50 centin hans Snowdens

50 centin hans Snowdens

Ég er frumkvöðull og hugsuður og hef óbeit á leyndarmálum og afneitun. Ég er talnanörd fram í fingurgóma. Ég elska tölur og mynstur og stofnaði Clever Data, hugsjónafyrirtæki á upplýsinga- og gagnamarkaði, í kringum það áhugamál. Að mínu mati er lausn vandamála fólgin í smáatriðunum. Nákvæm, fordómalaus talning á öllu því sem fyrir augu ber, er heiðarlegasta leiðin til að afhjúpa félagsleg fyrirbæri, hvort sem um ræðir spillingu og blekkingu eða mannkærleika í sinni tærustu mynd. Þetta blogg mun fjalla um fólk og lygar, sjálfsblekkingu og afneitun, vald og valdleysi, sjúkdóma, heilsu, líf og dauða. Ég mun nálgast þessi málefni á óhefðbundinn máta, og oft í andstöðu við ríkjandi viðhorf og gildi.
Daginn sem ég næstum því dó

50 centin hans Snowdens

Daginn sem ég næstum því dó

·

Daginn sem ég næstum því dó var frekar fallegt úti, notalegt veður í kyrrlátri borg. Sem er frekar óviðeigandi þegar dauðann (næstum því) ber að dyrum. Þetta var á föstudagskvöldi, strembin vinnuvikan var að baki og ég sat eins og klessa í sófanum ásamt manni og barni. Þrátt fyrir afslappelsið fann ég fyrir smá stressi, var mikið að hugsa um...

Þegar stéttaskiptingin kom eins og rýtingur í hjartað

50 centin hans Snowdens

Þegar stéttaskiptingin kom eins og rýtingur í hjartað

·

Ég hélt alltaf að fátæktin væri versti fylgifiskur efnahagslegrar stéttaskiptingar. Þess vegna leit ég svo á að það væri forgangsmál að bæta efnahag þeirra sem lítið fé eiga, að fólki væri gert kleift að sjá fyrir sér og sínum. Um daginn gerðist atburður í mínu lífi sem fékk mig til að endurskoða þetta. Þó fátækt sé vissulega hræðilegt ástand -...

Minningin um mömmu

50 centin hans Snowdens

Minningin um mömmu

·

Í gær kvöddum við systkinin móður okkar, Guðmundu Kristínu Þorsteinsdóttur. Það sem er sárast við missinn er eftirsjáin og treginn yfir því hversu litað líf hennar var af erfiðum geðsjúkdómi. Hvernig á að minnast móður sem var sjaldan með sjálfri sér? Sem lifði í skugga baneitraðs geðsjúkdóms sem át sig inn í frumur líkamans og líffæri? Við gætum sagt ykkur...

Það er toppurinn að vera með einhverfu

50 centin hans Snowdens

Það er toppurinn að vera með einhverfu

·

Við köllum þau fólk með sérþarfir. Í almennri umræðu er einhverfa, ADHD, geðsjúkdómar og líkamleg fötlun í flokki lítt skilgreindra sérþarfa sem við hin reynum að lifa með. Í fljótu bragði mætti halda að tími einstaklingshyggjunnar hefði ekki runnið upp, svo mikið böslum við til að umbera sérþarfirnar. Sannleikurinn er hins vegar sá að það erum við hin sem erum...