Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Ódæðin í Sýrlandi

Stuðmenn sungu á sínum tíma um sumar á Sýrlandi og var "Sýrlandi" ekki notað

í bókstaflegri merkingu. En nú hefur verið fimbulvetur þar í landi um sex ára skeið, stór hluti þjóðarinnar  landflótta, borgir í rúst. Nokkur hundruð þúsund manns hafa fallið. Einræðisherrann Assad svífst einskis til að halda völdum, efnavopnaárásin í vikunni var líklega verk hans manna. Rússar og Íranir gera illt verra með því að styðja Assad, ekki bætir stefna eða stefnuleysa Bandaríkjamanna úr skák. Almenningur er milli steins og sleggju, milli einræðisherrans og öfgaíslamista.

Í gær birti Aftenposten viðtöl við konur sem sluppu úr greipum IS-liða í Rakka. Þær lýsa borginni sem algeru helvíti, konur séu meðhöndlaðar eins kvikfénaður og piltbörn alin upp til að verða morðingjar. Yfir öllu gína kúgararnir, hinir ofstækisfullu og ofbeldishneigðu IS-liðar. Ódæði af Stokkhólmstagi eru framin dag hvern í Sýrlandi, okkur ber að sýna sárþjáðri þjóðinni samstöðu.

VIÐ ERUM ÖLL SÝRLENDINGAR.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni