Blogg

Enn um samvinnuhæfni

Í þessari færslu hyggst ég ræða um ýmsar hliðar samvinnuhæfni, hefja mál mitt á að tala um verkalýðshreyfingu og samvinnuhæfni, víkja svo að tengslum hennar við þjóðernisstefnu.

Verkalýðshreyfing og kjarasamningar

Norski hagfræðingurinn Steinar Holden var fenginn af verkalýðshreyfingunni til að skrifa úttekt á íslenskum kjarasamningum. Hann segir að í Skandinavíu sé framleiðslugeirinn látinn semja fyrst og niðurstaðan gefur merki fyrir launaþróun. Skandinavarnir fylgja þessu merki, semja um kjör í samræmi við það. Ég bæti við: Skandínavarnir sýna aga, samstöðu og samvinnuhæfni. Holden segir að á Íslandi sé mikill skortur á trausti milli helstu ákvörðunartökuaðila á vinnumarkaðnum. Afleiðingin er höfrungahlaup þar sem laun hækka frá samningi til samnings, í stað þess að gefnu merki sé fylgt eins og í Skandínavíu (þetta sýnir að verkalýðsfélögin íslensku treysti ekki hver öðrum, geta ekki unnið saman). Afleiðingin sé verðbólga og launahækkanirnar brenna á verðbólgubálinu. Sé þetta rétt þá er einn helsti efnahagsvandi Íslendinga afleiðing af skorti á samvinnuhæfni verkalýðsfélaganna. Sérhvert verkalýðsfélag reynir að svína í kjara-umferðinni og allir tapa (atvinnurekendur svína líklega meir, ekki eru þeir ofþjakaðir af vilja til samvinnu við verkalýðshreyfinguna). Norski hagfræðngurinn þekkir ekki sögu íslensku verkalýðshreyfingarinnar en ég tel líklegt að vera Kanahersins hafi dregið úr samstöðu hennar. Verkalýðshreyfingin var klofin vegna afstöðunnar til hersins, sumum verkalýðsfélögum var stjórnað af vinstrisósíalistumm,  öðrum af krötum, enn öðrum af íhaldinu. Leiðtogar þessara félaga treystu ekki hver öðrum, afleiðingin varð sú að samvinnuhæfnin fór fjandans til og allir töpuðu. Reyndar átti sundrung verkalýðsfélaganna sér eldri rætur, þegar á ASÍ þingi 1938 misstu kratar sína sterku stöðu, andstæðingar þeirra komu því til leiðar að meðlimir í verkalýðsfélögum voru ekki lengur sjálfkrafa meðlimir í Alþýðuflokkinn. Í sjálfu sér var það framför en því miður liður í þróun sem leiddi til minni samvinnuhæfni.

Þjóðernisstefna og samvinnuhæfni

Víkjum nú að þjóðernisstefnu. Hinn mikla samvinnuhæfni Norðmanna á sér ótvírætt rætur í hinni miklu þjóðernishyggju þeirra. Svíar og Danir eru síður þjóðernissinnaðir enda samvinnuhæfnin sennilega  ögn minni í Svíþjóð og Danmörku en í Noregi. Réttara sagt á samvinnuhæfnin rætur í sérstökum einkennum norskrar þjóðernisstefnu. Hún einkennist af  tilfinningu fyrir því að allir Norðmenn, bæði lífs og liðnir, eins þeir óbornu, eigi að standa saman. Tillitsemi við ófædda Norðmenn veldur því að menn eru tilbúnir til að setja olíuféð í sjóð sem gagnast mun hinum óbornu þegar fram líða stundir. Það þýðir að núlifandi Norðmenn eru tilbúnir til að færa efnahagsfórnir ófæddum til hagsbóta. En íslensk, bandarísk og frönsk þjóðernisstefna birtist í trú á þjóðina sem hugmynd, ekki í samstöðu með lifendum og ófæddum. Dæmi Norðmanna sýnir að þjóðernisstefna og þjóðernisleg einsleitni þurfa ekki að vera efnahagnum skaðlegt. Án einsleitni væri norska  þjóðernisstefnugerðin ekki möguleg, án þjóðernisstefnu af þessari gerð væri samvinnuhæfnin minni sem aftur hefði skaðað efnahagslífið.

Þetta skilja alþjóðarembungar ekki, þeir gefa sér að menningarleg og þjóðernisleg fjölbreytni sé alltaf af hinu góða og að þjóðernisstefna hljóti að vera efnahagnum fjötur um fót. Hnattvæðing og fjölmenning hafa vissulega marga kosti en engin er rós án þyrna, hvorki þjóðernis- né alþjóðarósin.

Það sem meira er: Forsenda hinnar árangursríku norsku samvinnustefnu er viss hóphyggja (e. collectivism). Norðmenn eru ekki að öllu leyti einstaklingshyggjumenn, öðru nær. En frjálshyggjumenn segja okkur að hóphyggja sé samfélagi og efnahagi skaðleg. Vilja þeir ekki skella sér til Noregs og segja innfæddum það?

Rétt skal vera rétt: Þótt hóphyggjan kunni að hafa  verið efnahagnum norska fremur til framdráttur en hitt þá er hún jafnframt forsenda þrúgandi sáttamenningar.

Lokaorð

Hvað sem því líður er skortur Íslendinga á samvinnuhæfni einn helsti löstur þeirra, ein af ástæðum fyrir mörgu af því sem miður fer í efnahagslífinu. En kannski bæta Íslendingar samstöðuskortinn að einhverju leyti upp með framtakssemi og dugnaði. Við getum lært samvinnu af Skandínövum en kannski kennt þeim eitthvað smávegis  um framtakssemi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Fréttir

Guðmundur rak Sif í kjölfar umfjöllunar um bætur til brotaþola

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri