Stefán Snævarr

Freud, áttatíu ára ártíð, hundrað ára stríð

Flestir nútímamenn þekkja nafn Sigmundar Freuds enda hefur hann haft mikil áhrif á vestræna menningu og fræði, bæði góð og slæm. Á morgun   verða  áttíu ár liðinn frá láti hans og því vert að minnast fræða hans nokkrum orðum.  

                                        Freud um dulvitund og fleira

Freud lýsir mannskepnunni  eins og gufukatli, dulvitundin býr til  lokið. Manninum megi  líka líkja við ísjaka, vitundin sé sá tíundi hluti sem ofansjávar er, dulvitundin sá hluti sem neðansjávar er, ósýnilegur. Auk þess talar Freud um forvitaða þekkingu sem við séum ekki alltaf meðvituð um. Ég er ekki síhugsandi um símanúmer frænku minnar en man það yfirleitt ef á þarf að halda, tek það úr forðabúri forvitundarinnar.

 Í söngleiknum Rocky Horror Show syngur Rocky, nýskapaður,  „my libido has not been controlled“. „Líbídó“ er eitt meginorða Freuds, orð sem  táknar eins konar lífs- eða kynorku sem allir menn hafi ákveðinn skammt af, orku sem leitar útrásar með ýmsum hætti. Hjá kornabörnum tengist orkan helst munninum, þau totta móðurbrjóst eins og þau ættu lífið að leysa, sognautn þeirra er fyrsta birtingarmynd kynnautnar. Nýmálga börn beina sjónum að sauri sínum, nautnin við að hægja sér er önnur birtingarmynd kynnautnarinnar. Svo tekur hin eiginlega kynhvöt við þegar barnið verður kynþroska.

Við notum drjúgan hluta lífs okkar í að bæla líbídó-orkuna  eða finna henni farveg og það án þess að vita af því. Dulvitundin sér um þetta fyrir okkur enda dugnaðarskepna, stöðugt að starfa.

Davíð Stefánsson hefur líklega eitthvað þekkt til Freuds þegar hann yrkir um þrá „sem aðeins í draumheimum uppfyllast má“. Freud segir nefnilega að draumar séu þeirrar náttúru að vera uppfylling þráa en þar sem þrárnar séu oft þess eðlis að dreymandinn vilji ekkert af þeim vita sér dulvitundin um að þær birtist í táknrænu líki. Þrár, langanir og óskir eiga sér rætur í líbídóinu, orkuveitunni miklu.

Freud talaði um Ödipusarduld. Frá barnsaldri þrái karlmenn að deyða föður sinn og hafa mök við móður sína eins og sést á því að piltbörn segja oft „þegar ég verð stór ætla ég að giftast þér, mamma mín“. Afbrýði í garð föðurins valdi svo því að smástrákar segjast vilja föður sinn feigan. En þetta eru hættulegar langanir, hvað ef faðirinn bregst við þessu með því að vana soninn? Þess vegna tekur dulvitundin í taumana og bælir þennan anga líbídósins. Bæling hans  er þroskaatriði, piltbarnið er komið á það stig að „raunreglan“ (þý. Das Realitätsprinzip) hefur tekið völdin, kennt barninu að það geti ekki fengið allt sem það vill. Smábörn er enn á valdi „nautnareglunnar“ (þý. Das Lustprinzip), skilja ekki að þau geti ekki fengið fullnægingu langana sinna strax í gær. Síðastnefnda reglan er ættuð úr dulvitundinni, hennar starf er allt í anda þeirrar reglu. Það kallast „frumferlið“, „afleidda ferlið“ er starf vitundarinnar eða sjálfsins en það starf er afurð dulvitundarinnar.

       Sálgreining, siðmenning, trú

Það fylgir sögunni að seinna á ferli sínum bjó Freud til ögn öðruvísi líkan af sálinni. Í því er henni lýst sem þrígreindri, þættirnir þrír eru  „id“ eða „það“, „egó“ eða sjálfið, og „súperegó“ eða ofursjálf. „Það“  er náskylt dulvitundinni, sjálfið vitundinni þótt ekki sé sjálfið að öllu leyti meðvitað. Sjálfið er afurð „þess“ og sér um tengslin við veruleikann sem „því“ er alveg sama um. Sjálfið starfar samkvæmt raunreglunni. Svo getur það af sér ofursjálfið sem  á sér enga hliðstæðu í fyrri mynd Freuds af sálinni. Í grófum dráttum er ofursjálfið  samviskan, okkar „betra sjálf“. Það tekur í taumana þegar okkur langar á fyllerí í miðri viku. Löngunin er náttúrulega ættuð úr „því“, sjálfið er ekki fjarri því að vilja detta í það en ofursjálfið segir „hvað heldurðu að fólk segi ef þú ferð að drekka svona á miðvikudegi?“ Ofursjálfið sé innhverfing þeirra hugmynda sem við erum alin upp við, rödd foreldra okkar, rödd samfélags og siðferðis. Sjálfið sé klemmt milli ofursjálfs og „þess“ (dulsjálfsins), klemmist það of harkalega verði menn sálsjúkir. Þá er ráð að skella sér í sálgreiningu, leggjast á bekkinn. Sú greining fer fram með þeim hætti að sjúklingurinn lætur móðan mása og hugann reika. Hann á helst að slaka svo mjög á að sjálf og ofursjálf lini ögn tök sín á sálinni, þá mun  rödd  dulsjálfsins heyrast þótt ofurlág sé. Sálgreinandinn kemur með stikkorð og sjúklingur rekur sjálfsprottin hugtengsl sín við þau, í því tuldri  má heyra taut dulsjálfsins. Svo segir hann draumfarir sínar ekki sléttar, hann rekur drauma sína. Sálgreinandinn reynir að ráða þá enda sagði Freud að draumarnir væru konungsleiðin til dulvitundarinnar. Til eru nokkuð almenn draumtákn, t.d. merkja oddhvassir hlutir oft getnaðarlim karla. Komi slíkir hlutir fyrir í draumum kann það að vera merki þess að draumurinn sé birtingarmynd bældra langana sem tengist getnaðarlimum. Kannski birtist bæld Elektruduld í slíkum draumum stúlkna.

 Freud sagði að sálarmein ættu sér rætur í bernskunni, í „trámatískum“ viðburðum, oftast tengdum kynhvötinni, ekki síst þeim löngunum sem kristallast í Ödipusarduld. Þessir viðburðir séu svo óþægilegir að sjúklingurinn hafi bælt þá en þeir koma „aftan að“ honum, birtast í mynd undarlegrar uppátækja sem sjúklingurinn ráði  ekki við, mismælum, misminnum og furðulegum draumum. Meðal uppátækjanna undarlegu er þvingað atferli, sumir þvo hendur sínar hundrað sinnum á dag án þess að vita hvers vegna og gegn betri vitund.

Lækning felst í því að fá sjúklinginn til að rifja atburðinn upp og meðtaka skýringu sálgreinandans á honum.  Markmið sálgreiningarinnar sé að gera það sem áður var dulvitað meðvitað, láta sjálfið taka yfir hluta af lendum  „þess“. Sálgreiningin eigi að nema lönd fyrir sjálfið og skynsemina, landnámið læknar sjúklinginn. En þetta landnám sé erfitt, ekki síst vegna mótstöðu sjúklingsins sem á sér rætur í þrjósku dulvitundarinnar, hún heldur fast í feng sinn. „Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur“, segir máltækið, menn samsama sig stundum þjáningu sinni, vilja ekki verða heilbrigðir. Enda sé sársaukafullt að tjá hið bælda og læknast með því, það var engin tilviljun að dulvitundin vildi bæla þessar tilfinningar.

Oft heimfærir sjúklingur flækjur sínar á aðra hluti, viðburði eða fólk, ekki síst sálgreinandann sjálfan. Heimfærslan birtist stundum í því að sjúklingur verði ástfanginn  af sálgreinanda. Þetta  þekkja allir aðdáendur Sópranosþáttanna. Tony mafíuforingi Soprano fer í sálgreiningu og verður ástfanginn af sálgreinandanum sem er kvenkyns. Ef til vill heimfærði hann bælda ást sína á móður sinni á sálgreinandann en móðir Tonys var kaldlynd leiðindakerling.

Nefna má að Freud skrifaði talsvert um listir, samfélag, menningu og trúarbrögð í ljósi sálgreiningar, sérstaklega á efri árum. Listræn sköpun og annað slíkt  væri göfgun bældra hvata, þeim sem þjáist af miklum bælingum takist annað hvort að göfga hvatirnar í listsköpun eða verða taugabilun að bráð. Það fylgir sögunni að göfgun, yfirfærsla og það að ýta óþægilegum tilfinningum  til hliðar eru meðal varnarhátta dulvitundarinnar. Samþjöppun sé enn einn varnarhátturinn. Um samþjöppun sé að ræða þegar fleiri bældum fyrirbærum er skellt í einn bálk, t.d. í eitt draumatákn.

Freud segir að maðurinn sé hreint engin félagsvera í eðli sínu, samfélagið sé bara tæki til að halda dulvitundinni á mottunni og því þjáist menn í samfélaginu. Það bæli líbídóið en án slíkra bælinga væri siðmenningin ekki til. Ef við hefðum engar hömlur á hvötum okkar gerðum við ekkert annað en að stunda kynlíf eða stúta hvert öðru. Raunreglan kristallast í menningunni, nautnareglan er regla náttúrunnar. Menningin hefði orðið til þegar synir ættföður í árdaga gerðu uppreisn og  drápu karlfauskinn vegna þess að hann einokaði kvenfólkið. En svo fengu strákarnir svo mikið samviskubit að þeir gerðu pabba gamla að guði, samviskubitið skapaði yfirsjálfið. Trúarbrögð byggðu á því að föðurímyndinni væri ýtt til hliðar, upp í himininn. 

Skrif Freuds um upphaf samfélags og trúarbragða eru hluti af yfirsálfræði (þý. Metapsychologie) hans, kenningum sem ekki endilega tengdust reynslu hans af sjúklingum í (sál)læknismeðferðinni.  Hann talar oft eins og yfirsálfræðin sé nánast aukageta.  Hún sé öðrum þræði síkvik tilraun til að fá kapal reynslunnar til að ganga upp, hinum þræði  safn íhugana um lífið og tilveruna sem ekki þyrftu að koma við sögu  sálgreiningarinnar. Meðferðin skipti mestu, kenningin minnstu.

                                          Gagnrýni á Freud

Styrr hefur staðið um kenningar Freuds frá upphafi vega, tala má um hundrað ára stríð. Karl Popper taldi þær vera gervivísindalegar enda væru þær ekki hrekjanlegar (hann taldi að hrekjanleiki væri kennimark vísindalegra kenninga). En hann útilokaði ekki að þær gætu orðið vísindalegar með tíð og tíma. Þær væru goðsagnakenndir en vísindin ættu sér rætur í gagnrýninni meðhöndlun  á goðsögum.

    Vísindaheimspekingurinn Adolf Grünbaum var ósammála Popper. Kenningar Freuds væru hrekjanlegar, Til dæmis ætti að vera hægt að hrekja kenningu Freuds um að bæld samkynhneigð ylli ofsóknarbrjálæði. Ef bæling samkynhneigðar minnki án þess að dragi úr “noju”, þá megi  telja kenninguna afsannaða.   Gallinn við kenningar Freuds  væri skortur á sönnunum, fátt benti til að þær væru sannar, sagði Grünbaum.

     Ýmsir spekingar aðrir  töldu að Freud hefði verið of önnum kafinn við að skapa náttúruvísindalega sálfræði. Hann hefði ekki séð að kenningar hans væru af húsi og kynþætti  túlkunarfræða og því skyldari hugvísindum. Þetta staðhæfðu menn á borð við þýska sálfræðinginn Alfred Lorenzer, og heimspekingana  Jürgen Habermas, Karl-Otto Apel (franski heimspekingurinn Paul Ricœur var á svipuðu róli).  Sálgreining væri djúptúlkun, tilraun til að kafa dýpra en venjuleg túlkun á mæltu máli eða textum.

    Suðurafríski lífeðlisfræðingurinn Mark Solms fer aðra leið. Hann heldur því fram að nútíma taugalíffræði staðfesti ýmsar af kenningum Freuds, staðsetja megi dulvitundina á tilteknum stað í heilanum.

                                                           Lokaorð

 Ekki skal lagður dómur á kenningar Freuds hér, ekki heldur á kennismíðar gagnrýnenda hans og túlkenda. En hvað sem ágæti þeirra líður þá er víst um að þær hafa haft afdrifarík áhrif á vestræna menningu.

 

 P.S. Þessi færsla byggir á ýmsu sem undirritaður hefur skrifað um Freud, sumt birt annað óbirt.

 Heimildir:

 Davíð Stefánsson (1995):  „Mamma ætlar að reyna að sofna“, í Ritverk I. Reykjavík: Vaka Helgafell (upprunalega í Svörtum fjöðrum, útgefnum 1919).

Freud, Sigmund (1960): Das Unbewußte. Schriften zur Psychoanalyse. Frankfurt a.M: S. Fischer Verlag.

Freud, Sigmund (1970): Um sálgreiningu (þýðandi Maia Sigurðardóttir). Reykjavík: HÍB.

Freud, Sigmund (2010): Draumaráðningar (þýðandi Sigurjón Björnsson). Reykjavík: Skrudda.

Freud, Sigmund (2014): „Jeget og detet“ (þýðandi Henning Hagerup).  Agora 1-2, bls. 483-518.

Habermas, Jürgen (1968): Erkenntnis und Interesse. Frankfurt am Main: Suhrkamp.

Jón Ólafsson (2003):  „Freud um siðmenningu og samfélags: Lestur í ljósi samtímaheimspeki“, Ritið, nr. 2, bls. 33-47.

Lorenzer, Alfred (1977): Sprachspiel und Interaktionsformen. Frankfurt a.M: Suhrkamp.

Popper, Karl (2009): Ský og klukkur (þýðandi Gunnar Ragnarsson). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Ricœur, Paul (1970): Freud and Philosophy (þýðandi Denis Savage). Princeton NJ: Yale University Press.

Sigurjón Björnsson (2003):  „Sigmund Freud og trúarlífið“, Ritið, nr. 2, bls. 73-91.

Solms, Mark og Kaplan-Solms, Karen (2000): Clinical Studies in Neuro-Psychoanalysis. Introduction to Depth Neuropsychology. London og New York: Karnac Books.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
1

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
2

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
5

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
6

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar
7

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Krabbameinið farið en hvað svo?
2

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur
4

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Mest lesið í vikunni

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
3

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Það er von
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
5

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·

Nýtt á Stundinni

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Karl Th. Birgisson

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

·
Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
Krabbameinið farið en hvað svo?

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Atómhljóð

Steindór Grétar Jónsson

Atómhljóð

·
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·