Blogg

Kuhn og samvinnuhæfnin

Undanfarið hef ég bloggað talsvert bæði um vísindaheimspekinginn Thomas Kuhn og samvinnuhæfni. Tengja má kenningar hans þeirri hæfni, ég mun rökstyðja að hann setji samvinnuhæfni í forsæti vísindanna.

Kuhn enn og aftur

Eins og segir í fyrri færslum telur Kuhn að hryggjarstykki vísinda sé venjuvísindi (e. normal science). Venjuvísindamenn tryðu blint (eða a.m.k. sjóndapurt) á vissar grundvallarforsendur, þeirra menning er sáttamenning, ekki samkeppnismenning. Þetta trúnaðartraust og hóphyggja venjuvísindamanna geri að verkum að þeir vinni vel saman. Þeir eyði ekki tíma sínum í rökræður um grundvallarforsendur heldur létu sér nægja að fínpússa viðtakið (e. paradigm) sem þeir gengju út frá sem vísu (viðtak má kalla „vísindalegan menningarheim“, til er fjöldi slíkra heima að sögn Kuhns). Með slíku samstilltu fínpússunarátaki væru meiri líkur á að veilur viðtaksins fyndust en ella. Ef frávik frá viðtakinu fjölgaði óþarflega mikið leiddi það oft til vísindabyltinga (slíkar byltingar geti  líka átt sér stað af öðrum ástæðum, t.d. vegna þess að vísindamenn verði  einfaldlega leiðir á viðtakinu). Venjuvísindi séu eins og lággróðurinn sem gerir trjánum kleift að vaxa en trén líkjast byltingarvísindum. Á tímaskeiði byltingarvísinda er gagnrýnin hugsun í öndvegi, gagnstætt tímaskeiðum venjuvísinda (um Kuhn, sjá t.d. Stefán 2016: 59-86). Venjuvísindamenn hafa greinlega mikla samvinnuhæfni, þeir eru líkir Norðmönnum, byltingarvísindamenn líkjast Bandaríkjamönnum.

Finnur aftur

Kuhn á engan einkarétt á að leggja áherslu á samvinnu og trúnaðartraust í heimi vísinda. Ég hef áður nefnt hinn unga og feikiefnilega íslenska vísindaheimspeking, Finn Dellsén. Í nýlegri grein gagnrýnir hann þá kenningu að vísindaleg hugsun sé með nauðsyn gagnrýnin hugsun (Finnur 2016: 321-342). Finnur kemur með ýmis dæmi sem benda til þess að án trausts og nánast blindrar eða sjóndaprar trúar gætu nútíma vísindi ekki þrifist (hann orðar þetta ekki nákvæmlega svona). Nú sé alsiða að hundruðir, jafnvel þúsundir vísindamanna, séu skráðir höfundar einnar greinar (ég bæti við: Það krefst mikillar samvinnuhæfni). Sérhæfingin geri að verkum að sérhver vísindamaður ber ábyrgð á litlum hluta greinarinnar. Vísindamennirnir verði að treysta vitnisburði hvers annars, þeir séu ekki í þeirri aðstöðu að geta metið með gagnrýnum hætti þá hluta greinarinnar sem ættaðar eru frá fræðimönnum sem sérhæfðir eru á öðrum sviðum en þeir.

Lokaorð

Af þessu má sjá að sjóndöpur trú, samstaða, og samvinnuhæfni geta verið forsendur skynsamlegs vísindastarfs. Samkeppni hugmynda er ekki alltaf besta leiðin til eflingar vísindanna. Má ekki ætla að sama gildi um hagkerfið? Mér finnst líklegt að sjóndöpur trú, samstaða, og samvinnuhæfni geti líka verið forsendur skynsamlegrar efnahagsstefnu undir vissum kringumstæðum, samanber góður árangur Norðmanna. Samkeppni er ekki alltaf besta leiðin til efnahagsárangurs, þótt hún sé það oft. Samvinnan er stundum betri leið.

Heimildir:

Finnur Dellsén (2016): „Gagnrýnin og vísindaleg hugsun“, Skírnir, 190 árg., haust, bls. 321-342.

Stefán Snævarr (2016): „Viðtök og vísindi. Um Thomas Kuhn“, Ritið, nr. 3, 2016, bls. 59-86.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Æðstu stjórnendur ríkisins fá ekki lengur afslátt af áfengi

Uppskrift

Féll fyrir manninum með satay-kjúklinginn

Reynsla

Leitin að landinu týnda: Íslendingur í Kasakstan

Viðtal

Dreymdi alltaf um að búa í Danmörku

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Robert Downey og Brynjar Níelsson lögmenn sama nektardansstaðar

Fréttir

„Robert Downey fékk sérstaka meðferð þegar hann sótti um uppreist æru“

Pistill

Kennari svarar ummælum Áslaugar Örnu

Fréttir

Brynjar þrætti fyrir að hafa verið lögmaður Bóhems en sendi bréf sem slíkur

Fréttir

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Fréttir

Hann vildi leggja Ísland í eyði