Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

„Young Man’s Blues“ 2.0

Lagið „Young Man‘s Blues“ var samið og fyrst sungið af djassmanninum Mose Allison. Frægast hefur það orðið í flutningi The Who.

Í textanum segir að á árum áður hafi ungi maðurinn verið aðalkarlinn, nú á dögum eigi gamla fólkið alla  peningana. Ungmennin eigi ekkert

„Oh well a young man ain‘t got nothing in the world these days…“

Lagið á einkarvel við á okkar tímum. Unga kynslóðin vestanhafs býr við lakari kjör og verri framtíðarhorfur en kynslóðirnar á undan.

Vandkvæði ungs fólks á Íslandi er vel kunn, ekki síst erfiðleikar við að koma sér upp húsnæði (þetta þekki ég vel frá minni eigin fjölskyldu).

Ungmenni víða um lönd eiga við sama vanda að stríða. Meira að segja í hinum velstæða Noregi verða foreldrar í æ ríkari mæli að hlaupa undir bagga með íbúðarkaupandi afkvæmum.

Eitthvað verður að gerast til bæta kjör unga fólksins. Verði svo  getum við tekið undir með The Who þegar hljómsveitin syngur

„The kids are allright“

Í millitíðinni mætti syngja með grúppunni

„We won‘t get fooled again“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni