Stefán Snævarr

Var Popper frjálshyggjumaður?

Vera Illugadóttir er einkar góður útvarpsmaður, eins og hún á ættir til að rekja. Nýlega hlustaði ég á ágætan pistil hennar um hinn umdeilda auðjöfur George Soros. Eins og vera ber nefnir hún að Soros hafi verið nemandi heimspekingsins Karls Popper. Hún nefnir stuttlega bók Poppers The Open Society and its Enemies og segir að þar hafi Popper boðað trú á frjálsan markað.

Miðjumaðurinn Popper

Það er ósatt, Popper var alla sína hunds og kattar tíð frjálslyndur fylgismaður blandaðs hagkerfis. Þar segir hann að frelsi hins óhefta markaðar geti leitt til þversagna, frelsi þeirra sem efnahagsmáttinn hafa (e. the economic strong) til að kúga hina veiku. (Popper 1962: 124) Hann segir beinum orðum: “...the principle of non-intervention of an unrestrained economic system must be given up; if we wish freedom to be safeguarded, then we must demand that the policy of unlimited economic freedom be replaced by the planned economic intervention of the state" (Popper 1962: 125). Í íslenskri þýðingu minni: „...gefa verður á bátinn meginregluna um afskiptaleysi af óheftu efnahagskerfi. Ef við viljum tryggja frelsið verðum við að krefjast þess að í stað ótakmarkaðs efnahagsfrelsis komi skipuleg ríkisíhlutun“. Um leið leggur Popper áherslu á að slík ríkisafskipti geti eflt ríkisvaldið meir en góðu hófi gegnir (Popper 1962: 130). Svona talar góður miðjumaður, maður sem vill feta stíginn vandrataða milli sósíalisma og kapítalisma.

Skyldi það vera furða þótt Vegard Martinsen, norskur frjálshyggjumaður af skóla Ayn Rands, formæli Popper og gefi í skyn að hann hafi nánast verið  sósíalisti? (Martinsen 2003: 166-190).

Nefna má að fyrrum aðstoðarmaður Poppers, Jeremy Shearmur, gagnrýnir hann fyrir ríkisafskiptahyggju en séra Múr turnaðist til frjálshyggju, gagnstætt meistara sínum. Guðsmaðurinn átelur Popper fyrir „...over-optimistic view of the state.“ (Shearmur 2008: 54). Bæta má við að hann ræðir grein sem Popper ritaði háaldraður, 89 ára gamall. Í henni gagnrýnir Popper hugmyndafræði markaðsfrelsis þannig að ekki breyttust skoðanir hans á þess lags frelsi mikið. Enn má nefna að samkvæmt Shearmur mun Popper hafa hvatt Hayek til að bjóða sósíalistum þátttöku í Mont Pelerin fundunum sem kenndir eru við frelsi. Enda hafi Popper viljað sætta frjálslynda menn og sósíalista.

Frjálshyggja og frjálslyndisstefna

Íslenskum frjálshyggjumönnum tókst með lævísum áróðri að þurrka út greinarmuninn á frjálshyggju og frjálslyndisstefnu. Í öðrum löndum lifir þessi greinarmunur, á ensku kallast frjálshyggja „libertarianism“ (stundum „classical liberalism“), frjálslyndisstefna „liberalism“. Popper var frjálslyndissinni, ekki frjálshyggjumaður, hið sama gildir um vinstrianarkistann Noam Chomsky. Chomsky er andsnúinn markaðskerfi og einkaeign framleiðslutækja, og þar af leiðandi ekki frjálshyggjumaður. En hann er ötull talsmaður tjáningarfrelsis, t.d. hefur hann barist fyrir rétti manna til að efast um að helförin hafi átt sér stað (Chomsky 1980). Vegna ástar sinnar á tjáningarfrelsi verður að telja hann frjálslyndan, þó ekki sé hann frjálshyggjumaður.

Lokaorð

Engin ástæða er til þess að einfalda stjórnspeki Poppers. William Gorton hefur lög að mæla er hann segir að í henni megi finna sósíaldemókratíska, íhaldssama og frjálshyggjulega þætti (Gorton án ártals). En hvað sem því líður þá var Popper ávallt fylgjandi blönduðu hagkerfi og getur því ekki talist frjálshyggjumaður.

Heimildir:

Chomsky, Noam 1980: Some Elementary Comments on the Rights of Freedom of Expression. https://chomsky.info/19801011/

Gorton, William: „Karl Popper: Political Philosophy.“ The Internet Encyclopedia of Philosophy. https://www.iep.utm.edu/popp-pol/

Martinsen, Vegard 2003: Vegard Martinsen (2003). Fornuft, egoisme, kapitalisme. Essays om Ayn Rand. Ósló: Kontekst forlag.

Popper, Karl 1962: The Open Society and its Enemies. Volume II: Hegel and Marx. Princeton, New Jersey: Princeton University Press.

Shearmur, Jeremy 2008: „Popper‘s Critique of Free Market Ideology“, Policy Vol 24, No 3, Spring , bls. 51-54. https://www.cis.org.au/app/uploads/2015/04/images/stories/policy-magazine/2008-spring/24-3-2008-jeremy-shearmur.pdf

Vera Illugadóttir: Pistill um Soros í þáttaröðinni Í ljósi sögunnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
2

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
3

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
5

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
6

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
7

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
5

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
6

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
5

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
6

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·

Nýtt á Stundinni

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Betri hugmynd handa Óla Birni

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Zeitgeist

Hermann Stefánsson

Zeitgeist

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Hvernig dirfistu?

Símon Vestarr

Hvernig dirfistu?

·
Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

·