Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Óli Garkur

Óli Garkur er mikill garpur, hann ræður lögum og lofum á ísaköldu landi! Frændmargur er hann, hann á frændur víða t.d. í Rússlandi og Ungverjalandi, jafnvel í Bandaríkjunum.

Vinmargur er hann líka, vinirnir eru afar góðir við hann, þeir hafa til dæmis gefið honum helling af kvóta. Og þeir vernda hann gegn allra handa ásökunum illgjarnra manna.

Óli getur brugðið sér í margra kvikinda líki, t.d. í líki kaupfélagsfrömuðar. Eitt sinn hverfðist hann í útrásarfursta og hlaut lof almennings fyrir vikið. Svo lengi sem sú dýrð varði.

En að jafnaði stundar hann útgerð og hefur gert frá því hann stökk alskapaður úr höfði kvótakerfisins fyrir hartnær þrjátíu árum.

En þótt hann sé bara þrítugur er kannski kominn tími til að draga sig í hlé, fara á eftirlaun, ekki skortir hann aurinn.

Rennur sú stund upp eftir næstu kosningar?

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni