Listflakkarinn

Seinustu manneskjurnar

Fyrsti hluti

Það gæti verið að nú sé runnin upp seinasta öld manneskjunnar sem ráðandi afli á jörðinni. Ég er ekki að tala um útrýmingu, heimsenda sökum mengunnar, kjarnorkustyrjaldar eða náttúruhörmunga. Það þarf líka býsna margt til að losna við tegund sem komin er á hvert horn jarðar og með samfélög á öllum tæknistigum.

 

Fyrir stuttu síðan var tilkynnt í Kína að gena-uppbyggingu í mennsku fóstri hefði verið breytt. Markmið vísindamannanna er að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma, göfugt markmið, en það er ekki tilviljun að þessi tilraun fari fram í Kína en ekki á vesturlöndum þar sem strangari reglur gilda um mennskar tilraunir. Að vísu verður afsprengi þessarar tilraunar ekki að fullvaxta manneskju, en tilraunin setur nýtt fordæmi, við erum á mörkum nýrrar veraldar þar sem möguleikinn á erfðabreyttum manneskjum er fyrir hendi.

 

Hvað merkir það fyrir mannkynið ef okkur tekst að fullkomna þá tækni sem þarf til að stýra arfberum okkar? Það þýðir endalok (fyrir þá sem geta borgað auðvitað) á arfgengum sjúkdómum. Hver myndi líka óska nýfæddu dóttur sinni að deyja úr sama krabbameini og dró ömmu hennar til dauða?

 

Öfgafyllstu sjúkdómarnir væru þeir fyrstu á dagskrá en það væri ekki langt í að tæknin væri notuð í annað og meira, það er t.d. margt sem ég óska ekki mínum börnum eins og skakkar tennur, alls kyns ofnæmi. En hvað nú ef mig langar til að draga fram það besta úr mínum genum?

 

Það gæti verið að sambærileg tækni gæti nýst til að auka greind, auka líkur á að barnið verði hávaxið, að valinn væri réttur augnlitur, foreldrar gætu ákveðið krullur frekar en slétt hár, rautt frekar en ljóst eða kannski bara dökkt hár þótt það sé ekki beint í ættinni.

 

Í augnablikinu hljómar slíkt val furðulega, en það er af því við eigum ekki enn þá þennan valkost. En vísindin eru þegar misnotuð af mörgum. Í Kína, Indlandi og ýmsum þróunarlöndum er óvenju hátt hlutfall af fóstureyðingum á kvenkynsfóstrum. (Eitthvað sem er ógeðfellt, en ekki óskiljanlegt í löndum þar sem jafnréttismál og eftirlaunakerfi eru ekki komin langt á veg, og foreldrar reiða sig á tekjur barna sinna).

 

Sónartækni gerir okkur kleift að velja. Það er ekki siðferðislega erfitt val ef fóstrið á enga möguleika á að lifa af fæðingu og gæti jafnvel valdið móðurinni skaða, en þegar það kemur að börnum sem gætu átt langt líf en þurft að glíma við fötlun af einhverju tagi vekur það upp spurningar. Við erum nú þegar farin að velja okkur þá litninga sem okkur þóknast með því að eyða þeim fóstrum sem ekki hafa rétta tölu á þeim. Er eðlismunur á því og að velja karlkyns fóstur umfram kvenkynsfóstur?

 

Þetta er framtíðin eins furðulega og það kann að hljóma. Manneskjur í lok aldarinnar gætu verið greindari, hávaxnari, sterkari og talsvert heilbrigðari en við, en það fer sennilega fyrst og fremst eftir lagasetningunni. Ég efast ekki um að þessi þróun muni koma aftan að íslenska löggjafanum alveg eins og staðgöngumæðrun. Mér finnst það út af fyrir sig hljóma eins og furðuleg vísindaskáldsaga að foreldrar einhvers staðar í Grafarvoginum geti pantað leg og fóstur einhvers staðar á Indlandsskaganum. Og iðnaðurinn í kringum það á sér sínar ljótu hliðar. Hér er til dæmis frétt um þegar flogið var til bjargar ísraelskum börnum á hamfarasvæðum í Nepal en ekki nepölskum „mæðrum“ þeirra. Lagalega séð voru þær auðvitað alls ekkert mæður þeirra, máttu kannski þakka fyrir að vera ekki skaðabótaskyldar ef eitthvað hnjask hefði orðið á ungviðinu í jarðskjálftanum.

 

Það er langt síðan Aldous Huxley gaf út bók sína Veröld ný og góð (Brave New World) sem segir frá framtíðarsamfélagi þar sem hver og einn er genetískt hannaður til að gegna sínu hlutverki. Gamaldags manneskja úr einangruðu samfélagi kemur þangað og upplifir þessar furðuverur, sem allar eru greindari, fallegri og betur hannaðri en hún í alla staði, svo mjög að þær eru eiginlega varla sama tegund. Kannski verður það eitthvað í líkingu við upplifun Ara í fyrsta bekk Ásteigs-skóla árið 2071, foreldrar hans sem borða einungis lífrænt ræktaðan mat og hafna öllum genetískum umbreytingum hafa eignast barn upp á gamla mátann en fyrir vikið hafa þau dæmt það til eilífrar útskúfunar. Ari mun þurfa sérhjálp alla sína ævi innan skólakerfisins, hann er ekki lesblindur eða ótalnaglöggur en í samanburði við hina „sérhönnuðu“ krakkana er hann hálfviti (hann er bókstaflega með helminginn af þeirra greind) og heldur ekki einu sinni í við þau í íþróttatímum. Auk þess þurfa foreldrarnir að sitja undir því á foreldrafundum að það sé óábyrgt af þeim að hafa ekki látið betrumbæta Ara á fósturstigi, vita þau ekki hversu algengt er að gamaldags manneskjur beri með sér smitsjúkdóma og hversu mikil byrði þau eru á heilbrigðiskerfinu?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
1

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins
3

Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
4

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
5

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Nú snjóar plasti
7

Nú snjóar plasti

·
Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum
8

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

·

Mest deilt

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
1

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
2

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk
4

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum
6

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

·

Mest deilt

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
1

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
2

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk
4

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum
6

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
2

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Barnavernd gefst upp
3

Barnavernd gefst upp

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
4

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
6

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
2

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Barnavernd gefst upp
3

Barnavernd gefst upp

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
4

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
6

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·

Nýtt á Stundinni

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Mikilvægt að sýna þolendum að þeir standi ekki einir

Mikilvægt að sýna þolendum að þeir standi ekki einir

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nú snjóar plasti

Nú snjóar plasti

·
Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

Telja 15 prósent 10. bekkinga háða rafrettum

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins

Gerði athugasemdir við svarleysi og seinagang menntamálaráðuneytisins

·
Hagsmunir framhaldsskólakennara

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hagsmunir framhaldsskólakennara

·
Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

Guðmundur

Í tilefni dags íslenskrar náttúru : Hvað er hálendisþjóðgarður?

·