Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Bjargið börnunum í Jemen og Sýrlandi

Í dag gerðist sá merki atburður að hópur manna gekk á fund forsætisráðherra og hvatti hana til að berjast fyrir friði í Jemen. Þjáningarnar af völdum stríðsins eru skelfilegar, hungurvofann ásækir meirihluta þjóðarinnar sem vel gæti soltið í hel, verði ekkert að gert. Verst bitnar þetta á saklausum börnum sem geta enga björg sér veitt. Ekki er ástandið betra í Sýrlandi, sprengjum rignir yfir Austur-Ghouta. Enn og  aftur þjást börnin mest, fulltrúi UNICEFs segir þjáningar þeirra ólýsanlegar. En hvað gera íslenskir álitsgjafar? Mer vitanlega hefur ekki einasti þeirra gert þessar hörmungar að umfjöllunarefni. Enda hafa þeir einna helst áhuga á miðdepli alheimsins, hinu ginnhelga íslenska peningaveski. Talandi um peningaveski þá nota Íslendingar 25000 krónur á mann mánaðarlega í draslfæðu. Hvernig væri að nota brot af þeirri upphæð til að styðja nauðstödd börn í þessum stríðshrjáðu löndum?

Björgum börnunum í Jemen og Sýrlandi! Björgum  fólki á öllum aldri, berjumst fyrir friði í þessum löndum!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni