Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

STJÚPHUNDURINN OG THEO EITTHVAÐ

STJÚPHUNDURINN OG THEO EITTHVAÐ

Stjúphundur: Æ þessi leiðinda hundur Theo eitthvað!!

Ég: Hvað er að honum?

Stjúphundurinn: Hann þykist vera fyrsti hundurinn sem vitnar í Sókrates en ég vitnaði í hann löngu fyrr.

Ég: Þú verður að athuga að ummæli þín voru hundsuð af menningarelítunni.

Stjúphundur: Er ekki bara fínt að vera hundsaður? Við hundar erum jú eðalskepnur.

Ég: Við mennirinir notum nú hundsaður um eitthvað sem er ignorerað, ýtt til hliðar.

Stjúphundur:  Þá veit ég það. En af hverju var ummælum mínum ýtt til hliðar?

Ég: Af því að í íslensku menningarlífi  eru allir hundar jafnir en sumir eru jafnari en aðrir.

Stjíphundur: Grrrgrrrurrurrvoffvoff. Hverjir eru jafnastir?

Ég: Klíkuvænu voffarnir.

Við báðir: Grrrrrrurrurr.

Ég: Athugaðu að Theo eitthvað hefur nánast örugglega ekki frétt af ummælum þínum vegna þöggunarinnar. Hann hefur verið í góðri trú, haldið að hann væri fyrsti Sókratesar-tilvitnandi-hundur heimsins.

Stjúphundur: Enn meira grrrgrrr og heilmikið urr.

Klíkir skáld frá Góðra-vina-höfða: Þetta þýðir ekkert fyrir ykkur, þið drekkið ekki latte með rétta fólkinu. Ha ha.

Stjúphundur: En ég er hundur og drekk ekki kaffi.

Ég: Held að stórskáldið hafi ekki meint þetta bókstaflega.

Stjúphundur: Bók…hvað?

Ég: Skiptir engu.

Stjúphundur: Á ég að bíta þennan Klíki?

Ég: Hann er ekki skolts  þíns virði, voffi minn. Komdu heldur í hressilegan göngutúr.

Stjúohundurinn: Endilega, glaðlegt voff voff.

Og við skelltum okkur út

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni