ferðamálaráðherra segir ekki ljóst hvort fórnarkostnaður hvalveiða sé of mikill

·
Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku á rútustæðum við Leifsstöð

·
Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

Útrunnið rekstrarleyfi hjá Hótel Adam: „Það er ekkert að frétta“

·
Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

Þingforseti sem hamast gegn innflytjendum og fjölmenningu heldur hátíðarræðu á Þingvallafundi

·
Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

Sýslumenn skilgreina tálmun sem ofbeldi

·
Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

Almannatenglar hjálpuðu til við að auglýsa útgjaldaaukningu ríkisstjórnarinnar

·
Alzheimer: Straumhvörf og  nýjar stefnur í rannsóknum

Guðmundur Guðmundsson

Alzheimer: Straumhvörf og  nýjar stefnur í rannsóknum

·
Almannagjá verður lokuð almenningi

Illugi Jökulsson

Almannagjá verður lokuð almenningi

·
Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

Þingmenn og ráðherra drýgja tekjurnar með því leigja út íbúðir á Airbnb

·