Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Áherslur mínar - Merkingar matvæla

Áherslur mínar - Merkingar matvæla

Sumir eiga sér leynda hlið sem þeir hálf skammast sín að segja frá.  Hver kannast ekki við lag Þursaflokksins um 47 ára gamla manninn sem safnar þjóðbúningadúkkum?   Ég er 47 ára og ég á mér svona hlið en ég skammast mín ekkert fyrir hana.  

Ég er áhugamaður um merkingar matvæla.  

Þannig er að þann 12. desember á síðasta ári gengu í gildi reglur frá ESB um merkingar matvæla. Þessar reglur tóku yfir 3 reglugerðir sem áður voru í gildi.  Óhætt er að segja að núna sé regluverkið klappað og klárt.

Flestir matvæla framleiðendur standa sig í stykkinu og sumir virkilega vel, meðan aðrir slugsa og teygja lopann til hins ýtrasta.

Merkingar matvæla skipta gríðarlegu máli fyrir neytendur.  Tómatsósa er ekki það sama og tómastsósa þegar vel er að gáð.  Ein tegundin er ódýr og unnininn í verksmiðju þar sem ódýrt vinnuafl er knúið áfram við vondar aðstæður.  Tómatarnir eru ræktaðir með kemískum efnum og sprautaðir með hættulegu skordýraeitri.  

Hin tómatsósan uppfyllir allar kröfur um vistvæna framleiðslu. Hún er unninn við bestu aðstæður í sátt og samlyndi við náttúruna. 

Þegar þessar vörur eru svo komnar hlið við hlið í búðinni, þá skiptir öllu máli að upplýsingar um vörurnar séu almennilegar.  

Þetta er grundvallaratriði.

Það er meir að segja ótækt að bera þessar vörur saman í verðkönnunum því eðli þeirra er bara allt annar.  Þetta er því miður stundum gert og þegar það gerist skaðar það verðkannanir og dregur úr trúverðugleika þeirra.

Upplýsingalestur á matvælum er orðin hluti af daglegu lífi margra Íslendinga og margir kunna að lesa úr þeim.  Villandi upplýsingar eða skortur á upplýsingum er graf-alvarlegur hlutur sem illþolandi er að búa við.

 

Hérna er Kastljósþáttur frá mars í fyrra og hérna er blogg sem ég skrifaði um málið. 

- - - 

Ég er í framboði til formanns Neytendasamtakanna. Þau sem hafa skráð sig á þing Neytendasamtakanna geta kosið mig þann 22. oktober í Rúgbrauðsgerðinni.

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni