Stefán Snævarr

Nussbaum um bókvit og aska

Bandaríski heimspekingurinn Martha Nussbaum er einn fárra nútímaheimspekinga sem beinir máli sínu almennings, ekki bara starfssystkin sinna. Enda liggur henni mikið á hjarta, hún lætur sér ekki nægja að skilja heiminn heldur vill hún bæta hann. Hún hefur skrifað athyglisverðar bækur um siðferði og skáldsögur, að hennar hyggju geta skáldsögur haft mikla siðferðilega þýðingu. Góðar skáldssögur geta eflt skilning okkar á því flókna, margþætta og tilfinningalega við siðferðið. Þannig geta skáldssögurnar jarðbundið sértæk siðferðileg rök. Þessu ekki ótengt er tilraun hennar til að efla þá kenningu rökum að vit sé í tilfinningum, ekki sé djúp staðfest milli tilfinninga og skynsemi. Réttlæti og frelsi eru henni hugfólgin, hún hefur átt þátt í að marka stefnu sem kalla má „getu, færnis og tækifæra-viðhorfið“ (e. the capabilities approach). Menn geta ekki verið frjálsir nema að hafa einhverja getu, færni og tækifæri til að láta drauma sína rætast. Mikilvægt sé að hafa getu til að lesa og skrifa, færni í að taka þátt í umræðu og tækifæri til að öðlast menntun. Til að skapa frjálst og réttlátt alheimssamfélag verður því að efla getu og færni sem flestra sem mest. Nussbaum lætur sér ekki nægja að staðhæfa þetta heldur vinnur hún markvisst að því að koma stefnumálum sínum í framkvæmd.

                                                                    Gildi hugvísinda

Á síðari árum hefur hún beint sjónum sínum að hugvísindum og síversnandi stöðu þeirra víða um heim. Í bók sinni Not for Profit segir hún að hugmyndin um menntun sem gæði í sér sjálfri sé á undanhaldi. Nú sé lögð æ ríkari áhersla á að láta menntun í askana, hún skal vera efnahagslega hagkvæm og hananú! En þetta sjónarmið sé ekki bara af hinu illa vegna þess að það ógni sannri menntun, stefnan sé sjálfsskæð, grafi undan sér sjálfri. Margt bendi til þess að það að hafa almenna, húmaníska menntun geri menn að betri viðskiptamönnum og verkfræðingum. Þetta séu Asíubúar að uppgötva. Lengi var lítið annað kennt í Singapúr en meint hagkvæm fög, viðskipta- og tæknifög. En nú vilji ráðamenn þar eystra efla húmanísk fög enda séu þau efnahagslega hagkvæm þegar lengdar lætur (gæti HR lært eitthvað af Singapúrmönnnum?). Nussbaum veltir því fyrir sér hvort sköpunarmáttur bandaríska efnahagslífsins eigi sér rætur í þeirri staðreynd að víða vestanhafs eru námskeið í húmanískum fræðum skylda fyrir alla stúdenta. Enda taki mörg fyrirtæki fólk með slíka menntun fram yfir þá sem hafa eingöngu þrönga sérhæfða menntun. Skal nú sögð saga málflutningi Nussbaums til stuðnings: Eitt sinn var fyrirtækjareddari ráðinn til að bjarga dönsku fyrirtæki sem var komið á brún hengiflugs. Það fyrsta sem reddarinn gerði var að reka alla verk- og viðskiptafræðingana og ráða atvinnulausa hugvísindamenn í þeirra stað. Og sjá! Fyrirtækið blómstaði! Reddarinn var spurður hverju þetta sætti. Svar hans var að hugvísindamenn væru frjórri og þjálli í hugsun en verk- og viðskiptafræðingar.

Við þetta má bæta að nýsköpun er oft fólgin í því að tengja saman tvö ólík svið, hinn þröngmenntaði þekkir bara eitt svið, hinn fjölmenntaði fleiri. Tímaritið Time spurði fyrir aldarfjórðungi hvers vegna nú til dags væru færri verulega skapandi einstaklingar en áður. Svar tímaritsins var að stóraukin  sérhæfing  dragi úr nýsköpun, fagidjótar þekkja bara sitt svið og eru því síður skapandi en ella. Sení fyrri tíma hafi einmitt kunnað tengja ólík svið.

Nussbaum leggur  mesta áherslu á það sem hún telur mannbætandi við hugvísinda- og listakennslu. Heimspekinám getur kennt nemendum að hugsa með gagnrýnum og yfirveguðum hætti. Og sé rétt á málum haldið getur kennsla í listum og hugvísindum eflt samúðarkennd manna. Til dæmis geti kennsla um aðra menningarheima og tungumálanám aukið skilning manna á hugsunarhætti annarra þjóða. Og skáldskapur og aðrar listir geta verið tæki til að lifa sig inn í hugarheim annarra. Slík innlifun og aukin skilningur geta eflt samúðarkennd með fólki frá fjarlægum löndum. Þessi efling tilfinningalífs og ímyndunarafls, auk aukinnar getur til gagnrýninnar hugsunar, ættu að gera menn að betri borgurum í lýðræðisríki. Þökk sé góðri húmanískri menntun.

                                                                                Gagnrýni

Þá kann einhver að benda á listhneigða nasista sem grilluðu Gyðinga á daginn en brynntu músum yfir músík Beethovens á kvöldin. Nussbaum kynni að svara með því að segja að listmenntun nasista hafi kannski verið af röngu tagi og. En hvað um persínu sem hefurr öðlast færni í gagnrýninni hugsun en beitir hæfni sinni til að gagnrýna lýðræði og almenn mannréttindi, mæla með einræði hinna útvöldu? Hvernig myndi Nussbaum svara þessari spurningu? Gallinn við málfluting Nussbaums er sá að hún býður ekki upp á neinar empirískar staðfestingar á tilgátu sinni um góð áhrif húmanískrar menntunar. Hvað um það, hún lofar mjög hið almenna húmaníska nám sem fyrsta árs nemendur í æði mörgum bandarískum háskólum njóta. Það sé einatt styrkt af vel stæðu fólki sem notið hafi slíkrar menntunar en stjórnmálamenn séu því jafnan andvígir. Dæmið sýnir að auðugt fólk getur leikið jákvætt hlutverk í samfélaginu en Nussbaum athugar ekki að auðmenn geta líka misnotað vald sitt yfir bandarískum einkaháskólum. Börn þeirra sem styrkja bestu háskólana eiga greiðan aðgang að þeim jafnvel þótt þau hafi enga getu til náms. Michael Moore hefur gefið dæmi um háskólapláss í toppháskóla sem slíkt auðmannaafkvæmi fékk á meðan mun snjallari einstaklingar urðu að bíta við útgarða. Nussbaum virðist gefa sér að einkareknir háskólar hljóti að vera betri en þeir ríkisreknu. En það skýrir ekki hvers vegna þýskir vísindamenn á fyrsta þriðjung aldarinnar fengu mun fleiri nóbelsverðlaun en hinir amerísku. Þeir fyrrnefndu unnu flestir við ríkisháskóla, þeir síðarnefndu við einkaháskóla. Annað sem ég hef við málflutning hennar að athuga er að hún talar eins og hugvísindi og listir einar geti eflt hugarflug og íhugun. Geta ekki náttúruvísindi og stærðfræði líka verið andlega eflandi? Enn einn ásteytingarsteinn minn er gagnrýnislaus hrifning Nussbaums af hugmyndinni um upppgötvunarnám sem ættað er frá Jean-Jacques Rousseau og John Dewey. Sumir gagnrýnendur segja að slíkt nám geti leitt til þess að börn læri ekki neitt.       Ennfremur virðist sem Nussbaum sjái ekkert athugavert við pólitíska rétthugsun í menntun. Hún hefði að ósekju mátt svara ýmsum aðfinnslum við slíka rétthugsun sem sumir telja að tröllríði bandarískum háskólum.                        

                                                                           Lokaorð

Hlusta ber á varnaðarorð Nussbaums. Haldi áfram sem horfi munu húmanísk fög hreinlega hverfa, því veldur ekki bara oftrú á „hagkvæmt“ nám heldur líka sú alheimsforheimskun sem fjölmiðlun nútímans á drjúgan þátt í. Hugvísindi eiga að vera brjóstvörn gegn forheimskunninni, upp á sitt besta ættu þau að geta gegnt því hlutverki sem Nussbaum ætlar þeim.

Vonandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
2

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
3

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
4

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
5

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook
6

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·

Mest deilt

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
2

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
3

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
4

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
5

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Mest deilt

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
2

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
3

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
4

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
5

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
2

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
3

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
5

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
2

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
3

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
5

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Nýtt á Stundinni

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi

Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Mega séntilmenn skipuleggja launmorð?

Illugi Jökulsson

Mega séntilmenn skipuleggja launmorð?

·