Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Skítadreifing án sómakenndar

Skítadreifing án sómakenndar

Skítadreifing án sómakenndar

 

Herferðin gegn Smára McCarthy er svo laus við sómakennd að það mætti halda að hann væri í forsetaframboði á móti Davíð Oddssyni. Því miður stefnir Smári einungis á þingsæti og því er erfitt að skilja þetta offors sem kallar á hverja ritstjórnargreinina á fætur annarri hjá viðskiptablaðinu, þar sem jafnvel bókalestur Smára er gagnrýndur eða furðufréttir um byssur. Því er blásið upp sem hneyksli að Smári hafi unnið að því að koma upp þráðlausu neti í Jalalabad í Afganistan.

Það er mögnuð hræsni að vera í stjórnmálaflokk sem styður innrás í Afganistan og Írak en gagnrýna mann fyrir að hafa unnið sjálfboðaliðastarf þar. Þökk sé þessu þráðlausa neti geta ungar konur menntað sig í Jalalabad og gúgglað viðkvæmum spurningum sem erfitt er að fá svör við á opinberum vettvangi í heittrúuðu og íhaldssömu samfélagi. Það er ágætt að ungt fólk í Jalalabad geti aflað sér upplýsinga heima hjá sér í landi þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar á frjálslynda skóla.

Við uppsetningu á netinu voru notuð frumstæð hráefni úr nágrenninu, svo sem hænsnavír, og þurfti oft að finna upp á nýstárlegum lausnum. Netið er þó enn gangandi.

Maður
sem tæklar spillingu

Síðastliðin ár hefur Smári McCarthy unnið hjá OCCPR, alþjóðlegum samtökum sem berjast gegn spillingu. Hann útbjó útgáfu Panamalekaskjalana í samvinnu með ICIJ, þannig að við getum flett upp nöfnum á þægilegan og aðgengilegan máta.

 

Hér sést Smári ræða við gamlan hermann sem varði þinghús Moldóvu árið 1991 í sjálfstæðisbaráttu gegn Sovétríkjunum og berst nú fyrir réttindum eldri borgara fyrir utan sama þinghús.

Meðal þess sem Smári McCarthy kom að sem starfsmaður OCCPR voru rannsóknir á hvarfi eins og hálfs milljarðs dollara úr þremur bönkum í Moldóvu, auk stóra lekamálsins sem kollvarpaði ríkisstjórn Yanukovich í Úkraínu. Þekking Smára á spillingarmálum er yfirgripsmikil og hann þekkir marga af helstu sérfræðingum Evrópu á þessu sviði.
Það er athyglisvert að Viðskiptablaðið virðist hafa skrifað talsvert meira um Smára McCarthy, ummæli hans, bóklestur og byssuþjálfun að segja heldur en stærstu viðskiptafrétt síðan hrunið átti sér stað. Viðskiptablaðið hefur ekki gagnrýnt fjármálaráðherra og formann sjálfstæðisflokks fyrir að hafa átt aflandsfélag. Í siðuðu þjóðfélagi færi fram umræða um hvort viðeigandi væri að yfirmaður ríkisskattstjóra hefði slíka forsögu, það væru jafnvel skrifaðar fréttir og pistlar um það í Viðskiptablöðum.
Herferðin gegn Smára McCarthy gengur út á að gera hann grunsamlegan og sá ótta á meðal fólks. En spurningin er þó fyrst og fremst, við hvað óttast menn fyrst allt er dregið í ljósið, þar með talið gamlar færslur á LinkedIn?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni