Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Stefán Snævarr

Fjárorðræða

Íslendingar ræða líklega meira um efnahagsmál en aðrar  þær  þjóðir sem ég þekki. Vissulega er það skiljanlegt í ljósi þess hve sveiflugjarnt íslenskt efnahagslíf er. En öllu má ofgera, þessi umræða vill hverfast í það sem ég "fjárorðræðu", orðræðu þar sem fjárhagsleg rök eru einu viðurkenndu rökin.

Eðli orðræðunnar og hættan af henni.

Hættan við slíka orðræðu er að hún verði  fyrsta skrefið á braut hálla raka. Braut sem endar með því að menn taka að telja að hvað eina sé réttlætanlegt svo lengi sem það færir salt í grautinn. Að vera á braut hálra raka (e. slippery slope arguments) er heimspekilegt orðatiltæki, tiltekin rökfærsla R getur virðst saklaus á yfirborðinu en að viðbættum fáeinum forsendum  getur hún leitt til réttlætingar á einhverju sem flestir siðaðir menn telja forkastanlegt. Velsiðaðir menn geta til dæmis beitt rökfærslu R án þess að skilja hverjar afleiðingarnar gætu orðið. Tökum dæmi: Herra Haxmunnur er velsiðaður húmanisti en stendur fastar á því en fótunum að pólitík geti ekki verið annað en hagsmunapot. Að viðbættum nokkrum nýjum forsendum má nota þessa staðhæfingu til að réttlæta viðurstyggilegt hagsmunapot. En leikur herra Haxmunnar var ekki til þess gerður, hann er andsnúinn spillingu. Þess utan getur staðhæfing hans orðið að spásögn sem rætist af sér sjálfri, stjórnmálamenn taka að trúa henni  og hegða sér í samræmi við það. Trúin á kenninguna gerir að verkum að viðfang hennar lagar sig að henni.

Spásögn sem rætist af sér sjálfri er líka orðasamband úr heimspeki. Sé Nonni viss um að hann muni falla á prófinu getur sú spásögn gert hann svo óöruggan á prófdegi að hann falli. Spásögnin rætist af sér sjálfri.

Orðræða (e. discourse) er einnig  ættað úr æðri fræðum, m.a. kenningum franska heimspekingsins Michel Foucault. Hugmyndin er sú að viss gerð orðræðu geti virkað eins og tungumálið gerir samkvæmt kokkabókum sumra fræðimanna. Þeir halda því fram að málið marki hugsun og heimssýn bás, maður sem talar íslensku hugsi því ögn öðruvísi en sá sem talar kínversku. Það er sem menn horfi á heiminn með lituðum gleraugum, sérhvert tungumál liti glerraugun með sínum lit, kannski er sá kínverski rauður, sá íslenski blár. Að breyttu breytanda marki orðræða hugsun og heimssýn bás án þess að mælendur sjái það sjálfir. Kannski mótar fjárorðræðan hugsun og heimssýn margra Íslendinga án þess að þeir sjái það (ég gef mér til bráðabrigða að frjótt sé að tala um orðræðu með þessum hætti).

Myndhvörf með mikið vald

Kenninguna um orðræðuna má svo tengja kenningum um að myndhvörf (e. metaphors) móti hugsun og skynjun manna. Þeir George Lakoff og Mark Johnson staðhæfa að svo sé og taka m.a. sem dæmi myndhvörfina TÍMI ER PENINGAR. Hún er tiltölulega ný af nálinni og skapar samlíkindi, það er ekkert í sjálfu sér líkt með tímanum og peningnum. Heimspekingurinn Max Black sagði að myndhvörf grisjaði veruleikann, í myndhvörfinni BARDAGI ER SKÁK eru ótti, sársauki, og óreiða bardagans síuð út, eftir verður bara hið strategíska við bardagann. Á Íslandi eru vinsæl fjáorðræðu-myndhvörf og samlíkingar á borð við ÍSLAND ER EINS OG MEÐALSTÓRT AMERÍSKT FYRIRTÆKI. Slík samlíking (sem gæti talist myndhvörf samkvæmt kenningum Lakoffs og Johnsons) grisjar mynd okkar af samfélaginu, síar burt allt það sem ekki er efnahagslegt.

Íslenskar fjárorðræðu-tillögur

Sínotkun slíkra myndhvarfa og almenn fjárorðræða geta skilyrt viðbrögð manna með þeim hætti að þeir taki smám saman að líta svo á að fjárhagsleg rök séu einu tæku rökin. Því til sannindamerkis má nefna æði mörg lesendabréf blaðanna í mínu ungdæmi þar sem lagt var til að stjórn Íslands yrði falinn góðum viðskiptamanni. Er ekki landið eins og fyrirtæki? Og skítt með lýðræðið, það er monní-peningurinn sem gildir!

Af nýrri fjárorðræðu-hugmyndum má nefna tillöguna um að sameina Ísland norska olíusjó... ég meina Noregi. Þeir sem boðuðu hana nefndu nánast eingöngu efnahagsleg rök fyrir sameiningu. Þeir töluðu eins og um væri að ræða sameiningu tveggja fyrirtækja sem hægt er að ganga frá í einum,  grænum hvelli. Þeir skildu ekki að til þess að sameinast þjóð verða menn að samsama sig henni, hafa tilfinningar til hennar, trúa á goðsögur hennar, halda með fótboltalandsliðinu osfrv. Slík samsömun verður ekki til á einni nóttu, heldur á afar löngu tímabili, til þess að gera Íslendinga að Norðmönnum yrði að heilaþvo þá skipulega áratugum saman. Vilja menn heilaþvott? Í ofan á lag myndu margir Íslendingar líta á sjálfsstæðissviptingu sem niðurlægingu allra tíma. Jafnvel grípa til vopna. Þess utan krefðist sameining langra og flókinna samningaviðræðna milli þjóðanna, við samningagerð gætu íslenskir sjálftökumenn hæglega komið ár sinni mjög vel fyrir borð. Þá er betur heima setið en af stað farið.

Af svipuðu tagi er tillaga Benedikts Jóhannessonar um að leggja niður íslensku og taka upp ensku. Hann reyndi með furðulegum reikniskúnstum að sýna fram að það væri mikill kostnaður af að tala íslensku, ágóði af að tala ensku. Hann virtist lita svo á að þessi græðgis-„rök“ væri einu rökin sem taka þyrfti tillit til. Ég svaraði honum í löngu máli og bar brigður á útreikninga hans sem svifu algerlega í lausu lofti. En slógu náttúrulega í gegn hjá fjárorðræðu-hjörðinni sem hafði að viðkvæði „það kostar svo mikið að tala íslensku, við kunnum öll ensku“. Hvorki Benedikt né Noregssinnar skildu að þeir væru á braut hálla raka. Að viðbættum fáeinum forsendum má draga þá ályktun að ef í lagi sé að fórna sjálfstæði og móðurmáli fyrir fé þá megi fullt eins stúta gamlingjum og langveikum börnum enda kosti þau þjóðina stórfé.

Úr því ég nefndi Noreg þá má nefna að norskir stjórnmálamenn eru yfirleitt ekki verulega mikið gefnir fyrir hagsmunapot, þeir eru tiltölulega óspilltir (kannski vegna þess að fjárorðræða er ekki mikið stunduð meðal norskra). Það þýðir að kenning herra Haxmunnar um stjórnmál er röng og afleiðing af fjárorðræðu þar sem menn sjá allan heiminn gegnum lituð gleraugu fjárhyggjunnar.

Lokaorð

Fjárorðræðumenn skilja ekki að maðurinn lifir ekki brauði einu saman, hann þarf m.a. viðurkenningar með en niðurlæging er svipting viðurkenningar. Þeim væri hollt að líta á breskar skoðanakannanir sem sýna að 61% aðspurðra, stuðningsmanna brexit, greiddu atkvæði með úrgöngu úr ESB vitandi að þeir myndu tapa efnahagslega á því. Ég er reyndar algerlega andsnúinn brexit en nota dæmið til að sýna að til er fólk sem ekki lætur græðgi stjórna gerðum sínum.

Burt með fjárans fjárorðræðuna!

 

Ítarlegri skrif mín um sum þessara mála:

Um tillögu Benedikts:

Stefán Snævarr (2004): Ástarspekt. Greinar um heimspeki. Reykjavík: HÍB, bls. 301-321.

Um Lakoff og Johnson:

Stefán Snævarr (2010): Metaphors, Narratives, Emotions. Their Interplay and Impact. New York og Amsterdam: Rodopi, bls. 109-126.

Um Black

Í sama riti, bls. 37-47.

Um Foucault

Stefán Snævarr (2017): Vitenskapsfilosofi for humaniora. Ósló: Cappelen-Damm, bls. 249-255.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
1

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
2

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
3

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Tekur eftir hatri í garð annarra
4

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði
5

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“
6

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“
7

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·

Mest deilt

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
1

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
2

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt
3

Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
4

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“
5

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray
6

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·

Mest deilt

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
1

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
2

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt
3

Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
4

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“
5

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray
6

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
4

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
4

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Takk fyrir Hatari
5

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
6

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·

Nýtt á Stundinni

Opið bréf til fólksins sem er ekki skítsama

Símon Vestarr

Opið bréf til fólksins sem er ekki skítsama

·
Úrskurður Persónuverndar birtur í heild

Úrskurður Persónuverndar birtur í heild

·
Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt

Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt

·
Miðflokksmenn á orkudrykkjum - eyða orkunni til einskis

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Miðflokksmenn á orkudrykkjum - eyða orkunni til einskis

·
Persónuvernd hafnar kröfu Miðflokksmanna um að Bára verði sektuð – Upptakan ólögleg en ekki sýnt fram á „samverknað“

Persónuvernd hafnar kröfu Miðflokksmanna um að Bára verði sektuð – Upptakan ólögleg en ekki sýnt fram á „samverknað“

·
Óvirkir landsréttardómarar sækja um stöðu landsréttardómara

Óvirkir landsréttardómarar sækja um stöðu landsréttardómara

·
Forsætisráðherra segir öfgahægrið grafa markvisst undan yfirráðum kvenna yfir eigin líkama

Forsætisráðherra segir öfgahægrið grafa markvisst undan yfirráðum kvenna yfir eigin líkama

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

Jóhann Geirdal

Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·