Stefán Snævarr

Frjálshyggja og frjálslyndisstefna

Íslenskum frjálshyggjumönnum tókst með dæmafáum dugnaði að eyða orðinu „frjálslyndisstefna“ og setja í þess stað orðið „frjálshyggju“. Þeim tókst að telja fólki   trú um að það að vera frjálslyndur þýddi að maður væri frjálshyggjumaður. En meðal annarra þjóða er venjulega greint skarplega milli frjálslyndisstefnu (e.liberalism) og frjálshyggju (e. libertarianism eða classic liberalism, no. markedsliberalisme). Um er að ræða tvö afbrigði af frelsishyggju sem samsvara helstu afbrigðum sósíalisma, annars vegar lýðræðisjafnaðarstefnu, hins vegar kommúnisma. Frjálshyggjumaðurinn telur að frelsi fái aðeins þrifist svo fremi markaðskerfi og einkaeign séu ráðandi þættir efnahagslífsins. Ríkið einbeiti sér að landvörnum og löggæslu.

Kommúnistinn er gagnstæðrar skoðunar, frelsi þrífst aðeins ef sameign er á framleiðslutækjum, ríkið í höndum alþýðu og ekkert eða lítið rúm fyrir markað.

Frjálslyndissinninn er opinn fyrir því að ríkið geti stundum eflt frelsi, að blandað hagkerfi geti verið frelsinu lyftistöng en gefur sér það ekki. Hann telur líka að jöfnuður sé ekki endilega ógnvaldur frelsisins eins og frjálshyggjumaðurinn heldur. Hann veit að sósíalistinn Bertrand Russell var eindreginn frelsisunnandi og að hið sama gildir um vinstrianarkistann Noam Chomsky. Því er honum ljóst að frjálshyggjumenn eiga engan einkarétt á frelsisást.

Jafnaðarmaðurinn vill ekki  ganga eins langt og kommúnistar í að sálga markaðskerfinu. Markaðurinn sé vissulega oft harður húsbóndi en geti orðið þægur þjónn, ekki síst ef hann er mildaður með öflugu velferðarkerfi. Efnahagslegur jöfnuður er honum keppikefli en hann gerir sér ljósa grein fyrir því að alger jöfnuður kann að verða samfélaginu skaðlegur. Rétt eins og frjálslyndissinninn er jafnaðarmaðurinn sveigjanlegur í hugsun, hvorir tveggja segja að ekki skipti máli hvernig kötturinn er á litinn svo fremi hann veiði mýs. Gagnstætt þessu eru kommúnistar og frjálshyggjumenn harðir á meiningunni, lítt sveigjanlegir.

Er ég með þessu að lýsa stjórnmálaskoðunum sjálfs mín, eru þær blanda af frjálslyndisstefnu og jafnaðarstefnu? Að mörgu leyti já en græna vídd þarf því heimur er á helvegi staddur. Þar eð bæði frjálslyndis- og jafnaðarstefnu eru sveigjanlegar þá má sveigja þær í vistvæna átt. Annað er að ég er yfirlýstur andstæðingur hugmyndafræðikerfa, hvort sem þau eru til vinstri, hægri eða miðjunni. Því vil ég ekki stuðla að blöndu frjálslyndis-, jafnaðar- og grænstefnu skyldi blandan sú  storkna.

Heimspekingurinn Robert Nozick taldi að heimspekingar ættu ekki að ofreyna sig á sannleiksleit enda hefði sannleikurinn reynst þeim slyppifengt hnoss. Í stað þess væri oftast skynsamlegra að "ranka" eða raða kenningum eftir meintu ágæti þeirra, ekki endilega trúa þeim. Þessa hugmynd má að minni hyggju heimfæra á stjórnmál: Í stað að rembast við að hafa skoðanir mætti í mörgum tilfellum raða stjórnmálahugmyndum eftir því hve líklegar þær eru til að vera sannleikanum samkvæmar og hve æskilegt maður telur að framkvæmd þeirra yrði. Líkindaþáttinn og siðaþáttinn (æskileikinn) verður síðan að vega og meta, ákveða hvor þátturinn sé mikilvægari í það og það skiptið.

Pólitískar hugmyndir eru mér áfangastaðir, ég veit ekki hvert ferðinni er heitið. Veit það nokkur?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
4

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
5

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
6

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
7

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
5

Dystópía

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“
3

Jón Ólafsson: Siðanefndin „féll í gryfju absolútisma“

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
5

Dystópía

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
6

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·

Nýtt á Stundinni

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Plasttannburstatýpa

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Plasttannburstatýpa

·
Of fokkin pólitísk

Of fokkin pólitísk

·
Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Dystópía

Dystópía

·
Töfrarnir í litlu hlutunum

Töfrarnir í litlu hlutunum

·