Þessi færsla er rúmlega 2 mánaða gömul.

AÐ VERA MÁLEFNALEGUR-Jóni Karli Stefánssyni svarað

Fyrir nokkru skrifaði ég færslu hér á Stundinni um notkun Björns Bjarnasonar á orðinu „spilling“. Hann hefði sagt að gagnrýni Samfylkingarinnar á Sjálfstæðisflokkinn væri spilling.

En ég benti á að spilling merki ekki það sama og gagnrýni, ekki einu sinni ósanngjörn gagnrýni.

Ég sagði að Björn talaði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða það sem ég vil að þau þýði“.

Gárungar meðal heimspekinga tala um „the Humpty Dumpty theory of meaning“, „merkingarkenning í anda Humpty Dumptys“.

Fúkyrði og/eða málskrúðsbrögð.

Skammt er öfganna á milli, nú geysist vinstrisósíalistinn Jón Karl Stefánsson fram á ritvöllinn og ber á mig að hafa notað fúkyrði í stórum stíl í gagnrýni minni á hann og Þórarinn Hjartarson.

Meðal fúkyrða hafi verið það að ég líkti kommúnistum við stelpuna sem Britney Spears söng um í laginu „Oops, I did it again“.

En hér er augljóslega á ferðinni glettni, jafnvel gráglettni, en slík glettni er ekki það sama og fúkyrði. Tilvitnun mín  í Britney Spears var málskrúðsbragð til að hressa upp á textann og gera gagnrýni mína á kommúnista  aðgengilegri.

Þetta er færsla,  ekki fræðigrein,  í slíkum færslum er ekkert gegn því að beita  málskrúðsbrögðum af þessu tagi.

Að kalla athugasemdina um Britney Spears "fúkyrði" er af sama tagi og notkun Björns Bjarnasonar á orðinu spilling. Jón Karl notar orðið fúkyrði í þeirri merkingu sem honum hæfir, í anda Humpty Dumptys.

Hefði ég hellt mér yfir þá Neistabræður og kallað þá „helvítis, djöfulsins kommúnista“ þá hefði verið um fúkyrði að ræða.  Vissulega  tók ég stundum sterkt til orð, ég talaði  um kommagjamm o.fl., allt þetta telur Jón Karl vera fúkyrði.

Það er hans túlkun, mín túlkun er sú að þetta séu málskrúðsbrögð,  tilraunir  til að ögra lesendum til umhugsunar (ég víkja aftur að slíkum brögðum og ræða annað meginhlutverk þeirra).

En það er ekki túlkunaratriði að segja eins og Jón Karl  gerir að fátt annað sé að finna en  fúkyrði í færslu minni, hún sé öldungis ómálefnaleg.  Þetta er ósönn og þar með líklega ómálefnaleg staðhæfing.

Strangt tekið geta menn verið málefnalegir en samt haft á röngu að standa, hinn ómálefnalegi getur rambað á sannleikann.

En í þessu tilviki hundsar Jón Karl meginmál texta míns, hann er í aðstöðu til að sjá hvert það meginmál er en sér það ekki eða vill ekki sjá það. Þess vegna er rétt að telja staðhæfingu hans ómálefnalega. 

Meginmál mitt samanstóð af gagnrýni á vinstrisósíalista, Pútín o.s.fl. með tilvísun til mikils magns heimilda. Að vísa til heimilda er að jafnaði dæmi um málefnaleik. 

Gagnrýni mín   fólst meðal annars  í því að staðhæfa að vinstrisósíalistar væru gjarnir á að gera sömu mistökin aftur og aftur, binda trúss sitt við skuggalega einræðisherra, í gamla daga Stalín og Maó, í dag Pútín, Assad og Maduro.  

Ég reyndi að gagnrýna  Pútín, þá Neistabræður og marxismann með málefnalegum hætti, vitnaði  í ókjör heimilda máli mínu til stuðnings.

Til dæmis gagnrýndi ég staðhæfingar  Þórarins Hjartarsonar um bandaríska áróðursvél, ég benti líka  á að það sem hann  segði  um Maidanuppreisnina væri í samræmi við áróður Kremlverja og kannski sótt til þeirra (ég sagði reyndar að þeir ætu frasana upp úr Kremlverjum, er ekki nærtækt að trúa því?).

Ég staðhæfði líka að rétt væra að telja Pútín fasista og vitnaði í urmul heimilda fyrir því, einnig fyrir þeirri staðhæfingu minni að Nató ógnaði ekki Rússlandi.

 Í ofan á lag reifaði ég stuttlega gagnrýni á ýmsa þætti marxismans.  Enn fremur sló ég marga varnagla, sagðist t.d. ekki vera viss um að Pútín væri eins svakalega ríkur og sumir telja.

Þess utan talaði ég oft í viðtengingarhætti og rakti með því staðhæfingar ýmsar án þess að taka beina afstöðu til þeirra.  

Málefni, málskrúður, tilfinningar.

Nefna má að í fyrri færslu hrósaði ég  grein Jóns Karls um hið stafræna auðvald, stórfyrirtækin í Kísildal, og tilraunir ýmissa ríkisstjórna til að njósna um þegna sína með stafrænum tækjum.

Ég vil líka hrósa honum fyrir góðan stíl og  fyrir herhvöt hans um að gera íslenska umræðu málefnalegri.  Enn fremur skal játað að ég las grein hans um Úkraínu fremur yfirborðslega.

Ég beindi sjónum mínum aðallega að skrifum Þórarins, leikurinn er fyrst og fremst til hans gerður. Það má vera að ég hafi gert Jóni Karli upp skoðanir, ég kannski gef mér að hann sé sama sinnis og Þórarinn í flestum málum.

 Málefnalegt fólk þorir að viðurkenna mistök sín, það er ekki hrætt við að hrósa andstæðingum sínum fyrir það sem þeir gera vel. Það er heldur ekki hrætt við að slá varnagla og játa takmarkanir þekkingar sinnar.

Af þessu verður ekki annað séð en að skrif mín séu tiltölulega málefnaleg þótt ég bregði stundum á leik og hressi textann til að ögra lesandanum til umhugsunar.

Haldi Jón Karl að maður verði málefnalegur með því að skrifa þurrpumpulega þá fer hann villur vega.

Þurrpumpuleiki getur verið málskrúðsbragð þar sem stíllinn er notaður  til þess að blekkja lesandann til að trúa því að skrifin séu hlutlæg þótt það sé kannski fjarri sanni.

Menn verða heldur ekki málefnalegir með því að forðast tilfinningatjáningu í texta. Tilfinningar eru ekki handan skynsemi, t.d. getur  hræðsla varað  menn við hættu, veitt þeim upplýsingar.

Sumar tilfinningar byggja á rökum, tilfinning getur ekki kallast „reiði“ nema  menn hafi ástæðu fyrir reiðinni.

Hafi menn enga slíka ástæðu má spyrja hvort þeir finni ekki bara einhvern æsing inn í sér en hún sé ekki réttnefnd reiði. Ástæður fyrir reiði má síðan meta með skynsamlegum hætti, er reiðin réttlát eður ei?

Ég beitti málskrúðsbrögðum í færslu minni til að tjá það sem ég tel vera réttláta reiði, reiði í garð rússneska innrásarhersins og þeirra sem hamast við að kenna öðrum um (hinni illu Ameríku), ófrægja Úkraínumenn með því að kenna þá nasisma.

Stjórnmálaumræða án tilfinningatjáningar er ekki mikils virði en ekki er rétt að láta allt gossa við slíka tjáningu. Gæta skal hófs í tjáningu tilfinninga sem öðru.

Bæta má þremur  boðorðum við ágætan boðorðalista Jóns Karls um málefnaleika: a) Forðist hræsnisfullan þurrpumpuleik.

B) Tjáið tilfinningar í stjórnmálaumræðu en fullvissið ykkur um að þær séu á góðum rökum reistar.

C) Beitið gjarnan málskrúðsbrögðum, bæði til að hressa textann og tjá tilfinningar. En gætið hófs við beitingu þeirra  

 Lokaorð.

Jóni Karli  væri sæmra að reyna að svara minni rökfærslu með málefnalegum hætti í stað þess  að slá undir beltistað með kylfu  Humpty Dumptys að vopni.

Hann skrifar eins og ég hafi fátt annað til málanna að leggja en brandara um Britney Spears og stóryrði um þá neistabræður, þannig skrumskælir hann færslu mína.

Slík skrumskæling er ómálefnaleg, málefnalegir menn leitast við  að skýra rétt frá staðhæfingum andstæðinga sinna.

Það er líka ómálefnalegt að skrumskæla merkingu orða til dæmis orðsins "fúkyrði". Jón Karl ætti að líta í eigin barm áður hann ber  málefnaskort á aðra. 

Hafi Jón Karl rök fyrir því að vinstrisósíalistar hafi ekki gert mistök og rétt sé að verja einræðisherrana, sem ég nefndi,  þá ber honum að nefna þau.

Einnig hefði hann átt að svara því sem ég segi um marxismann, Maidanuppreisnina o.fl. Það gerir hann ekki í neistaádrepunni, hún verður tæpast talin málefnaleg. Það þótt tillögur hans um málefnalegri umræðu séu góðrar gjaldar verðar.

Málskrúðsbrögð geta verið góð tæki til að hressa upp á texta og tjá tilfinningar. 

PS Það sem segir hér um Humpty Dumpty er málskrúðsbragð, til að gera textann líflegri og ögra lesandanum ögn!

PS2: Áhugamenn um heimspeki tilfinninga geta litið í bók mína Metaphors, Narratives, Emotions. Þar fer ég miklu nánar í eðli tilfinninga, þær ræði ég frá blaðsíðu 283 til blaðsíðu 377. 

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SSS
  Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
  Þegar að gjörspilltar risaeðlur á borð við björn bjarnason, væna aðra um spillingu.
  Þá er vara hægt annað en að brosa út í annað og fá aulahroll.
  0
 • SVS
  Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
  Þessu bætti ég inn í Lokaorð: Það er líka ómálefnalegt að skrumskæla merkingu orða til dæmis orðsins "fúkyrði". Jón Karl ætti að líta í eigin barm áður hann ber málefnaskort á aðra.
  1
 • SVS
  Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
  Þetta gleymdist í fyrstu útgáfu. Setti inn:
  Að kalla athugasemdina um Britney Spears "fúkyrði" er af sama tagi og notkun Björns Bjarnasonar á orðinu spilling. Jón Karl notar orðið fúkyrði í þeirri merkingu sem honum hæfir, í anda Humpty Dumptys.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Þorvaldur Gylfason
2
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Upp­ástand

Neyzla er nauð­syn­leg öllu lífi á jörðu ef ekki bein­lín­is æðsti til­gang­ur alls sem anda dreg­ur. En samt fer mis­jafnt orð af henni – þ.e. neyzl­unni, ekki jörð­inni. Við neyt­um mat­ar og drykkj­ar því ann­ars héld­um við ekki lífi. Við önd­um að okk­ur loft­inu sem um­lyk­ur jörð­ina því ann­ars mynd­um við kafna. Við fögn­um feg­urð heims­ins með því að gleðj­ast...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Andri Sigurðsson
4
Blogg

Andri Sigurðsson

Verka­lýðs­hreyf­ing­in í dauða­færi að krefjast fé­lags­legs hús­næð­is­kerf­is

Rík­is­stjórn­in er í her­ferð til að sann­færa kjós­end­ur um að hún ætli sér að leysa hús­næð­is­vand­ann. Tal­að er um að einka­að­il­ar, mark­að­ur­inn, byggi 35 þús­und íbúð­ir. En þessi her­ferð er auð­vit­að bara "smoke and mirr­ors" eins og venju­lega. Eins og bú­ast mátti við eru eng­ar hug­mynd­ir þarna um að rík­ið komi að mál­um á neinn hátt nema með því að beita...
Lífsgildin
5
Blogg

Lífsgildin

Vinátt­an við nátt­úr­una

Vinátta er hug­tak sem spann­ar mikla vídd og dýpt. Á skala vináttu er ég, aðr­ir, sam­fé­lag­ið, nátt­úr­an og jörð­in. Mig lang­ar til að lýsa vináttu við nátt­úr­una, því það er mik­il­vægt vegna þess að þetta sam­band hef­ur rask­ast. Vinátta er meira en til­finn­ing. Hún er kær­leik­ur, hún er vit­ræn og sið­ræn. Hún er reynsla. Hún fel­ur í sér marg­ar dyggð­ir...

Nýtt á Stundinni

Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?
ÞrautirSpurningaþrautin

835. spurn­inga­þraut: Hvar er rík­ið Shqipëria?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an á mynd­inni hér að of­an? Skírn­ar­nafn henn­ar næg­ir í þetta sinn. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er kall­að í dag­legu tali það tíma­bil sem hófst þeg­ar Ís­lend­ing­ar fengu ráð­herra í fyrsta sinn? 2.  En hver var ann­ars fyrsti ís­lenski ráð­herr­ann? 3.  Við hvaða fjörð stend­ur Búð­ar­dal­ur? 4.  Eng­lend­ing­ar urðu um dag­inn Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta í kvenna­flokki....
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
834. spurningaþraut: Hvar er fjallgarður 16.000 kílómetra langur?
ÞrautirSpurningaþrautin

834. spurn­inga­þraut: Hvar er fjall­garð­ur 16.000 kíló­metra lang­ur?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hversu göm­ul er Elísa­bet Breta­drottn­ing síð­an 21. apríl í vor? Skekkju­mörk eru eitt ár til eða frá. 2.  Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Bela­rús eða Hvíta­rússlandi? 3.  Hversu marg­ar gráð­ur er rétt horn? 4.  Hvað heit­ir sú 19. ald­ar skáld­saga þar sem að­al­per­són­an er Misjk­in fursti sem sum­ir telja...
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Gunnar Hersveinn
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
ViðtalHamingjan

Úti­vist og hreyf­ing í góð­um hópi eyk­ur lífs­gleði

Harpa Stef­áns­dótt­ir hef­ur þurft að rækta ham­ingj­una á nýj­an hátt síð­ustu ár. Þar hef­ur spil­að stærst­an þátt breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­mynstri. Hún hef­ur auk þess um ára­bil bú­ið í tveim­ur lönd­um og seg­ir að sitt dag­lega líf hafi ein­kennst af að hafa þurft að hafa fyr­ir því að sækja sér fé­lags­skap og skapa ný tengsl fjarri sínu nán­asta fólki. Harpa tal­ar um mik­il­vægi hóp­a­starfs tengt úti­vist og hreyf­ingu en hún tel­ur að hreyf­ing í góð­um hópi stuðli að vellíð­an.
Stór, marglaga og víðfeðm samsýning
MenningHús & Hillbilly

Stór, marglaga og víð­feðm sam­sýn­ing

126 mynd­list­ar­manna sam­sýn­ing á Vest­fjörð­um, Strönd­um og Döl­um.
833. spurningaþraut: Hvað hétu þeir aftur, þessir gömlu tölvuleikir?
ÞrautirSpurningaþrautin

833. spurn­inga­þraut: Hvað hétu þeir aft­ur, þess­ir gömlu tölvu­leik­ir?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er hvít­klæddi karl­inn hér lengst til hægri? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Og í fram­haldi af auka­spurn­ing­unni: Hvaða ár var mynd­in tek­in? 2.  Carl Jung hét karl einn. Hvað fékkst hann við í líf­inu? 3.  Hvaða kona er gjarn­an sögð hafa ver­ið beint eða óbeint völd að Tróju­stríð­inu? 4.  Á list­um yf­ir rík­ustu kon­ur heims eru enn sem kom­ið...
Þrjár orrustur og 42 ár sem breyttu stefnu heimsins
Flækjusagan

Þrjár orr­ust­ur og 42 ár sem breyttu stefnu heims­ins

Um 5.400 kíló­metr­ar eru í nokk­urn veg­inn beinni loftlínu frá Zenta í Mið-Evr­ópu um smá­þorp­ið Gulna­bad í miðju Ír­an og til bæj­ar­ins Karnal norð­ur af Delí, höf­uð­borg Ind­lands. Ár­in 1697, 1722 og 1739 voru háð­ar á þess­um stöð­um orr­ust­ur þar sem þrjú tyrk­nesk-ætt­uð stór­veldi áttu í höggi við þrjá ólíka óvina­heri. Eigi að síð­ur eru þess­ar orr­ust­ur tengd­ar á ákveð­inn en óvænt­an hátt, að mati Ill­uga Jök­uls­son­ar.
Kína vaknað og Bandaríkin safna liði
Hilmar Þór Hilmarsson
Pistill

Hilmar Þór Hilmarsson

Kína vakn­að og Banda­rík­in safna liði

„Hags­mun­ir Kína og Rúss­lands munu ekki endi­lega fara sam­an í fram­tíð­inni,“ skrif­ar Hilm­ar Þór Hilm­ars­son.
Hnattvæðing og alþjóðaremba
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...