Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Gengið um á plánetunni Rusl

Gengið um á plánetunni Rusl

Í nýjustu bók sinni, Calypso, lýsir David Sedaris, einn fyndnasti núlifandi höfundur Bandaríkjanna, þráhyggjukenndum göngutúravenjum sínum um England, en þar hefur karlinn búið undangengin árin. Fyrir því er auðvitað aldalöng hefð að rithöfundar séu miklir gönguhrólfar – og hugleiðingar þeirra um gönguna fylla hillumetra sem næðu alla leið til tunglsins (og aftur til baka – sjö þúsund sinnum) – en Sedaris snýr upp á hið klassíska þema með skemmtilegum hætti og kjölfestir það rækilega í nútímanum. Hvernig gerir hann það? Jú, með því að fletta inn í það meginöflin tvö í lífi okkar: tækni og rusl. 

Tækni og rusl. Í bókinni lýsir Sedaris því þegar hann eignast fitbit-úr. Slíkt þarfaþing heldur nákvæmt yfirlit um það hversu mörg skref eigandinn tekur á hverjum degi. Hinn daglegi göngutúr fær samstundis á sig yfirbragð þráhyggju. Fyrst smálengist hann, úr tveimur til þremur klukkustundum, skríður svo hægt en örugglega upp í fullan vinnudag, og loks er höfundurinn hættur að gera nokkuð annað en að ganga. Hann gengur (þ.e. safnar skrefum) frá því að hann rís úr rekkju og allt þar til hann hallar höfði uppgefinn að enduðum löngum degi. Fitbit-úrið hefur náð tangarhaldi á eiganda sínum. Og leikar í raun snúist við: úrið hefur breyst í eigandann. Sedaris hugsar ekki um annað en að hækka daglegan skrefafjölda sinn; þóknast fitbit-úrinu.

Hinn vinkillinn, sem Sedaris innleiðir í gönguna, tengist náttúrunni. Líkt og alþjóð veit hafa séní löngum eigrað um náttúruna í skáldlegum transi, ort um hana kvæði, dásamað hana í skáldsögum, fundið í henni innblástur í málverk og tónverk ... og jafnvel hitt þar fyrir guð sinn. En nú má ekki lengur trúa á guð. Við höfum glatað andlegri tengingu okkar við umheiminn. Náttúran, í hinum gamla skilningi orðsins, er ekki lengur til. Sú enska náttúra, sem Sedaris spásserar um (hann býr úti í sveit), er ekki heimili villtra dýra, paradís höfug af blómailmi, heldur þakin rusli. Náttúran er ruslahaugur. Það eina sem við getum gert er að reyna að lágmarka skaðann.

Og það er einmitt það sem Sedaris gerir. Pískaður áfram af hinum tilfinningalausa drottnara sínum, fitbit-úrinu, arkar hann kófsveittur um holt og hæðir – mest reyndar meðfram malbikuðum vegum– og tínir með þar til gerðu sorptínslupriki upp rusl. Ruslinu safnar hann saman í poka sem hann svo rogast um með á bakinu frá morgni til kvölds. Það liggur í hlutarins eðli að eftir því sem aumingja maðurinn gengur meira, undir vökulu auga fitbit-úrsins, því þyngri verða klyfjar hans. Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera viðkvæmt skáld árið 2018.

Ég bý því miður ekki í sveitasælunni á Englandi, heldur í New York. Og ruslið er sannarlega ekki einungis að finna úti í sveit; ruslið er helsta einkenni stórborgarinnar. Það besta við New York er að hún veldur alltaf vonbrigðum, og þar með geta hlutirnir einungis batnað. Tökum ruslið sem dæmi. Borgin er svo þakin rusli, hvert sem maður fer, að það er auðvelt að finna í því hughreystingu. Það er svo mikið af rusli hérna að það getur varla versnað úr þessu!

Dóttir mín, Alma, sautján mánaða, hefur aldrei lesið David Sedaris, en þau virðast vera samherjar. Það tekur mig tíu mínútur að rölta á dagheimilið síðdegis að sækja hana, en klukkutíma að komast heim. Hvers vegna? Jú: Hún beygir sig eftir hverju einasta súkkulaðisnifsi, sérhverri gosflösku, og annaðhvort hendir ruslinu í næstu sorptunnu eða hrúgar fjársjóðnum í barnakerruna. Hún harðneitar að sitja í barnakerrunni, krefst þess að fá að ýta henni sjálf. Á fimm sekúndna fresti gerir hún hlé til að hirða upp lottómiða, plastpoka utan af gúmmíböngsum eða sogrör, og stinga því í kerruna. Síðan ýtir hún kerrunni áfram, eilítið völt í spori, enda um talsvert átak fyrir svo smáa manneskju að ræða. 

Einn lærdóm hefur faðirinn dregið af þessari áráttukenndu skransöfnun dóttur sinnar. Ég þurfti reyndar ekki á glöggu auga lítils barns að halda til að taka eftir því að New York-borg er þakin rusli. Einkum plasti: fólk getur ekki snætt hádegisverð eða hitt vin í kaffibolla án þess að skilja eftir sig plastslóð. En það sem ég sé núna, er að ruslið er bókstaflega alls staðar. Það er svo mikið rusl á götunum að oft tekur það Ölmu litlu tíu mínútur að labba tíu metra. Sleikjópinni! Slitin skóreim. Bjórtappi. Dagblað. Bananahýði! Það sést varla í malbikið fyrir rusli. Og allt tínir barnið samviskusamlega upp í barnavagninn og stritar svo við að ýta þyngslunum áfram.

Það er líka ekki seinna vænna fyrir hana að byrja. Og fyrir mig. Fyrir okkur öll reyndar. Það er ekki bara rusl í New York, heldur hvert sem þú ferð: út í sveit á Englandi, upp á Esjutind á Íslandi – það er engin undankomuleið. Tæknin eltir okkur (njósnar, krefst þess að við potum í skjái, sláum inn skilaboð, tilkynnum skilmerkilega til stórfyrirtækja hvar við erum stödd, hverjir séu vinir okkar og hvað okkur finnst gott að borða) og á meðan sáldrast ruslið í slóð okkar eins og brauðmolarnir í Hans & Grétu. 

Tækni og rusl. Hvorttveggja breytir okkur, finnst mér stundum, í börn. Tæknin „auðveldar“ okkur lífið, en slævir líka athyglisgáfuna, rænir okkur stjórninni, gerir okkur alltof háð söluvörum nokkurra stórfyrirtækja. Og ruslið? Við fyllum tunnur og bíðum þess svo að einhver annar komi og fjarlægi ruslið. En hvert fer það? Jú, í holur og út í sjó – og svo inn í líkama okkar. Einföld staðreynd: Ef fram fer sem horfir, verður meira af plasti í sjónum árið 2050 en fiski.  Við treystum alltaf á að það komi einhver fullorðnari en við – til dæmis pabbi okkar – og lagi til eftir okkur. Rétt eins og David Sedaris virðist Alma hins vegar vera búin að fatta að slíkt hugarfar virkar ekki til lengdar. Hún er strax byrjuð að hreinsa ruslið upp af götunum okkar, og ég vona að það sé lýsandi fyrir upprísandi kynslóð hennar.

* Ljósmyndina, sem fylgir með greininni, tók ég í sorpendurvinnslustöð fyrir nokkrum mánuðum. Hún sýnir lítinn mann sem hafði það fallega hlutverk að sópa með kústi saman sorpi sem féll til þegar kröfur og kranar sveifluðu því upp úr heilu fjallgörðunum af sorpi og hvolfdu á flokkunarfæribönd. Mér fannst þetta starf hans, sem við fyrstu sýn virkaði kannski fánýt, afar fallegt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Guðmundur Hörður
1
Blogg

Guðmundur Hörður

Rang­ar álykt­an­ir dregn­ar af gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs

Það er lík­lega ekk­ert mik­il­væg­ara stjórn­mála­manni en að njóta al­menns trausts. Þess vegna kem­ur það mér alltaf jafn mik­ið á óvart þeg­ar stjórn­mála­menn draga álykt­an­ir í mik­il­væg­um mál­um sem virð­ast hvorki byggja á rök­um né reynslu. Það treysta nefni­lega fá­ir stjórn­mála­manni sem bygg­ir af­stöðu sína á kredd­um og al­vöru­leysi. Við­brögð sjálf­stæð­is­manna við fyr­ir­sjá­an­legu og yf­ir­vof­andi gjald­þroti Íbúðalána­sjóðs hafa því kom­ið...
Kristín I. Pálsdóttir
2
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands

Eft­ir­far­andi bréf sendi ég á Ferða­fé­lag Ís­lands í dag þar sem ég segi mig úr fé­lag­inu og greini frá ástæð­um þess:  Eft­ir­far­andi eru mín­ar hug­leið­ing­ar í kjöl­far fé­lags­fund­ar hinn 27. októ­ber þar sem ég geri grein fyr­ir ástæð­um þess að ég óska nú eft­ir úr­sögn úr Ferða­fé­lagi Ís­lands. Verk­efni fé­laga­sam­taka Markmið allra fé­laga­sam­taka (e. non-profit org­an­izati­ons) er að vinna að...
Þorvaldur Gylfason
3
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Lepp­ar

Mér er minn­is­stæð­ur leynifund­ur sem var hald­inn í Há­skóla Ís­lands fyr­ir fá­ein­um ár­um í sam­bandi við stofn­un Ís­lands­deild­ar Tran­sparency In­ternati­onal. Með­al fund­ar­gesta var einn æðsti emb­ætt­is­mað­ur rétt­ar­kerf­is­ins. Þeg­ar röð­in kom að hon­um þar sem við sát­um kannski fimmtán manns í kring­um borð lýsti hann þeirri skoð­un að spill­ing hefði aldrei ver­ið minni á Ís­landi en ein­mitt þá og væri ekki...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Skatt­ar, for­tíð og upp­runi auðs

Frjáls­hyggju­menn tala einatt um skatt­heimtu sem e.k. rán, það ger­ir t.d. William Irw­in í bók sinni The Free Mar­ket Ex­istential­ist. En for­senda þeirr­ar hyggju er sú að sér­hver ein­stak­ling­ur sé upp­sprettu­lind  alls þess sem hann þén­ar og á, nema sá auð­ur sem hon­um áskotn­ast vegna frjálsra samn­inga við aðra. Þetta er alrangt, all­ar tekj­ur og auð­ur eiga sér marg­ar og...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Sam­ein­uð Evr­ópa eina lausn­in?

Eins og stend­ur styðja Banda­rík­in Úkraínu hressi­lega. En hvað ger­ist ef Re­públi­kan­ar ná meiri­hluta í báð­um þing­deild­um? Mörg þing­manns­efni þeirra eru höll und­ir Rússa og/eða ef­ins um ágæti þess að dæla fé í Úkraínu. John Bolt­on, fyrr­um ráð­gjafi Trumps, sagði í við­tali að hefði Trump náð end­ur­kjöri væri Pútín í Kænu­garði nú. Fyrr eða síð­ar mun ein­hvers kon­ar Trump sitja...

Nýtt á Stundinni

Bókmenntapælingar: Konur í ísskápum
Menning

Bók­menntapæl­ing­ar: Kon­ur í ís­skáp­um

Aug­ljósi sögu­hvat­inn sem aldrei deyr.
Blátt bros um varir mínar
GagnrýniKrossljóð

Blátt bros um var­ir mín­ar

Krossljóð eru með eft­ir­tekt­ar­verð­ari bók­um sem út koma í ár, sann­verð­ugt merki um hversu sterk­ur og lif­andi skáld­skap­ur­inn er á okk­ar tím­um, eins og Sig­ur­björgu Þrast­ar­dótt­ur tekst að sanna með merki­leg­um hætti, skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son í dómi sín­um.
Fjallamóðir
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Fjalla­móð­ir

Mörg feg­urstu kvæði gömlu skáld­anna – Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, Gríms Thomsen, Ein­ars Bene­dikts­son­ar og annarra – voru ætt­jarðar­ástar­kvæði. Skáld­in elsk­uðu land­ið og ortu til þess eld­heit­ar ástar­játn­ing­ar.
Að fylgja reglum annarra landa
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Að fylgja regl­um annarra landa

Af­stæð­is­hyggja er not­uð til að rétt­læta mann­rétt­inda­brot, inn­rás­ir og al­ræði. Fram­tíð Ís­lend­inga velt­ur á úr­slit­un­um í yf­ir­stand­andi heims­styrj­öld gild­is­mats.
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Viðtal

„Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
Skvísur eru bestar
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Skvís­ur eru best­ar

Frek­ar en að hlusta á Dyl­an ætla ég að hlusta á Dolly, Part­on auð­vit­að, og aðr­ar kon­ur sem semja lög sem end­ur­spegla það hvernig er að vera kona, hvernig er að vera ég, skrif­ar Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir.
Að leggja lag sitt við tröllin
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Að leggja lag sitt við tröll­in

Vissu­lega hef­ur Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki ver­ið minn upp­á­hald­spóli­tík­us síð­ustu fimm ár­in. Eigi að síð­ur verð ég að við­ur­kenna að ég hálf­vor­kenni henni fyr­ir þann fauta­skap sem Bjarni Bene­dikts­son hef­ur nú sýnt henni með yf­ir­lýs­ingu sinni um stuðn­ing við vaxta­hækk­un Seðla­bank­ans. Því já, með þess­ari yf­ir­lýs­ingu sýndi hann Katrínu sér­stak­an fauta­skap og raun­ar fyr­ir­litn­ingu. Lít­um á hvað gerð­ist. Kjara­samn­ing­ar standa fyr­ir...
Jólin, jólin, jólin koma brátt
Stundarskráin

Jól­in, jól­in, jól­in koma brátt

Alls kon­ar jóla­skemmt­un er í boði næstu tvær vik­urn­ar.
Olíufyrirtæki sækja í sig veðrið á loftslagsráðstefnum
Greining

Olíu­fyr­ir­tæki sækja í sig veðr­ið á lofts­lags­ráð­stefn­um

Aldrei hafa fleiri full­trú­ar olíu­fyr­ir­tækja sótt lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna en nú. Vild­ar­kjör á flug, drykk­ir í flösk­um frá risa­fyr­ir­tækj­un­um Coca Cola og Nestlé, sem skilja einna mest eft­ir sig af plast­meng­un, var selt á ráð­stefn­unni. Mörgu virð­ist ábóta­vant á ráð­stefnu sem ætti að vera til fyr­ir­mynd­ar í um­hverf­is­mál­um seg­ir vís­inda­fólk.
MAST sektar Arnarlax um 120 milljónir fyrir ranga upplýsingagjöf
Fréttir

MAST sekt­ar Arn­ar­lax um 120 millj­ón­ir fyr­ir ranga upp­lýs­inga­gjöf

Mat­væla­stofn­un hef­ur sekt­að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax fyr­ir að veita stofn­un­inni rang­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda laxa í sjókví fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Sekt­in er sú fyrsta sem stofn­un­in legg­ur á ís­lenskt lax­eld­is­fyr­ir­tæki. Hugs­an­legt er að allt að 82 þús­und eld­islax­ar hafi slopp­ið úr eldisk­ví í Arnar­firði.
Kristrún F, frelsaraformúlan   og samvinnan
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
„Hinseginleikinn minn trompar það ekki að ég sé barn“ Hinsegin félagsmiðstöðin - Hrefna, Nóam og Tinni
Karlmennskan#107

„Hinseg­in­leik­inn minn tromp­ar það ekki að ég sé barn“ Hinseg­in fé­lags­mið­stöð­in - Hrefna, Nóam og Tinni

Hinseg­in fé­lags­mið­stöð Sam­tak­anna 78 og frí­stunda­mið­stöðv­ar­inn­ar Tjarn­ar­inn­ar er fyr­ir öll ung­menni á aldr­in­um 10-17 ára sem eru hinseg­in eða tengja við hinseg­in mál­efni á einn eða ann­an hátt. Markmið starf­sem­inn­ar er að vinna mark­visst að því að bæta lýð­heilsu hinseg­in barna, ung­linga og ung­menna og vinna gegn for­dóm­um, mis­mun­un og ein­elti sem bein­ist gegn hinseg­in börn­um í skóla og frí­stunda­starf­i. Hrefna Þór­ar­ins­dótt­ir for­stöðu­kona fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar og Andreas Tinni og Nóam Óli sem eru 17 ára og hafa tek­ið virk­an þátt í starf­inu frá 13 ára aldri segja okk­ur frá reynslu sinni og upp­lif­un, veita inn­sýn í reynslu­heim hinseg­in barna og ung­menna og hvaða þýð­ingu hinseg­in fé­lags­mið­stöð­in hef­ur fyr­ir þá. Hrefna lýs­ir sín­um innri átök­um við að taka að sér starf for­stöðu­konu fé­lags­mið­stöðv­ar­inn­ar og hvernig mæt­ing­in fór úr 10-15 börn­um í 120 á hverja opn­un. Þrátt fyr­ir blóm­legt starf þá telja Tinni og Nóam að ung­ling­ar í dag séu jafn­vel for­dóma­fyllri en ung­menni og rekja það til áhrifa sam­fé­lags­miðla og bak­slags í bar­áttu hinseg­in fólks. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Veg­an­búð­in, Anamma og bak­hjarl­ar Karl­mennsk­unn­ar bjóða upp á þenn­an þátt.