Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Hugleiðingar um ávaxtasafa

Hugleiðingar um ávaxtasafa

Eftir að ég kynnti mér reglur um merkingu matvæla og framkvæmd þeirra hér á landi, hef ég vanið mig á að lesa vandlega utan á þær matvörur sem ég kaupi.  Mér finnst þumalputtareglan vera sú að því minna sem letrið er og því óskýrari sem merking orðanna er, þeim mun meira spennandi er raunverulegur tilgangur upplýsinganna.

Það verður þó að bæta við í þessu samhengi að flest íslensk matvælafyrirtæki standa sig mjög vel í þessu.  Sumt ruglið á erlendum vörum er alveg makalaust.   Sykurinnihaldið í óholla morgunkorninu er t.d framsett á hugvitsamlegasta hátt og niðurstaðan oft og tíðum eins og um algera hollustuvöru sé að ræða.  Staðreyndin er að oft er sykurinnhald þessu morgunkorni rúmur helmingur.  Sumt er mjög fyndið eins og t.d að næringargildistölur venjulegs Cornflakes eru betri en næringargildistölur Special K Cornflakes sem þó er markaðssett sem sérstök hollustuvara.

En nóg um það.

Ávaxtasafi er holl vara.  Það er nánast óumdeilt.  Ávaxtasafi er fullur af vítamínum og sykurinn er ávaxtasykur sem er miklu skárri en hvíti sykurinn sem bætt er út í allar mögulegar vörur.  Ávaxtasafi er reyndar mjög súr og slæmur fyrir tennurnar fyrir þá sem ekki bursta.  Ég skoðað málið um daginn af eintómum nördaskap og komst að því að heimur ávaxtasafans er mjög spennandi.  Upplýsingarnar fékk ég að mestu frá Wikipedia en googlaði mig umstaðar inn í rangala sem ég man ekki hverjir voru eða hvert þeir leiddu mig.

Þannig er að í flestum tilfellum er ávaxtasafinn kreistur og síðan er vatnsinnihald hans minnkað stórum og þar á eftir er þynnkið fryst og selt í tunnum til framleiðenda víða um heim.  Framleiðendur kaupa svo þessar tunnur, þýða innihaldið og blanda svo vatni aftur saman við auk bragðefna.  Þetta sparar flutningskostnað eins og geta mál.   Íslenskir framleiðendur verða að merkja ávaxtasafa sem unninn er svona á áberandi hátt. Flestir merkja vörurnar sínar með setningunni "Unnið úr þykkni".

Það er hinsvegar til ávaxtasafi sem er ekki unninn á þennan hátt.  Framleiðslan fer þannig fram að ávaxtasafinn er oftast súrefnissneyddur og þannig er hægt að geyma safann um lengri tíma.  Væri þetta ekki gert myndi ég ætla að safinn myndi gerjast eða bragðið spillast.  Íslenskir framleiðendur eða innflytjendur verða að merkja ávaxtasafa sem er unninn á þennan hátt með skýrum hætti. Ég hef séð svona safa í Krónunni og þeir heita Inocent.  Það sem ég hef smakkað er mjög gott.  Svona ávaxtasafar eru merktir með orðinu "Nýkreistur" eða bara "Ekki úr þykkni".  Þetta er allt samkvæmt nýjum reglum um hvernig merkingar matvæla eiga að vera.  Þegar ávaxtasafi er merktur sem "nýkreistur" er sennilega frjálslega farið með staðreyndir.  Svona safi getur vel verið allt upp í árs gamall eftir því sem ég fæ best séð.  Merkingin "Ekki úr þykkni" er miklu skýrari.

Í sumum búðum er hægt að kaupa appelsínusafa sem er hreinlega kreistur fyrir framan neytendann.  Þetta er gert í þar til gerðri vél sem er nánast dáleiðandi að horfa á.  Svona vél er t.d að finna í Hagkaupi út á Seltjarnarnesi.  Appelsínusafi úr svoleiðis vél er ótrúlega góður og ekki að furða að framleiðendur reyni sitt besta að framkalla þetta tiltekna bragð með öllum brögðum (no pun intended)

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni