Stefán Snævarr

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Heimspekingurinn Theodor Wiesengrund Adorno (1903-1969) var einn af frumkvöðlum hins svonefnda Frankfúrtarskóla en Jürgen Habermas er þekktasti núlifandi fulltrúi hans. Nú er hálf öld liðinn síðan hann dó og því ástæða til að minnast hans ögn.

endurskoða marxismann.

Frankfúrtarskólamenn voru kredduvana  marxistar sem töldu marxismann þurfa innblástur frá Freud,  Nietzsche Max Weber ofl. Flestir marxistar bjuggust við sósíalískri byltingu í kjölfari kreppunnar miklu. Sýndi ekki kreppan að auðmagnskerfið væri mótsagnarkennt og leiddi til fátækunar verkalýðsins, spurðu þeir.  En nasistar tóku völdin í Þýskalandi og engin hneigð var til verkalýðsbyltingar í Bandaríkjunum, það þótt kreppan þar væri dýpri enn sú þýska. Til að gera illt verra var verkalýðurinn kúgaður á villimannlegan hátt í Sovétríkjunum, landinu sem kenndi sig við sósíalisma og verkalýðsvöld.

En kapítalisminn reis úr öskunni sem fuglinn Fönix vestanhafs, í ögn annarri mynd í sæluríki Hitlers. Frankfúrtarskólamenn töldu  þessa vanþróun sýna  að Marx hefði ofmetið þátt efnahagslífsins í sögulegri framvindu en vanmetið þátt menningar og sálarlífs. Alls konar sálrænar bælingar og stjórnlynt uppeldi hefðu átt þátt í sigri nasista, Freud væri hjálparhella til að skilja þau ósköp.

Á blómaskeiði nasismans lá þýskur verkalýður öldungis flatur fyrir Hitler enda fórnarlamb útsmogins áróðurs. Nasistar veittu þeim brauð og leiki, Hollywood sá um leikina fyrir bandaríska verkamenn sem samsömuðu sig kapítalismanum, sögðu Frankfúrtarmenn.

Gagnrýna kenningin.

Auk Adornos voru þeirra helstir Max Horkheimer (1895–1973) og Herbert Marcuse (1898–1979).  Þeir kölluðu speki sína „gagnrýnu kenninguna“, kenningu sem átti að gagnrýna samfélagið og berjast fyrir betri heimi (Horkheimer 1970: 1-57)(sjá einnig Stefán 2017: 204-207).

Kenningin átti hvorki að vera afurð hreinnar  íhugunar   né byggja á reynslurökum einum. Enda væru staðreyndir um samfélagið úr lagi færðar af formgerð auðmagnsins og því væru hreinræktuð reynslurök villandi. Hvað er átt við með formgerð auðmagnsins? Hér vísuðu Frankfúrtarmenn til kenninga Marx um auðmagnið, það legði möskva yfir huga okkar sem gerði að verkum að við sæjum ekki staðreyndir þess í sínu rétta samhengi og í réttu ljósi. Ýmislegt sem menn telji staðreyndir  um samfélagið væri eins konar blekking eða hálfsannindi, skapaðar af formgerð auðmagnsins.

Auðmagnið virkaði sum part eins og það sem nútíma fræðimenn hafa kallað „hugtakaskjá“  (e. conceptual scheme). Menn eins og Thomas Kuhn telja að slíkir skjár veiti reynslu og hugsun farveg, séu eins og lituð gleraugu eða síur sem síi veruleikann (paradigmar Kuhns innihalda slíka skjáa). Hvorki Marx né Frankfúrtarsinnar notuðu hugtakið um hugtakið um hugtakaskjá en ég tel að það hæfi hugsun þeirra vel. Í ljósi þessa má telja skiljanlegt hvers vegna Frankfúrtarmenn töldu að það að safna staðreyndum einum um samfélagið leiddi til  þess að raunspekingar (pósitífistar) fengju þá mynd af samfélaginu að það væri sjálfssögð, hlutlæg staðreynd. Þar með réttlættu þeir samfélag sem ekki ætti réttlætingu skilið, sögðu félagarnir frá Frankfúrt.

Díalektík upplýsingarinnar.

 Þeir Adorno og Horkheimer sátu í Hollywood á stríðsárunum og skrifuðu um rætur hins alstýrða heims. Sú alstýring ætti sér djúpar rætur í sögu mannskyns og væri ekki skiljanleg með marxískum rökum einum. Hugsuðir upplýsingartímans vildu leysa mannkynis úr fjötrum fáfræði og undirgefni með vopnum skynseminnar og vísindanna.

En þessi áætlun upplýsingarinnar væri mótsagnarkennd, því væri rétt að tala um díalekík upplýsingarinnar.  Til að lifa af í ríki náttúrunnar hefði maðurinn skapað náttúruvísindi sem áttu að frelsa hann frá striti og ljá  honum vald yfir náttúrunni. Um leið var þessum  vísindum ætlað  að afhjúpa leyndardóma nátturunnar, veita okkur þekkingu á efnisheiminum.

Vandinn er sá að hugur mannsins er sjálfur hluti af náttúrunni þannig að vald yfir náttúrunni þýddi vald yfir huganum, sögðu þeir félagar. En til þess var leikurinn ekki gerður, hugurinn átti jú að öðlast vald yfir náttúrunni og verða frjáls fyrir vikið. Í ofan á lag er skynsemi náttúruvísindanna tækisskynsemi, skynsemi sem segir okkur hvaða tæki við getum notað til að  ná markmiðum okkar en ekki til að meta markmiðin með vitrænum hætti. Þessi tækisskynsemi hafi orðið kúgunartæki, ekki síst þegar hún tók á sig mynd nytjahyggju. Hún birtist m.a. í gróðahyggju kapítalismans og þrautskipulagðri útrýmingarstefnu nasista þar sem húð Gyðinga var nýtt til að gera lampaskerma, fitan  til sápugerðar.  

Markmið upplýsingarinnar hefði verið  að frelsa mannkynið með því að efla sjálfræði súbjektisins (hugans?) og einstaklingseðli sjálfsins.   En þessi frelsunartilraun hafi leitt   til þess að farið var að líta á einstaklingssjálfið sem súbstans og/eða  lífræna heild. Ekki nóg með það, sjálfin hafi þróast í þessa átt. Fyrir vikið urðu að víkja hinar ýmsu samsemdir eða smá sjálf sem finna má í hverju sjálfi. Og með því að verða ídentískt með sjálfu sér hafi  sjálfið misst einstaklingseðli sitt þar eð öll sjálf urðu ídentísk með sjálfum sér á nákvæmlega sama  máta. Sérhver steinn er ídentískur við sig sjálfan en þess vegna er hann nákvæmlega eins og aðrir steinar. Þetta ferli sjálfsins sé  samofið vörugervingu samfélagsins en hún einkennir kapítalismann þar sem allt verði  vara.  Í þessu kerfi  megi skipta út hvaða vöru sem er fyrir aðra vöru þar eð þær eru metnar á sama mælikvarða, mælikvarða verðsins. Þetta hafi áhrif á tengsl einstaklingana við hver aðra, sérhverjum einstaklingi megi skipta út fyrir annan einstakling. Það leiði til þess að menn missi einstaklingseðli sitt.  

Þannig sé upplýsingin þversagnarkennd og því grafi hún undan sér sjálfri. Díalektík upplýsingarinnar eigi sér rætur í þeirri staðreynd að henni hafi aldrei tekist að losa sig við goðsagnahyggjuna sem henni var ætlað að kveða í kútinn. Goðsagnahyggjan hafi reyndar ávallt haft þátt af upplýsingu, svonefnt frumstætt fólk noti galdra til að öðlast vald yfir náttúrunni, fulltrúar upplýsingar beiti vísindum og tækni til þess arna. Goðsagnahyggjan einkennist af dýrkun á blæti, t.d. meintum helgum trjám, en blætishyggjan endurfæðist í upplýsingunni í mynd dýrkunnar hennar á staðreyndum, það sjáist best í  raunspekinni. Auðmagnskerfinu sé stjórnað af ópersónulegum öflum (markaðsöflum) rétt eins og heimur goðsögunnar er stjórnað af ópersónulegum örlögum. Jafnvel sjálfur Óðinn mátti beygja  sig fyrir örlögunum í hinum fornnorræna goðsagnaheimi.  Villimennska nasistanna og dýrkun þeirra á goðsögum sé enn eitt dæmið um það hvernig goðsöguleg hugsun hafi unnið sigur í heimi sem virtist siðmenntaður og upplýstur.  

Menningariðnaðurinn.

Adorno og Horkheimer töluðu um menningariðnaðinn, þ.e. skemmtanaiðnaðinn auk þeirra afla sem gera hámenningu að söluvöru.  Menningariðnaðurinn legði Gleipnisfjötra á menn, mjúka fjötra en óslítanlega. Allt stefni í átt til alstýringar heimsins, jafnt alræðisherrarnir sem menningariðnaðurinn væru liður í þeirri vanþróun. Afurðir  þessa leiða iðnaðar séu eintóna, þær hafi bara eina vídd rétt eins og hið kapítalíska hagkerfi þar sem peningarnir eru víddin eina.

Í verksmiðjum kapítalismans sé hrynjandi vinnunnar mónótón, það gildi ekki síst um færibandavinnu þar sem allt endurtekur sig hvað eftir annað. Í þessu hagkerfi verði vörurnar æ staðlaðri, í ofan á lag leiði hin mikla sérhæfing á vinnumarkaðnum til þess að menn fái ekki yfirsýn yfir hagkerfið, sjái það bara sem ósamhangandi búta (þessi staðhæfing er reyndar ættuð beint frá Marx).

Þessi ósköp birtist líka í skemmtanamenningunni sem fóðri okkur með staðlaðri skemmtun og manípúleri okkur til að líka við hana. Dægurtónlistin sé  vélræn og stöðluð, hún sé bergmál frá samfélagsgerðinni. Venjulegt dægurlag hefjist á þema sem ekki sé þróað áfram, hin mónótóni hrynjandi þess minni á hrynjandi verksmiðjunnar. Það er ekki bara manípúlasjon sem veldur því að við föllum fyrir menningariðnaðnum við erum sjálf afurð þess samfélagsferlis sem skóð þennan iðnað. Við erum fjöldamenni rétt eins og dægurlögin eru fjöldaframleidd (Adorno og Horkheimer 1988: 128-176).

Samt eigi mannskepnan von um frelsun, hún sýni sig m.a. í hinu átentíska listaverki. Slíkt listaverk sé ekta, einlægt  og frumlegt, ekki stæling, ekki tilgerð, ekki gert í neinum ákveðnum pólitískum eða efnahagslegum tilgangi. Það sé sem sagt hvorki söluvara né áróðursverk, það sé því ekki á valdi tækisskynseminnar. Það sé hvorki tæki til eins né neins,  ekki einu sinni til þess að sýna heiminn eins og hann komi fyrir af skepnunni. Það hafi bara gildi í sér sjálfu. Í uppreisn sinni gegn nytjahyggju og með algeru frelsi í tjáningarmáta vísi hið átentíska listaverk til frelsaðs samfélags  (Adorno og Horkheimer 1988: 9–87).

Hér vísa þeir félagar til Karls Marx og hugmynda hans um að kapítalisminn vísi til hins frjálsa kommúnisma, hann sé óléttur og króginn sé kommúnisminn. En Frankfúrtarmenn eru ekki svona bjartsýnir og ekki vissir um hvers konar samfélag megin teljast frjálst, þótt þeir fordæmi auðmagnskerfið sem kúgunarkerfi. Marx eygði von í verkalýðsbaráttu, Frankfúrtarmenn í hinu sanna listaverki. Þessi er þversögnin: List sem gerð fyrir listina eina er í raun byltingarsinnað, ekki listin sem gerð er til að bylta samfélaginu.

Adorno eftir stríð

Þeir Adorno og Horkheimer sneru aftur til Þýskalands eftir stríð, Marcuse varð eftir vestanhafs. Adorno hélt áfram að þróa hugmyndir sínar um hið átentíska listaverk og um listir almennt. Þær kenningar, ásamt kenningunni um menningariðnaðinn,  ræði ég stuttlega í norsku inngangsriti mínu að listspeki (Stefán 2008: 111-119).

Látum okkur nú nægja að nefna að áðurnefndar  kenningar Adornos höfðu talsverð áhrif á uppreisnargjarna þýska stúdenta á sjöunda tug síðustu aldar. En Adorno og félögum hans leist ekki á blikuna þegar herskáir  stúdentar hernámu háskólabyggingar. Hann hringdi í lögregluna. Og dó úr hjartaáfalli skömmu síðar.

Gagnrýni á gagnrýna kenningu.

Ég hef talsverða samúð með andófinu gegn tækisskynseminni, samanber gagnrýni mín á fjárorðræðu í Stundarbloggi mínu. En ég tel að þeir Habermas og Karl-Otto Apel hafi mótað gagnrýnina  á tækisskynsemina  betur en hinir eldri Frankfúrtarmenn.

Reyndar er mér  ekki launung í því að þær kenningar Adornos og Horkheimers sem hér eru nefndar hrífa mig ekki sérlega mikið. Ég er undir of miklum áhrifum frá greiningarspeki og pragmatisma til að gútera alveg kenningar sem virðast vart hafa jarðsamband, þótt þær séu á ýmsa lund heillandi.

Spyrja má líka hvernig þeir félagar geti vitað að menn séu manípúleraðir, hvernig sluppu þeir sjálfir við ósköpin? Hér gætir kannski alþýðufyrirlitningar, pöpulinn er manipúleraður, ekki hin vinstrisinnaða elíta. Og listir sem almenningur laðast að eru liðir í þessari manipúlasjon, pöbullinn kann ekki gott að meta. En ýmislegt bendir til þess að fólk kokgleypi ekki afurðum skemmtanaiðnaðarins gagnrýnislaust, þær eru túlkaðir með mismunandi hætti í mismunandi menningarheimum. Til dæmis sýna rannsóknir að Gyðingar frá Marokkó skildu ameríska sjónvarpsþætti allt öðru vísi en Bandaríkjamenn (samkvæmt Shusterman 1992: 191).

Á móti kemur að yfirgengilegt framboð á skemmtanaefni er gjörsamlega að drekkja hámenningu. Jafnvel bráðgreind ungmenni virðast skilyrt til að velta sér upp úr einfaldri afþreyingu og hunsa erfiða hámenningu. Þetta gæti leitt til alvarlegrar forheimskunnar sem gæti leitt til þess að fólk léti blekkjast af lýðskrumurum sem vildu lýðræðið feigt  (ég ræði þessi mál og legg fram staðtölur máli mínu til stuðnings í Stefáni 2007: 1-11). Kann mögulega aukin forheimskun  vera völd að  því að vestrænir kjósendur liggja margir hverjir flatir fyrir lýðskrumurum?

Hvað alstýringu varðar þá bendir margt til þess að hennar tími sé kominn. Tölvurnar safna upplýsingum um allar okkar gerðir, algrímin vita meira um okkur en við sjálf og allur þessi upplýsingaforði verður stórfyrirtækjum að féþúfu.  Til að gera illt verra   búa kínverskir ráðamenn  til tölvueftirlitskerfi sem gæti raungert distópíu Orwells  í bókinni 1984. Kannski verður veröldin alstýrð árið 2084!

Lokaorð.

Af þessu má sjá að málflutningur  þeirra Adornos og Horkheimer er alls ekki úti í hött. Það er kannski kominn tími til að dusta rykið af þessum napra boðskap.

Helstu heimildir:

Adorno, Theodor W.  og Horkheimer, Max (1988): Dialektik der Aufklärung. Philosophische Fragmente. Frankfurt a.M: Fischer.

Horkheimer, Max (1970): «Tradisjonell og kritisk teori» (þýðandi  Thomas Krogh), í  R. Kalleberg (ritstj.): Kritisk teori: en antologi. Oslo: Gyldendal, bls. 1–57.

Shusterman, Richard (1992): Pragmatist Aesthetics.  New York: Routledge.

Stefán Snævarr 2007: "Pragmatism and Popular Culture. Shusterman and the Challenge of Visuality". Journal of Aesthetic Education(internasjonalt med referee), Vol. 41, No.2,  bls. 1-11.

Stefán Snævarr 2008: Kunstfilosofi.  En kritisk innføring. Bergen: Fagbokforlaget.

Stefán Snævarr 2017: Vitenskapsfilosofi for humaniora. En kritisk innføring. Oslo: Cappelen-Damm.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
1

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna
2

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil
3

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak
4

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi
5

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Ráðherra hefur ekki heimild
6

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
2

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í vikunni

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi
2

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
3

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik
4

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
6

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
1

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

„And-Gréta“ komin fram í Þýskalandi og á leiðinni til Bandaríkjanna

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“